Morgunblaðið - 20.02.1991, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚÁR 1991
9
ARNI JONSSON,
tannlæknir og læknir
Hef opnað tannlæknastofu í Austurbæj-
arapóteki, Háteigsvegi 1.
Viðtalsbeiðnum er veitt móttaká' í síma
626035.
mmmmmmmmmmmmmmm
1:1
II
Eitt símtal
og þú ert
áskrifandi að
spariskírteinum
ríkissjóðs
Askriftar- og þjónustusímar:
91-62 60 40 og 91-69 96 00
ÞJONUSTUMIÐSTOÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, 2. hæð. Sími 91-62 60 40
Hvað hefur
breytzt?
Árið 1987 birtir Þjóð-
viljinn heilsíðu grein eftir
þáverandi ritstjóra sinn,
Ossur Skarphéðinsson,
þar sem haim hirtir Al-
þýðuflokkinn og gerir
góðlátlegt grín að
pólitískum draumförum
flokksformannsins, Jóns
Baldvins Hannibalsson-
ar.
Þetta var hressileg
samantekt með háðbeitt-
um spjótalögum. Það var
því út af fyrir sig ekkert
undrunarefni þótt Þjóð-
viljinn, sem ekki hefur
auðugan garð að gresja,
efnislega, um þessar
mundir, hressti upp á
innihald og útlit með end-
urbirtingu greinarinnar.
Það fór hins vegar í
verra þegar kom að eftir-
mála Þjóðviljans: „hvað
hefur breytzt?“ Von er
að blaðið spyrji! Af sjálfu
leiðir að greinarhöfimd-
ur, Ossur, hefur breytzt.
Oll veröldin hefur raunar
gjörbreytzt á þessum
tæpum fjórum árum.
Nema Þjóðvifjinn. Hann
er enn við sama hall-
æris-heygarðshomið —
með sami pólitíska sult-
ardropann á miðnesinu.
Draumur
flokksfor-
mannsíns
En gluggum aðeins í
hina endurbirtu grein.
Þar segir m.a. svo um
„flokksdraum formaims
Alþýðuflokksins":
„Þessi flokksdraumur
formannsins byggir á
úreltum hugmyndum um
hvemig á að búa til völd
í þjóðfétaginu. í honum
er skipað í öndvegi for-
ræðishyggju og fámenn-
isvaldi, þar er ekki rúm
fyrir þær kynslóðir síðari
ára sem viþ'a valddreif-
ingu og umfram allt lýð-
ræðislegra og opnara
stjórnkerfi, lýðræðislegri
verkalýðshreyfingu ...
Slíkt flokksform er
afturhvarf, úr takt við
þær kröfur sem alls stað-
ar em nú gerðar um
aukin áhrif fólksins, um
opnun, um baráttu gegn
ofurvaldi kerfisins.
A-grein endurbirt!
Þjóðviljinn endurbirtir síðastliðinn laugar-
dag tæplega fjögurra ára úttekt Össurar
Skarphéðinssonar, þá ritstjóra blaðsins,
á Alþýðuflokknum. Höfundur hefur nú
skipt um A-flokk. — Hvað hefur breytzt,
Össur? spyr Þjóðviljinn. Staksteinar
staldra dulítið við þessa spurningu —
sem og forystugrein Alþýðublaðsins í
gær um Ólaf Ragnar Grímsson, fjármála-
ráðherra með fulltingi krata.
Bónorð hluta af for-
ystu krata til hluta af
Alþýðubandalaginu
stefnir ekki að neinu
öðm. Málflutningur Al-
þýðuflokksins í þessu
máli, sérstaklega for-
mannsins og málgagns
flokksins, gefur því mið-
ur ekki tilefni til neinnar
annarrar niðurstöðu.
Þessvegna er lítíl von
til þess að draumur Vest-
firðingsins rætist. Flokk-
ur draumsins á hvergi
heima nema í draumn-
um.“
Greinarhöfundur og
fyrrum ritstjóri Þjóðvilj-
ans er genginn inn i fjólu-
bláan draum formanns
Alþýðuflokksins — með
sina pólitísku drauma.
Gallinn er bara sá, ef
marka má hans eigin
orð, að „flokkur draums-
ins á hvergi heima nema
í draumnum."
„Óvönduð
vinnubrögð“
Alþýðublaðið húð-
skammar Ólaf Ragnar
Grímsson í forystugrein
í gær, sem hefst á þessum
orðum:
„Ólafur Ragnar
Grímsson, formaður Al-
þýðubandalagsins og
fjármálaráðherra, er
greinilega kominn í kosn-
ingaham. Skammt er nú
stórra högga milli í yfir-
lýsingum hans í garð
stjómarandstöðu jafnt
og samstarfsmanna í
ríkisstjóra. Kamiski eru
það dauflegar tölur um
fylgi Alþýðubandalags-
ins í skoðanaköimunum
að undanfömu sem gera
það að verkum að for-
maður Alþýðubandalags-
ins vígvæðist nú og gerir
hreint fyrir allra dyrum
nenut sínunt eigin.
Formaður Alþýðu-
bandalagsins hóf hrein-
gerningu sína með
óvæntri árás á samráð-
herra sinn, Jón Sigurðs-
son, iðnaðarráðherra ..."
(álmálið).
Hér er það í stuttu
máli staðhæft að kosn-
ingabaráttan sé háð í
Stjórnarráðinu, þar sem
BHMR-ráðherrann beiji
á samráðherrum: „Þar fá
samstarfsflokkar í ríkis-
stjórn það óþvegið, ekki
sizt Alþýðuflokkurinn."
Ljótt er ef satt er!
Það er sér í lagi
„óvænt árás“ lj'ármála-
ráðherrans „á samráð-
herra sinn, Jón Sigurðs-
son, iðnaðarráðherra",
sem fer fyrir bijóstið á
Alþýðublaðinu í gær. Al-
þýðub.uidalagið, sem
alltaf hefur dregið lapp-
ir, þegar breyta á óbeizl-
aðri vatnsorku í störf,
verðmæti og lífskjör, set-
ur sig í dómarasæti yfir
viðkomandi fagráðherra
— og sparar ekki köpur-
yrðin. En það virðast
engjn takmörk fyrir því
hvað Alþýðuflokkurinn
lætur yfir sig ganga á
stjóraarheimilinu. Ólafur
Ragnar Grimsson er eftir
sem áður fjármálaráð-
herra fyrir atbeina og á
ábyrgð þingflokks Al-
þýðufiokksins. Hann ber
óumdeilda ábyrgð á ís-
landsmetum fjármála-
ráðherrans í skatt-
heimtu, ríkissjóðslialla
og opinberri skuldasöfn-
un.
Það er kapítuli út af
fyrir sig — og sýnir ekki
pólitíska reisn — hvað
Alþýðuflokkurinn hefur
látið yfir sig ganga í
stj ómarsams tarfinu, ef
marka má þessa forystu-
grein Alþýðublaðsins og
raunar fleiri vitnaleiðsl-
ur á sama vettvangi. Og
það verður fróðlegt að
fylgjast með kosninga-
baráttunni á Reylqanesi
næstu vikur - á rauðu
álljósi draumsins um einn
og breiðan flokk jafnað-
armanna.
FEBRUARFRETTIR VIB
Sénitum
fjármál einstaklinga
Meðal efnis í Febrúarfréttum VÍB er úttekt á hús-
bréfum og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fast-
eigna- og fjármagnsmarkaðinn. Einnig er í blaðinu
ítarlegt yfirlit Sigurðar B. Stefánssonar um fjármagns-
markaðinn 1990, auk umfjöllunar um innlend hluta-
bréf og verðbréfasjóði. Hægt er að fá kynningareintak
af mánaðarfréttum VIB í afgreiðslunni Ái múla 13a og
áskrift má auk þess panta í síma 91 - 68 15 30.
Verið velkomin í VIB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.