Morgunblaðið - 20.02.1991, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991
Samvinna á mikla
framtíð fyrir sér
eftir Jón Sigurðsson
Vel fer á því að fjalla um sam-
vinnumál í námunda við 20. febrú-
ar, stofndag Kaupfélags Þingey-
inga, sem oft er talinn afmælisdag-
ur samvinnustarfs á Islandi. Sér-
staklega er hollt nú að minnast
þess að erfiðleikar eru engin ný-
mæli í íslenskri samvinnusögu. Það
er ekkert nýtt að samvinnufélög
hafi lagt upp laupana. Reynslan
hefur jafnan staðfest þörfina fyrir
samvinnustarf með nýjum samtök-
um á rústum fyrri ósigra.
Það er ekki heldur nýtt að sam-
vinnumenn nýti sér t.d. hlutafélög
því að þau rúma ágætlega sam-
vinnueinkenni ef menn gæta grund-
vallaratriða. Vinsældir hlutafélaga
meðal samvinnumanna nú sýna þó
einkum að íslensk lög um sam-
vinnufélög hafa dregist aftur úr
framvindu samfélagsins. Úr því
verður bætt með nýrri löggjöf og
athyglisvert frumvarp liggur nú
fyrir Alþingi.
Brýnar þarfir almennings
Samvinnustarf á sér mikla
framtíð vegna þess að það mætir
brýnum þörfum almennings. Sam-
vinnustarf er fyrst og fremst úr-
ræði þeirra sem ekki hafa fjármagn
aflögu til að leggja í íjárfestingu.
Hér er m.a. um að ræða: a) dreifða
smáframleiðendur t.d. bændur,
fiskimenn, handverksmenn, þjón-
ustuaðila; b) lágtekjufólk í hópi
almennra nejdenda, íbúðabyggj-
enda, spariljáreigenda o.fl.; c)
starfsmenn í fyrirtæki t.d. þegar
eigendur þess vilja gefa það upp á
bátinn, eða þá sveina í sömu iðn
o.s.frv.; d) byggðarlög sem standa
höllum fæti; — og fleiri mætti telja.
í eðli sínu er samvinnustarf mót-
vægi gegn ráðandi forráðaöflum
atvinnulífsins og á að geta veitt
þeim æskilegt aðhald. Augljóslega
eykur samvinnustarf mjög á fjöl-
breytni og valkosti í atvinnulífinu
og er það einnig til góðs. Það er
hins vegar engan veginn eðlislægt
að samvinnurekstur eigi að ná
drottnunaraðstöðu, forystuhlut-
verki eða ráðandi markaðarhlut.
Það er undir öðru komið. Sama á
við um stjórnmálavafstur.
Grunneinkenni samvinnustarfs
eru aðallega þessi: a) þátttaka er
frjáls miðað við starfsvettvang
eða svið félagsins; b) félagið lýtur
lýðræðisstjórn; c) ekki er stefnt
að hámarksarði á stofnfé eða hlut-
afé; heldur d) er arði fremur skipt
eftir viðskiptahlut á rekstrar-
reikningi eða varið til sameiginlegra
þarfa; e) félagið setur sér markmið
á sviði fræðslu, mannúðar og fé-
lagsmála. Samvinnustarf miðast því
við notendur fremur en eigendur
þótt um sömu aðila sé að ræða og
það miðast við hlutdeild fremur
en séreign.
Að öðru leyti eru tegundir sam-
vinnufélaga óteljandi. Nefna má
félög um vinnslu og sölu afurða,
félög um útvegun rekstrarvöru, al-
menna dagvöruverslun, pöntunar-
félög, lestrarfélög, gagnkvæm
tryggingafélög, sparisjóði, hvers
konar fyrirtæki í eigu eigin starfs-
manna, félög um íbúðabyggingar,
búsetafélög, mötuneyti, barnaheim-
ili, félagsbú, áhafnarfélög í útvegi,
fiskvinnslufélög útvegsmanna, fé-
lög um samrekstur skrifstofu, al-
hliða héraðssamvinnuféiög, o.s.frv.
A tiltölulega fáum sviðum hér
Á íslandi hefur samvinnustarf
orðið veigamikið á tiltölulega fáum
sviðum. Sem dæmi má nefna: kaup-
félögin, Sláturfélag Suðurlands,
Mjólkurfélag Reykjavíkur, Mjólk-
urbú Flóamanna, Samvinnufélag
útvegsmanna í Neskaupstað,
Hreyfill, byggingarsamvinnufélög-
in, sölusamtök ýmissa smáframleið-
enda, samtök á sviði heimilisiðnað-
ar, og margt fleira mætti nefna.
Markvert er að bæði félögin sem
standa að Vátryggingafélagi Is-
lands hf. eru gagnkvæm félög.
Sparisjóðirnir í byggðum landsins
hafa ráðandi samvinnueinkenni þótt
sérstöðu hafi. Osta- og smjörsalan
og Mjólkursamsalan eru samvinnu-
starf með sérstöku sniði. Oft hefur
verið bent á nokkur samvinnuein-
kenni á Sölusamlagi ísl. fiskfram-
leiðenda, SÖlumiðstöð hraðfrysti-
húsanna og á innkaupasamböndum
smákaupmanna o.fl. Samvinnuferð-
ir hf. hafa sýnt samvinnueinkenni
m.a. með endurgreiðslu arðs til við-
skiptamanna. Víða eru mötuneyti
og barnaheimili rekin með -i'áðandi
samvinnueinkennum og lítil pöntun-
arfélög eru mörg. Búsetahreyfingin
er nýtt og öflugt frumkvæði í
íslensku samvinnustarfi sem vekur
óblandna aðdáun. En tilraunir til
framleiðslusamvinnufélaga í eigu
starfsmanna urðu ekki varanlegar,
einkum vegna úreltra lagaákvæða.
Alhliða héraðssamvinnufélög
eru umsvifamikil á íslandi en flest
kaupfélögin eru í þessum hópi. Með
búsetubyltingu og bættum sam-
göngum hlaut þessum félögum að
fækka en þau eiga þó enn mjög
brýnu hlutverki að gegna á jaðar-
svæðum landsbyggðarinnar þar
sem vandinn er mestur. Störf og
hlutverk þessara félaga við íslensk-
ar aðstæður skyldi enginn vanmeta.
Það er löngu liðin tíð að þau verði
kennd við einokun af nokkru tagi.
Sérgrcining eðlileg
Það er eðlilegur þáttur í fram-
Jón Sigurðson
„Eitt mikilvægasta
verkefni samvinnu-
manna nú á næstu vik-
um er að þrýsta á um
afgreiðslu Alþingis á
frumvarpi til laga um
samvinnufélög sem við-
skiptaráðherra hefur
nýlega lagt fram.“
vindu samfélagsins að rekstrarsvið
kaupféiags verði sérgeind eða al-
gerlega aðgreind í sjálfstæð félög
þar sem byggðarvandi krefst ekki
samþættingar áfram. Framþróun
samgangna leiðir og til þess að
landið er orðið eitt markaðssvæði
að miklu leyti og því verður eðlilegt
að samvinnumenn samhæfí störf
sín í vaxandi mæli um land allt á
hveiju meginsviði.
Á sama hátt hlaut að koma að
því að rekstrarþáttur Sambands ísl.
samvinnufélaga yrði skipt á milli
sjálfstæðra félaga eins og nú hef-
ur verið gert. Þetta hafa margir
samvinnumenn lengi séð fyrir en
því miður réðu atvik því að ekki
varð af aðgerðum meðan fjárhagur
leyfði æskilegt svigrúm. Það er
engan veginn eðlislægt samvinnu-
starf að öll hugsanleg athafnasvið
séu í einu og sama félaginu. Mörg
dæmi eru þekkt um árangursrík
samvinnufélög á afmörkuðum og
sérgreindum sviðum.
Ástæða er til að benda á þá
slagsíðu sem komið hefur á sam-
vinnufélögin við það að stofnsjóður
staðnar og slitnar úr tengslum við
raunverulegt eigið fé. Stofnsjóðs-
eign hvers félagsmanna hefur einn-
ig dregist svo aftur úr öllum Ijár-
hagslegum stærðum að mönnum
finnst að þeir eigi ekkert í félaginu
sínu en auk þess leggja nýgildandi
lög óeðlilegar hömlur á stofnsjóðs-
eign. Þá hefur það viðgengist að
stofnsjóðsinnstæður einstakra fé-
lagsmanna verði svo mismiklar inn-
býrðis að engu réttlæti hlítir. Fé-
lagsleg uppdráttarsýki í kaupfé-
lögunum á að nokkru leyti rætur í
þessari öfugþróun.
Ný löggjöf nauðsyn
Eitt mikilvægasta verkefni sam-
vinnumanna nú á næstu vikum er
að þrýsta á um afgreiðslu Alþingis
á frumvarpi til laga um sam-
vinnufélög sem viðskiptaráðherra
hefur nýlega lagt fram. Frumvarpið
er stórkostlegt og róttækt fram-
faraskref og skiptir sköpum um
nýtt sóknarskeið í íslenskri sam-
vinnusögu. Þetta frumvarp er vitan-
lega ekki samið til þess eins að
hjálpa þeim kaupfélögum eða sam-
vinnufélögum öðrum sem nú eru í
vanda stödd heldur er það til efling-
ar íslensku þjóðlífi og tækifærum
alls almennings til virkrar þátttöku
í gróandi atvinnulífi.
Heitasta afmælisóskin 20. febr-
úar er sú að forysta samvinnu-
manna minnist þess að öll þessi
fyrirhöfn er vegna þeirra þjóðfé-
lagsþegna sem annars ættu ekki
kost á virkri þátttöku í lýðræðilegri
stjórnun atvinnulífsins eða á endur-
greiðslu arðs í samræmi við eigið
framlag. Aðrir þurfa ekki á sam-
vinnu að halda lífvæn samvinnu-
hreyfing mótast af þessari vit-
und.
Höfundur er skólastjóri
Samvinnuskólans á Bifröst.
• •
Orugg' umferð
eftir Víking
Guðmundsson
Á undanförnum árum hefur verið
fjallað mjög mikið um akstur bif-
reiða og önnur umferðarmál s.s.
umferð gangandi fólks og fénaðar.
í því sambandi er leitað leiða til að
auka öryggi og koma í veg fyrir
óhöpp og slys. Þessi viðleitni hefur
grópast svo inn í vitund fólks að
þetta er jafnan efst í huga hvers
manns. Þó eiga sér alltaf stað
óhöpp.
Mig Iangar til að leggja orð í
belg í þessari umræðu og miðla af
reynslu gamals bflstjóra. Ég veit
að'-þessi mál hafa verið rædd og
leiðir prófaðar, hætt við sumar og
leitað nýrra. Mér virðist þó mest
kapp hafa verið lagt á að auka ör-
yggi þeirra sem aka um í bílum.
Nú eiga allir bílar að vera búnir
öllum bestu öryggistækjum sem völ
er á s.s. ljósum, flautu, öryggisbelt-
um í fram- og aftursætum, góðum
hjólbörðum og óaðfínnanlegum
hemlum. Það er bara verra ef menn
verða svo öruggir að þeir sleppa
allri aðgæslu. Eg sé ekkert voða-
legra en bflstjóra, reyrðan í öryggis-
belti, með fullum Ijósum, á fullri
ferð við vafasamar aðstæður, þeyt-
andi flautu ef nokkurt kvikt sést
og bölvandi öllu og öllum sem á
vegi hans verða. Þarna eru öryggis-
tækin fyrir rangan aðila.
Hin náttúrlega umferð þarf líka
að vera virk. Gangandi fólk og dýr
í umhverfinu þurfa að geta varast
bílinn. Öryggið þarf alltaf að vera
tvöfalt. Ótti hjá báðum aðilum hvor-
um við annan og möguleikar beggja
aðila til að fylgjast hvor með öðr-
um. Gangandi og hjólandi fólk
vinstra megin á vegi. Við skulum
athuga allan öryggisbúnaðinn og
byija á bílstjóranum. Það er mjög
vafasamt að allir þeir sem aka um
vegi landsins séu færir um það. Það
virðist þó vera kappsmál að sem
flestir hafí réttindi til að aka bíl.
Það er lítið fengist um skapbresti
fólks, fólsku, ábyrgðarleysi eða
kæruleysi. Brot á lögum og reglum
eru afgreidd með smásektum ef þau
sannast og svo heldur sá seki áfram.
Ljósin
Nú er skylda að nota ljósin allan
sólarhringinn. Er það skynsamlegt?
í sólskini ættu bílar að sjást án Ijósa
nógu snemma. Éf þeir sjást ekki í
tæka tíð er þá líklegt að annað sem
á veginum er sjáist? Skapar þetta
ekki falskt öryggi?
Sést bílþmeð ljósum betur en ljós-
laus bíll? Ég vil fullyrða að svo sé
ekki í ölllum tilfellum. Skepnur sjá
ekki bílinn á bak við full ljós og
varast hann því ekki. Þetta er stað-
reynd sem allir þurfa að vita. Ég
hef horft á ljónstyggan hest hlaupa
í veg fyrir bíl með fullum ljósum
og hann hafði sýnilega ekki hug-
mynd um bílinn fyrr en hann skall
á honum og þó var aðeins að byija
að skyggja. Gamall bílstjóri sagði
mér líka frá því að hann hefði ver-
ið á ferð í tunglsljósi í vetrarbyijun.
Hált var og hann ók á móti vindi.
Hrossahópur var á túni við veginn.
Hundar urðu bílsins varir og ruku
af stað geltandi. Hrossin styggðust
og hlupu út á veginn og á móti
bílnum. Bílstjórinn gat ekki stöðvað
bílinn í hálkunni en hann skynjaði
að hrossin mundu ekki sjá hann og
slökkti ljósin. Hrossahópurinn skipti
sér um leið og hljóp sitt hvoru
megin við bflinn og kom ekki við
hann. Hestar sjá mjög vel í myrkri.
Það er hægt að þeysa á hesti á
harðastökki í myrkri og honum
skrikar ekki fótur. Og svo er um
aðrar skepnur sem við þurfum að
gæta að. Þær sjá ljósin, en þær
vita ekki að þær þurfi að varast
þau fyrr en þær hafa veður af
bílnum, þeim er ekki eðlilegt að
óttast ljósið.
Skepnur eiga ekki að vera á veg-
unum en þær geta sloppið inn á
þá. Þjóðvegir eru líka víða óvarðir
og óprúttið fólk skilur hlið eftir
opin.
Sér bílstjórinn alltaf best ef hann
ekur með fullum ljósum? Nei. í
þoku eða stórhríð sér hann verr og
þau skilyrði geta verið að best sé
að aka með biðljósum. Það er líklegt
að þar sem fjöldaaftanákeyrslur
hafa orðið hefðu þær ekki komið
til ef menn hefðu ekið með biðljós-
um. í fyrsta lagi hefðu menn séð
lengra frá sér og í öðru lagi hefðu
þeir séð afturljós bflsins á undan
fyrr. Þegar ég lærði á bíl var mér
kennt að miða akstur og notkun
tækja bílsins við aðstæður hveiju
sinni. Þetta hefur gefist mér vel og
ég sé ekki að það hafi neitt breyst
í þeim efnum. Því ætti að miða ljósa-
Víkingur Guðmundsson
„Þegar ég lærði á bíl
var mér kennt að miða
akstur og notkun tækja
bílsins við aðstæður
hveiju sinni. Þetta hef-
ur gefist mér vel og ég
sé ekki að það haf i neitt
breyst í þeim efnum.“
notkun við aðstæður eins og önnur
tæki bílsins. Það er ótrúlega þreyt-
andi að aka á móti mikilli umferð
þar sem allir bílar eru með Ijósum
og stór hluti þeirra með fullum ljós-
um. Það má líkja því við að aka á
móti sól á blautum vegi þar sem
maður þarf að veija augum fyrir
ljósgeislum bæði ofan frá og neðan,
bæði frá sólinni og veginum. Menn
eru með svört gleraugu og sólhlífar
niðri og sjá svo hvorki umferðarljós
né óvænta hluti.
Flautan
Hún er notuð til að skeyta skapi
sínu á öðrum í umferðinni og ætti
því að banna hana og taka hana
úr öllum bílum. Villidýr öskra um
leið og þau stökkva á bráðina.
Öryggisbeltin
Gera þau bílstjórann ekki óþarf-
lega öruggan um sig? Falskt öryggi
er ekki til bóta. Ég er ekki á móti
öryggisbeltum fyrir farþega en ég
vil vara fólk við að nota þau ef það
kann ekki að opna þau. Það er
nefnilega stundum nauðsynlegt að
vera fljótur að opna öryggisbeltin
ekki síst ef bíllinn lendir á kafi í
vatni, þá er tíminn stundum naum-
ur og hugsunin óskýr. Það skaðar
ekki öryggi neins búnaðar að benda
á annmarka hans og öryggisbeltin
eru þar engin undantekning.
Hemlabúnaður þarf að sjálfsögðu
að vera í fullkomnu lagi. En það
er ekki sama hvernig hemlar eru
notaðir. Best er að nota þá aldrei
svo mikið eða snöggt að hjólin drag-
ist föst. Það er ekki hægt að stýra
bíl með föst hjólin og hann hemlar
best ef hjólin snúast aðeins í átak-
inu.
Dekkin þurfa að hafa grip eftir
þeim árstíma sem þau eru notuð á
bílinn og þau þurfa að vera negld
ef nota á bílinn í hálku. Keðjur er
hægt að nota á stærri bíla en vand-
ræðatól á minni bíla.
Ég hef nú farið yfir ýmis atriði
sem mér finnst hafa vantað f um-
ræðuna að undanförnu. Ég vil svo
að lokum óska öllum góðrar ferðar
og minna þá á að stilling og þolin-
mæði eru gott veganesti.
llöfundur er varnformaöur
Landssambands
vörubifreiðastjóra.