Morgunblaðið - 20.02.1991, Síða 13

Morgunblaðið - 20.02.1991, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1991 13 ara, var leikur hans bæði fínlegur og leikandi léttur. Signý Sæmundsdóttir og Vil- helmína Ólafsdóttir fluttu Dein Blaue Auge, eftir Brahms og Nimmersatte liebe, eftir Wolf, sem þær stöllur fluttu ágætlega og var túlkun Signýjar á Nimmer- satte liebe sérlega vel útfærð. Rögnvaldur lék þrjú verk eftir Chopin, tvo masúrka og vals í e-moll en gat þess að hann væri hættur að leika opinberlega. Ekki var það að heyra á leik hans og voru t.d. masúrkarnir mjög vel fluttir og í valsinum sýndi hann tilþrif, sem hann var frægur fyrir í-eina tíð. Sean Bradley, Kristín Benediktsdóttir, Anna Maguire, Lovísa Fjeldsted og Richard I. Talkowsky fluttu fýrsta þáttinn úr sellókvintettinum í C-dúr eftir Schubert og var flutningur þessa erfiða en viðkvæma verks slakur. Þessum hátíðartónleikum lauk með frumflutningi tónverks eftir Ragnar Björnsson, sem hann nefnir „Á hlaupum" og er það samið með kennara skólans í huga. í verki Ragnars, sem flutt var undir stjórn hans, er ýmislegt að gerast og þó það sé nokkuð laust í formi, var það skemmtilegt áheyrnar og vel viðeigandi lok á ánægjulegri kvöldstund með kennurum skólans. Fyrir góðan tónlistarskóla þarf gott húsnæði en þá fyrst verður tónlistarskóli góður, að hann hafí á að skipa gðum tónlistarmönnum, sem láta sig varða allt er lýtur að ham- ingju og heill nemendanna og þar stendur Nýi tónlistarskólinn vel að vígi. Nýi Tónlistarskólinn Tónlist Jón Ásgeirsson Það er ekki á hverjum degi, að tónlistarskóli eignast nýtt og sér- hannað húsnæði, en nú um ára- mótin keypti Nýi Tónlistarskólinn húsnæði að Grensásvegi 3 og er nýlokið við innréttingar, sem teiknaðar voru af Birni Emils- syni, arkitekt. Af þessu tilefni stóðu kennarar og nemendur skól- ans fyrir hátíðartónleikum í tón- leikasal skólans sl. sunnudag. Eftir að Gísli Ingvarsson, formað- ur skólanefndar, hafði boðið gesti velkomna og stuttlega lýst að- draganda að stofnun skólans og sögu hans og Ragnar Bjömsson, skólastjóri sagt það von sína að nemendur ættu eftir að vera ham- ingjusamir í góðum skóla, hófust hátíðartónleikarnir. Fyrstur lék Árni Arinbjamar á orgel skólans, sem er íslensk smíð, orgelverk eftir Buxtehude, Prelúdíu, fúgu og chaconne í C- dúr af þeirri reisn og kunnáttu sem skipað hefur Árna í röð okk- ar bestu orgelleikara. Jón Aðal- steinn Jónsson lék þijú smálög fyrir einleiksklarinett eftir Stra- vinsky. Jón er mjög góður klari- nettuleikari og lék hann þessi skemmtilegu verk afar vel, bæði hvað snertir fallega mótun tónsins og tæknilega útfærslu. Ásdís Þor- Ragnar Björnsson, skólastjóri með Nýja tónlistarskólann í baksýn. steinsdóttir Stross og Svana Víkingsdóttir léku sex tilbrigði K 360, eftir Mozart. Þessi tilbrigði, sem þær stöllur léku vel, em sam- in 1781, yfir franskt alþýðulag, Hélasj’ai perdu mon amant, og veit undirritaður ekki til þess að tilbrigði þessi hafi fyrr verið leikin á tónleikum hér á landi. Keith Reed og Bjarni Þór Jónat- ansson fluttu Vögguljóð á hörpu, eftir Jón Þórarinsson og Flickan kom ifrán sin álsklings möte, eft- ir Sibelíus og var eftirtektarvert hversu framburður textans hjá Reed var skýr en þó sérstaklega hve vel hann söng lag Sibelíusar. Ragnar Björnsson lék með strok- sveit kennara orgelkonsert op. 4 nr. 3 í g-moll eftir Handel en tveir ungir nemendur á fiðlu og selló vom einleikarar og vakti leikur þeirra verðuga athygli tónleika- gesta. Kristinn H. Árnason gítar- leikari, lék Prelúdíu nr. 1 eftir Villa-Lobos og svo sem vænta mátti hjá svo ágætum gítarleik- Kortlögð þögn Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Páll Valsson: ÞÖGNIN ER EINS OG ÞANINN STRENGUR. Þróun og samfella í skáldskap Snorra Hjartarsonar. Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs 1990. I umfjöllun sinni um skáldskap Snorra Hjartarsonar, Þögnin er eins og þaninn strengur, segir Páll Vals- son að Snorri stefni „í myndmáli sínu í sömu átt og atómskáldin". Það sem Snorri og atómskáldin eiga sameiginlegt er að dómi Páls „að láta myndina tala“, en þetta má telja meðal einkenna módemismans heldur Páll fram. Páli er aftur á móti ljóst að Snorri stóð fastari fótum í íslenskri ljóðhefð en atómskáldin og „var ekki í sama mæli móttækilegur fýr- ir ýmsum grundvallarhugmyndum módemismans eins og firringu, rót- leysi og einmanaleika". Hafi Snorri hins vegar verið „miklu fremur hallur undir hug- myndir um að vera skilinn af fólk- inu“ valdi hann afar sjaldan réttu leiðina til þess. Það er vísvitandi einföldun hjá Páli Valssyni (stundum nauðsynleg til að draga upp meginlínur) að segja að Snorri leiti jafnvægis náttúrunnar meðan atómskáldin lýsi glundroða og firringu borgar- menningar. í samanburðinum er vissulega sannleikskom að fínna, en þess ber að gæta að mörg atóm- skáldanna ortu um og til náttúmnn- ar, sóttu þangað næringu í mót- sagnakenndum heimi. Það er verðugt rannsóknarefni að greina í hveiju bylting atóm- skáldanna fólst. Var hún kannski fyrst og fremst formbreyting? Vikið er að „samþættingu" Snorra í ljóðagerðinni sem felst í „viðleitni til þess að flétta saman gamalt og nýtt“. Um þetta hefur oft verið talað og skrifað. Þessi við- leitni er missterk hjá skáldum, en jafnvel afneitarar hefðar og hinir mestu nýjungamenn geta ekki slitið sig alveg frá hefðinni. Margir vitna til ljóðs Snorra sem hann kallaði fýrst Land þjóð og tungu í Tímariti Máls og menningar í mars 1949. En eins og Páll Vals- son skýrir frá heitir ljóðið Mars 1949 í bók Snorra Á Gnitaheiði 1952. í endurskoðari útgáfu 1960 er svo gamli titillinn tekinn upp. Það vita margir, en líklega ekki allir sem hafa ljóðið á hraðbergi, að Land þjóð og tunga er „harðort særingarljóð gegn inngöngu íslands í Nato sem endanlega var ráðin á Alþingi í mars 1949“ svo að stuðst sé við orðalag Páls Valssonar. Með upprunalega titlinum öðlast ljóðið almennara gildi og þannig vildi Snorri hafa það. Hann orti nokkur pólitísk ljóð í sama eða skyldum anda, en líka gegn ágangi Sovét- valdsins eins og ljóðið Eg heyrði þau nálgast sem fjallar um innrás- ina í Ungveijaland 1956. Það ljóð má engu að síður lesa án tengsla við fyrirmyndina, vegferð manns- ins, trúin og vonin skipa þar stærst rúm. í Hauströkkrinu yfir mér 1979, síðustu bók Snorra, eru þjóðfélags- leg ádeiluljóð að mestu úr sögunni eins og Páll drepur á. Ljóðin eru tilvistarleg, um stöðu mannsins í heiminum. Snorri færðist sífellt nær yngri skáldum í skáldskap sínum, bæði hvað varðar efni og form. Einfaldleiki varð áberandi, skraut og mælska fyrri bóka var ekki leng- ur fyrir hendi. Snorri beitti mikið vísunum og þykir mér Páll Valsson rekja það með góðum og gildum dæmum. Athyglisverðir eru einnig þættir hans um þróun forms og um stíl og táknheim í ljóðum Snorra. Bók Páls er vandvirknislega unn- in. í aðfaraorðum lýsir hann mark- Snorri Hjartarson miði bókarinnar að það sé „fyrst og fremst að varpa ljósi á ýmis mikilvæg einkenni skáldskapar hans (Snorra) og benda á þá þróun sem verður í þeim efnum milli bóka“. Enn fremur kemst Páll svo að orði að bókin sé eins konar „kort- lagning“ á skáldskap Snorra. Þetta virðist mér að mestu leyti hafa tekist þótt heimildir séu nokk- uð einlitar. Meðal ávinninga bókar- innar er hvernig Páll skipar æsku- skáldsögu Snorra Höit flyver ravn- en (samin á norsku) í eðlilegt sam- Páll Valsson hengi upphafs nútímasagnagerðar á íslandi. Það hvemig Snorri lét myndina tala og síðar atómskáldin er nú að verða hefðbundinn módemismi. Eitt slíkra dæma sem tekið er úr Haust- rökkrinu yfir mér (og Páll segir m. a. einkennast af hnitmiðun og myndhverfingu) lítur þannig út: Rauð í framréttri hendi fjallsins ársólin. DÆLUR TIL ALLRA VERKA Hallgrímskirkja: Kvöldbænir og messur á föstimni í Hallgrimskirkju á föstunni eru kvöldbænir, messur og fræðsla um trúarlíf. Leitast er við að hafa minningu Hallgríms Péturssonar í heiðri og vekja athygli á Passíu- sálmunum. í frétt frá Hallgrímskirkju segir, að um árabil hafi verið kvöldbænir í kirkjunni alla virka daga föstunnar klukkan 18, nema miðvikudaga og laugardaga. Lesinn er Passíusálmur og flutt kvöldbæn'. Á hveiju miðviku- dagskvötdi klukkan 20.30 eru föstu- messur. Þar er píslarsagan lesin og íhuguð og sungið úr Passíusálmun- um. Engin predikun er flutt, en að lokinni stundinni, um klukkan 21, verður fræðslusamvera í safnaðar- salnum, þar sem dr. Sigurbjöm Ein- arsson biskup ræðiur um trúarlíf og trúariðkun. Hallgrímskirkja er opin alla daga, nema mánudaga, klukkan 10-18. LENSIDÆLUR - SMÚLDÆLUR - BRUNADÆLUR - OLÍUDÆLUR - VATNSDÆLUR - IÐNAÐARDÆLUR — LANDBÚNAÐARDÆLUR OG AÐRAR DÆLUR TIL FJÖLBREYTTRA NOTA. E-JET dælurnar hafa mikla vinnslugetu og eru gangöruggar við hinar erfiðustu aðstæður. Varahlutaþjónusta. Leitið upplýsinga hjá okkur. VELASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.