Morgunblaðið - 20.02.1991, Side 14

Morgunblaðið - 20.02.1991, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991 Flug-vél hefur samband við heimskautafara á norðurpólnum. Bjargað yfir íssprungu á norðurpólnum. Hátíð bama frá norð- lægnm löndum í Síberíu „Brýr“ teygja sig yfir heimskautið milli landa, þegar harðsnúnir heimskautafarar eru búnir að fara á skíðum eða á hundasleðum yfir rekís, yfir opnar vakir - kannski í 50 stiga gaddi inni í eilífri heimskautanótt. „Við þurfum fleiri brýr - til að brúa bil tortryggni og vanþekkingar á milli norðlægra þjóða,“ segir Dmitry. „Þess vegna bjóðum við „foreldrum morgundagsins" börnum norðlægu landanna i ævintýraferð um norðurslóðir Sov- étríkjanna.“ Dmitry Shparo með merki hátíðar heimskautabarna. Heimskautaleiðangrar og „perestroika“ Sovéski heim- skautafarinn Dmitry Shparo ræðir um ævin- týraferð æsku- fólks til Síberíu í mars nk. Tilefni hátíðar heimskautabarnanna Hann er dökkhærður, hár og vel á sig kominn, sovéski heim- skautafarinn, enda hertur af úti- veru á heimskautaslóðum. Dmitry Shparo er formaður Ævintýra- klúbbs sem stendur fyrir sérstæð- um ferðum um norðurslóðir Sov- étríkjanna. Hann kom til íslands til að kynna hátíð heimskauta- barna sem verður haldin 17-31. mars nk. Um 300 böm á aldrinum 12-16 ára munu sækja hátíðina, - um 10 börn, ásamt 2-3 fullorðn- um frá _ hverju landi: Alaska, Kanada, íslandi, Grænlandi, Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Sovétríkjunum. „Þetta er í fyrsta skipti sem böm frá heimskautalöndunum fá tækifæri til að kynnast og sjá hvort annað,“ segir Dmitry. „Börn hafa gaman af að „tala saman“ þó að þau tali ekki sama tungumál. Og það er svo geysi- mikilvægt að þau láti sér annt um örlög heimskautasvæðisins - standi saman um að varðveita og vernda það. Tvennskonar vandi ógnar heimskautalöndunum; vistfræði- leg mengun og vopnamagnið á svæðinu. Við þurfum að losna við þá tortryggni sem mengar út frá sér og hleður upp vopnamúrum á milli þjóða. Það væri gagnslaust þó að ísland og Grænland tækju sig saman, eða kannski Sovétrík- in og Kanada - þetta hefst að- eins með samstöðu allra heim- skautaþjóðanna! Þess vegna er hátíðin. Þess vegna biðjum við alla þjóðarleiðtoga að senda kveðjur á hátíðina og koma með hugmyndir til úrlausnar. Ég er búinn að tala við Steingrím Her- mannsson og Svavar Gestsson, sem báðir eru mjög jákvæðir og forsætisráðherra ykkar ætlar að senda kveðjur. „Gúlagið“ opið safn Sautjánda mars hittast hóparn- ir í Moskvu, skoða Kreml, fara í leikhús og sjá rússneska sirkus- inn. En hátíðin verður í tveimur Síberíubæjum, vestan og austan Úralfjalla, Evrópu- og Asíumeg- in. Það tekur l'/2 dag að fara með lest til Vorkuta, sem er 3-400 þúsund manna námabær vestur af Úralfjöllum. Þar eru dýpstu kolanámur í Evrópu og „gúlagið" (áður stærstu fangabúðir í Sov- étríkjunum) er nú opið safn fyrir alla. Fólk í norðurhlutanum er mjög gestrisið. Krakkarnir verða í heimagistingu, tveir á hveija fjölskyldu. Vorkuda er ríkur bær og íbúar almennt efnaðri en Moskvubúar svo vel verður séð fyrir þörfum barnanna. í lestarferð yfir Úralfjöll er staðnæmst við skil heimsálfanna og við hátíðlega athöfn fá allir áritað skjal til að minna á þetta sögulega ferðalag. Náttúrufegurð er einstök þarna; eins gott að vera með góðar ljósmyndavélar! Á skíðum, hunda- og hreindýrasleðum í Salekhard er dvalið hjá fjöl- skyldum í 6 daga. Borgin er höf- uðborg í stóru Asíufylki og íbúar eru mjög líkir eskimóum. Þátttak- endur ferðast á skíðum, hunda- og hreindýrasleðum eða á hest- baki um Yamal-skagann til að heimsækja nents-, khanty- og mansl-þjóðflokkana. Þjóðdansa- hópar og listamenn munu kynna þjóðlega list; krakkarnir keppa í staðarleikjum og íþróttum; fara á gönguskíðum yfír frosna Ob-ána. Vandi heimskautasvæðisins verð- ur kynntur á skólaráðstefnu þar sem börnin eru virkir þátttakend- ur. Diskótek og grímuball eru á dagskrá áður en farið er frá Sal- ekhard. Framlög vel þegin Ég er viss um að barnahátíðin mun skapa nánari' tengsl milli heimskautalandanna. Undirbún- ingur hefur staðið lengi og for- seti Sovétríkjanna Mikhaíl Gor- batsjov lagði blessun sína yfir hugmyndina strax í ágúst 1989 og mun senda kveðjur. Ég vonast eftir góðri þátttöku. Nafnalisti er kominn frá Alaska, Japan, Finn- landi, Noregi, Kanada og Minne- sota og klúbbar í Danmörku og Svíþjóð eru að undirbúa þátttöku. Reynt er að halda þátttökugjaldi í lágmarki, sem er um 28.000 kr. En vandinn er að fá niðurgreidd- an ferðakostnað til Moskvu til að ferðin verði ekki of dýr. Því eru framlög til hátíðarinnar frá stofn- unum og fyrirtækjum vel þegin. Veðurfar, fatnaður, öryggi Á þessum árstíma er um 20 stiga frost, en sólríkt og miklar stillur. Auðvitað þarf að útbúa sig vel fyrir útiveru á svo norð- lægum slóðum. Við getum útveg- að „valenki" (einskonar lappa- skinnskó) sem halda mjög vel hita; líka „shapka" (lappahúfu) fyrir íslensku þátttakendurna. „Þú spyrð um öryggi," segir Dmitry og hlær við. „Hvergi er öruggara ef miðað er við hættu- ástand vegna Persaflóastríðsins. Þingkosningar eru hjá okkur 17. mars, en hinar 280 milljónir íbúa í Sovétríkjunum skipta sér lítið af stjórnmálum. Stærsta vanda- mál sovéskrar fjölskyldu er að ná sér í fæði og klæði. Öryggis verður vandlega gætt. Lestarnar verða í lögreglufyigd eins og allt- af þegar um hópferðir er að ræða.“ - Það er sagt að þú og félag- ar þínir hafi varðað veginn í átt til „perestroiku" með heim- skautaleiðöngrunum. „Sjáðu til,“ segir Dmitry. „Margir ferðast í skemmtiferðaskipum og margir ganga á Everest - en ekki íbúar Sovétríkjanna. Það var stór al- þjóðlegur sigur, þegar okkur tókst að vinna á sovéska skrif- stofubákninu og við félagarnir fengum loks Ieyfi 1979 til að ganga á skíðum frá Sovétríkjun- um á norðurpólinn. Við vorum búnir að biðja um leyfi í sex ár og þetta var á kyrrstöðuárum Brezhnevs. Núna eru slík leyfí auðfengin sem betur fer. - Það var stór stund þegar við, 7 sovéskir félagar, stóðum á norðurpólnum 31. maí 1979. -Auðvitað var þetta hættuför. Að fara á skíðum yfir rekís og opnar vakir. Við vorum með litla gúmmíbáta í vasanum sem við drógum hvorn annan í. Og ef við duttum í opna vök, þá var ekki hægt að skipta um nema peysu og sokka. Þyngdin leyfði ekki aukafatnað. Tjald var sett upp í snatri. Sá blauti fékk heita mjólk og reynt var að þurrka föt hans yfir litlum prímus. Einn félagi minn missti tá vegna kals. í heimskautanótt milli rekís-stöðva Sjö árum seinna fengum við leyfi til næsta leiðangurs frá Kanadastjórn, sem var heldur ekki auðfengið. Frá 29. janúar til 8. mars 1986 gengum við í 700 km þvert yfir heimskautið milli tveggja rekís-stöðva. Frostið var a.m.k. 50 gráður og heim- skautanóttin var ríkjandi. í 2 vik- ur lentum við í mjög slæmu veðri og myrkvun, hvorki var tunglsljós né stjörnuskin! Þá komu fjarskipt- astöðvarnar á rekísnum sér vel. Rekís-stöðvarnar eru misjafnlega langlífar. Ef þær ganga í hringi á pólnum geta þær enst í mörg ár. En ef þær taka stefnu á milli Grænlands og íslands, endast þær í um tvö ár. Heimskautabrýr Tveimur árum síðar var ég fyrirliði fyrir hóp Kanada- og Sovétmanna, sem fór á skíðum þvert yfir norðurskautið frá Arkt- itséský-höfða á norðurströnd Sovétríkjanna til Ward Hunt eyjar nyrst í Kanada. Með þessari fyrstu skíðaferð yfir íshafið var „Heimskautabrúin" lögð. Og þeg- ar sovésk-amerískur leiðangur fór á skíðum og hundasleðum eftir Chukotka, yfír Bering-sund til Alaska, og endurnýjaði með því vináttutengsl íbúa sitt hvoru megin við sundið, varð „Bering- brúin“ til. Ævintýraklúbbur heimskautafaranna í kjölfar heimskautaleiðangr- anna var Ævintýraklúbburinn stofnaður, sem er hluti af „Sputn- ik“, alþjóðlegri ferðaskrifstofu unga fólksins. „Við sem þekkjum best heimskautasvæðið viljum leiðbeina ferðamönnum í einstæð- um ævintýraferðum um þennan lítt þekkta heimshluta,“ segir Dmitry. „Hátíð heimskautabarna er liður í því. í sumar stöndum við fyrir 1000 km maraþonhlaupi í hjólastólum frá Moskvu til Kíev. Það er hræði- legt hvað fatlað fólk í Sovét- ríkjunum hefur lítil réttindi og er bundið við heimili sín. Hátíð fatlaðra í Kíev gefur fötluðum tækifæri til að sýna getu sína. Ævintýraklúbburinn rekur líka skóla fyrir börn í Moskvu, sem kennir á tölvur og ijarskipti um gervitungl. Einnig er mikið lagt upp úr landafræði- og umhverfis- kennslu. Við í Ævintýraklúbbnum erum allir útvarps-áhugamenn, en út- varpsfjarskipti eru geysilega mik- ilvæg fyrir alla starfsemi okkar. Aðalmaður klúbbsins er Leonid Labutin, sem er sérfræðingur í nútíma útvarpsfjarskiptum og heimsþekktur meðal útvarps- áhugamanna. Segja má að út- varpsáhugamenn um allan heim séu ein samhent fjölskylda. - Fyrsti maðurinn sem hringdi ■ til mín, þegar ég kom til íslands var vinur Labutins og hafði frétt af ferðalagi mínu í fjarskiptasam- bandi við Labutin! Skandinavíubrú eða íslandsbrú? - Segðu íslendingum að Dmitry langi til að byggja nýja heimskautabrú, milli Islands, Grænlands og Sovétríkjanna. Ég sé samt ekki hvernig það er hægt; hafís og hafstraumar þarna eru svo erfiðir, en kannski með því að nota lítil skip. Og þá er nauð- synlegt að eiga góða samstarfs- menn. Við erum búin að láta stjórnmálamennina tala of lengi. - Hvernig væri að láta okkur, fólkið í landinu fara að hafa orðið? Fjarskiptanúmer Dmitry Sh- paro er: ÚA3AJH. Heimilisfang: Adventure Club 15, Kosygin stre- et, Moscow, 117946, USSR. Fax- númer: 938 20 56. O.Sv.B.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.