Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Fríða
eftirNjörð P.
Njarðvík
Ýmsir urðu til þess að láta í ljós
miklar efasemdir, þegar Félag
íslenskra bókaútgefenda stofnaði
til íslensku bókmenntaverðlaun-
anna haustið 1989. Ég hygg að sá
efi hafi einkum stafað af tvíþættum
ótta. Annars vegar við klíkuskap
og brigðulan smekk sem leiddi til
þess að ómerkileg bók yrði verð-
launuð. Og hins vegar ef til vill
ótti við verðlaun yfirleitt. Við erum
ekki mikið fyrir það íslendingar
að verðlauna fólk eða þakka það
sem vel er gert. Okkur virðist
standa miklu nær hjarta að setja
út á og hafa allt á hornum okkar.
En þegar einhveijum tekst vel,
ekki síst í listum, þá erum við líkt
og hvumsa. Þetta sést vel í umfjöll-
un fjölmiðla um bókmenntir. Þar
er uppunum sjálfumglöðu tekið
fagnandi, þeim sem halda að for-
senda ritstarfa sé athyglissýki og
að áreynslufyndni jafngildi snjallri
hugsun. Og gagnrýnendum virðist
oft þykja auðvelt að hæla miðlungs-
bókum rækilega, en aftur á móti
er líkt og á þá komi stundum vand-
ræðasvipur þegar þeir fá verulega
góða bók í hendur. Þá er eins og
þeim falli þungt að skrifa um slíka
bók og telji tormerki á notkun
þeirra lýsingarorða er annars leika
þeim á tungu.
Nú er hins vegar komin tveggja
ára reynsla' af íslenskum bók-
menntaverðlaununum, og svo vel
hefur tekist til að efasemdaraddir
hljóta að hljóðna. Verðlaunin gátu
tæpast farið betur á stað en í hönd-
um Stefáns Harðar Grímssonar
fyrir þá margslungnu ljóðabók Yfir
heiðíin morgun. Nú var ákveðið að
skipta verðlaununum og veita þau
bæði fyrir skáldskap og svokallaðar
nytjabókmenntir, og var það skyn-
samlegt. Dómnefndir hafa greini-
lega unnið verk sitt af kostgæfni,
þótt sú síðari hljóti að hafa verið
í vanda að eiga að úthluta tvennum
verðlaunum fyrir bækur af svo ólík-
um toga. En nú eru úrslitin kunn,
og þau hygg ég að erfitt sé að
gagnrýna með rökum. Ritverk
Harðar Ágústssonar um íslenska
byggingalist eru löngu orðin þjóð-
kunn og bók hans um kirkjur í
Skálholti er mikill kjörgripur, þótt
mig skorti þekkingu til þess að
ijalla um hana af faglegu viti. Og
enginn getur með sanngirni sagt
að annað skáldverk síðasta árs sé
betur að verðlaunum komið en sag-
an Meðan nóttin líður eftir Fríðu
Á. Sigurðardóttur.
Oruggt vald á ritlcikni
Ég hef fylgst með ritferli Fríðu
frá upphafi og með sívaxandi
áhuga. Hún fór sér að engu óðs-
lega og sendi ekki frá sér fyrstu
bók sína fyr en hún var orðin fer-
tug, smásagnasafnið Þetta er ekk-
ert aivarlegt (1980). Þá þegar var
ljóst að Fríða hafði náð öruggu
valdi á ritleikni, á hinu kröfuharða
formi smásögunnar sem líkist ljóði
að því leyti að fáum orðum er ætl-
að að spegla mikla víðáttu, einkum
þá víðáttu sem býr innra með
mönnum. Henni tekst þá þegar að
læsa í eitt andartak (því að flestar
góðar smásögur gerast í raun á
einu andartaki, þótt það geti átt
sér aðdraganda), í eina svipstund,
þá innsýn sem getur skýrt heila
ævi. Ári síðar (1981) kom skáld-
sagan Sólin og skugginn, sjúkra-
hússaga, sem kannski má segja að
sé samfléttuð, tvöföld saga: annars
vegar persónuleg barátta aðalsögu-
hetjunnar Sigrúnar við sjúkdóm
sem hvorki henni sjáifri né læknum
tekst að greina, og hins vegar saga
sjúkrahússins sjálfs. Sú saga er
eins konar smækkuð mynd þjóðfé-
lagsins, hvöss ádeila á heilbrigðis-
þjónustu þar sem læknum virðist
fyrst og fremst í mun að sýna völd
sín og áhrif. Á þessu sjúkrahúsi fá
sjúklingar litlar bætur meina sinna,
og í sögulok kemst Sigrún að þeirri
niðurstöðu að hún verði sjálf að
takast á við sjúkdóm sinn og ráða
bót á honum.
Þriðja bók Fríðu er smásagna-
safnið Við giuggann (1984). Þar
kveður við nokkuð dimmari tón en
í fyrri smásögum hennar, og segja
má að þemað sé eins konar varnar-
leysi þeirra sem ráða ekki gerðum
sínum, hvorki kúgarinn né hinn
kúgaði. Ætli það sé tilviljun að
flestar sögurnar gerast að kvöldi
eða nóttu? Bygging sagnanna er
ákveðnari og hnitmiðaðri en í fyrra
smásgnasafninu, og persónugerð
einkar skýr.
Hvað verður nú um mig?
En þótt þessar þijár fyrstu bæk-
ur Fríðu séu vel gerðar eru þær
þó engu að síður líkt og undirbún-
ingur undir hinar næstu tvær,
skáldsögurnar Eins oghafið(1986)
og Meðan nóttin líður (1990), sem
nú hefur fært höfundi sínum ís-
lensku bókmenntaverðlaunin. Eins
og hafið er eins konar hópsaga úr
íslensku sjávarplássi, sögð frá sjón-
arhóli allmargra persóna til skiptis.
Viðfangsefni sögunnar er ástin, eða
eigum við að segja tilfinningalífið,
hið sterka, óhamda tilfínningalíf
sem tekur völd af fólki og er eins
og hafið: gefandi og eyðandi. Fólk-
ið í þessu plássi á líf sitt undir
hafinu, er í raun ofurselt gjafmildi
þess og ofsa hið ytra og hafróti
tilfinninga sinna hið innra. í þess-
ari bók er miklu stærri og margsl-
ungnari vefur en í fyrri bókum
Fríðu. En hún hefur ekki einungis
fullt vald á þessari flóknu frásagn-
araðferð, heldur verður sjálf að-
ferðin til þess að bregða upp furðu
yfirgripsmikilli mynd þessa samfé-
lags sem greypist í huga lesandans
í tilfínningalegri nekt sinni. Það
liggur við að maður hugsi sem svo
að styrkur þessa fólks sé veikleiki
þess og veikleiki þess styrkur þess.
Styrkur höfundarins er hins vegar
sá að veita engin svör, enda eru
þau trúlega engin til. Líf manneskj-
unnar byggist ekki á rökfræði.
Sams konar tilfinningalegar
andstæður ráða ríkjum í hinni
magnþrungnu sögu Meðan nóttin
líður. En frásagnaraðferðin er allt
önnur. Nú er leidd fram hin rót-
lausa glæsikona andartaksins í
nútímanum sem er ein og sjálfstæð
og rekur auglýsingastofu: beinir
kröftum sínum að hinu harðfleyga
yfirborðslífi. En það breytist þegar
dæmist á hana að vaka yfir dauð-
vona móður sinni í þijár nætur.
Hún hverfur í huganum á vit for-
mæðra sinna sem lifðu í hörðu
návígi við örlög sín. Þær eiga ekk-
ert val en beijast samt fyrir lífi
sínu með kostum sínum og brest-
um. Þegar móðir þessarar vöku-
konu deyr loks, er henni ljóst að
hún er ekki rótlaust afkvæmi and-
artaksins, heldur rökrétt afleiðing
af lífi fyrri kynslóða. Styrkur þeirra
og veikleiki hefur alið hana af sér.
Og þannig erum við öll: réttborin
afkvæmi hins óskiljanlega, órök-
rétta en knýjandi lífs fyrri kyn-
slóða, getin af göllum þeirra ekki
síður en mannkostum, snúinn þátt-
ur úr „ættanna kynlega blandi“.
Og vökukonan rís upp úr hugrenn-
ingum sínum og reynsludraumum
hálfgleymdra sagna breytt mann-
eskja með nýja spurn á vörum:
Hvað verður nú um mig?
í raun er frásagnaraðferðin ein-
föld þótt hún sýnist flókin af því
að ólíkir tímar tvinnast saman.
Einmitt sú aðferð er nauðsynleg
til að ná því markmiði að sýna teng-
ingu manneskjunnar við forfeður
og -mæður. Bygging sögunnar er
meistaraleg vegna þess hversu vel
tekst að tengja hin ólíku tímasvið
og ekki síður vegna þess hversu
vel hinar eftirminnilegu myndir
einstakra atburða fylla heildina.
Og svo má ekki gleyma því sem
er eitt allra skýrasta höfundarein-
kenni Fríðu: hinn meitlaði og tæri
stíll laus við alla tilgerð, óbrigðul
málbeiting og sú sannfæring að
sagan verði sjálf að tala sínu máli.
Fríða kann vel þá ströngu list að
halda aftur af sér: það er ekki hlut-
verk rithöfunda að predika.
Ekkert hefur breyst
Jón Karlsson, formaður Félags
íslenskra bókaútgefenda, sagði
réttilega við afhendingu verðlaun-
anna, að skáldverk væru ekki sam-
in í neinni samkeppni. Rithöfundar
eru ekki að keppa við neinn. Það
er gott að hafa í huga við afhend-
ingu verðlauna. Þau eru einungis
til marks um ytri viðurkenningu.
Fríða Á. Sigurðardóttir er ekki
betri rithöfundur nú en fyrir mán-
uði. Skáldsagan Meðan nóttin líður
er ekki betri skáldsaga nú en fyrir
jól. Það sem er gott við þessi verð-
laun, er einungis að nú ætti mörg-
um að vera ljóst að Fríða Á. Sigurð-
ardóttir er mjög góður rithöfundur.
Það hefði mönnum átt að vera ljóst
fyrr. Þegar hin ágæta skáldsaga
hennar Eins og hafið kom út á
sínum tíma, vakti hún enga at-
hygli, því miður, og líkt og drukkn-
aði í vitund fólks í bókaflóði þess
árs, enda er Fríða ekki fjölmiðlaf-
rek kona. Það mun ekki koma fyr-
ir aftur. Og það er gleðiiegt.
Höfundur er rithöfundur og
dósent í íslenskum bókmenntum
við Háskóla íslands.
Listahátíð unglinga
í Breiðholtshverfi
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Fellahellir
gengst fyrir Listahátíð unglinga
dagana 18.-23. febrúar nk.
Á þessari listahátíð verður leitast
við að koma list unglinga á fram-
færi en einnig koma starfandi lista-
menn og troða upp eða leiðbeina
unglingunum á verkstæðum.
Unglingarnir hafa lagt nótt við
dag við undirbúning: málað á veggi,
búið til lágmyndir og skúlptúra, æft
leikrit og tónlist og fleira og fleira.
Daglega kl. 17.00 verða opin
verkstæði þar sem unglingarnir geta
kynnst veggjamálun, leirbrennslu,
slagverksleik, leikhúsförðun og
myndlist.
Á kvöldin verða m.a. sýnd atriði
frá Jassballettskóla Báru , Dans-
skóla Heiðars og nemendur úr Tón-
skóla Sjgursveins munu leika. Sjón,
Bragi Ólafsson og Magnúx Gezzon
lesa úr verkum sínum. Steingrímur
Guðmundsson og Maarten van der
Valk halda slagverkstónleika og
splunkunýtt leikrit „ Hans og Gréta“
verður frumsýnt. Kvöldagskráin er
opin öllum aldurshópum.
Laugardaginn 23. febrúar, loka-
dag hátíðarinnar, verður milyð um
að vera og dagskráin sniðin að þörf-
um allra fjölskyldunnar. Þá mun
brúðuleikhúsið Dúkkukerran sýna
■ ÁTTUNDI rabbfundur Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs og Nátt-
úruverndarfélags Suðvestur-
lands verður haldinn fimmtudaginn
21. febrúar nk. og hefst kl. 21.00
í Náttúrufræðistofu Kópavogs,
Digranesvegi 12, niðri. Sigmund-
ur Einarsson jarðfræðingur, fjallar
um nýjustu rannsóknir sínar og
Hauks Jóhannessonar, jarðfræð-
ings, á hraunum við Hafnarfjörð.
Komið hefur í ljós að fleiri hraun
frá sögulegum tíma eru á þessu
svæði en haldið var. Á laugardaginn
kemur verður svo farið vettvangs-
ferð á svæðið með Sigmundi.
leikritið „ Bangsi" og einnig verða
endurflutt helstu dagskráratriði á
hátíðinni sem unglingarnir standa
að. Þá verður sýning á afrakstri
vikunnar og kaffisala. Þessi dagskrá
hefst kl. 14.00 en um kvöldið verða
rokktónleikar og treður þá upp
u.þ.b. tugur unglingahljómsveita.
Kvikmyndaklúbburinn verður
með kvikmyndahátíð daglega kl.
17.00 mánudag til fimmtudags og
sýnir þar valdar myndir.
Þá verður sérstakt hátíðaútvarp
sent út frá Fellahelli „ Útvarp Frum-
an“ og sendir það út á FM 105.9
MHz.
(Frcttatilkynning)
Bökunarofn
BLASTUR-GRILL
36.177,-
KJÖLUR hf.
J ÁRMÚLA30 S: 678890 - 678091
o
III
o
o
III
o
o
III
o
o
o
o
o
o
01l
GLÆSILEIKI GAMLATÍMANS
Föstudags-og
langardagskvöld
UM IUÁXlhrUIIRIMlN
Undir hattinum eru: Egill ólafsson, Edda Heiðrún Backman,
Jóhann Sigurðarson, Asa Hlín Svavarsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson.
Haukur Morthens
og hljómsveit leika fyrir dansi
Matseðill:
Forréttur: Breyttir tímar; Sjávarréttasúpa full af fiskum hafsins
Aðalréttur: Baconfylltur lambainnanlærisvöðvi með rauðvínssósu
Eftirréttur: Borgardúett; tvær teg. af ís og ferskir ávextir í sykurkörfu
Matargestum boðið uppá fordrykk
Borðapantanir í síma 11440
Tökum að okkur: Árshátíðir, erfidrykkjur, afmælisveislur og önnur mannamót.
=Q=0=0^Sg^^0=0=0;
Q
II
o
III
o
o
III
o
o
III
a
iii
o
o