Morgunblaðið - 20.02.1991, Page 18
M-ORQIiJJNteLAIHÐ MlÐVIKUDAfflUR 120; IPEBKÚAR '199V
as
Bæjarsljórn Vestmannaeyja:
Hætt við þátttöku
í vinabæjamótum
Ákvörðunin tekin í sparnaðarskyni
Vestmannaeyjum.
BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja samþykkti á síðasta fundi tillögu
meirhluta sjálfstæðismanna um að hætt verði að taka þátt í vinabæja-
mótum með vinabæjum Vestmannaeyja á Norðurlöndunum. Tillagan
var samþykkt með sjö atkvæðum, sjálfstæðismanna og annars full-
trúa Alþýðuflokks, gegn einu atkvæði hins fulltrúa Alþýðuflokksins,
en fulltrúi Alþýðubandalagsins sat hjá við afgreiðsluna.
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri,
sagði að þessi ákvörðun hefði verið
tekin í sparnaðarskyni. „Við erum
að spara alls staðar í rekstrinum
til að reyna að rétta við fjárhag
bæjarins. Við notum því allar smug-
ur sem gefast og þarna sáum við
leið til að spara fjórar milljónir á
kjörtímabilinu. Við ætlum okkur
samt sem áður að halda áfram vina-
bæjatengslum við þessa bæi, en
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
Suðurgata 1. Húsnæði lögreglu og bæjarfógetaembættisins á Sauðár-
króki.
Halldór Þ. Jónsson bæjarfógeti
og sýslumaður á skrifstofu sinni.
ætlum að hafa þau samskipti á
öðrum nótum, en verið hefur til
þessa. I stað þess að bæjarfulltrúar
verði sendir á vinabæjamót ætlum
við að reyna að efla samskipti á
menningarsviðinu enda var sam-
þykkt að láta 150 þúsund krónur
renna til menningarmálanefndar
bæjarins í þvi skyni," sagði Guðjón.
— Grímur
Sauðárkrókur:
Embætti bæjarfógeta og
sýslumaims í nýtt húsnæði
Óánægja með stimpilklukkur
á ríkisspítölunum:
Þetta er innanhússmál
- segir Ásmundur Brekkan yfirlæknir
röntgendeildar Landspítalans
STARFSMENN á nokkrum
deildum ríkisspítalanna hafa
neitað að nota stimpilklukkur
sem nýlega hafa verið settar upp
á spitölunum. Eins og greint var
frá í Morgunblaðinu um síðustu
helgi er launaskrifstofu ríkissp-
ítalanna heimilt að greiða út
laun samkvæmt stimpilklukkum
ríkisspitalanna þannig að þeir
starfsmenn sem ekki nota stimp-
ilklukkur fá ekki greiddar
gæsluvaktir, yfirvinnu og álag
sem unnið er eftir 15. mars.
Haft var eftir Pétri Jónssyni
framkvæmdastjóra stjómunar-
sviðs ríkisspítalanna að starfsmenn
á þremur læknadeildum, röntgen-
deild og rannsóknarstofum ríkissp-
ítalanna hefðu neitað að nota
stimpilklukkumar sem hefði haft
þau áhrif að starfsmenn á öðmm
deildum neituðu því einnig.
Ásmundur Brekkan, yfirlæknir
á röntgendeild Landspítalans,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að þetta mál hefði verið mikið
rætt innan sinnar deildar en að
hann vildi ekki láta hafa neitt eft-
ir sér.
„Þetta mál er innanspítalamál
og hefur verið gífurlega mistúlkað
í fjölmiðlum. Ég vil ekki láta hafa
neitt eftir mér,“ sagði Ásmundur.
Sýslumannsembætti Skaga-
fjarðarsýslu og bæjarfógeta á
Sauðárkróki flutti í nýtt húsnæði
við Suðurgötu 1 mánudaginn 21.
janúar.
Embætti bæjarfógeta og sýslu-
manns hefur á undanfömum árum
búið við mikil þrengsli á Víðigrund
5, en fyrir tæpum fjórum árum var
hafist handa við byggingu þess
nýja húss, sem nú er tekið í notkun.
Að sögn Halldórs Þ. Jónssonar
sýslumanns og bæjarfógeta er hér
um gífurlega breytingu að ræða,
sérstaklega hvað varðar aðstöðu
starfsfólks embættisins og einnig
þeirra fjölmörgu sem sækja þurfa
þjónustu til þessarar stofnunar.
Að vísu, sagði Halldór, er hús-
næðið væri ekki fullbúið ennþá, en
væntanlega verður það allt komið
í notkun í vor eða fyrrihluta sumars.
Mestu munar um rúmgóða af-
greiðslu og afgreiðslusal og einnig
aðgengilegar skjalageymslur. Þá
verður nú einnig tekinn í notkun
nýr dómsalur, en fram til þessa
hafa allir dómar verið kveðnir upp
á skrifstofu fulltrúa bæjarfógeta.
Ætlað er að fyrir sumarið flytjist
einnig öll starfsemi lögreglunnar
að Suðurgötu 1, á neðri hæð húss-
ins, en fram til þessa hefur lögregl-
an verið í mjög þröngu og óhentugu
húsnæði á Suðurgötu 7.
Sagði Halldór Þ. Jónsson að þeg-
ar frágangi hússins á Suðurgötu 1
væri lokið og sú starfsemi, sem þar
á að vera, öll komin í gang væri
mjög vel fyrir séð varðandi aðstöðu
alla hjá lögreglu og bæjarfógeta-
embættinu. — BB.
Loðnan gegnir lykil-
hlutverki í vistkerfinu
- segir forstjóri Hafrannsóknastofnunar
„EG er alveg sammála því að við þurfum að fara ityög varlega í
veiðum á loðnu, þar sem hún gegnir lykilhlutverki í vistkerfinu í
hafinu í kringum landið og það er stefna okkar á Hafrannsóknastofn-
un að reyna að fara þarna einhvern milliveg," segir Jakob Jakobs-
son forsljóri Hafrannsóknastofnunar. BorgarafUndur, sem haldinn
var í Ólafsvík fyrir skömmu, samþykkti ályktun, þar sem varað er
við afleiðingum frekari ágangs á veikan og rýran loðnustofn fyrir
vöxt og viðgang nytjafisktegunda, svo sem þorsks. Fundurinn lýsti
yfir áhyggjum vegna áforma um að ganga frekar á loðnustofninn
en mælt hafl verið með og benti á að loðna sé um 40% af fæðu þorsks.
„Það má segja að haustveiðar á
loðnu hafa verið sáralitlar undan-
farin tvö ár, þannig að þorskurinn
hefur þá haft aðgang að svo til öll-
um loðnustofninum ef að hann hef-
ur fundið loðnuna," segir Jakob
Jakobsson. Hann segir að hins veg-
ar hafí hvað eftir annað borið á því
að þorskurinn hafí ekki fundið loðn-
una, enda þótt talsvert hafí verið
af henni í sjónum.
Á borgarafundinum í Ólafsvík
kom einnig fram að margir óttast
að samhengi sé á milli verulegs
samdráttar í þorskveiðum á hefð-
bundinni veiðislóð á Breiðafirði síð-
ustu tvær vertíðir og þess að varla
hafí orðið vart árvissrar loðnugöngu
við Snæfellsnes og inn á Breiða-
fjörð á sama tímabili.
Fundurinn skoraði á stjórnvöld
að gera nákvæmar rannsóknir á
því hvort um verulega röskun sé
að ræða hjá fæðukerfi nytjafiska á
þekktum veiðislóðum og hvaða af-
leiðingar það ástand gæti haft fyrir
veiðar og vinnslu í þeim byggðar-
lögum, sem allt eigi undir þeirri
fískislóð á ári hveiju.
„Menn eru alltaf að leitast við
að meta hvaða áhrif þetta hefur en
aukinna rannsókna er þörf á þessu
sviði,“ segir Jakob. „Við erum að
móta ákveðnar tillögur varðandi
auknar fæðukeðju- og fjölstofna-
rannsóknir og vonumst til að fá
stuðning við þær hjá fjárveitinga-
valdinu. Það ætti að skila sér með
öruggari ráðgjöf og skynsamlegri
nýtingu," segir Jakob Jakobsson.
Eyþór Stefánsson, tónskáld.
Sauðárkrókur:
Sjóður í nafni
Eyþórs Stef-
ánssonar
Sauðárkróki.
HEIÐURSBORGARI Sauðár-
króks, Eyþór Stefánsson tón-
skáld, varð 90 ára hinn 23. jan-
úar síðastliðinn.
í tilefni afmælis Eyþórs sam-
þykkti bæjarráð Sauðárkróks að
stofna sjóð, með einnar milljónar
krónu framlagi, sem bera skal nafn
listamannsins.
Úr sjóðnum skal veita fé til efl-
ingar tónlistarlífs á Sauðárkróki og
hafa verið tilnefndir menn til þess
að setja sjóðnum skipulagsskrá.
Með þessu móti vilja bæjaryfir-
völd sýna listamanninum Eyþóri
Stefánssyni virðingu og þakka fyrir
hans áratuga ágætu störf í þágu
menningar og lista.
- BB.
BHM:
Opinn fundur um
þýðingarskyldu
Sr. Svavar Stefánsson.
Axel Árnason, guðfræðingur. Sr. Sigurður Jónsson.
Þrír nýir prestar á Suðurlandi
Á FUNDI kjörmanna í Þorláks-
hafnarprestakalli um síðustu
helgi var séra Svavar Stefánsson,
sóknarprestur á Neskaupsstað
kjörinn sóknarprestur. Aðrir
umsækjendur um prestakallið
voru séra Helgi Hróbjartsson,
séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir
og séra Kolbeinn Þorleifsson.
Kjörmenn í Stóra-Núpspre-
stakalli hafa ákveðið að kalla Áxel
Ámason guðfræðing til þjónustu í
prestakallinu.
Á fundi kjörmanna i Oddapresta-
kalli í Rangárvallaprófastsdæmi um
síðustu helgi var séra Sigurður
Jónsson á Patreksfírði kjörinn sókn-
arprestur í Oddaprestakalli. Séra
Sigurður var eini umsækjandinn um
prestakallið.
Biskup Íslands hefur auglýst
Glerárprestakall í Eyjafjarðarpróf-
astsdæmi laust til umsóknar, en
séra Pétur Þórarinsson hefur sagt
embætti sínu lausu frá 1. apríl.
Umsóknarfrestur er til 15. mars.
BANDALAG háskólamanna
heldur opinn fund fimmtudaginn
21. febrúar kl. 20.30 á Hótel
Borg. Yfirskrift fundarins er:
Fréttaþörf og þýðingarskylda.
Á fundinum verður fjallað um
það hvort rétt sé að innlendar sjón-
varpsstöðvar sendi út beint frá er-
lendum stöðvum og hvort skylt eigi
að verða að þýða allt sjónvarps-
efni. Mikil blaðaskrif hafa verið um
þetta mál að undanförnu í kjölfar
þess að reglugerð um þýðingar-
skyldu sjónvarpsefnis var breytt og
innlendar sjónvarpsstöðvar hófu
útsendingar beint frá erlendum
stöðvum.
Frummælendur á fundinum
verða: Svavar Gestsson, mennta-
málaráðherra, Markús Örn Antons-
son, útvarpsstjóri, Halldór Ármann
Sigurðsson, dósent og Kristín Ást-
geirsdóttir, sagnfræðingur.
Að loknum framsöguræðum
verða fijálsar umræður. Fundar-
stjóri verður Gunnlaugur Ástgeirs-
son, menntaskólakennari. Fundur-
inn er öllum opinn.