Morgunblaðið - 20.02.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991
19
Ólafur, Hlöðver og Guðbergur við brautarstæðið í Hafnarfirði.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Bílaíþróttir:
Ný keppnisbraut hönnuð
RALLY cross, áhættuatriði og allskyns uppákomur verða meðal
þess sem verður í gangi á nýrri keppnisbraut, sem sex félagar inn-
an Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur hafa haft veg og vanda af að
koma úpp.
Framkvæmdir við brautina eru
þegar hafnar og hefur kílómetra
löng braut verið rudd í hrauninu, á
Krýsuvíkurleið, skammt fyrir ofan
Hafnarfjörð. „Þetta er búið að vera
mikil jarðvinna, en nú finnst okkur
lítið eftir. Það verður fullkomin
aðstaða fyrir áhorfendur og pláss
fyrir viðgerðarþjónustu keppnis-
tækja, en við búumst við hátt í 50
farartækjum í fyrstu mótin,“ sagði
Guðbergur Guðbergsson, einn sex-
menninganna sem að brautinni
standa.
Keppni á brautinni mun skiptast
í marga flokka. Verður flokkur fyr-
ir venjulegt rally cross bíla, amer-
íska bíla og síðan verður flokkur
sem kalla mætti druslubílaflokk,
auk flokka fyrir mótorhjól og fjór-
hjól. í hveijum bílaflokki munu 5-10
bílar aka hringi um brautina. Ólíkt
fyrri flokkum er þessi braut sér-
hönnuð fyrir aksturkeppni og verð-
ur m.a. malbikuð að hluta, en þó
mest á fíngerðri möl.
Dómkirkjan:
Dómkórinn syng-
ur á kvöldvöku
í KVÖLD kl. 20.30 verður kvöld-
vaka í Safnaðarheimili Dóin-
kirkjunnar í Gamla iðnskólanum,
Lækjargötu 14a.
Á kyöldvökunni verður fagnað
góðri gjöf sem er nýr flygill. Það
var ístak hf., byggingaverktaki
hinna umfangsmiklu innréttingu
safnaðarheimilisins, sem gaf flygil-
inn við afhendingu verks síns.
Hefur Dómkórinn æft söngskrá
af þessu tilefni sem byggist á píanó-
undirleik og flytur hana á kvöldvö-
kunni.
Sömuleiðis verður einleikur og
samleikur á píanó af höndum þeirra
Jóseps Gíslasonar og Marteins H.
Friðrikssonar, dómorganista, sem
er og söngstjóri kórsins. Á eftir
verður kaffi á könnunni. Allir vel-
komnir.
„Svona braut hefur vantað í
mörg ár, enda sýnir sig að áhugi
manna á því að keppa er mikill.
Við ætlum að reyna fjármagna
brautargerðina með auglýsinga-
sölu, en búumst við 3-4.000 áhorf-
endum að hverri keppni. Okkur
fannst bara vanta braut, sama hvað
það kostaði. Þijú mót verða á braut-
inni í sumar, það fyrsta í byijun
júní. Við viljum frekar hafa fá mót
og gera þau að stórhátíðum, en
mörg lítil," sagði Guðbergur.
-----*-*-»---
Gerð og búnaður
ökutæk]a:
Ljósker á alla
eftirvagna
NÝ og talsvert breytt reglugerð
um gerð og búnað ökutækja hef-
ur verið gefin út.
Meðal nýmæla í reglugerðinni
má nefna að ljósker eiga að vera á
eftirvögnum, sambærileg við þau
sem éru aftan á bifreiðum. Tengi-
búnaður bifreiða fyrir eftirvagn
skal vera samþykktur af Bifreiða-
skoðun íslands og til að búnaðurinn
fáist samþykktur verður meðal ann-
ars að vera raftengi fyrir ljósabúnað
á eftirvagni.
Á heyvögnum og öðrum vögnum,
sem eru að mestu notaðir utan al-
fara leiðar, er nóg að hafa hvít glit-
augu að framan og þríhyrnd rauð
glitaugu að aftan.
Hjólbarðar skulu vera merktir og
framleiddir samkvæmt viðurkennd-
um stöðlum. Keðjur og neglda hjól-
barða má ekki nota á tímabilinu frá
og með 15. apríl til og með 31.
október nema við sérstakar aksturs-
aðstæður.
Ákvæði eru komin vegna hávaða
og mengurnar frá bifreiðum. Mæl-
ing vegna mengurnar er nú gerð
þegar bifreið er færð til aðalskoðun-
ar ár hvert.
Ríkisféhirðir:
Bankar sýni varkárni
við innlausn ríkistékka
RÍKISFÉHIRÐIR hefur sent til-
mæli til bankanna að gæta
ýtrustu varkárni í sambandi við
innlausn tvístrikaðra tékka frá
ríkinu þar sem brögð hafa orð-
ið á því að fólk falsi umboð.
Tékkar ríkisféhirðis vegna
barnabóta eru sendir út í pósti.
Ekki er talin full trygging fyrir
því að þeir berist til réttra aðila
og eins getur þeim hreinlega hafa
verið stolið. Brögð hafa verið á
því að fólk falsi umboð og sýni
síðan eigin persónuskilríki til að
fá út peninga á fölskum forsend-
um. Til að fyrirbyggja þetta hefur
ríkisféhirðir sent fyrrgreind til-
mæli til bankanna.
Samkvæmt reglum um tékka,
sem eru tvístrikaðir og stílaðir á
nafn, má eingöngu leggja þá inn
á bankareikning viðkomandi. Fólk
sem á ekki bankareikning getur
hins vegar fengið sína eigin tékka
innleysta með því að sýna
persónuskilríki.
Aðalleikarar leikritsins Bréf frá Sylviu, þær Guðbjörg Thoroddsen
og Helga Bachmann.
Þjóðleikhúsið:
Bréf frá Sylvíu
Frumsýning á Litla sviðinu 1. mars
NÚ ERU æfingar langt komnar
á áhrifamiklu bandarísku leikriti
sem frumsýnt verður á Litla sviði
Þjóðleikhússins 1. mars. Höfund-
ur þess er Ross Leiman Goldemb-
er og byggir hún verkið á fjölda
sendibréfa sem skáldkonan Sylv-
ia Plath skrifaði fjölskyldu sinni
allt frá menntaskólaárunum til
dauðadags.
Sylvia Plath fæddist í Boston
1932, hélt til framhaldsnáms í Eng-
landi og giftist þar Ted Hughes,
sem nú er lárviðarskáld Breta. Sylv-
ia svipti sig lífi í febrúar 1963.
Höfundurinn lýsir harmrænu hlut-
skipti skáldkonunnar, vonum henn-
ar og draumum og tilfínningaríkum
samskiptum Sylviu og móður henn-
ar, Aurelíu Plath.
Leikkonurnar Helga Bachmann
og Guðbjörg Thoroddsen takast
þarna á í blæbrigðaríkum leik. Edda
Þórarinsdóttir leikstýrir nú í fyrsta
skipti í Þjóðleikhúsinu en hún
stundaði nám í kvikmyndaleikstjórn
í Hollywood 1987-1989. Guðrún J.
Bachmann þýddi leikritið úr ensku
og Sverrir Hólmarsson þýddi fjögur
ljóð Sylviu Plath sem flutt eru í
leiknum. Sviðshreyfingar annaðist
Sylvia von Kospoth, tónlist samdi
Finnur Torfi Stefánsson, Gunnar
Bjarnason hannaði leikmynd og
Ásmundur Karlsson lýsingu.
(Úr fréttatilkynningn)
TH 4500
Helluborð
„Moon“ keramik yfirborð,
snertirofar, svartur rammi
eða stálrammi, fjórar
hellur, þar af tvær halógen
og ein stækkanleg,
hitaljós, tímastilling á
hellum.
TH 2010
Helluborð
Keramik yfirborð, svartur
eða hvítur rammi, fjórar
hellur, þar af tvær halógen
og ein stækkanleg,
sjálfvirkur hitastillir og
hitaljós.
TH490
Helluborð
„Moon“ kermik yfirborð,
stálrammi, fjórar hellur,
þaraftvær halógen,
sjálfvirkur hitastillir og
hitaljós.
TH 483 B
Helluborð
Keramik yfirborð, svartur
eða hvítur rammi, fjórar
hellur, þar af tvær
halógen, sjálfvirkur
hitastillir og hitaljós.
Funahöfða 19
sími 685680
5