Morgunblaðið - 20.02.1991, Side 22

Morgunblaðið - 20.02.1991, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991 Hagsmunir Gorbatsjovs og friðarfrumkvæði Sovétslj órnarinnar Lundúnum. The Daily Telegraph. MIKHAIL S. Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, voru veitt friðar- verðlaun Nóbels fyrir að hafa hafnað heimsveldissjónarmiðum þeim sem einkennt höfðu utanríkisstefnu sovéskra kommúnista. Hann hafði kallað sovéska innrásarliðið heim frá Afganistan, gefið Austur-Þjóðveijum frelsi og hafnað stalínismanum í ríkjum Austur-Evrópu. Almennar efasemdir Um réttmæti þess að sæma Gorbatsjov Nóbelsverðlaununum kviknuðu hins vegar þegar Rauði herinn myrti saklausa og óvopnaða borgara í Lettlandi og Lithá- en. Á Vesturlöndum var kveðinn upp þungur áfellsisdómur yfir Gorbatsjov. Nú þegar blóðugur landorustur virðast óhjákvæmileg- ar á vígvöllum Persaflóastríðisins hefur honum gefist kærkomið tækifæri til að koma fram á alþjóðavettvangi sem maður friðar- ins og það hefur hann nýtt sér. Með friðaráætlun þeirri sem hann hefur lagt fyrir Iraka vonast hann til að geta tryggt hags- muni Sovétríkjanna í Mið-Austurlöndum og styrkt stöðu sína á heimavelli. Það kom berlega í ljós á dögun- um er Douglas Hurd, utanríkis- ráðherra Bretlands, átti viðræður við ráðamenn í Saudi-Arabíu og Egyptalandi hversu veik staða Sovétríkjanna er orðin í Mið-Aust- urlöndum. Enginn þeirra prinsa, forseta og ráðherra sem breski utanríkisráðherrann ræddi við sá sérstaka ástæðu til að ræða hlut- verk Sovétríkjanna í hugsanlegum viðræðum um leiðir til að tryggja frið í þessum heimshluta eftir að Persaflóastyrjöldinni lýkur. Sérstaða Sovétmanna Nú, ellefu dögum síðar, er staðan önnur. Sovétmenn hafa kynnt hugmyndir um lausn Kúveit-deil- unnar og Gorbatsjov getur hrósað happi. Takist honum að fá íraka til að virða samþykktir Sameinuðu þjóðanna og kalla herliðið heim frá Kúveit án nokkurra skilyrða hefur honum tekist að tryggja ítök Sovétmanna og sýna heimsbyggð- inni fram á að óvarlegt sé að líta svo á að Sovétríkin hafí engu hlut- verki að gegna lengur í þessum heimshluta - og jafnvel víðar. Á því er enginn ef að sovéskir ráða- menn eru í aðstöðu til að beita Saddam Hussein íraksforseta þrýstingi. Vopn sín hefur Saddam flest fengið frá Sovétríkjunum og herfetjórnarlist sína hafa írakar lært af sovéskum hemaðarráð- gjöfum. Nái einhveijir að koma vitinu fyrir Saddam eru það helst Rússar. íranir, sem einnig hafa sem kunnugt er reynt að miðla málum í Persaflóastyijöldinni, eru enn taldir til óvina í írak. Saddam gæti því tæpast bjargað sér með því að fallast á tillögur þeirra og haldið einhverri reisn. Líkt og í öðíum deilumálum sem þessu er það undir Saddam komið hvort takast mun að koma á friði fyrir botni Persaflóans. Hann einn getur ákveðið að kalla liðsaflann heim frá Kúveit. Enn er ekki vitað, þegar þetta er rit- að, hvort Irakar telja tillögur Gor- batsjovs fela í sér nægilegar tryggingar og fyrstu viðbrögð bandamanna hafa verið neikvæð. George Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfír því á blaðamannafundi í gær að hugmyndir Sovétleiðtog- ans gengju of skammt. „Tryggingar“ og „tengingar“ Vítalíj Ignatenko, talsmaður Gorbatsjovs, sagði tillögur Sovét- leiðtogans vera tilraun til að leysa deiluna með pólitískum hætti. Af hálfu Rússa liggur fyrir að þess er krafíst að Irakar gefí Kúveit eftir tafarlaust og án nokkurra skilyrða. Þetta atriði er síðan tengt tveimur öðrum sem fela í sér „tryggingar" af hálfu Sovét- stjórnarinnar: Nágrönnum íraka verði ekki gefíð færi á að skipta landinu upp, þ.e.a.s. landamæri ríkisins skulu vera óbreytt, og bandamenn skuldbindi sig til að ráðast ekki á liðsaflann á leið hgns frá Kúveit yfír landamærin til íraks. Þá kveður tillaga Sovét- manna á um að þess verði ekki freistað að draga Saddam fyrir dóm sökum meintra stríðsglæpa íraka. Loks er gert ráð fyrir því að „önnur málefni“ svo sem mál- efni Palestínumanna verði rædd síðar. Bretar og Bandaríkjamenn gætu sætt sig við að landamæri Iraks héldust óbreytt. Á því er hins vegar enginn efi að þeir geta tæpast fellt sig við að Saddam Hussein verði áfram einvaldur í írak. Breskir og bandarískir stjómmálamenn hafa margsinnis vikið að nauðsyn þess að friðurinn Míkhaíl S. Gorbatsjov. verði tryggður þegar styijöldinni lýkur og stjómvöld í báðum þess- um ríkjum telja tæpast að það verði unnt ráði Saddam forseti enn yfír öflugum herafla í írak. Þrátt fyrir loftárásir bandamanna ræður Sadam enn yfír gífurlega öflugum her sem áfram yrði ógn- un við nágrannaríki hans. Bush forseti hefur hvatt írösku þjóðina til að rísa upp gegn Saddam og forsætsráðherra Bretlands, John Major, hefur lýst yfr því að hann myndi ekki fyllast harmi hyrfí Saddam af sjónarsviðinu. Saudi- Arabar, sem jafnan eru varfæmir í yfírlýsingum sínum, hafa látið að því liggja að þeir vilji að íraks- forseta verði komið frá völdum. Samþykktir Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna kveða vitaskuld ekki á um að Saddam sé réttdræpur. En af hálfu Vesturlanda liggur fyrir sú túlkun á samþykktum þessum að tryggja beri að Saddam verði ekki á ný gefíð tækifæri til að ráðast inn í Kúveit. í raun þýðir þetta að lama þarf herafla hans og því fer fjarri að því mark- miði-hafi verið náð. Tilvísunin til málefna Pa- lestínumanna gæti sett Banda- ríkjamenn í vanda. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefír þráfaldlega andmælt öllum tilraunumi til að tengja lausn Palestínumálsins við lausn Persaf- lóadeilunnar. Bandamenn telja að á þann hátt sé verið að viður- kenna ofbeldi sem réttmæta leið til að knýja fram pólitískar tilslak- anir. Hins vegar féllst Baker á það í sameininglegri yfirlýsingu Sovétríkjanna og Bandaríkjanna frá 29. janúar að leitað yrði leiða til að koma á friði með aröbum og ísraelum þegar styijöldinni Saddam Hussein. lyki. Þetta kann að hljóma hættu- lega nærri því að teljast bein teng- ing. Þótt Bandaríkjamenn hafi á sínum tíma lýst yfír stuðningi við tilraunir Sovétstjórnarinnar til að þrýsta á íraka um að gefa Kúveit eftir er ljóst að bandarískir emb- ættismenn hafa ákveðnar efa- semdir um þetta frumkvæði Gor- batsjovs. Og það er einnig ljóst að þeir mega tæpast til þess hugsa að Saddam verði áfram við völd og nái því takmarki sínu að verða sameiningartákn araba. Þótt Kú- veit yrði frelsað yrði það tæpast viðunandi niðurstaða ef Saddam tækist að bjarga sér úr klípunni með aðstoð sovéskra embættis- manna og tæki ef til vill á ný að fylla vopnabúr sín með sovéskum hergöngum. Höggi komið á harðlínumenn Gorbatsjov hefur hins vegar augljósan hag af því að koma Saddam til hjálpar. Takist honum það munu Sovétmenn á ný treysta stöðu sína í Mið-Austurlöndum en dvínandi áhrif þeirra þar voru rökrétt afleiðing af slökunar- stefnu þeirri sem fylgt var á vett- vangi utanríkismála í tíð Edúards Shevardnadze. Með þessu yrði einnig unnt að forða Rauða hern- um og sovéskum hergagnaiðnaði frá allsheijar niðurlægingu því hersveitum bandamanna gæfíst ekki tækifæri til að sýna fram á yfírburði sína á sviði landvopna. Gorbatsjov gæti einnig með þessu slegið á gagnrýni harðlínukom- múnista sem sakað hafa hann um undirlægjuhátt gagnvart Banda- ríkjamönnum og hafa aldrei getað fellt sig við samstöðu risaveldanna í Persaflóadeilunni. Og hann gæti réttlætt Nóbelsverðlaunin. Sir Geoffrey Howe um viðurkenningu á sjálfstæði Litháens: „Ekki má ofmeta áhrif smáríkis eins og* Islands“ TVEIR fyrrum utanríkisráðherr- ar Bretlands ræddu stöðu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétfor- seta og sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna í breska út- varpinu BBC á sunnudag. Þeir voru David Owen, utanríkisráð- herra Bretlands í síðustu stjórn Verkamannaflokksins, og sir Geoffrey Howe, sem gegndi emb- Deby sagði að þjóð sín væri langþreytt á stríði og sæktist eftir bættum samskiptum við nágranna sína. Hrun einræðis í Chad hefði leitt til þess að ekki væri lengur grundvöllur fyrir fjandskap við Líbýu. Muammar Gaddafi Líbýjpið- ættinu í stjórn íhaldsflokksins þegar Gorbatsjov komst til valda árið 1985 og þar til fyrir álján mánuðum. Owen lagði áherslu á að Breta gengju jafn langt í stuðningi við Eystrasaltsríkin og íslendingar. Sir Geoffrey Howe sagði hins vegar að Bretar ættu að fara hægar í sakirnar og taldi Owen ofmeta áhrif íslendinga í togi ávarpaði einnig þingið við þetta tækifæri og sagðist fagna því að íbúar Chad gætu nú dregið andann sem fijálsir menn. „Við vonum að bræður okkar í Chad hafi lært sitthvað af sögunni.“ þessu sambandi. Ráðherramir fyrrverandi sögðu báðir hættu á því að einræði kæm- ist á í Sovétríkjunum. Gorbatsjov hefði snúist á sveif með harðlínu- kommúnistum og tryggt sér meiri völd en æskilegt væri. Sir Geoffrey sagði það ekkert launungarmál að leiðtogar Banda- ríkjamanna, Bretlands og Evrópu- bandalagsins myndu ekki veita Gorbatsjov efnahagsaðstoð í fram- tíðinni héldi hann áfram á sömu braut. Owen gagnrýndi hins vegar stjóm breska íhaldsflokksins fyrir að „fjármagna ennþá aðgerðir Sov- étmanna til að kveða niður sjálf- stæðisbaráttu Eystrasaltsþjóð- anna“. Hann sagði að stjómin ætti að hætta tafarlaust að veita Sovét- mönnum efnahagsaðstoð, beina frekar fjármununum til nágranna- ríkja þeirra, Póllands, Ungveija- lands og Tékkóslóvakíu, og til Eystrasaltsríkjanna. Sir Geoffrey Howe Sir Douglas sagði hins vegar Owen ofmeta mátt Vesturlanda. Þau gætu ekki haft jafn mikil áhrif á þróunina í Sovétríkjunum og hanh léti í veðri vaka. Owen sagði að bresku stjórninni bæri að'styðja Litháa í verki, ekki aðeins með innantómum orðum. „Hvað höfum við gert í Litháen, Eistlandi og Lettlandi? Við höfum ekki einu sinni ræðismenn í þessum þremur löndum, sem við teljum þó til sjálfstæðra ríkja. Lítum á hvað Svíar hafa gert og það sem íslend- David Owen ingar eru að gera. íslendingar eru nú í raun að viðurkenna þau. Norð- urlönd hafa verið miklu áræðnari en Evrópubandalagið," sagði Owen. „David, mergur málsins, að mínu áliti, er að sammhengið er allt ann- að. Þú ofmetur líklega áhrif þeirra, það sem smáríki eins og ísland getur gert er ekki það sama og Evrópubandalagið og Bretland geta gert. Við reynum auðvitað að hvetja þau eins mikið og við mögulega getum,“ svaraði sir Geoffrey. Bætt samskipti Chad og Líbýu Nikósíu. Reuter. IDRISS Deby, forseti Chad, sagði í ávarpi á þingi Líbýu fyrr í vikunni að hann vildi ræða bætt samskipti ríkjanna. Líbýumenn aðstoðuð Deby við að ná völdum í Chad á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.