Morgunblaðið - 20.02.1991, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 20. FEBRÚAR 1991
23
Havel gagnrýmr þing-
ið fyrir seinagang
Prag. Reuter.
VACLAV Havel forseti Tékkóslóvakíu gagnrýndi þing landsins á
sunnudag fyrir seinagang við Iagasetningar á sviði efnahagsmála
og sagði að efnahagshrun blasti við ef þingmenn leystu ekki hið
snarasta ágreining um einkavæðingu.
Havel gerði ástand og horfur í
efnahagsmálum þjóðarinnar að
umtalsefni í vikulegu útvarpsávarpi
sem hann fiytur á sunnudögum.
„Það er vá fyrir dyrum og verði
ekkert af nauðsynlegri lagasetn-
ingu hrynur hagkerfið. Forsetinn
fær ekkert að gert og verður ein-
ungis áhorfandi að öllu saman því
hann er valdalaus," sagði Havel í
ávarpinu. Hann mistókst í fyrra að
fá þingið til að samþykkja aukin
völd honum til handa.
Þrenn lagafrumvörp sem miklu
varða við að koma á markaðsbú-
skap í Tékkóslóvakíu liggja fyrir
þi’nginu og hefur þeim miðað lítt
áleiðis. Hvatti Havel þingmenn til
að láta af valdatogstreytu og hraða
lagasetningunni til þess að koma í
veg fyrir hrun. Frumvarp um einka-
væðingu stórra ríkisfyrirtækja hef-
ur tafist í þingnefnd í nokkrar vikur
þar sem þingmenn geta ekki komið
sér saman um annað lagafrumvarp
um að fasteignum sem kommúnist-
ar gerðu upptækar verði skilað til
fyrri eigenda. Þriðja frumvarpið
sem umræðum hefur ekki verið lok-
ið um kveður á um einkavæðingu
í landbúnaði.
Sprengjutilræðin í Lundúnum;
IRA lýsir verknað-
inum á hendur sér
Lundúnum. Reuter.
ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) hefur Iýst sprengjutilræðunum í tveimur
af helstu járnbrautarstöðvum Lundúna í fyrradag á hendur sér. John
Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í gær að
leitinni að tilræðismönnunum yrði ekki hætt fyrr en þeir fyndust.
í yfírlýsingu, sem IRA sendi
breskum fjölmiðlum í fyrrakvöld,
voru bresk yfirvöld sökuð um að
bera ábyrgð á því að einn maður
og um 40 urðu fyrir meiðslum í til-
ræðunum þar sem þeim hefði láðst
að tæma Victoria-stöðina, þar sem
síðari sprengjan sprakk, af fólki
þrátt fyrir að sú fyrri hefði sprungið
þremur klukkustundum áður. „Taka
ber mark á viðvörunum okkar í
framtíðinni,“ sagði í yfirlýsingunni.
Heimildarmenn innan lögreglunn-
ar sögðu að sprengjutilræðin kynnu
að vera liður í breyttum baráttuað-
ferðum IRA. Samtökin hafa á und-
anförnum árum aðeins gert árásir á
hernaðarleg og pólitísk skotmörk.
Síðast gerðu þau sprengjuárás á
óbreytta borgara um jólin 1983, en
þá biðu sex manns bana er sprengja
sprakk við Harrods-stórverslunina í
Lundúnum.
Heimildarmenn innan IRA vöruðu
við því að liðsmenn samtakanna
hygðust beita margvíslegum aðferð-
um á næstunni þannig að bresk yfir-
völd yrðu í algjörri óvissu um hvað
kynni að gerast næst.
Chamorro íÞýskalandi
Violeta Chamorro forseti Nicaragua er nú í þriggja daga heimsókn
í Þýskalandi. Hér sést hún á gangi ásamt Richard von Weizsácker
forseta Þýskalands. í baksýn er þýskur heiðursvörður.
Fellst Eþíópíustjórn
á sjálfsljórn Erítreu?
Nairobi. Reuter.
STJÓRNIN í Eþíópíu hyggst fallast á mikilvæga tilslökun í fyrirhuguð-
um viðræðum hennar við erítreska skæruliða, sem hefjast í Washing-
ton í vikunni, að sögn heimildarmanna sem tengjast náið viðræðunum.
Þeir sögðu að stjórnin hygðist leggja til að Erítrea fengi sjálfstjórn
í ríkjasambandi við Eþíópíu og síðan yrði efnt til þjóðaratkvæða-
greiðslu um algjört sjálfstæði landsins til að binda enda á langvinn-
asta stríð Afríku.
Erítrea naut tarkmarkaðrar sjálf-
stjórnar í nokkur ár þar til Haile
Selassie Eþíópíukeisari innlimaði
það algjörlega í Eþíópíu árið 1962.
Heimildarmaður í Nairobi sagði að
samninganefnd stjórnarinnar myndi
leggja fram tillögu um að Erítrea
fengi sjálfstjórn á ný. „Eftir nok-
kurra ára frest yrði síðan efnt til
þjóðaratkvæðagreiðslu í Erítreu um
sjálfstæði landsins," sagði hann.
Búist er við að í viðræðunum í Was-
hington verði einkum rætt hversm
langur fresturinn veroi og nvein.6
standa eigi að myndun bráðabirgða-
stjórnar.
Fyrri viðræður deiluaðilanna hafa
strandað á því að Eþíópíustjórn hef-
ur ekki viljað fallast á að veita Er-
ítreu sjálfstæði eða heimila þjóðarat-
kvæðagreiðslu um málið.
Talsmaður Þjóðfrelsisfylkingar
Erítreu (EPLP) sagði að ef Eþíópíu-
stjórn féllist á sjálfsákvörðunarrétt
Erítreumanna myndi það marka
tímamót' í friðarviðræðunumi ■ * ■
Hamstur í Moskvu
Reuter
Örtröð var í matvælaverslunum í Moskvu í gær
þegar borgarbúar hömstruðu vörur vegna yfirvof-
andi verðhækkana. Keyptu þeir allt sem fáanlegt
var. Valentín Pavlov forsætisráðherra boðaði í fyrra-
dag 60% verðhækkun á matvælum og afnám opin-
berra niðurgreiðslna.
Svíþjóð:
Leiðtogakreppa 1 yngsta flokknum
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞAÐ er strax komin upp leiðtogakreppa í yngsta stjórnmálaflokkn-
um í Svíþjóð, Nýja lýðræðisflokknum. Formaður flokksins, Bert
Karlsson, hefur sagt af sér. Hann er kunnur kaupsýslumaður og á
m.a. Sommarland-skemmtigarðsins í Skara. Hann segir að sér hafi
verið hótað lífláti og mikilvægir viðskiptavinir hafi hótað að hætta
viðskiptum við sig ef hann segði ekki af sér.
Karlsson verður áfram í flokks- þar sem Olle Stenholm formaður
stjórninni en tekur fjölskyldulífíð félags blaðamanna reyndi ásamt
og viðskiptin fram yfir stjórnmála- öðrum félögum sínum að sýna fram
frama. Dropinn sem fyllti mælinn á ókunnugieika Karlssons í stjórn-
var sjónvarpsþáttur í síðustu viku málum. Daginn eftir gat Bert Karls-
son leitt það í ljós í öðrum sjónvarps-
þætti að blaðamennirnir væru enn
verr að sér.
Nýi lýðræðisflokkurinn ætlar
þrátt fyrir ákvörðun Karlssons að
bjóða fram í þingkosningunum 15.
september. í skoðanakönnun sem
gerð var fyrir skemmstu sögðust
11,7% aðspurðra styðja flokkinn.
Einungis jafnaðarmenn og Hægri-
flokkurinn voru með meira fylgi.
Skemmtidagskrá, sem
byggir á söngferli hins
vinsæla söngvara,
Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Fram koma:
Ellý Vilhjálms,
Þorvaldur Halldórsson,
Pálmi Gunnarsson,
Rut Reginalds,
Hermann Gunnarsson,
Ómar Ragnarsson og
Magnús Kjartansson.
, Leikstjóri:
Egill Eðvaldsson
NÆSTU SÝNINGAR:
Febrúar: 23.
Mars: 2., 8., 9., 15. og16.
Húsið opnað kl. 19. Glæsilegur matseðill. Borðapantanir í síma 77500.
Eftir skemmtidagskrá verður dúndrandi
dansleikurtil kl. 03.
Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar
111II HSI I I