Morgunblaðið - 20.02.1991, Síða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991
25
PlirrgmuMaliií
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Gorbatsjov gerir
Saddam tilboð
Rúmur mánuður er liðinn frá
því að fjölþjóðlegur her
afli sem stefnt var saman í
umboði Sameinuðu þjóðanna
hóf valdbeitingu til að hrekja
íraka á brott frá Kúveit. Á
þessum tíma hefur tekist að
gera flugher og flota íraks
óvirkan með linnulausum
sprengjuárásum úr lofti og af
sjó. Jafnframt hefur verið
höggvið á samgöngu- og fjar-
skiptaæðar í írak, þannig að
eðlileg samskipti innan lands-
ins eru í molum. í loftárásunum
hefur einnig verið ráðist á skot-
mörk og mannvirki, sem ekki
eru beint hernaðarleg en hafa
hins vegar verið notuð af
íraska hemum, og hafa nokkur
hundruð óbreyttir borgarar
fallið. Styrjöldin setur æ meiri
svip á daglegt líf í írak og
hagur almennings hefur
þrengst verulega. Fyrir utan
efnalegt tjón hefur styrjöldin
haft skaðvænleg andleg og
sálræn áhrif bæði á átaka-
svæðunum og utan þeirra. ír-
akar hafa beint eldflaugaárás-
um á almenna borgara í ísrael
og Saudi-Arabíu og stofnað til
olíuleka og gífurlegs mengun-
arvanda á Persaflóa.
Um nokkurt skeið hefur ver-
ið ljóst, að landhernaður sé á
næsta leiti við Persaflóa. Fjöl-
þjóðahernum hefur verið skip-
að með þeim hætti, að hann
geti sótt fram á landi eða haf-
ið landgöngu af sjó með ör-
skömmum fyrirvara. í því sam-
hengi ber að skoða tillögur sem
komu frá íraska byltingarráð-
inu á föstudag. Þar var rætt
um brottflutning íraska herafl-
ans frá Kúveit en með óað-
gengilegum skilyrðum. Þessum
tillögum var hins vegar tekið
sem vísbendingu um ný viðhorf
í Bagdad meðal annars í íran
og Sovétríkjunum.
Á mánudag var Tareq Aziz,
utanríkisráðherra íraks, í
Moskvu. Þar lagði Mikhaíl
Gorbatsjov, forseti Sovétríkj-
anna, fram tillögu, sem hann
telur að geti bundið enda á
ófriðinn, ef tafarlaust yrði far-
ið að henni. Engar staðfestar
fréttir hafa borist um tillögu
Gorbatsjovs, en hún er sögð í
fjórum liðum: írakar fari skil-
yrðislaust með herafla frá Kú-
veit; Sovétmenn skuldbinda sig
til að standa vörð um stjórn-
skipan og landamæri íraks;
Sovétmenn eru andvígir frek-
ari efnahagsþvingunum gegn
írökum og vilja að Saddam
Hussein sæti ekki refsingu og
rætt verði um svæðisbundin
vandamál í Mið-Austurlöndum
og vanda Palestínumanna.
Þegar litið er á ástæðurnar
fyrir átökunum við Persaflóa
kemur ekkert í þessari tillögu
á óvart. Fari írakar skilyrðis-
laust frá Kúveit er megintil-
gangi aðgerða Sameinuðu
þjóðanna náð.
Um helgina lét Roland Dum-
as, utanríkisráðherra Frakka,
orð falla sem hafa verið skýrð
á þann veg, að ákvörðun hafi
þegar verið tekin um það hve-
nær landhernaður gegn írök-
um hefjist. í Bagdad hljóta
menn að bregðast við tillögu
Gorbatsjovs með þeim hætti,
að þeir fái þar síðasta tækifær-
ið til að beita stjórnmálalegum
aðferðum í því skyni að hindra
að til blóðugs landhernaðar
komi.
Með tillögu sinni er Gorb-
atsjov ekki aðeins að leita að
friði við Persaflóa. Hann er
einnig að gæta sovéskra hags-
muna og telur það því miður
best gert með stuðningi við
Saddam og einræði hans. Sov-
étmenn yrðu áreiðanlega fúsir
til að selja Saddam hergögn
að stríði loknu og leggja honum
lið við endurreisn Iraks. Sovét-
stjórnin hefur lengi viljað verða
þátttakandi í umræðum um
málefni Mið-Austurlanda og
Palestínumanna. Áhugi hennar
á því kemur fram hjá Gorb-
atsjov. Að hinu hljóta menn
að hyggja í Irak og annars
staðar hvers virði alþjóðleg
fyrirheit Kremlveija eru um
þessar mundir, þegar þeir geta
ekki haldið uppi lögum og reglu
innan sovésku landamæranna.
Allir venjulegir landstjórn-
endur í sporum Saddams Huss-
eins, einræðisherra í írak,
hefðu fyrir löngu gert sér grein
fyrir að þeir ættu við ofurefli
að etja. Þeir hefðu áttað sig á
því strax og samstaðan náðist
í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna og ljóst var, að valdi yrði
beitt til að frelsa Kúveit. Sadd-
am hagar sér ekki sem ábyrgur
þjóðarleiðtogi. Honum virðist
aðeins annt um eigin völd og
lítur þannig á að það sé öðrum
að kenna, þótt hundruð eða
þúsundir manna falli í valinn
vegna ofríkis hans.
\;a jii j san i u i i ? i jt 'i i /:/■?• jiil
Morgunblaðið/Sverrir
Óskar Jónasson og Ásdís Thorddsen fengxi hæstu styrkina úr Kvik-
myndasjóði íslands til framleiðslu á myndum sínum „Sódóma,
Reykjavík" og „Ingaló á grænum sjó“.
Kvikmyndasjóður íslands
Tæpum 60 milljón-
um króna úthlutað
KVIKMYNDASJÓÐUR íslands úthlutaði í gær tæplega 60 milljón-
um króna í styrki til leikinna kvikmynda, heimildamynda, teikni-
mynda, stuttmyndar, handritagerðar og undirbúnings. Hæstu
styrki hlutu Óskar Jónasson, 15 milljónir króna, til að gera kvik-
myndina „Sódóma, Reykjavík" og Gjóla h/f, 14,3 milljónir, til að
gera myndina „Ingaló í grænum sjó“ eftir Ásdísi Thoroddsen.
85 umsóknir bárust til Kvik-
myndsjóðs íslands að þessu sinni
og fengu 13 þeirra úthlutun, alls
57,5 milljónir. Þijár kvikmyndir
fengu styrki til framleiðslu. Óskar
Jónasson til framleiðslu á „Só-
dóma, Reykjavík". Gjóla h/f fyrir
kvikmyndina „Ingaló á grænum
sjó“ og Þumall 7,2 milljónir fyrir
myndina „Helgi og folaldið".
Framlög til undirbúnings kvik-
mynda hlutu Halldór Þorgeirsson
1 milljón fyrir myndina „Jörundur
Hundadagakonungur“. Hákon M.
Oddsson og Sigurður B. Siguðrs-
son 1 milljón fyrir j>B.I.N.G.Ö.“ og
Kristinn Þórðarson 500 þúsund
fyrir „Svartfugl".
Sigurbjörn Aðalsteinsson fékk 2
milljónir til framleiðslu á stutt-
myndinni „Ókunn dufl“. Styrki til
framleiðslu heimildamynda hlutu
Nýja bíó 8,5 milljónir fyrir myndina
„Jón Leifs“ og Ólafur Jónsson 2
milljónir fyrir myndina “Ragnar í
Smára“. Áuk þess hlaut Baldur
Hrafnkell Jónsson 1 milljón til
undirbúnings heimildamyndarinn-
ar „Krossgötur."
Tvær teiknimyndir fengu styrki.
Sigurður Öm Brynjólfsson 2 millj-
ónir til framleiðslu á myndinni
„Jólatréð okkar“ og Jón Axel Eg-
ilsson 2 milljónir fyrir myndina
„Djákninn á Myrká“. Til Kvik-
myndaklúbbs íslands er veitt 1
milljón.
Uthlutunarnefnd Kvikmynda-
sjóðs íslands skipa: Róbert Arn-
finnsson, Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir og Sigurður Valgeirs-
son.
Þrettán umsóknir bárust til
Norræna verkefnisins 1991 og
sögðu dómnefndarmenn að það
hafi verið erfitt verk að velja úr
umsóknum.
Kristín Jóhannesdóttir sagði að
þessi styrkur þýddi það að hún
gæti nú gert þessa mynd, sem hún
hafí verið að undirbúa síðan 1985.
„Ég er mjög ánægð og þetta er
óskaplega mikilvægt og mikill
áfangi í sögu kvikmyndagerðar á
íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem
við fáum svona öflugt fram-
leiðslufé og stuðning. Þetta er ekki
síst mikils virði vegna þess að í
gegnum stofnanir allra Norður-
landanna fáum við kynningu um
alla Evrópu og jafnvel víðar sem
við íslendingar gætum aldrei stað-
ið undir sjálfir,“ sagði Kristín.
Myndin flallar um ást og örlög
og er tengd sannsögulegum at-
burðum sem gerðust hér 1936 þeg-
ar franska vísindaleiðangursskip
Pourquoi pas fórst við Mýrar. „Við
upplifum þessa atburði í gegnum
litla stúlku sem býr við hörð lífskjör
við sjávarsíðuna. Og sjáum hvernig
þessir skelfilegu hlutir koma ungu
stúlkunni fyrir sjónir er lík fara
að reka á fjörur og hvernig þetta
verður örlagavaldur í hennar eigin
lífi,“ sagði Kristín um myndina.
Hún sagðist áætla að byrja tök-
Morgunblaðið/Sverrir
Kristín Jóhannesdóttir, kvik-
myndagerðarmaður, fær rúm-
lega 80 milljónir króna til að
gera mynd sína „Svo á jörðu sem
á himni“.
ur um miðjan júlí í sumar. Kosn-
aðaráætlun myndarinnar hljóðar
upp á 117 milljónir.
Norræna kvikmyndaverkefnið 1991;
„Svo á jörðu sem á himni“
valin sem framlag Islands
Styrkurinn er upp á rúmlega 80 milljónir króna
KRISTÍN Jóhannesdóttir, kvikmyndagerðarmaður, fær rúmlega
80 milljónir króna til að gera kvikmynd sína „Svo á jörðu sem á
himni“ en myndin var valin sem framlag íslands til Norræna kvik-
myndaverkefnisins 1991. Styrkurinn verður greiddur út á tveimur
árum og er styrkveitingin háð því að Norðulandaþjóðirnar fái
sýningarrétt á myndinni þegar þar að kemur.
Frá lekanum í eðlisfræðistofu þar sem um tíma voru 20 balar til
að taka við vatninu.
Þorsteinn Egilsson eðlisfræðikennari brá á það ráð að kenna
frekar ofan á eðlisfræðistofunni þar sem aðstaðan var betri en
inni í henni.
Kennsla á hrakhól-
um vegna leka í ML
Laugarvatn.
í VEÐUROFSANUM á dögun-
um fór þakpappi af hluta við-
byggingar Menntaskólans að
Laugarvatni. Mikill leki hefur
því fylgt vatnsveðri undan-
farna daga í nokkrum kennslu-
stofum einkum eðlisfræðistofu
og sett kennslu úr skorðum.
Það hefur lengi fylgt þessu
flata þaki að leka í rigningum
en þó aldrei sem nú eftir að papp-
inn fór, enda verið mikið vatns-
verður síðan. Hefur kennsla í
eðlisfræði farið fram um allan
skólann og jafvel úti undir berum
himni eins og síðastliðinn föstu-
dag. Þá lak enn þó þurrviðri
væri. Hafði vatnið komist í raf-
lýsingu og var því ljóslaust í stof-
unni.
Bráðabyrgðaviðgerð fór fram
á föstudaginn, en það er trú
manna við skólann að varanleg
lausn verði ekki fyrr en sett verði
risþak á skólann.
Kári
Forsætisráðherra kynnir tillögur um aðgerðir í byggðamálum:
Byggðastjómir í öll kjördæmi
Byggðastofnun verði efld og sveitar-
félög og orkufyrirtæki sameinuð
STEINGRÍMUR Hertnannsson, forsætisráðherra, ætlar að Ieggja
fram frumvarp á alþingi á næstu dögum sem felur í sér umfangs-
miklar breytingar á skipulagi og starfsháttum Byggðastofnunar.
Byggir það á tillögum tveggja nefnda um aðgerðir í byggðamálum
sem skilað hafa niðurstöðum sínum. Forsætisráðherra kynnti í
gær tillögur nefndanna sem fjallað hafa að undanförnu um aðgerð-
ir í byggðamálum. Steingrímur sagði að annars vegar væru þar
markaðar tillögur fyrir langtímastefnu í byggðamálum þannig
að tryggja megi jafnvægi í byggð og hins vegar fyrstu aðgerðir
sem yrðu í verkahring Byggðastofnunar í samstarfi við byggðalög-
in.
Byggðanefnd forsætisráðherra
var skipuð eftir tilnefningu allra
þingflokka 4. janúar 1990. Skilaði
hún tillögum sínum 12. febrúar sl.
um langtímastefnumörkun í
byggðamálum. Formaður hennar
var Jón Helgason alþingismaður.
Hin nefndin sem fjallaði um skipu-
lag Byggðastofnunar og fyrstu að-
gerðir var skipuð fulltúum stjórnar-
flokkanna. Hefur hún einnig nýve-
rið skilað tillögum sínum. Formaður
hennar var Stefán Guðmundsson
alþingismaður.
Héraðsmiðstöðvar
Nefndin um fyrstu aðgerðir í
byggðamálum leggur til að kjör-
dæmi landsins verði efld efnahags-
lega og stjórnsýslulega og að hér-
aðsnefndir myndi byggðastjórnir í
hveiju kjördæmi um lausn verkefna
sem þeim verði færð með lögum.
Leggur nefndin til að komið verði
upp héraðsmiðstöðvum í kjördæ-
munum, þar sem verði aðsetur
byggðastjórnar auk ýmissa opin-
berra aðila og að ráðuneyti og
stofnanir hafi þar fulltrúa. Þarna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og alþingismennirnir Jón Helgason og Stefán Guðmundsson
kynntu í gær viðamiklar tillögur tveggja nefnda um aðgerðir í byggðamálum.
fari fram sameiginlég byggðaáætl-
un fyrir landshlutann.
Byggðaáætlanir
Nefndin leggur ennfremur til að
Byggðastofnun verði falið að gera
byggðaáætlanir til fjögurra ára í
senn í samvinnu við heimamenn á
hverjum stað. Þar komi fram m.a.
framkvæmdaáætlun fyrir opinberar
framkvæmdir og framtíðarstefna
stjórnvalda í byggða- og atvinnu-
málum. I tillögum byggðanefndar
er lagt til að byggðaáætlanir verði
lagðar fyrir alþingi til samþykktar.
Nefndin um fyrstu aðgerðir í
byggðamálum vill að það markmið
verði sett að meirihluti nýrra starfa
í opinberri þjónustu verði utan höf-
uðborgarsvæðisins. Þá ieggur hún
til að sveitarfélög verði stækkuð
verulega og að stofnuð verði at-
vinnuþróunarfélög og atvinnuþró-
unarsjóðir í héruðunum. Félögin
verði grundvallareiningar við skipu-
lega atvinnuuppbyggingu í héraði
og tekjur af stóriðju renni m.a. til
þess verkefnis.
Tafarlaus jöfnun orkuverðs
Nefndin vill að tafarlaust verði
gerðar ráðstafanir til að tryggja að
raforkuverð verði jafnað til allra
dreifiveitna og í smásölu. Leggur
hún til að Rafmagnsveitur ríkisins
og Landsvirkjun verði sameinuð í
eitt orkuöflunar- og dreifingarfyrir-
tæki í meirihlutaeigu ríkisins. Ta-
kist það ekki verði stofnað nýtt
V estmannaeyjar:
Góð loðnuveiðL
við Ejqar í gær
Fjórir bátar sem komu á miðin í gær
fylltu fyrir kvöldið
Vestmannaeyjuni.
FJORIR loðnubátar fylltu sig í gær á loðnumiðunum um fjórar mílur
vestan við Eyjar. Stærsti hluti loðnuflotans var á veiðum undan
Krísuvíkurberginu og var góð veiði þar en bátarnir við Eyjar og *
aðrir sem voru við Ingólfshöfðann voru líka að fá góðan afla.
Morgunblaðið skaust á miðin 4-5
mílur frá Eyjum eftir hádegið í
gær. Fjórir bátar voru þar fyrir.
Víkurbergið var að draga nótina
og vantaði lítið til að fylla þegar
við komum að honum. Það var ekki
mikið í nótinni en þó meira en nóg
sögðu strákarnir sem voru í nóta-
kassanum. Bergur var að klára að
dæla en Iítið var í hjá honum. Þeir
köstuðu síðan aftur og fengu
þokkalegt kast. Bergur fyllti
síðdegis og hélt áleiðis til Aust-
fjarða. „Við fórum frá Eyjum í
morgun og vorum komnir í þessar
torfur eftir hálftíma stím. Við köst-
uðum fimm sinnum en fengum af-
lann í þremur af köstunum því tvö
voru búmm,“ sagði Elías Geir Sæ-
valdsson, stýrimaður. Hann sagði í
gærkvöldi að ekki væri ljóst hvar
þeir lönduðu. „Við höldum eitthvað
austur um og sjáum til hvar besta
verðið verður í fyrramálið,“ sagði
Elías.
Kap VE landaði í Eyjum í gær-
morgun og báturinn var kominn á
miðin upp úr hádegi. Þeir köstuðu
fljótlega og fengu um 150 tonn í
fyrsta kastinu. „Það er mikið af
torfum hérna,“ sagði Ólafur Einars-
son, skipstjóri. „Bátarnir rákust á
þetta á stíminu hérna en annars
er mikil loðna hér víða við suður-
ströndina enda eru bátarnir í dag
að veiða loðnu frá Krísuvíkurberg-
inu og austur að Ingólfshöfða. Eg
held að það sé miklu meira magn
á ferðinni heldur en mælingarnar
segja,“ sagði Ólafur.
Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi
var Kap búinn að fylla og hélt til
löndunar í Eyjum. „Við fengum 500
tonna kast seinnipartinn og síðan
fengum við annað hellings kast.
Við erum búnir að fylla og erum
að gefa Hörpunni það sem hana
orkufyrirtæki í meirihlutaeign ríkis-
ins.
Einnig vill nefndin að skipulag
farþegaflutninga á sérleyfisleiðum
á landi og í lofti verði endurskoðað
og samræmt með það að markmiði
að bæta þjónustu og auka hag-
kvæmni. Þá vill hún að eiginljár-
staða Byggðastofnunar verði efld.
Atvinnuþróunarfélög
Byggðanefnd gerir ýmsar tillög-
ur um breytingar á lögum um
Byggðastofnun þar sem áhersla er
lögð á aukinn stuðning stofnunar-
innar við atvinnuþróun á lands-
byggðinni. Er lagt til að í hverju
kjördæmi verði starfandi atvinnur-
áðgjafi og eitt eða fleiri atvinnuþró-
unarfélög sem Byggðastofnun veiti
stuðning m.a. með áhættufjár-
magni.
Frumvarp afgreitt fyrir
þinglok
Forsætisráðherra sagði í gær að
fyrirhugaðar breytingar á lögum
um Byggðastofnun miðuðu að því
að stórauka samstarf stofnunarinn-
ar við landshlutana og atvinnuþró-
unarfyriríæki þeirra. Sagði hann
að með tillögum nefndanna væri
verið að gera tilraun til að brjóta
blað varðandi byggðaþróun. „Ég
geri ráð fyrir að leggja fram frum-
varp á alþingi á allra næstu dögum
sem fjallar um tillögur r.efndanna
um breytingar álögum urn Byggða-
vantar til að fylla sig. Það er verst
að ekki skulu vera fleiri bátar hér
til að gefa, því það verður nóg eftir
í nótinni þegar Harpan verður búin
en þessir fjórir bátar sem voru hér
í dag eru allir búnir að fylla sig,“
sagði Ólafur. Hann sagði að þeir
myndu landa í Eyjum og átti allt
eins von á að reynt yrði að frysta
eitthvað af aflanum.
Grímur
Vogar:
íkveikja
við félags-
heimilið
Vogum.
SLÖKKVILIÐ Brunavarna
Suðarnesja var kvatt að fé-
Iagsheimilinu Glaðheimum í
Vogum kl. 18:35 á mánu-
dagskvöld. Eldur var í
ruslakassa við hlið félags-
heimilisins og glóð hafði
komist í timburvegg á aust-
urhlið húsins.
Þegar slökkviliðið kom á
staðinn var búið að slökkva
eldinn með duft-slökkvitæki
og rjúfa. jámklæðningu á
veggnum. Að sögn slökkviliðs-
manna björguðu þeir, sem
slökktu eldinn, húsinu, en fé-
lagsheimilið er 30 ára gamalt
timburhús. Fjórir strákar
10-12 ára kveiktu eldinn í
ruslakassanum.
- E.G.
stofnun. Þá er félagsmálaráðherra
einnig með frumvarp um þessi mál
varðandi breytingar á sveitarstjórn-
arlögum. til skoðunar. Hún mun
taka afstöðu til hvort hún treystir
sér til að leggja það fram,“ sagði
hann.
Ekki fjárfrekar tillögur
Steingrímur sagði að tillögur um
jöfnun orkuverðs væru til umfjöli-
unar í sérstakri nefnd sem ætti að
skila af sér á næstunni. Sagði hann
aðspurður að ekki væri að búast
við að allar tillögur nefndanna yrðu
samþykktar á alþingi í vor en hann
kvaðst eiga von á að frumvarpið
um breytingar á Byggðastofnun
fengist afgreitt en það er til skoðun-
ar í þingflokkum stjórnarliðsins.
Steingrímur sagði ennfremur að til-
lögur um fyrstu aðgerðir fælu ekki
í sér mikil fjárútlát. Jón Helgason
sagði að nefndirnar gerðu engar
tillögur um kostnað við að hrinda
hugmyndunum í framkvæmd. „Við
leggjum áherslu á að hvert einstakt
verkefni verði skoðað vel áður en
ákvörðun um framkvæmdir verður -
tekin,“ sagði hann.
Jón sagði að í byggðanefnd hefðu
setið fulltrúar allra þingflokka og
þeir hefðu verið sammála um að
leggja tillögurnar fram á yfirstand-
andi þingi. Stefán Guðmundsson
sagði að þótt tillögurnar fengjust
ekki afgreiddar yrðu þær þó til að
efla umræðu um málið sem næsta*
þing gæti svo tekið við.