Morgunblaðið - 20.02.1991, Qupperneq 32
-32_____________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991
Skógrækt á refilstigum
oftir Jóhanti
Isleifsson
Þessa dagana er Rannsóknarstöð
Skógræktar ríkisins á Mógilsá að
leggja niður stórt tímamótaverkefni
í skógrækt á Suðurlandi. Þrisvar
hafa verið gerðar tilraunir til þess
að efla skógrækt þar og setja upp
verkefni með þátttöku bænda. Tvær
tilraunir hafa farið út um þúfur og
núna er Rannsóknarstöð Skógrækt-
ar ríkisins að beita öllum ráðum til
þess að koma því þriðja á kné.
Saga þessa máls er í stuttu máli
* eftirfarandi: Haustið 1988 var ráð-
ist í stórt þróunarverkefni í skóg-
rækt á vegum rannsóknarstöðvar-
innar. Verkefnið var að koma á fót
asparrækt til nytja á meðal bænda.
Ríkisstjórn íslands samþykkti áætl-
un um verkefnið til fimm ára í maí
1989, og Alþingi veitti fé til þess
á fjárlögum. Þessi fimm ára áætlun
kallast í daglegu tali „asparverkefn-
ið“. Einn meginþátturinn í þessu
verkefni var að koma plöntufram-
leiðslunni til bænda, í stað þess að
ríkisfyrirtæki hefði hana alfarið á
sinni könnu — og jafnframt að auka
afköst og lækka kostnað við fram-
leiðsluna. Þetta tókst á fyrsta ári,
en þá var kostnaður við framleiðsl-
una helmingi lægri en opinbert
framleiðsluverð Skógræktar ríkis-
ins.
Samningar voru gerðir við fimm
garðyrkjubændur á Suðurlandi um
að framleiða píöntur og nota til
þess nýja ræktunaraðferð eftir fyr-
irsögn sérfræðinga. Þessi samning-
ur við okkur garðyrkjubændur var
rammasamningur til fimm ára.
Hann skyldi endurnýja ár hvert og
miða framleiðsluna við upphæð
fjárveitingar til verkefnisins hveiju
sinni. Samkvæmt samningnum .
tóku garðyrkjubændurnir 'fimm á
sig allan stofn- og rekstrarkostnað,
ólíkt því sem gerist í mörgum öðrum
svipuðum verkefnum, en fengu
tryggingu fyrir sölu á þeim afurðum
sem stæðust gæðakröfur.
Samningnum sagt upp
I janúar á þessu ári sendi Rann-
sóknarstöð Skógræktar ríkisins
undirrituðum bréf, þar sem tilkynnt
er að umræddur samningur yrði
ekki endurnýjaður. Samt sem áður
hafði fengist hærri fjárveiting til
verkefnisins fyrir árið 1991 en árið
1990 en með þeirri fjárveitingu var
lagður grunnurinn að þessu verk-
efni.
Akvörðun rannsóknarstöðvarinn-
ar um að veita engu fjármagni til
plöntuframleiðslunnar jafngildir því
að þetta tilraunaverkefni er úr sög-
unni; engar plöntur, engar tilraun-
ir. Sú mikla vinna og þeir íjármun-
ir sem hafa verið sett í verkefnið
hingað til verða þar með að engu.
En afleiðingarnar eru líka víðtæk-
ari: einnig er verið að drepa í fæð-
ingu tilraunir til þess að gera skóg-
rækt ódýrari og afkastameiri og
ekki síst að skapa atvinnu meðal
bænda.
Hverjar eru orsakirnar?
Hveijar eru ástæður þess að
svona hefur farið? Um það spyija
vafalaust margir. Sjálfur hef ég
engar viðhlítandi eða trúlegar skýr-
ingar. Forstöðumaður rannsóknar-
stöðvar skógræktarinnar ber fyrir
sig fját-hagsvanda, og að ekki hafi
„Traust fólks á áætlun-
um skógræktarinnar
hlýtur að vera brostið.
Hætt er við að langt
muni líða þar til svipuð
verkefni komi aftur til
framkvæmda á Suður-
landi.“
tekist að fylgja eftir áætlunum
síðasta árs, hvað varðar fram-
kvæmdir. Hvernig þetta fer saman
skil ég ekki, að vinna ekki áætluð
verk en eyða samt of miklu. Ef
svar forstöðumannsins er í megin-
atriðum rétt þá segir það mér að
íjármagn til verkefnisins hefur ver-
ið notað til annarrar starfsemi skóg-
ræktarinnar. Einnig að rannsóknar-
stöðinni er annaðhvort ekki treyst-
andi til þess að takast á við verk-
efni sem þessi eða þá að það vant-
ar vilja og metnað til þess.
Um samskiptin við rannsóknar-
stöðina má annars segja ýmislegt.
Kaflaskipti urðu þegar nær allir
starfsmenn hennar létu af störfum
í maí 1990. Fram að þeim tíma
virtist mikill áhugi vera fyrir verk-
efninu og óskað eftir að það gengi
vel. Eftir að nýir starfsmenn voru
komnir til starfa — með fóðursölu-
mann frá Sambandinu í starfi for-
stöðumanns — virtist allt gerbreytt,
engar upplýsingar að fá og erfitt
að ná í menn. Verkefnið skipaði
ekki lengur þann sess sem það gerði
áður. — Oft fékk maður það á til-
finninguna að öll starfsorka færi í
það að finna upp ávirðingar á fyrr-
verandi starfsmenn stöðvarinnar.
Afleiðingar fyrir
plöntuframleiðendur
Að sjálfsögðu urðum við plöntu-
framleiðendur áhyggjufullir um
framgang áætlunarinnar, ekki síst
þegar við heyrðum einn starfsmann
Skógræktar ríkisins á Suðurlandi
lýsa því yfir að þetta verkefni yrði
nú ekki langlíft! Við fórum fram á
að fá fund með landbúnaðarráð-
herra og varð hann við beiðni okk-
ar. Ráðherra taldi mjög mikilvægt
að verkefnið tækist vel og taldi að
með því væri verið að gera fyrstu
alvöru tilraunir í umfangsmikilli
skógrækt í landinu. Sagði ráðherra
að ekki yrði hætt við verkefnið þó
svo að illa gengi, hann mundi beita
sér fyrir því að fjárveiting fengist
til þess fyrir árið 1991. Og íjárveit-
ingin fékkst, en því miður eru það
einu efndirnar enn sem komið er.
Verði niðurstaðan sú að hætt
verði við „asparverkefnið", hefur
það alvarlegar afleiðingar fyrir okk-
ur ræktendur. Nefna má sem dæmi
að við urðum að kaupa sérhæfða,
margnota bakka, sem unnt átti að
vera að nota allt samningstímabilið;
þetta var gert í samráði við rann-
sóknarstöðina. Þessi bakkar eru
dýrir og nýtast ekki í margs konar
ræktun. — Að sjálfsögðu nýttum
við einnig annan búnað okkar til
verkefnisins.
Það er ekki nóg með að þessi
gangur mála hafi alvarlegar afleið-
ingar fyrir okkur framleiðendur.
Ekki er síður alvarlegt að þetta er
þriðja stóráætlunin sem er að fara
í súginn. Traust fólks á áætlunum
skógræktarinnar hlýtur að vera
brostið. Hætt er við að langt muni
líða þar til svipuð verkefni komi
aftur til framkvæmda á Suðurlandi.
Hvað er til ráða?
Er unnt að snúa þessari þróun
við? Jú, vissulega er það hægt, en
mikið þarf til. I fyrsta lagi tel ég
að mikilvægt sé að bjarga „aspar-
verkefninu". En það er ekki nóg.
Ljóst er að ef Skógrækt ríkisins á
að gegna áfram forystuhlutverki í
skógrækt, þá þarf að gera á henni
viðamiklar breytingar. Mikið af
þeim ijármunum, sem hafa verið
ætlaðir til skógræktar á síðustu
árum, hefur nýst illa og ekki skilað
sér í það starf sem því var ætlað.
Að mínu mati er eðlilegt að skóg-
ræktin sinni fyrst og fremst rann-
sóknum í skógrækt, gegni ákveðnu
þjónustuhlutverki og annist eftirlit.
Sjálfar framkvæmdirnar ætti að
færa í áföngum út til bænda; þeir
eru vel í stakk búnir til þess að
taka við þeim. Slíkt fyrirkomulag
yrði efalaust mikil lyftistöng fyrir
bændur og landbúnaðinn; heppileg-
ast er að þeir menn sem nýta landið
vinni verkin. Jafnframt mundi þetta
auka skilning þeirra á umhverfi
sínu.
Lokaorð
Hér að framan hef ég gert grein
fyrir því að mikilvægt skógræktar-
verkefni á Suðurlandi er í hættu
statt vegna vanefnda Rannsóknar-
stöðvar Skógræktar ríkisins á Mó-
gilsá. Ég vil að lokum spyija: Er
þessi aðför gerð með vilja og vitund
fjárveitingavalds? Eða er orsökin
sú að nokkrir hrökafullir embættis-
menn séu að misnota vald sitt og
eyðileggja þýðingarmikið verkefni
af annarlegum hvötum?
Höfundur er garðyrkjubóndi.
Byssuleikur í
leikskólanum
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Leikskólalöggan („Kindergart-
en Cop“). Sýnd í Laugarásbíói.
Leikstjóri: Ivan Reitman. Aðal-
hlutverk: Arnold Schwarzeneg-
ger, Pamela Reed, Penelope
Ann Milier, Richard Tyson,
Carroll Baker.
I nýjustu myndinni sinni, Leik-
skólalöggan, leikur Arnold
Schwarzenegger tvö æði ólík hlut-
verk. Hann er annars vegar ill-
skeyttur harðhaus í löggunni sem
leggur allt kapp á að fá glæpa-
hund nokkurn á bak við Iás og
slá. Hins vegar er hann ljúfur og
indæll fóstri á leikskóla, þangað
sem leikurinn berst og þar sem
hann finnur sér nýja köllun. Það
er erfitt að ímynda sér annan
harðhaus kvikmyndanna en Arn-
old sleppa óskaddaðan úr þessum
geðklofa en það gerir hann með
klaufalega austurríska hreiminn,
klunnalegu hreyfingarnar og
nokkrum góðum klækjum öðrum.
Arnold er á höttunum eftir fyrr-
um eiginkonu og syni glæpa-
hundsins, en hún ein getur þjónað
sem vitni lögreglunnar gegn hon-
um. Aðeins er vitað í hvaða borg
í Bandaríkjunum konan býr og í
hvaða leikskóla drengurinn geng-
ur þar. Svo af stað heldur Arnold
ásamt nýjum félaga sínum, Pa-
melu Reed, sem á að læða sér inn
í skólann sem fóstra og komast
Mýkri ímynd; Schwarzenegger
í myndinni Leikskólalöggan.
að því hver drengurinn er. En
Reed, sem er kímin og skemmtileg
leikkona og á til að stela athygl-
inni frá stjörnunni, veikist og það
er ekkert annað fyrir Arnold að
gera en taka að sér fóstrustöðuna.
Eins og önnur gamanmynd
Arnolds, „Twins“, er Leikskóla-
löggan tilraun stjörnunnar til að
mýkja ímynd sína og veitir ekki
af eftir hinn ofbeldisfulla sumars-
mell Fullkominn hug. Eins og í
„Twins“, sem Ivan Reitman leik-
stýrði líka, snýst gamanið mest
um skemmtilega ýktar andstæður
og eins og í þeirri mynd er ákveð-
inn frumleiki fyrir hendi. Allur
leikskólakaflinn er indælis uppá-
komugaman og oft fyndinn enda
hugmyndin ekki slæm að láta
úrilla vöðvaljallið fást við óþekkt-
arormana og vinna þá um síðir á
sitt band.
Leikskólalöggan er auðvitað
skyndimatur, fljótétin og auðmelt.
Myndin er sannarlega ágætis af-
þreying, skemmtigildið er mikið,
en það er eins og framleiðendurn-
ir hafi ekki alveg vitað á hvaða
markað þeir ætluðu að stefna
vörunni. í einn stað er myndin
grimmur og harðsoðinn þriller en
skiptir svo alveg yfir í hugljúfa
Ieikskólasögu með pínulitlu af ró-
mantík útí en þetta tvennt á eink-
ar erfitt með að samtvinnast í
Iögulega heild. Eina stundina er
hún eins og þijúsýning en hina
bönnuð innan 16 ára. Hasarinn
er ágætlega framkvæmdur en
stundum veltir maður því fyrir sér
hvað hann sé að gera þarna.
Skemmtilegur leikarahópur er
í myndinni. Carroll Baker mætir
hér á tjaldið eftir langt hlé og fer
sérlega vel með illúðlegt hlutverk
ömmu litla drengsins; Richard
Tyson er voldugur en eilítið geggj-
aður krimmi og Penelope Ann
Miller fer ágætlega með hlutverk
eiginkonunnar óttaslegnu.
Pakkningarnar eru allar mjög
snyrtilegar og því má ekki gleyma
að þótt skyndimatur sé bara
skyndimatur smakkast hann yfir
höfuð vel og er góður til síns
brúks.
Es. í grein minni um Flugna-
höfðingjann, Morgunblaðið 12.2.
nefndi ég rithöfundinn William
Golding ætíð Goldmann. Leiðrétt-
ist það hér með.
ROCKY KVEÐUR
Kvikmyridir
Sæbjöm Valdimarsson
Bíóhöllin Rocky V
Leikstjóri John G. Avildsen.
Handrit Sylvester Stallone og
John G. Avildsen. Tónlist Bill
Conti. Aðaileikendur Sylvester
Stallone, Talia Shire, Burt
Young, Sage Stallone, Tommy
Morrison. Bandarísk. United
Artists 1990.
Þá er komið að leiðarlokum
einnar kunnustu kvikmyndahetju
síðari ára. Mikið vatn hefur run-
nið til sjávar síðan Rocky leit
dagsins ljós fyrir hálfum öðrum
áratug. Sú ágæta mynd hlaut
geysivinsældir, fjallaði um sigur
smælingjans í hörðum heimi,
ameríska drauminn og varð til
þess að hann rættist einnig hjá
Stallone, höfundi myndarinnar.
Hann lagði allt í sölurnar til að
fá að fara með aðalhlutverkið í
kvikmyndagerð þessa hugarfóst-
urs síns og tókst það með harð-
fylgi. Árangurinn á síðum kvik-
myndasögunnar. Framhalds-
myndirnar urðu fjórar, hagnaður
bálksins nálgast einn milljarð —
dala, vel að merkja, eftirapanirnar
óteljandi.
Fyrsta myndin' ber höfuð og
herðar yfir fimmuna, sú næsta
átti fríska spretti og magnaðn
lókakafla. Sú þriðja er þessum
penna einkar minnisstæð, þar sem
hann sá myndina á rigningar-
morgni í New York ásamt spúsu
sinni og voru ein bleiknefja innan-
um skara óárennilegra blámanna
sem flestir höfðu reykt eitthvað
sterkara en filterlausar Camel ...
En til allrar guðs lukku héldu hin-
ir þeldökku, afrógreiddu sessu-
nautar flestir 'með „hinni stóru,
hvítu von“, en ekki því óárenni-
legá svaðamenni og kynbróður
sínum, Mr. T., sem var þó svo
sannarlega kraftmikill skratti.
Sú fjórða var slöpp gróðamynd
með ágætum þjálfunaratriðum,
yfírgengilegum lokabardaga í
Moskvu, og ekki bætti sænska
buffið Lundgren úr skák sem hinn
sovéski andstæðingur hnefaleik-
arans.
Frá upphafi hefur áhersla verið
lögð á að skapa goðsögn í kring-
um hetjuna Rocky, hann _hefur
jafnan átt að vera ímynd hins
hugprúða, drenglundaða baráttu-
manns sem á ekki til hugtakið
uppgjöf í sínu heilabúi. Ameríski
draumurinn holdi klæddur, sviðs-
ljósunum beint að einstaklingi
sem rífur sig upp úr vesöld og
volæði í reisn og ríkidæmi. Löng-
um látinn fara halloka gegn of-
stopamönnum utan hrings sem
innan, lungann úr myndinni, sam-
hliða því byggð sterk samkennd
með söguhetjunni og oftast hefur
kvikmyndagerðarmönnum tekist
að fylla saklausa áhorfendurna
heift og drápshug í garð andstæð-
ingsins. Fá adrenalínið til að
flæða.
En nú er búið að blóðmjólka
þessa slitseigu uppskrift, lopinn
tekinn að teygjast um of og aldur-
inn farinn að setja mark sitt á
garpinn. Jafn sára einfaldur efni-
viður býður tæpast uppá fram-
haldsmyndagerð og nr. fimm er
dapur lokapunktur á ferli hörku-
tóls sem lagði heiminn að fótum
sér. Myndin hefst er þeirri fjórðu
lýkur, við heimkomu Rockys eftir
bardagann í Moskvu. í ljós kemur
að karl er orðinn illa farinn eftir
öll kjaftshöggin í hringnum, heila-
skemmdir orðnar ískyggilega
áberandi í toppstykkinu. Læknar
segja að mál sé að linni. Einsog
það sé ekki nóg þá hefur kempan
verið prettuð uppúr skónum í f'jár-
málum og eftir svosem stundar-
ijórðung sýningartíma er hann
kominn aftur á botninn á bernsku-
slóðunum í sultarhverfum Philad-
elphiuborgar. Þar bankar uppá
ungur og efnilegur slagsmála-
maður og stýrir Rocky piltinum
til sigurs í hveiju einvfginu á eft-
ir öðru. En peningamenn sjá í
þessu von til að koma Rocky í
hringdansinn á ný.
Stallone tekur sig ósköp alvar-
lega og rembist — einsog sá einn
sem á feril sinn í rústum — að
vinna hjörtu áhorfenda. Blandar
í þeim tilgangi myndina með harla
aulalegum og væmnum fjöl-
skyldumálum. Þá er andstæðing-
urinn af slakara taginu, þó kom-
inn sé af Morrisonættleggnum
væna (sem m.a. taldi John nokk-
urn Wayne). Og drengstaulinn,
sonur hans, hefur greinilega erft
leikhæfileikana frá föðurnum.
Flokkast það seint undir hól. Upp-
fyllingarpersónurnar Shire og
Young hafa frekar versnað með
árunum, ef eitthvað er, og sjálfur
er Stallone orðinn trénaður í hlut-
verkinu. Kóreógrafía barsmíð-
anna er listileg að venju og atriði
úr fyrri myndunum notuð með
góðum árangri. Tónlist, átök og
spenna í ágætri samfellu í átaka-
atriðunum. Annað er það nú eigin-
lega ekki. Þó goðsögnin, milljóna-
hetjan Rocky/Stallone sé nú
greinilega orðin hetja gærdagsins,
kveð ég garpinn með örlítilli eftir-
sjá, yfir höfuð hefur hann verið
frísklegur félagi í heil fimmtán ár.