Morgunblaðið - 20.02.1991, Side 33
1
2&
33
iser HA.uaaa'í .os auoAau'Hivcmí qi
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991
NÝ VIÐHORF
Sjónvarpsefni frá gervihnöttum — breyting á reglugerðum
eftir Markús Á.
Einarsson
Óvænt og að mörgu leyti um-
deild reglugerðarbreyting varð-
andi íslenskan texta eða tal í bein-
um útsendingum sjónvarpsefnis
frá gervihnöttum hefur undan-
farnar vikur leitt til mikillar um-
fjöllunar í fjölmiðlum. Öllum er
ljóst að þessi breyting kom til
vegna útsendinga Stöðvar 2 á
fréttum CNN án þýðinga, en það
var brot á þágildandi reglugerð.
Ég mun hér á eftir fara nokkr-
um orðum um þær breytingar sem
gerðar voru. Þykja mér nýjar
málsgreinar framan og aftan við
þá málsgrein sem íjallar um þýð-
ingarskyldu ekki síst undarlegar.
Jafnframt hefur í blaðagreinum
komið fram túlkun á reglum um
leyfilega stærð kapalkerfa til við-
stöðulausrar dreifingar (beinna
útsendinga) efnis frá sjónvarps-
stöðvum sem ég tel vera miklu
strangari en útvarpslög gefa til-
efni til.
Regiugerðarbreytingin
Hinn 17. janúar sl. gaf mennta-
málaráðuneytið skyndilega út
breytingu á 6. gr. reglugerðar um
útvarp samkvæmt tímabundnum
leyfum. Sama efnislega breyting
var gerð á 25. gr. reglugerðar um
Ríkisútvarpið.
Grundvallarbreytingin er sú að
í stað þess, að kynning eða endur-
sögn þular skuli að jafnaði fýlgja
viðstöðulausri (beinni) dreifingu
frétta eða dagskrárefnis frá gervi-
hnöttum sem sýna atburði sem
gerast í sömu andrá, kemur nú
vægara orðalag.
Um fréttir eða fréttatengt efni,
sem sýnir að verulegu leyti at-
burði sem gerast í sömu andrá,
hljóðar það nú svo: „Við þær að-
stæður skal sjónvarpsstöð eftir því
sem kostur er láta fylgja endur-
sögn eða kynningu á íslensku á
þeim atburðum sem gerst hafa.“
Þetta þýðir í raun að slík dreifing
geti átt sér stað án tals eða texta.
Ég tel þessa breytingu bæði
vera raunhæfa og tímabæra sé
hún notuð á réttan hátt. Hafa ber
í huga að dreifing erlends sjón-
varpsefnis um geivihnetti og
möguleikar á móttöku þess hér á
landi er nú á því stigi að óraun-
hæft væri að reyna að koma í veg
fyrir slíkt. Það er þó alls ekki hlut-
verk Sjónvarpsins að annast slíka
dreifingu að staðaldri. Eigi hins
vegar miklir viðburðir sér stað
erlendis verður að teljá það sjálf-
sagða þjónustu við áhorfendur að
Sjónvarpið geti notfært sér beinar
útsendingar án kvaða sem gera
þær nær óframkvæmanlegar.
Þessi breyting hefur leitt til
mikilla umræðna, en efni tveggja
nýrra málsgreina virðast á hinn
bóginn ekki hafa vakið eins mikla
athygli. Af lauslegum lestri þeirra
má ráða að þeim sé ætlað að draga
úr óánægju málræktarmanna
vegna niðurfellingar ákvæða um
skilyrðislausar þýðingar. Ég tel
þær báðar vera meira eða minna
út í hött og gagnslausar. Skal ég
reyna að rökstyðja það hér á eftir.
Helmingur efnis íslenskur?
Fyrri málsgreinin hljóðar svo:
„Útvarpsstöðvar skulu stuðla að
aimennri menningarþróun og taka
þátt í því að treysta grundvöll
íslenskrar tungu. Skal stefnt að
því að hlutfall innlends efnis auk-
ist á ári hvei'ju frá því sem er við
setningu þessarar reglugerðar uns
a.m.k. helmingur alls efnis stöðv-
anna er íslenskt, sem útvarps-
stöðvar framleiða sjálfar eða
kaupa af innlendum framleiðend-
um.“
Rétt er að vekja athygli á því
að þessi nýja málsgrein á jafnt við
um allar hljóðvarps- og sjónvarps-
stöðvar sem leyfi fá til reksturs.
Ymsar spurningar vakna um það
hvort efni hennar getur staðist:
Hvernig á að skilgreina innlent
efni? Hvað um erlenda tónlist mik-
inn hluta útsendingartíma? Hvað
um stofnun sjónvarpsfyrirtækja
eða kapalstöðva sem fýrst og
fremst byðu upp á kvikmyndir og
afþreyingarefni sem þá yrði eink-
um erlent? Fengju slíkar stöðvar
ekki útvarpsleyfi?
Sú spurning er mér þó ekki síst
í huga við lestur þessarar nýju
málsgreinar hver réttur mennta-
málaráðherra er til að ákveða að
hlutur innlends efnis útvarps-
stöðva skuli verða helmingur alls
dagskrárefnis, þegar ekki er unnt
að finna neitt ákvæði um slíkt í
útvarpslögum.
Það þarf heldur varla að minna
á það, að þótt það sé vissulega
skylda og vilji Ríkisútvarpsins að
stuðla að því að hlutur innlends
efnis sé mikill og myndarlegur,
verður það varla gert á fullnægj-
andi hátt þegar tekjustofnar þess
eru skertir ár eftir ár.
Eftirlit með innlendu efni —
tvískinnungur
Samkvæmt seinni nýju máls-
greininni skulu handhafar út-
varpsleyfa gera útvarpsréttar-
nefnd og íslenskri málnefnd grein
fyrir þróun innlends dagskrárefn-
is. Ríkisútvarpið láti málnefndinni
í té greinargerð af svipuðum toga.
Málnefnd skal svo gera mennta-
málaráðuneytinu grein fyrir niður-
stöðum sínum með skýrslu um
íslenskt mál í fjölmiðlum þeim sem
starfa eftir útvarpslögum. Skýrsl-
an birtist einu sinni á ári, í febrúar-
mánuði.
í Kastljósi Sjónvarps 1. febrúar
sl. sagði menntamálaráðherra að
þama væri um aðhald að ræða.
Ekki er þó í reglugerð einu orði
minnst á hver sé tilgangurinn og
því síður hvað gera skuli reynist
hlutur hins innlenda efnis bágbor-
innsamkvæmt nefndum skýrslum.
Á sama tíma og menntamála-
ráðuneytið leyfir sér að setja á
blað stefnu í þá átt að hlutur inn-
lenda efnisins verði helmingur alls
efnis, er haldið áfram að bijóta
útvarpslög á þann hátt að skera
einn af tekjustofnum Ríkisút-
varpsins niður til fullnustu, strika
hann út. Er hér um að ræða að-
flutningsgjöld af hljóðvarps- og
sjónvarpstækjum sem leggja ætti
í framkvæmdasjóð til endurnýjun-
ar og viðhalds dreifikerfis og
tækjabúnaðar. Fjármunir sem
annars hefðu verið notaðir til inn-
lendrar dagskrárgerðar hafa því
verið nýttir til viðhalds og tækja.
Allt frá skýringum við frumvarp
til útvarpslaga á sínum tíma til
ályktunar útvarpsráðs fyrir nokkr-
um vikum hefur oft verið vakin
athygli á nauðsyn þess að byggja
upp dreifikerfi Ríkisútvarpsins og
★ Pitney Bowes
Frlmerkjavélar og stlmpilvélar
Vélar til póstpökkunar o. fl.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 ■ 105 Reykjavik
Simar 624631 / 624699
ekki síst bent á brýna þörf á bygg-
ingu langbylgjustöðvar í stað
Vatnsendastöðvar. Það hefur nú
sýnt sig að hrun masturs og þar
með alvarlega skerðingu á örygg-
isþjónustu Ríkisútvarpsins virtist
þurfa til að nú verði farið að lög-
um.
Ég tel þessa málsgrein sem nú
hefur verið skotið inn- í reglugerð
vera tvískinnung í meira lagi.
Væri ekki fremur ráðlegt að lauma
inn nýrri grein í reglugerð Ríkisút-
varpsins, þar sem ríkisbókhaldi
væri falið að fylgjast með því hvort
stjórnvöld standa við lögbundna
tekjustofna?
Viðstöðulausa dreifingu
sjónvarpsefnis þarf ekki að
takmarka við 36 íbúðir
Að undanförnu hefur komið
fram i nokkram greinum að vegna
ákvæða í reglugerð um útvarp
samkvæmt tímabundnum leyfum
verði dreifikerfi erlendrar dag-
skrár frá gervihnöttum að tak-
markast við 36 íbúða kapalkerfi.
Ég er þeirrar skoðunar að út-
varpslög gefi fyllilega tilefni til
breytingar reglugerðar þar sem
slík takmörkun verði felld niður.
Skal reynt að rökstyðja það.
í 5. gr. útvarpslaga er fjallað
um útvarp um þráð (kapalkerfi).
Upphafsmálsgrein og 1. og 2. tölu-
liður hljóða svo:
„Fyrir útvarp um þráð gilda
eftirtaldar reglur sérstaklega, sbr.
þó skilyrði í 3. grein:
1. Leyfi til útvarps um þráð er
háð þvi að sveitarstjómir heimili
lagningu þráðar um lönd sín.
2. Lagning og not þráðar í því
skyni eingöngu að dreifa viðstöðu-
laust útvarpsefni útvarpsstöðva
óbreyttu er aðeins háð skilyrðum
1. töluliðar þessarar greinar. Sam-
gönguráðuneytið skal setja regiur
um gerð og notkun slíkra kerfa
og eftirlit með þeim. Áskilja má
að notkun þessara kerfa sé háð
leyfí Póst- og símamálastofnun-
ar.“
Tekið skal fram að útvarp á hér
bæði við um hljóðvarp og sjónvarp.
Eitt af meginatriðum 5. gr. út-
varpslaga er því, að aðili sem að-
eins dreifir viðstöðulaust óbreyttu
efni, t.d. sjónvarpsefni frá gervi-
hnöttum, sé aðeins háður því skil-
yrði að fá leyfi til lagningar kapals
Markús Á. Einarsson
„Á sama tíma og >
menntamálaráðuneytið
leyfir sér að setja á blað
stefnu í þá átt að hlutur
innlenda efnisins verði
helmingur alls efnis, er
haldið áfram að brjóta
útvarpslög á þann hátt
að skera einn af tekju-
stofnum Ríkisútvarps-
ins niður til fullnustu,
strika hann út.“
og fara að reglum samgönguráðu-
neytis og Pósts og síma.
Vakin skal athygli á skýringum
við 5. gr. framvarps til útvarpslaga
á sínum tíma, þar sem einmitt er
Qallað um þetta atriði.
Það fer að mínu mati vart milli
mála að nýta megi kapalkerfi til
viðstöðulausrar dreifingar sjón-
varpsdagskráa um gervihnetti án
takmarkana reglugerðar varðandi
íslenskt tal og texta og án 36 íbúða
takmarkana. Annað gildir um
móttöku efnis um gervihnött sem
ekki er dreift viðstöðulaust sbr.
6. gr. útvarpslaga.
Framtíðarhorfur
Það er skoðun mín að heppileg
og likleg þróun mála varðandi við-
stöðulausa dreifingu sjónvarpsefn-
is frá gervihnöttum verði sem hér
segir:
1. Raunhæft verður að teljast að
leyfa við ákveðnar aðstæður við-
stöðulausa dreifingu erlends sjón-
varpsefnis frá gervihnöttum án
skyldu um íslenskt tal eða texta.
Að þessu leyti er ég sammála^
breytingu reglugerðanna tveggja.
2. Það er ekki hlutverk Ríkisút-
varpsins að gerast almennur dreif-
ingaraðili efnis frá gervihnöttum.
Enda yrði frá útvarpsstöðvum að-
eins um útsendingu einnar valinn-
ar dagskrár að ræða, en ekki val
áhorfenda á milli fjölda stöðva.
Það er hinsvegar Sjónvarpinu mik-
ilvægt að geta gripið til beinna
útsendinga frá erlendum sjón-
varpsstöðvum, þegar óvenju frétt-
næmir eða áhugaverðir viðburðir
eiga sér stað. ^
3. Almenn dreifing sjónvarps-'
efnis frá gervihnöttum fer vænt-
anlega fyrst og fremst fram um
kapalkerfi, en þó að hluta um
móttökudiska einstakra íbúða.
Ástæðulaust er að stærð kapal-
kerfa sem eingöngu sjá um við-
stöðulausa dreifingu á efni sjón-
varpsstöðva sé takmörkuð við 36
íbúðir. Breyting á orðalagi í reglu-
gerð ætti að nægja.
4. Almenn dagskrá Sjónvarps-
verður að sjálfsögðu áfram með
íslensku tali eða textum. íslensk
tunga stendur að mínu mati
traustum fótum og hefur marg-
sannað að hún stenst ásókn er-
lendra tungumála. Má þar sem
dæmi nefna erlendar útvarps-
stöðvar fyrr og síðar, yfírgnæfandi
erlenda texta léttrar tónlistar svo
og mikla notkun erlendra rita á
ýmsum sviðum. Eftir nokkurra
vikna dreifingu á fréttum CNN
og SKYNEWS er ég sannfærður
um að sú síbylja mun ekki skaða
íslenska tungu. Að mínu mati bar
þær sendingar að með óheppileg-
um hætti og er nú þegar tíma-
bært að fella SKYNEWS-fréttir^
niður með mestu, nema stórvið-
burðir eigi sér stað.
5. Efling innlendrar dagskrár
og kvikmyndagerðar mun án
nokkurs vafa styrkja tungumál
okkar framar öllu öðra sem varðar
rekstur íslensks sjónvarps.
Höfundur er varaformaður
útvarpsráðs. Hann var formaður
útvarpslagnnefndar 1981—1982.
Kœrar þakkir til þeirra, sem glöddu mig d
nírœöisafmœli mínu þann 14. febrúar með
heillaóskum, heimsóknum og gjöfum.
Gestur Hannesson,
Jöldugrófló.
BILLIARDBORÐ
BillÍQfdborð með kjuðum, kúlum, stigatöflu, þrihyrningi og krít.
Hentugt i stofuna, kjollarann eða bílskúrinn.
20%
KYHNINGARAFSLÁTTUR
2 fet
3 fet
4 fet
4 fet lux
5 fet
6 fet
7 fet
kr.
kr. IWGTT
kr. Jjm
kr. MÖTT
kr.UrWT
kr. a4-t00
kr.5&«TJ
Greiðslukort og
greiðslusamningar.
l/brslunin
Ármúla 40, sími 35320.
2.390
3.520
4.720
7.120
13.900
19.500
29.900