Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991 Langbylgju- séndir, fortíð eða framtíð? Hvers vegiia forvarnir? eftir GunnlaugH. Jónsson Rúm sextíu ár eru liðin síðan íslenska þjóðin réðst í það stórvirki *að reisa langbylgjustöð á Vatns- endahæð austan Reykjavíkur. Það var upþhafið að þeirri fjölmiðlabylt- ingu sem við nú upplifum. í áratugi var „Útvarp Reykjavík" (nú rás 1) eini ljósvakafjölmiðill ís- lendinga og mörg kvöld sátu lands- menn sem límdir við viðtækin og hlustuðu á upplestur á sögum eins og „Bör Börson“ eða á spennandi framhaldsleikrit, svo sem „Með kveðju frá Gregory“. En nú er öldin önnur. Landsmenn geta flestir valið úr einni eða fleiri FM-steríó-rásum, einni eða tveim sjónvarpsrásum og sumir hafa gervi- hnattamóttakara, sem tekur á móti tugum sjónvarpsrása. Fæstir hafa «4>eir hlustað á langbylgju á viðtækinu sínu svo árum skiptir. Raunar er vafamál að þeir eigi viðtæki með langbylgju. Síðustu tíu árin hef ég keypt stereó-viðtæki í bílinn, út- varpsvekjara í svefnherbergið, stereó-græjur í stofuna og lítið út- varp í eldhúsið, auk þeirra viðtækja sem börnin hafa eignast. Öll eiga þessi viðtæki það samgeiginlegt að það er engin langbylgja á þeim. Ég vaknaði því upp við vondan draum þegar ég uppgötvaði að helsta öryggistæki landsmanna, langbylgj- ''•sendirinn á Vatnsendahæð, sem hafði verið helsta skemmtun mín í æsku, var hrunið. Þá skildi ég að ég hafði stofnað mér og mínum í verulega hættu árum saman með því að kaupa ávallt viðtæki án lang- bylgju. Eina huggun mín er sú að í gamla bílnum er enn viðtæki með langbylgju. Sá bíll er hins vegar ávallt skilinn eftir heima því einu stöðvarnar sem hægt er að hlusta á í þeim bíl eru „gamla gufan“ og „kaninn“. Þegar Islendingar reistu lang- línusendinn á sínum tíma voru þeir að fjárfesta í framtíðinni, sendirinn hefur dugað í rúm sextíu ár, enda þótt mikilvægi hans fari ört minnk- auidi. Spurning dagsins er hvort 700-1.000 milljóna fjárfesting í nýj- um landbyigjusendi er fjárfesting í Gunnlaugur H. Jónsson „Áður en íslenska þjóð- in leggur fram 1.000 milljónir, eða sem sam- svarar milljón á hvert skip í flotanum, ættu íslendingar að staldra við og íhuga hvernig öryggi í fjarskiptum verður best tryggt næstu 60 árin.“ öryggistækni fortíðarinnar eða framtíðarinnar. Á þeimn 20 árum sem rætt hefur verið um að endurnýja langlínusend- inn hefur ijarskiptatækni breyst ótrúlega mikið hér á landi. í stað koparvíra á staurum og langbylgju- senda, sem fluttu lágtíðni rafsegul- bylgjur, hafa komið ljósleiðarar í jörðu og gervihnattasendar. Þessi nýja tækni bíður upp á margfalda flutningsgetu, sem öll nýrri viðtæki eru gerð til að nýta með steró-hljómi og/eða sjónvarpi. Það er skoðun mín að enda þótt enn megi finna fram- leiðéndur sem geta framleitt iang- bylgjusenda þá sé þess ekki langt að bíða að almenningur í landinu geti ekki hlustað á langbylgjuna vegna þess að viðtækin sem seld eru í heiminum í dag eru almennt ekki gerð fyrir langbylgju. Hvers virði er almannavarnakerfi sem almenn- ingur hlustar ekki á? I Dagblaðinu Vísi 6. febrúar var birt viðtal við skipstjóra á millilanda- skipi þar sem fram kom að eftir að langbylgjan datt út hafi stórbatnað skilyrði til þess að hlusta á veður- fregnir, sem sé nú útvarpað á stutt- bylgju. Bandaríkjamenn eru mjög áhuga- samir um öryggi og almannavarnir og búa í landi _sem er nær 100 sinn- um stærra en ísland. Þeir hafa valið að nota svo til eingöngu miðbylgju og FM-bylgju til útvarpssendinga, enda er vandfundið viðtæki í því landi sem hefur langbylgju. Áður en íslenska þjóðin leggur fram 1.000 milljónir, eða sem sam- svarar milljón á hvert skip í flotan- um, ættu Islendingar að staldra við og íhuga hvernig öryggi í fjarskipt- um verður best tryggt næstu 60 árin. (Þetta samsvarar 16.000 kr. á hveija vísitöluijölskyldu og má fá fyrir þann pening vandað stereó-við- tæki með FM-bylgju, miðbylgju og stuttbylgju, sem blaðamenn nota á ferðalögum til að hlusta á stutt- bylgjusendingar úr öllum heims- hornum.) Á næstunni verður lokið við að hringtengja ljósleiðara um landið. Þróun á sjálfvirku tilkynningakerfi fyrir skip er að ijúka. Næsta skref er að koma því upp hringinn í kring- um landið ef það er tæknilega og ijárhagslega hagkvæmt. Mörg skip hafa aðstöðu til að taka á móti upp- lýsingum, þar á meðal veðurkortum og GPS-staðsetningum frá gervi- hnöttum. Fyrir 1.000 milljónir má gera mikið í öryggismálum þjóðar- innar bæði til sjós og lands og til að styrkja ljósleiðara- og FM- og sjónvarpsdreifikerfið. Hægt væri að koma upp stuttbylgju- eða mið- bylgjusendi á hveiju landshorni (kannski í tengslum við radarstöðv- arnar.) I guðana bænum landar, ekki taka ákvörðun daginn eftir fall langlín- umasturs, sem enginn hefur nennt að halda við í 20 ár með þeim afleið- ingum að ein festing ryðgar í sundur niðri við jörð. Það má vera að alþing- ismenn hafi móral yfír því að hafa á undanförnum árum haft fé af ríkisútvarpinu, og vilji nú bæta úr fyrir kosningar. Hafi Alþingi nú úr digrum sjóðum að spila, skulum við nýta þá peninga í þágu framtíðarinn- ar, þannig að þeir komi að sem best- um notum, að bestu manna yfirsýn, næstu 60 árin. Leggjumst undir feld í þijá daga að minnsta kosti og tök- um ákvörðun að íhuguðu máli. Höfundur er eðlisfræðingur og rekstrnrhngfræðingur, stnrfnr hjn Háskóln Islands. eftir Lárus Ragnarsson Nú til dags er mjög farið að huga að svokölluðum forvörnum. Þær for- varnir sem ég hef mesta reynslu af eru vímuefnaforvarnir og forvarnir vegna áfengisneyslu. Einnig tengj- ast forvarnir vegna geðveilu og fleiri þátta í samfélagi okkar. Eftir að hafa starfað við löggæslu hátt á annan áratug verður mér hugsað til baka er ég var að heíja störf. Á þeim árum voru fáir valkost- ir sem við löggæslumenn höfðum þegar þann vanda bar að höndum ef einhver vildi leita sér aðstoðar með því að vilja eða þurfa að fara í meðferð vegna vímuefna-, áfengis- neyslu eða geðveilu. Ástand mála var þannig að mikl- um erfíðleikum var bundið að koma fólki undir læknishendur vegna geð- veilu og ég tala nú ekki um vímu- efna- eða áfengismeðferð. Sem betur fer hefur samfélagið búið betur að þessum hiutum í dag en áður. Þá finnst mér bera orðið á því að fræðslu um skaðsemi áfengis- og vímuefnaneyslu sé ekki sinnt sem skyldi. Því sú fræðsla er oftast gerð af mikilli fákunnáttu. Því sinnum við ekki þessari fræðslu eins og umferðarfræðslu ? Mín skoðun er sú að ekki sé minni þörf á að sinna forvarnarstarfi fyrir misnotkun áfengis og vímuefna. Hver á þá að sinna þessu starfi? Við eigum vissulega góðan bakhjarl þar sem SÁÁ er, en ég held að þeir komist ekki með góðu móti yfir að halda utan um þennan málaflokk allan. Við Kópavogsbúar erum svo heppnir að við eigum að góða félags- málastofnun með mjög hæfu fólki, sem tekist hefur að veita úrlausn flestum er þangað hafa leitað vegna áfengis- eða vímuefnavanda. En betur má ef duga skal. Skoðun mín er sú að ráða eigi sérstakan forvarnafulltrúa í öllum stærri kaupstöðum landsins. For- varnafulltrúinn á að vera aðili með reynslu af misnotkun áfengis eða vímuefna, og hafa verið óvímaður í nokkur ár. Eg geri mér grein fyrir ábyrgð þessa manns, sem ég tel að eigi að hafa yfirumsjón með öllu forvarnarstarfi í skólum og auk þess að vera til viðtals minnst tvisvar í viku, til aðstoðar og ráðgjafar fyrir þá sem eiga við vanda að etja eða koma til að leita ráða fyrir aðra, Lárus Ragnarsson „Skoðun mín er sú að ráða eigi sérstakan for- varnafulltrúa í öllum stærri kaupstöðum landsins.“ jafnvel foreldra eða systkini. Þessi forvarnarfulltrúi á að mínu mati einnig að geta komið til viðtals á lögreglustöðvar til aðstoðar lög- reglu og þeim er þangað leita um meðferðarúrræði. Þá á þessi aðili að vera bæjarbúum viðkomandi sveitar- félags til ráðgjafar og aðstoðar varð- andi meðferðarúrræði. Nú kann einhver að hugsa, er ekki verið að búa til nýja stofnun? Mín skoðun er sú að þetta megi aldr- ei verða stofnun og eingöngu í hönd- um eins manns, sem hefði sérstakan trúnað við meðferðarstofnanir og geðdeildir. Þessi aðili verður að starfa mjög sjálfstætt en í tengslum og með starfsaðstöðu á skrifstofum bæjarins. Kostnaður vegna starfsins á að greiðast af ríki og bæ. Skoðun mín er sú að fátt væri eins sparandi fyrir eitt bæjarfélag eins og ef draga mætti úr skemmd- arverkum og annarri óáran sem oft hlýst af völdum ofneyslu áfengis- og vímuefna. Höfundur er varðstjórií lögreglunni í Kópavogi. Júrópa eða Evropa? eftir Árna Böðvarsson Við íslendingar tökum þátt í margvíslegu samstarfi þjóða svo sem sjálfsagt er. Menning okkar opin fyrir erlendum áhrifum. Það er gott því að þá vegnar mönnum best þegar þeir læra af árangri og óforum annarra. Aðstaða okkar á stórri eyju þar sem hvassviðri eru mest á byggðu bóli gerir ásamt mörgu öðru þá kröfu til okkar að við vitum hver við erum og hvernig við viljum vera. Við viljum eflaust flest vera Islendingar og höldum raunar að það viljum við öll. Þáttur í því er að láta ekki tengsl- in við fortíðina rofna. í því sam- bandi ræður úrslitum hvort við skil- um niðjum okkar á 21. öld sömu tangu og við tókum í arf frá okkar forfeðrum, þannig að þeir geti fund- ið til skyldleika við gengnar kyn- slóðir á sama hátt og við. Engin kynslóð skilar þó móðurmálinu al- gerlega óbreyttu áfram til hinnar næstu, ekki einu sinni í staðnaðasta samfélagi. Umræðuefni manna eru sífellt að breytast, og tungumálin með. Þjóð sem leggur niður tungu sína og tekur upp aðra, getur meira að segja lifað góðu lífí í landi sínu þrátt fyrir það. Heil þjóð getur líka leyft sér að breyta því máli sem hún talar. Mannlegt mál sinnir allt- af þörfum samfélagsins hvernig sem það breytist — og ekkert tungumál er öðru æðra né göfugra. En þjóð sem gerbreytir tungu sinni heggur á þráðinn milli fortíðar og framtíðar. Sá þráður er ekki öllum þjóðum jafn mikiis virði, en hann verður trauðla spunninn á ný ef hann siitnar. Þetta má eins orða svo að varð- veisla og ræktun tungumáls sé ekki síður félagslegs eðlis en málfræði- legs. Þær kynslóðir sem leggja nið- ur mál forfeðra sinna eða breyta því svo mjög að það verður óþekkj- anlegt finna ekki neitt til þess að þær eigi örðugra en aðrir með að tala saman. Meira að segja er mál- far þeirra í tísku á hveijum tíma. Lítum aðeins á hvernig þetta gæti gerst og setjum svo að erlent stórþjóðarmál sé smám saman að ryðja tungu smáþjóðar úr vegi. Ein kynslóð Iærir þá stóra málið strax í bernsku og verður tvítyngd, en notar fremur móðurmálið dags dag- lega. Næsta kynslóð gengur skrefi lengra og notar bæði málin jafnt, en hin þriðja notar móðurmálið, Árni Böðvarsson „Eftir sitja ungir áhorf- endur með þann skiln- ing skýrari að enska sé sjálfsögð, jafnvel betri en íslenska, þegar eitt- hvað skemmtilegt er á seyði.“ mál smáþjóðarinnar, helst ekki nema innan fjölskyldunnar. Loka- skrefið er svo að tunga smáþjóðar- innar víkur með öllu fyrir hinni sterkari. Þessi hefur þróunin hvar- vetna orðið þar sem eitt tungumál hefur rutt öðru úr vegi. Hún gerist stundum jafnvel hraðar en hér hef- ur verið lýst. — Hér er gert ráð fyrir að um sé að ræða sókn eins erlends máls. Er annars ástæða til að vera að hugsa um þetta hér á landi? Er nokkur hætta á að íslensk tunga víki fyrir öðru máli? Vilja ekki allir veg hennar sem mestan? Jú óneit- anlega, að minnsta kosti í orði kveðnu, ef ekki þarf að reyna neitt á sig og breyta neinni venju sinni. En hvað segja verkin? Nú um helgina birtist skýrt dæmi verkanna, enska í stað íslensku á sviði þar sem áhrif á ungt fólk eru hvað mest, keppni um framlag ís- lendinga til söngvakeppni sjón- varpsstöðva. Keppnin hefur manna á meðal gengið undir erlendu heiti, Eurovision. Fyrri hluta þess þekkj- um við í heiti álfunnar Evrópu sem á ensku kallast Júróp (skrifað eftir íslenskum reglum, en Europe að enskum hætti). Sé erlenda heitið á keppninni notað, er því um tvær nafnmyndir að velja, Júróvisjón (enska) eða Evróvisjón (íslenska). Eitt tré er ekki allur skógurinn. Það skiptir ekki sköpum en samt nokkru máli fyrir íslenska tungu hvort heimsálfan verður áfram nefnd einu hefðbundnu íslensku heiti Evrópa 'eða hvort hún fær samhliða enska nafnmynd, Júrópa, í vitund uppvaxandi kynslóðar. Þess vegna er sjálfsagt að nota og breiða út íslenskaða mynd tökuorðsins, og segja þá Evróvisjón en ekki Júróvi- sjón. Þetta efni höfðar einkum til ungs fóiks, barna og unglinga, og málið á þessum vettvangi er einhver áhrifamesta kennsla í málnotkun sem til er. Skemmst er frá því að hér hjó sá er hlífa skyldi. í Ríkisút- varpinu var jafnan talað um Júróvi- sjón þegar sjónvarpað var frá at- höfninni og útvarpað á Rás 2. Fréttamenn notuðu að vísu form- lega heitið og töluðu um „söngva- keppni sjónvarpsstöðva“, eins og sjálfsagt var. En það er þýðing og í raun utan við efni þessa greinar- korns. Þetta tækifæri hefur orðið til þess að styrkja stöðu enskunnar gagnvart íslensku, .en það var ekki notað til að kenna unga fólkinu í hópi hlustenda að íslenska tökuorð á eðlilegan hátt. Eftir sitja ungir áhorfendur með þann skilning skýr- ari að enska sé sjálfsögð, jafnvel betri en íslenska, þegar eitthvað skemmtilegt er á seyði, og að út- lend orð eigi að bera fram eftir enskum reglum. Vildum við það? Höfundur er mdlfarsráðunautur Ríkisútvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.