Morgunblaðið - 20.02.1991, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991
37
Minning:
Kárastaðafjölskyld
an, Skagaströnd
Mig langar í þessari grein að
minnast móðurömmu minnar, Sig-
urbjargar Sigurbjörnsdóttur, og
tveggja sona hennar, Kára og Sig-
urbjörns, Kárastöðum, Skaga-
strönd.
Sigurbjörg var fædd á Akureyri
27. apríl 1872. Foreldrar hennar
voru Sigurbjörn Sveinsson trésmið-
ur og kona hans, Hólmfríður Jó-
hannesdóttir. Sigurbjörg ólst upp á
Akureyri en árið 1895 giftist hún
Kristjáni Kristjánssyni frá Knúts-
stöðum í Þingeyjarsýslu, f. 13. júlí
1855. Um móður Kristjáns, Maríu
Kristjánsdóttur, orti Guðmundur
Friðjónsson skáld hið merka kvæði,
Ekkjan við ána.
Sigurbjörg og Kristján bjuggu
fyrstu árin í Þingeyjarsýslu en alda-
mótaárið fluttu þau að Hofi á Skag-
aströnd. Bjuggu þau síðan á ýmsum
bæjum í Skagahreppi. Þau hjón
eignuðust 12 börn og voru sum af
þeim innan við fermingu þegar
Kristján féll frá 17. mars 1922. En
amma var trúuð og lét ekki bugast
þegar sorgin sótti hana heim. Hún
hélt hópnum saman eins og mögu-
legt var enda voru þá elstu bömin
komin á fullorðinsár.
Er ég hugsa um þessa fjölskyldu
leitar hugurinn til bernskuáranna á
Vindhæli þegar mamma fór með
okkur Stellu systur út að Álfhóli á
Skaga til að finna móður sína og
systkini. Þvílík tilhlökkun hjá litlum
stelpuhnátum og þeir yndislegu
dagar er við áttum þar hjá ömmu
og frændfólki gleymast aldrei.
Árið 1933 missti amma einn son
sinn, Karl, í sjóinn og urðu þá þau
umskipti hjá fjölskyldunni að hún
flutti inn í þorpið Skagaströnd. Þar
byggði amma ásamt Kára, f. 5.
desember 1914 og Sigurbirni, f. 28.
október 1906, hús er þau nefndu
Kárastaði og þar bjuggu þau lengst
af síðan. Þar var gott að koma,
hlýja og gestrisni, sama hvern að
garði bar.
Amma var greind, fróð og
skemmtileg kona. Hún var einnig
sérstök húsmóðir og það var alltaf
eitthvað gott til í búrinu hennar upp
í lítinn munn. Ég hændist snemma
að ömmu og frændum mínum, Kára
og Bjössa. Það má segja að Kára-
staðaheimilið hafi verið sem annað
heimili eftir að foreldrar mínir fluttu
árið 1935 frá Vindhæli og út að
Skagaströnd, slíkur var samgang-
urinn. Eins var það eftir að ég eign-
aðist mitt eigið heimili og eitthvað
var til hátíðarbrigða; skírn, ferming
eða afmæli, alltaf voru amma, Kári
og Bjössi, komin og tóku þátt í gleði
fjölskyldunnar, annað kom ekki til
greina.
Mikill gestagangur var á Kára-
Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir
stöðum alla tíð, bæði var það að
afkomendur afa og ömmu voru
margir en einnig var kunningjahóp-
urinn stór. Ætíð voru næg matföng
á borðum, sama hvenær barjð var
að dyrum. Ekki gleymdust heldur
börnin, bræðurnir voru alltaf tilbún-
ir að tala við þau og stytta þeim
stundir. Svo var líka til bíll o.fl. í
skúffu fyrir þau yngstu. Oft hitaði
amma súkkulaði og bakaði lumm-
ur, fannst þá sumum gott að sitja
í eldhúsinu og hlusta á hana segja
frá liðnum dögum.
Amma var sérstaklega þril'in
kona, sem vildi hafa allt í röð og
reglu, og tókst það. Hún lést 1.
janúar 1966.
Bjössi og Kári héldu áfram að
stunda búskap eftir að þeir fluttu
til Skagastrandar. Þeir hugsuðu vel
Kveðjuorð:
Pálína Eydal
Fædd 10. janúar 1909
Dáin 1. janúar 1991
Hún elsku Palla mín er dáin. Hún
fékk hægt andlát á nýársdag og
má segja að það hafi verið farsæl
lausn fyrir hana því hún hafði átt
við veikindi að stríða síðastliðin
fjögur ár auk þess sem hún missti
nær alveg sjón fyrir nokkrum árum.
Pálína eins og hún hét fullu nafni
var fæcjd að Búðum á Fáskrúðsfirði
10. janúar 1909. Foreldrar hennar
voru hjónin Guðný Magnúsdóttir
og Indriði Finnbogason bæði Aust-
firðingar.
Hún var gift Herði Eydal móður-
bróður mínum, sem lést árið 1976.
Synir þeirra eru Ingimar kennari
og hljómlistarmaður, giftur Ástu
Sigurðardóttur sjúkraliða. Finnur
tónlistarkennari, giftur Helenu Eyj-
ólfsdóttur söngkonu, og Gunnar
lögfræðingur, giftur Ásgerði Ragn-
arsdóttur kennara.
Pálína og Hörður áttu hlýlegt
heimili í Hlíðargötu 8 sem er ein
af eldri götum norðurbrekkunnar á
Akureyri þar sem húsin eru umvaf-
Fædd 7. maí 1911
Dáin 8. febrúar 1991
Nú þegar vinkona mín Marsibil
Bernharðsdóttir er látin leita ég að
orðum, en finn þó eigi það sem ég
vildi segja og væri minningu hennar
við hæfí.
Það er varla hægt að minnast á
Billu, eins og hún var alltaf kölluð,
nema að minnast á hann Hjalta líka,
því þau voru svo samhent.
Efst í huga mér er þakklæti fyr-
ir þá hlýju og elsku sem ég mætti
hjá þeim hjónum er ég svo oft kom
á heimili þeirra í Stóragerði 34, þar
mynduðust sterk tryggðarbönd sem
hafa haldist alla tíð, þótt leiðir
skildu er ég fluttist til Ákureyrar.
Billa og Hjalti eignuðust þijú
in tijágróðri. Margs er að minnast
úr Hlíðargötunni. Ég minnist jóla-
boðanna á jóladag þegar öll fjöl-
skyldan safnaðist saman og veitt
var af rausn og þó að húsakynnin
væru ekki stór virtist aldrei þröngt
um neinn. Einnig kemur upp í huga
minn sú minning þegar við Palla
sátum við borðið í eldhúsinu yfir
kaffibolla og spjölluðum um daginn
og veginn. Þá hafði hún ætíð frá
mörgu skemmtilegu að segja og var
oft með spaugsyrði á vörum því hún
hafði góða kímnigáfu.
Ótalin eru þau sumur sem ég og
fjölskylda mín dvöldumst með Pöllu,
Herði og fjölskyldu þeirra í sumar-
bústaðnum Bjarkalundi í Vagla-
skógi. Það voru yndislegir dagar
og þar nutu þau sín til fullnustu í
faðmi íjölskyldunnar. Palla var vin-
mörg og átti góða nágranna í Hlíð-
argötunni sem gýndu henni mikla
ræktarsemi, enda var hún þeirrar
gerðar að fólk laðaðist að henni.
Góðsemi, hlýleiki, jafnaðargeð, létt
lund og umhyggja fyrir öðrum var
hennar aðalsmerki. Með þessum
lyndiseinkennum vann hún hug og
börn: Þorstein, Kristján Óla og
Kristínu, sem var_ ein af mínum
bestu vinkonum. Á heimilinu var
einnig öldruð móðir Billu, Sigríður,
sem var rúmföst árum saman og
annaðist Billa hana af mikilli natni
eins og henni var lagið. Þetta var
mikið álag á Billu, því einnig var
mikill gestagangur á heimilinu, og
alltaf pláss fyrir einn í viðbót.
Fyrir einu og hálfu ári varð ijöl-
skyldan fyrir miklu áfalli þegar
einkadóttirin, Kristín, lést, því sam-
bandið milli hennar, foreldra hennar
og bræðra var mjög einlægt.
Nú er aftur komið að kveðju-
stund.
Kæri Hjalti, um leið og við kveðj-
um okkar góðu vinkonu sendum við
hjarta allra sem henni kynntust.
Palla gat dvalið á heimili sínu með
góðri hjálp tengdadætra sinna og
sona ásamt aðstoð frá heimahjúkr-
un og fleirum þar til fyrir hálfu
öðru ári að hún fluttist á hjúkruna-
rdeildina við Dvalarheimilið Hlíð.
Þar naut hún frábærrar umönnunar
hjúkrunarfólks þar til yfir lauk.
Með þessum kveðjuorðum vil ég
þakka Pöllu minni samfylgdina og
allt sem hún hefur verið mér í gegn-
um árin.
Blessuð veri minning hennar.
Þyri Guðbjörg Björnsdóttir
þér og fjölskyldunni dýpstu samúð-
arkveðjur.
Ragna
Marsibil Bernharðs-
dóttir - Kveðjuorð
Sigurbjörn Kristjánsson
um skepnur sínar og höfðu ánægju
af þeim, ekki síst hrossum. Einnig
stunduðu þeir sjóróðra suður á landi
eins og tíðkaðist áður fyrr en hér
heima unnu þeir í frystihúsi og við
smíðar. Þeir voru duglegir, ósér-
hlífnir og samviskusamir, sama að
hvaða verki þeir gengu.
Bræðurnir voru glaðsinna, höfðu
gaman af söng og tónlist, lásu mik-
ið og voru fróðir um marga hluti.
Kemur þá upp í huga minn síðasta
samverustundin á Kárastöðum með
frændfólki og vinum; lagið tekið og
sungið, spilað fram á nótt og borð
hlaðin veisluföngum. Það var eftir-
minnileg kvöldstund.
Sigurbjörn og Kári kvæntust
ekki né eignuðust börn en á Kára-
stöðum var alltaf mikið af börnum
og unglingum um lengri eða
skemmri tíma. Þar ólust m.a. upp
tvö barnabörn Sigurbjargar enda
var Kárastaðafjölskyldan ávallt til-
búin að hlúa að þeim er þess þurftu
með en sá eiginleiki sýnir best þann
innri mann sem hún hafði að
geyma.
Árið 1960 kom að Kárastöðum
sem ráðskona, Jónína Valdimars-
dóttir frá Blönduósi með litla dóttur
sína, er þar ólst svo upp til fullorð-
insára. Ámma var þá hætt að geta
séð um heimilisstörfin vegna ald-
urs. Jónína hugsaði vel um heimilið
og lét sér mjög annt um það og
áfram hélst sama hlýjan og gest-
risnin.
Fyrir liðlega tveimur árum fluttu
svo bræðurnir og Jonína inn í dval-
arheimilið Sæborg hér í bæ þar sem
þeir nutu góðarar umönnunar. Þeir
voru orðnir aldraðir og heilsan farin
að gefa sig. Sigurbjörn lést 10. sept-
ember 1989 og Kári 11. desember
1990.
Allt tekur enda. Nú er Kárastað-
afjölskyldan horfin og söknuður hjá
okkur sem áttum svo góðar stundir
með henni. En einnig býr þakklæti
í hjörtum okkar til þessarar góðu
fjölskyldu sem gaf okkur svo mikið
og við fengum að vera svo lengi
samvistum við.
Guð blessi minningu þeirra allra.
Soffía S. Lárusdóttir,
Skagaströnd.
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
IDNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI
Skólanofnd lónakólans I HafnarfiriM haldur oplnn
fund flmmtudagtnn 21.02. Id. 20.30. Fundurinn
voróur að Raykfcvfkurvagl 74 og ar opinn OUum ar
hafa ðhuga ð fntfialumðlunn lðn-, fog og ttknknennta.
TAEKWOIM - DO
sjálfsvarnarílirótt
★ 1. Eykur sjálfstraust
★ 2. Eykur sjálfsaga
★ 3. Sjálfsvörn
★ 4. Líkamlegur sveigjanleiki
★ 5. Fyrir bæði kynin
★ 6. Sálfræðilegt jafnvægi
Æfingatímar:
Laugardaga kl. 14.30
Miðvikudaga kl. 19.00
Fimmtudaga kl. 19.00
Æfingar fara fram í íþróttahúsi ÍR, Túngötu v/Landakot.
Þjálfari Michael Jorgensen 3. dan.
Upplýsingar gefur Kolbeinn, sími 15202.