Morgunblaðið - 20.02.1991, Síða 39

Morgunblaðið - 20.02.1991, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991 39 Minning: Jórunn Guðmunds dóttir saumakona Fædd 9. nóvember 1902 Dáin 30. janúar 1991 Jórunn var dóttir Guðmundar Pét- urssonar, Pálssonar frá Ytri-Kotum í Blönduhlíð og Solveigar Jónsdóttur, Sigurðssonar frá Göngustöðum í Svarfaðardal. Solveig átti einn son frá fyrra hjónabandi, Jón Ferdin- andsson, en börn þeirra Guðmundar voru 5, þau Kristín, Helga, Jórunn, Páll og Kristrún. Öll eru þau látin nú. Guðmundur og Solveig bjuggu lengst í Smiðsgerði í Kolbeinsdal, en á fleiri bæjum í Skagafirði. Jórunn var fædd í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð. Þar eru klappir nokkrar ofan túnsins, sem urðu nánast að undraveröld í leik'barnanna á bæn- um. Alla tíð var kært með þeim systkinum og héldu þau tryggð, þótt leiðir skildi. Ung að árum hélt Jórunn til Reykjavíkur og lærði að sauma hjá dönskum klæðskera, sem Rydelsberg hét og þótti ekki af verri endanum. Þar var þá ævistarfið í sjónmáli. Jórunn ílentist ekki sunnanlands, norður vildi hún og varð Akureyri fyrir valinu. Þar bjó hún til æviloka. Hún var almennt þekkt sem Jór- unn saumakona. Það var hún af guðs náð. Hún lagði alla alúð sína og sál í að vanda handbragðið sem mest og þótti aldrei um of. Hún kunni ekki að hespa af verkunum, þótt tími væri naumur. Því átti hún oft langan vinnudag við saumaborðið sitt. Tolstoy heldur því fram, að sköp- unargleðin sé hin æðsta gleði. Með það í huga hefur Jórunn uppskorið ríkulega. Jórunn átti eina dóttur, Guðrúnu Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, sem bú- sett er í Reykjavík. Hennar börn eru Guðmundur, Kristinn (dó ungur), og Guðrún. Guðmundur var alinn upp hjá ömmu sinni og stolt hennar og gleði alla tíð. Hann er lærður raf- magnsverkfræðingur frá Þýskalandi. Jórunn var ættrækin og trygg og lét sér annt um að halda tengslum við ættmenni sín, þótt í fjarlægð væru. Þess snaut ég sem afdala barn í Skagafirði, en hún var móðursystir mín. Mér er enn í fersku minni send- ing, sem ég fékk frá henni í þá daga. Hafði sú að geyma alls kyns pjötlur og dýrindis efnisbúta. Ég þorði varla að snerta þetta, hvað þá meira. Þetta var mér sem fjársjóður. I ljósi þessara minninga sé ég Jórunni enn í dag. Mér fannst hún vera eins konar ævintýraprinsessa, fjarlæg, eilítið köld á yfirborði, en undir bjó allt önnur kona, sem viidi gefa og gleðja. Ekki lét hún uppi hug sinn og aldrei heyrðist hún kvarta, þótt ærið gust- aði um hana stundum. Hún var fal- leg kona með reisn í fasi, vel klædd og gekk bein í baki. Jórunn unni mjög sinni heima- byggð eins og títt er um þá, sem alast upp við kröpp kjör, en hverfa síðan á braut. Þá þokar allt, sem andstætt var og lífsskeiðið litast bláma fjarlægðar. Ég sé hana sem barn að leik á klöppunum góðu hjá litla bænum í Skagafirði. Hafa ekki draumar henn- ar um fagra veröld verið næst því að rætast þar? Jórunn fór á Dvalarheimilið Skjaldarvík, þegar þrek hennar þvarr, þar var hún nokkur ár, nær heimi horfin, þó enn bein í baki. Hún var fagurkeri allt til enda og neitaði að klæðast flíkum nema úr góðum efnum væru. Ekki mátti gleyma hreingerningum annað slagið. Síð- asta krafa hennar til lífsgæða var hreint og fallegt umhverfi. Hinsta ósk mín til frænku, minnar, er að hún finni fegurðina, sem var svo rík í huga hennar. Hallfríður Kolbeinsdóttir Mig langar að minnast móður- systur minnar, Jórunnar, með nokkrum orðum, svo nátengd hefur hún verið mér frá barnæsku. Móðir mín, Helga og hún, voru mjög sam- Helga Illugadóttir Laugalandi - Minning Fædd 7. október 1901 Dáin 26. janúar 1991 Dauðinn er alltaf óvelkominn, sár og bitur, þegar hann ber að dyrum, jafnvel þó maður hafi vitað að hvetju fór. Nú er hún Helga mín öll, en kynni okkar voru búin að standa í rúm 40 ár. Mér er sérstak- lega minnisstætt, þega.r við krakk- arnir frá Stað og Arbæ fórum labb- andi inn að Laugalandi á sunnudög- um til þess að fá að fara þar í sund- laugina. Þegar búið var að busla í lauginni heillengi, beið alltaf hlaðið borð hjá Helgu. Þó eru það ekki veitingarnar sem slíkar, sem ég minnist nú í dag, 40 árum síðar, heldur hið hlýja og einlæga viðmót hennar Helgu og sú gleði, sem allt- af ríkti þá í stofunni á Laugalandi. Tíminn leið og alltaf hélst gott samband við þau á Laugalandi. Haustið 1974 fóru Helga og Theó- dór til Reykjavíkur og settust að hjá Guðmundi syni sínum, en um vorið fóru þau vestur að Lauga- landi og voru þar fram á haust. Þau héldu þeim sið, þar til Theódór lést árið 1978. Helga hélt þó áfram að fara vestur að Laugalandi á hverju sumri og var þar oftast eins og síð- ast nú í sumar. Sumardvölin á Laugalandi varð nú styttri en áður, því að hún var búin að taka sjúk- dóm, er leiddi til þeirrar ferðar, er ekki verður umflúin. Samtals dvaldi Helga á Lauga- landi í 50 sumur. Sá staður var henni mjög kær, því að Helga var mikið náttúrubarn og átti þar víða spor um landareignina. Það var vorið 1940 sem þau Helga og Theó- dór fluttu vestur að Laugalandi. Þá nokkru áður hafði Helga farið til spákonu, sem sagði að hún ætti mikið ferðalag fyrir höndum út á land. Þar myndi hún setjast að á stað, þar sem væri lítið undirlendi, en hjá fjallshlíð og klettar fyrir of- an. Bærinn stæði á bakka við stórt vatn eða fjörð, og þar myndi hún dvelja lengi. Kunnugum þykir þessi lýsing á Laugalandi býsna nákvæm, og þar dvaldi hún, eins og framar segir, í 50 sumur. Síðustu 16 árin dvaldi Helga hér í Reykjavík hjá Guðmundi syni sín- um, en við Guðmundur höfum hald- ið við kunningsskap okkar síðan við vorum krakkar. Á þeim árum, er ég var bóndi í Mýrartungu í Reyk- hólasveit og þurfti eins og gengur stundum að skreppa til Reykjavík- ur, dvaldi ég gjarnan hjá þeim Guð- mundi og Helgu. Hjá þeim var ákaf- lega gott að vera, og Helga tók mér nánast eins og týndum syni og dekraði við mig á allan hátt. Það vil ég nú, þó seint sé, þakka fyrir. Ég og fjölskylda mín vottum börnum Helgu og öðrum ættingjum innilega samúð. Jón Snæbjörnsson frá Stað Kveðjuorð: Gottskálk Þ. Gíslason húsgagnasmíðameistarí Fæddur 25. desember 1912 Dáinn 12. febrúar 1991 Ef nokkur maður, sem ég hefi þekkt, verðskuldar að vera kallaður listasmiður, hefur það verið hann Gottskálk. Það veit ég líka að allir, sem séð hafa og kynnst handar- verkum hans geta tekið undir. Þeg- ar saman fer vandvirkni, hagleikur og fágæt samviskusemi, verður ár- angurinn í samræmi við það. Hann var líka maður þeirrar kynslóðar, sem nú er að hverfa af sjónarsvið- inu og ólst upp við annað verðmæta- mat en nú hefur Iengi gilt, þar sem nýtni og samviskusemi ásamt með vönduðum vinnubrögðum var í heiðri höfð. Heiða og Gottskálk. Svo lengi sem ég man hafa þessi tvö nöfn verið samtvinnuð. Á bernskuheimili mínu var tæplega svo minnst á annað þeirra að hitt væri ekki nefnt líka. Með þeim systrum, móður minni heitinni og Þórheiði Sigþórs- dóttur, sem nú syrgir Gottskálk, eiginmann sinn, var alla tíð afar kært og þegar farið var til Reykja- víkur í þann tíð var dvalið hjá þeim og þegar þau komu vestur í Ólafs- vík var hátíð. Þau voru engar háv- aðamanneskjur, öðru nær, lítillæti og yfirlætisleysi og umfram allt til- litssemi held ég hafi alla tíð ein- kennt alla þeirra framgöngu. Heiða og Gottskálk. Tryggðin náði alla leið. 1 veikindum eiginmanns síns að undanförnu hefur Heiða í bók- staflegri merkingu borið hana á höndum sér. Það var staðið meðan stætt var og í raun lengur. Um það voru ekki höfð nein orð og allt í kyrrþey unnið. Sá stíll hefur alla tíð einkennt þetta fágaða heimili. Ég og fjölskylda mín vottum Þórheiði, Bergþóru og Júlíönu, okk- ar innilegustu samúð. Jarðarför Gottskálks fer fram í dag kl. 13.30 frá Fríkirkjunni. Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson rýndar alla tíð og mikill samgangur á milli heimili þeirra. Eitt var fastur liður,. Jórunn og Ingibjörg dóttir hennar voru öll jól á heimili for- eldra minna og seinna bættist við dóttursonur hennar, Guðmundur Pétursson, sem hún ól upp, og var yndi og augasteinn ömmu sinnar, og við systur litum á sem litla bróð- ur okkar. Eftir að foreldrar mfnir fóru að vera hjá mér á mínu heim- ili á jólum og á öðrum tímamótum var Jórunn jafn sjálfsögð, þá orðin ein. Jórunn var saumakona alla tíð, og var alveg sérstaklega vandvirk kona og hafði unun af að skapa fallegar flíkur. Einnig hélt hún mörg saumanámskeið um dagana og margri konunni hefur hún kennt fyrstu handtökin við sauma. Ég var einn vetur hjá henni sem barn, og man ég enn hvað mér fannst gam- an að vera með henni innanum öll fallegu efnin sem hún var að sauma úr. Frænka mín var mikil blómakona og hafði mikið yndi af að fást við græðlinga, en rósir voru hennar uppáhaldsblóm og voru iðulega allir gluggar hjá henni fullir af ilmandi rósum. Jórunn var mjög fínleg og lagleg kona og hugsaði vel um að vera vel til fara, sérstaklegan metnað lagði hún í að vera fín um hárið. Margar ferðirnar fór ég og setti í hana rúllur, sfðan var sest niður og drukkið kaffi og spjallað um líf- ið og tilveruna og gjarnan skoðuð móðinsblöð. Glæsileg var frænka mín þegar hún var búin að klæða sig upp í íslenska búninginn sinn.^ Gaman var að fylgjast með þegar hún átti von á Guðmundi sínum í heimsókn,' ekkert var of gott og allt þurfti að gera hreint og pússa. Ekki minnkaði gleðin eftir að Guð- mundur giftist og eignaðist börn, en hann er giftur Rögnu Kemp og eiga þau tvö börn Teit og Katrínu, sem voru langömmu þeirra afar kær. Ekki gerði hún víðreist um dag- ana, vildi helst vera heima innanum blómin sín og efnin. Eftir að heilsan bilaði og hún gat ekki lengur unnið við saumaskap fór hún á Dvalarheimilið Skjaldar- vík, þar sem hún var í nokkur ár. Síðustu mánuði var hún á sjúkra- deild Dvalarheimilis Hlíðar, þrotin af kröftum og andaðist þar miðviku- daginn 30. janúar. Margt er það, og margt er það sem minningamar vekur og þær era það eina sem enginn frá mér tekur. (D. St.) Hafi frænka mín kæra þökk fyrir allt. Sólveig Kristjánsdóttir t Innilegar þakklr fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, LOVÍSU MARGRÉTAR EYÞÓRSDÓTTUR. Jóhannes H. Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SVEINS ÁGÚSTSSONAR frá Ásum. Guð blessi ykkur öll. Ingunn Sveinsdóttir, Kristín Sveinsdóttir, Sigrún Sveinsdóttir, Stefania Ágústsdóttir, Þorvaldur Ágústsson og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, VERNHARÐS SVEINSSONAR fyrrverandi mjólkursamlagsstjóra, Laugargötu 2, Akureyri. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, María Sveinlaugsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS SIGURÐSSONAR frá Vestur-Holtum, V-Eyjafjöllum, Kóngsbakka 14, Reykjavík. Einar Jónsson, Halldóra Halldórsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Lárus Ágústsson, Kristinn Björnsson, Guðríður Indriðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, JÓHANNS BRIEM listmálara. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks heimahjúkrunar og öldrun- ardeildar Landspítalans, Hátúni 10B. Elín Briem, Katrín Briem, Hugi Ármannsson, Ólöf Briem, Kári Petersen, Brynhildur Briem, Ólafur Briem, Hugi Baldvin Hugason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.