Morgunblaðið - 20.02.1991, Page 44
-44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1991
„Lc&tu m'g fvL /Citra af Inucrjum Lit ?
;PATENTl
HÖGNI HREKKVÍSI
s
L E/K TÍAWBn- /O k BNDA ?"
KR-snobb íþróttafréttaritara?
Til Velvakanda.
Ég get nú ekki orða bundist yfir
því sem ég vil leyfa mér að kalla
KR-snobb íþróttafréttaritara Morg-
unblaðsins. Og vil ég benda á eitt
gott dæmi, það er úr körfubolta:
í smáklausu í Mogganum 5. febr-
úar sl. stendur KR heima gegn UBK
í bikarnum. En eins og allir vita er
mikið misræmi milli þessara tveggja
liða, KR er í úrvalsdeild en UBK í
1. deild. Svo kemur í smáu letri fyr-
ir neðan að Grindavík og Njarðvík
mætast deginum áður eða þann 12.
febrúar. Þetta finnst mér og reyndar
fleirum Suðurnesjamönnum vera
KR-SNOBB. Það er nú reyndar svo
að ef KR er að spila þá eru það allt-
af tilefni til meiri skrifa um körfu-
knattleik en þegar minni félögin eru
að spila. En strákarnir í minni félög-
unum vinna alveg jafn mikið fyrir
sínum leikjum og KR. Svo er það
líka vitað mál að hvergi á landinu
er spilaður jafn mikill og góður
körfubolti og á Suðurnesjum.
Keflavík og Njarðvík eru á toppnum
í báðum riðlum. Þó að þessi lið séu
kannski ekki jafn stór og KR þá
hafa þau örugglega meiri áhorfanda-
hóp en öll önnur lið á landinu.
Mér var því sem lesanda misboðið
með þessum fréttaflutningi.' Mín
skoðun er sú að þarna hefði átt að
standa Grindavík heima gegn
Njarðvík. Því að þetta er stórleikur-
inn í átta liða úrslitum en ekki KR
og UBK, og veit ég að mikill spenn-
ingur er í Suðurnesjamönnum vegna
þessa leiks.
Þetta er nú bara mín skoðun og
langaði mig að koma henni á fram-
færi. Áfram körfubolti á Suðurnesj-
um.
Fjóla Sigurðardóttir
*
Akvörðun
um atkvæði
Til Velvakanda!
Ég varð hátfundrandi þegar ein
af fulltrúum Kvennalistans tók að
benda þeim aðilum sem fara með
dómsmálin á neikvæðar starfsreglur.
Ef hún hefur ekki önnur málefni
fram að færa óg þar sem Kvennalist-
inn hefur í raun frekar lítið gert í
stjórnmálalífinu get ég ekki séð,
hvaða sérstakt tilefni er ti! að kjósa
listann.
Mér finnst galli á lista Alþýðu-
flokksins í Reykjavík, að einn úr röð-
um Alþýðubandalagsins skipar þar
þriðja sætið. Ég tel, að hann hefði
gert rétt í því að vera áfram á fram-
boðslista Alþýðubandalagsins.
Þar sem ég er staddur í neðsta
þrepi þjóðfélagsstigans hef ég ekki
efnislega ástæðu til að deila mikið á
aðra. Aftur á móti tel ég það alls
ekki fljótfærnislega ákvörðun að
kjósa með Sjálfstæðisflokknum hér
í Reykjavík í næstu alþingiskosning-
um.
Þorgeir Kr. Magnússon
Sjómenn: Á neyðarstund er ekki tími til lesninga. Kynnið
ykkur því í tíma hvar neyðarmerki og björgunartæki
eru geymd. Lærið meðferð þeirra.
Víkveiji skrifar
Víkveija hefur borist eftirfar-
andi bréf frá Jóni Ásgeiri Sig
urðssyni, fréttarritara hljóðvarps
ríkisins í Bandaríkjunum:
„Viðvíkjandi Vikverjaskrifum 23.
janúar 1991:
„Því miður er enn sá ljóður á
mörgum fréttariturum hljóðvarps
ríkisins í útlöndum, að þeir ráða
ekki við skoðanir sínar, þegar þeir
ætla að segja fréttir ... þeir vilja
(fremur) koma einhverri skoðun á
framfæri en skýra frá staðreynd-
um.“ (Víkveiji, 23.1. 1991.)
Þessi Víkveija-pistill er vísvitandi
hafður nægilega óljós, til þess að
fela í sér almennan og illhrekjanleg-
an óhróður um sérhvern og alla
fréttaritara Ríkisútvarpsins erlend-
is. Væri þetta birt undir nafni,
þætti mér pistillinn ekki svaraverð-
ur. En nafnleysið gerir Morgunblað-
ið ábyrgt og því skal svara óhróðri
Víkveija:
Mig grunar að tilefni skrifa
Víkveija séu fréttaskýringar sem
ég flutti 17. og 18. janúar síðastlið-
inn. Víkveiji er líklega ekki blaða-
maður, úr því hann gerir engan
greinarmun á hreinni frétt og
fréttaskýringu. En honum ogöðrum
til glöggvunar skal þess getið, að
hjá alvöru fjöimiðlum (þ.á m. Morg-
unblaðinu) þykir það sjálfsögð þjón-
usta við lesendur að setja fréttir í
samhengi. Það er gert með frétta-
skýringum — vangaveltum um það
sem hefur verið í fréttum.
Dæmi Víkveija: 1) „Er það frétt,
að Bandaríkjamenn kunni að snúast
gegn stríðsrekstrinum við Persa-
flóa, þegar sjónvrpsmyndir taka að
berast þaðan af mannfalli?"
Þetta sagði_ég 18. janúarij.Henry.
Kissinger fyrrum utanríkisráðherra
sagði í morgun að landhersókn
bandamanna mætti alls ekki hefjast
of fljótt. Hann sagði að þegar frétt-
ir færu að berast af mannfalli í liði
bandamanna, gæti almenningsálit
snarlega snúist upp í útbreidda
andstöðu gegn stríðinu.“
Þetta er nú öll „skoðun" frétta-
ritarans!!!
Dæmi Víkveija: 2) „Er það frétt
að menn þurfí að lesa það í bókum
eftir nokkur ár, hvað gerðist á
fyrsta degi sóknaraðgerðanna gegn
Saddam Hússein og ástæða sé til
að taka hæfílegt mark á því sem
fjölmiðlar segja?"
Þetta sagði ég 17. janúar: „Það
kemur á óvart hversu stranga rit-
skoðun Bandaríkin og bandamenn
hafa tekið upp við Persaflóa... í
Víetnamstríðinu voru blaðamenn
beðnir að virða ákveðna vinnuregl-
ur... (en við Persaflóa fá) blaða-
menn aðeins að vinna í sérstökum
hópum sem eru undir eftirliti her-
manna sem fylgja þeim. Þær sjón-
varpsmyndir og fregnir sem við
fáum frá Persaflóa hafa semsagt
farið í gegnum strangt eftirlitskerfi
herafla bandamanna."
Víkveiji skrifar á ábyrgð ritstjóra
Morgunblaðsins, þar eð hann er
ekki nafngreindur. Ég trúi því alls
ekki að það sé skoðun Morgunblaðs-
ins, að allt sé satt og rétt sem (er-
lendir??) fjölmiðlar segi — það sé
engin ástæða til þess að „taka
hæfilegt mark á því sem (erlend-
ir??) fjölmiðlar" segi??? Þá daga sem
ég sendi þessa fréttaskýringu sættu
stjórnvöld hér í Bandaríkjunum
harðri gagnrýni vegna ritskoðunar
.og allir.þapdarí'skir. fjöJmiðlar. gátu
þess stöðugt að fréttir frá Persaflóa
væru fengnar undir skilyrðum
strangrar ritskoðunar.
Morgunblaðið er EKKI jafn lélegt
og ætla mætti af þessum auma
Víkveija-pistli.“
xxx
Víkveiji hefði getað skilið að Jón
Ásgeir teldi sig þurfa að nota
stóryrði ef umræddur pistill
Víkveija hefði verið ritaður af sama
dólgshætti og hann notar. Víkveiji
hefur hvað eftir annað vakið máls
á þeim ósið fréttastofu hljóðvarps
ríkisins að blanda saman fréttum
og fréttaskýringum á þeim tíma,
þegar hlustendur telja sig vera að
fá staðreyndir en ekki einkaskoðan-
ir fréttaritara eða mat þeirra á því,
sem þeir lesa í erlendum blöðum.
Víkveiji lætur hvorki Jón Ásgeir
né aðra þagga niður í þeirri gagn-
rýni, síst af öllu með dylgjum og
hroka.
í pistli Víkveija 23. janúar var
áhersla lögð á það atriði að á
ákveðnum tímum, fréttatímum,
ættu menn að geta kveikt á útvarpi
eða sjónvarpi og hlustað á fréttir
en ekki einkaskoðanir fréttaritara.
Voru borin saman vinnubrögð hljóð-
varps ríkisins og fréttasjónvarps-
stöðvanna Sky og CNN en í Banda-
ríkjunum hefur CAWeinmitt fengið
sérstakt lof fyrir að gera skýran
mun á fréttum annars vegar og
fréttaskýringum hins vegar. Það
verður ekki gert í hljóðvarpi eða
sjónvarpi með því að blanda þessu
öllu saman á tíma sem er kallaður
fréttgtími. ............