Morgunblaðið - 20.02.1991, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 20.02.1991, Qupperneq 48
— svo vel sé tryggt ALMENNAR PC MAGAZINE UM ÍBM OS/2: „ÞETTA ER FRAMTÍÐIN" MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Víkurbergið GK á veiðum skammt vestan við Vestmannaeyjar síðdegis í gær. Morgunblaðið/Sigurgeir Long John Silver’s á í erfiðleikum Veitingahúsakeðjan Long John Silver’s á nú í umtalsverð- um fjárhagserfiðleikum. Helztu ástæðurnar eru sagðar hár fjár- magnskostnaður, hátt verð á fiski og eldsneyti. Sjávarút- vegstímaritið Seafood Leader skrifar um stöðuna í nýjasta tölu- blaði og spyr í fyrirsögn hvort Long John Silver’s sé að drukkna i skuldum. Vegna mikilla skulda hefur gefið á bátinn og fyrirtækið orðið að borga óvenju háa vexti, allt að 15%, og lánakostnaður því verið gífurleg- ur. Til að létta á rekstrinum hefur móðurfyrirtækið, Jerrico, selt aðrar veitingahúsakeðjur í eigu sinni. Long John Silver’s hefur verið stærsti einstaki kaupandi íslenzkra þorskflaka, en hlutur fyrirtækisins í þeim viðskiptum hefur farið minnkandi og ræður ekki lengur úrslitum í fisksölu okkar vestan hafs. Sjá nánar á bls. Bl. Verið er að undirbúa nýjan loðnuleiðangur Mokveiði hjá loðnuskipunum á þrem stöðum við Suðurland MOKVEIÐI var hjá loðnuskipun- um á þremur stöðum í gær, við Krísuvíkurberg skammt austan "Tið Grindavík, rétt vestan við Vestmannaeyjar og við Ingólfs- höfða. Verið er að undirbúa nýjan loðnuleiðangur við Suðurland á næstunni að beiðni sjávarútvegs- ráðherra og líklegt er að rann- sóknaskipið Árni Friðriksson fari i þann leiðangur, að sögn Jakobs Jakobssonar forstjóra Hafrann- sóknastofnunar. Árni Friðriksson mældi 400 þúsund tonn af loðnu frá Hjörleifshöfða að Þorlákshöfn á sunnudagskvöld og mánudags- morgun og var það í samræmi við fyrri niðurstöður, þar sem búið var að veiða um 50 þúsund tonn úr þessari göngu, að sögn Jakobs. *■* Snorri Gestsson, skipstjóri á Gígju VE, segir að mun meira sé af loðnu í sjónum en þau 525 þúsund tonn, sem fiskifræðingar hafi mælt, og Bjami Gunnarsson, skipstjóri á Hólmaborg SU, segist vera viss um að ekki sé minna af loðnu í vetur en á síðustu vertíð. Skipstjórarnir segja að loðnan sé stór og falleg, bæði við Krísuvíkurberg og Ingólfshöfða. Um ' 450 þúsund tonn af loðnu mældust við Suðausturland fyrir fund sjávar- útvegsráðherra með leiðangursstjór- um rannsóknaskipanna og loðnu- skipstjórum á Reyðarfirði 11. febrú- síðastliðinn. Eftir Reyðarfjarðarfundinn mældi rannsóknaskipið Bjarni Sæmunds- son 50 þúsund tonn af loðnu við Hvalbak og rannsóknaskipið Árni Friðriksson mældi 25 þúsund tonn við Stokksnes. Fiskifræðingar mældu því samtals 525 þúsund tonn af loðnu. Leyft var að veiða 182 ^pusund tonn af því magni en fiski- fræðingar vilja að um 400 þúsund tonn fái að hrygna. Hugsanlegt er að loðnan, sem mæld var við Stokks- nes, sé nú komin að Ingólfshöfða, að sögn Jakobs Jakobssonar. Hann segir að loðnan við Hvalbak hafi verið smærri og skemmra á veg komin en loðnan við Stokksnes. Loðna hefur fundist á Vestfjarða- miðum undanfarið og hugsanlegt er að lítil loðnuganga komi þaðan og hrygni í Breiðafirði eða við Snæfells- nes, að sögn Jakobs Jakobssonar. Hann segir að þessi loðna verði líklega rannsökuð í næsta mánuði. Búið var að veiða um 60 þúsund tonn af 182 þúsund tonna loðnu- kvóta síðdegis í gær. Albert GK landaði hjá Síldarverksmiðjum ríkis- ins (SR) á Seyðisfirði í gær en það er fyrsta loðnan, sem verksmiðjan tekur á móti eftir að hún var end- urnýjuð fyrir rúmar 500 milljónir. Sjá einnig á bls. 2,18 og miðopnu. Gæsluþyrlan sótti slasaðan sjómann ÞYRLA Landhelgisgæslunn- ar, TF-SIF, sótti í gær slasað- an sjómann um borð í bátinn Stefán Þór sem var við veið- ar 90 mílur suðvestur af Garðskaga. Maðurinn hafði fengið öngul í annað augað. Þyrlan fór í loftið um kl. 17.00 og var komin til Reykjavíkur með sjómanninn laust eftir kl. 19.00. Skipvetjar á Stefáni Þór höfðu náð önglin- um úr auga hins slasaða áður en þyrlan kom á staðinn. Kostnaður við einkaflugvélar hefur aukist um 25%: Tveir af hverjum þreinur fara í flugnám erlendis Hættunni boðið heim, segir formaður Flugmálafélagsins VERULEGA hefur dregið úr innflutningi lítilla einkaflugvéla til lands- ins síðastliðin þrjú ár og rekstrarskilyrði þessara véla versnað mjög á sama tíma. Afleiðingarnar eru að allt að tveir af hverjum þremur flugnemum hafa leitað út fyrir landsteinana til að afla sér atvinnu- flugmenntunar, að sögn Ragnars J. Ragnarssonar, formanns Flug- málafélagsins. Hann segir að þessi þróun ýti undir hættu á því að atvinnuflugmenn hljóti þjálfun við önnur skilyrði en ríkja hér á kostn- að flugöryggis hérlendis. Með skattbreytingum í ársbyrjun 1989 til undirbúnings upptöku virð- isaukaskatts voru lögð opinber gjöld á litlar flugvélar. Fyrir þann tíma voru hvorki lagðir á tollar né sölu- skattur á slíkar vélar. Verð á litlum flugvélum hækkaði þá um fjórðung auk þess sem virðisaukaskattur lagðist á varahluti, vinnu og bensín í ársbyijun 1990, en áður voru þess- ir iiðir undanþegnir söluskatti. Þetta kemur fram í tölum um innflutning á minni flugvélum. Árið 1988 voru fluttar inn 24 flugvélar undir tveim- ur tonnum að eigin þyngd, 1989 voru þær sjö og á síðasta ári fjór- ar, samkvæmt tölum frá Hagstofu Islands. Þá hefur Loftferðaeftirlitið lagt svonefnd skoðunar- og eftirlitsgjöld á einkaloftför frá 1. júlí 1989, sem nemæyfir 20 þúsund kr. á ári á fjög- urra sæta vél og rennur gjaldið til rekstrar á Loftferðaeftirlitinu, að sögn Ragnars. Hann sagði það und- arlegt að með tilliti til búnaðar einkaflugvéla og atvinnuflugvéla væru þessi gjöld 12% hærri vegna einkaflugvéla en atvinnuflugvéla. Samkvæmt loftfaraskrá 1. janúar 1990 voru 198 loftför skráð til einkaflugs og 97 til atvinnufiugs. Skoðunar- og eftirlitsgjöld einka- loftfara námu á árinu rúmum 3,4 milljónum kr. en rétt rúmum 3 millj- ónum kr. vegna atvinnuloftfara. Ragnar sagði að verðhækkun á einkaflugvélum og aukinn rekstrar- kostnaðar þeirra hefði víðtæk áhrif á allt flug hér á landi því einkaflug væri einn áfangi að atvinnuflugi. „Flugmaður sem hyggst taka at- vinnuflugmannspróf verður að hafa að baki 200 tíma í einkaflugi og sá er hyggst taka einkaflugmannspróf verður að hafa 60 tíma að baki,“ sagði Ragnar og benti á að hvergi væri gert ráð fyrir atvinnuflugnámi í opinberu námskerfi landsins, fyrir utan bóklegt nám í fjölbrautaskóla- kerfinu. „Menn hafa leyst þetta með því að kaupa sér hlut í einkaflugvél og flogið þann tíma sem krafist er til atvinnuflugprófs. I raun hefur því fiugnám hækkað um 25%,“ sagði Ragnar. Ragnar sagði að það hefði aukist mjög að flugnemar með einkaflug- mannspróf tækju atvinnuflugpróf í Bandaríkjunun, allt að tveir af hveijum þremur héldu til Banda- ríkjanna þeirra erinda. „Ég veit að það er aukin aðsókn í flugnám er- lendis vegna þess hve dýrt flugnám er orðið hérlendis. Með þessu bjóð- um við þeirri hættu heim að atvinnu- flugmenn fái ekki alla sína þjálfun við þær aðstæður sem hér ríkja. Það er eitt að æfa aðflug að flugvellinum í Tampa og annað að flugvellinum á ísafirði," sagði Ragnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.