Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 10
ntj r^QR(j)J^^A^l^C;S^WD^V^2(k(lf£SKjýAH:aW>l TILLOGUR SJOMANNANEFNDAR BÆNDUR TAKIÁBYRGÐ Á KJÖTSÖLUNNlM eftir Helga Bjarnason/viðtöl eftir Hall Þorsteinsson SJÖMANNANEFND leggur til að framleiðsla kinda.kjöts verði aðlöguð innanlandsmarkaði með snöggu átaki og að komið verði upp nýju landbúnaðarkerfi þar sem ábyrgðin á sölu framleiðslunnar flytjist frá ríkinu til framleiðendanna sjálfra, það er bænda og afurðastöðva. Nefndin leggur til að bændum og vinnslu- og söluaðilum verði gert að hagræða þannig að verð kindakjöts lækki um 20% á sex ára tíma- bili. í þeim tilgangi á að gefa viðskipti með framleiðslurétt frjálsan þannig að snjöllustu framleiðendurnir geti aukið framleiðslu sína en aðrir hætt. Ikjölfar þjóðarsáttarsamninganna fyrir ári var skipuð nefnd til að gera tillögur um stefnumörkun sem miði að því að gera búvöru- framleiðsluna hagkvæmari. Guðmundur Sigþórsson skrif stofustjóri landbúnaðarráðuneytis- ins er formaður nefndarinnar og með honum eru forystumenn bænda og helstu samtaka launþega og at- vinnurekenda. I nefndinni eru sjö menn og hefur hún kallað sig eftir því sjömannanefnd. Nefndin taldi brýnast að bytja á aðgerðum í sauðfjárframleiðslunni, enda er þar að finna mesta vandann í íslenskum landbúnaði, töluverð of- framleiðsla er á kindakjöti og að- dragandi framleiðslunnar langur. Skýrsla nefndarinnar um sauðfjár- búskapinn er áfangaskýrsla, þar sem einkum er fjallað um framleiðslu- þáttinn, og síðar er von á frekari tillögum um aðra þætti svo sem skipan úrvinnslu, afurðastöðva og sölumála og einnig um aðrar bú- greinar. Meðal annars er von á skýrslu um kúabúskapinn einhvern næstu daga. Nefndin segist hafa eftirfarandi meginmarkmið að leiðarljósi við út- færslu hugmynda um breytta land- búnaðarstefnu: að lækka vöruverð til neytenda án þess að slaka á þeim gæðakröfum sem gerðar eru til bú- vara í dag, að leita Ieiða til lækkun- ar vöruverðs án þess að það komi niður á afkomumöguleikum bænda og að niðurstaðar skuli leiða til lækk- unar opinberra útgjalda til landbún- aðarins. Óhjákvæmilegt að bændum fækki Sjömannanefnd dregur saman upplýsingar um stöðu sauðfjárfram- leiðslunnar í eftirfarandi yfirlit: Kindakjötsneysla hefur dregist saman undanfarin ár og líklegt að svo muni verða áfram næstu ár ef ekki tekst að lækka verð til neyt- enda verulega, þar sem horfur eru á að verð annarra kjöttegunda lækki umtalsvert á næstu árum. Útflutn- ingur kindakjöts er ekki réttlætan- legur við þær aðstæður á heims- markaði sem við búum við í dag og fyrirsjáanlegar eru á næstu árum, þ.e. að útflutningur skiii aðeins and- virði slátur- og heildsölukostnaðar en engu upp í laun og kostnað bænda. Framlög ríkisins vegna sauð- fjárafurða nema sem svarar 4 mill- jörðum króna á ári eða um 4% út- gjalda ríkissjóðs. A komandi árum þarf að draga úr þeim. Nefndin telur að eina sýnilega leiðin. til að tryggja stöðu sauðfjár- ræktar til frambúðar sé að auka afköst einstakra bænda og hagræða þannig að verð geti lækkað. Til þess að ná fljótt árangri í því efni þurfi að gefa þeim bændum, sem besta aðstöðu hafa, möguleika til að auka framleiðslu sína. Til þess að svo megi verða þurfi aðrir að draga úr framleiðslu eða hætta alveg búskap. Til lengri tíma litið virðist það eina leiðin til þess að treysta sauðfjárbú- skap í landinu og forðast algjört hrun í bændastétt. Útreikningar nefndarinnar sýna að óbreytt fram- hald þeirrar þróunar sem verið hefur sl. 10 ár myndi leiða til þess að heildameysla á kindakjöti yrði um 6.500 tonn árið 1996, eða tæplega 2 þúsund tonnum minni en nú. „Va- lið stendur því engan veginn á milli þess að bændum fækki eða þeim fækki ekki. Málið snýst um að auka hagkvæmnina svo að samkeppni frá öðrum vörum skaði ekki kindakjöts- neyslu enn frekar og eyðileggi þar Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarfiokksins Fagna þeirri saia- stöóa sm aáist hetur „EG tel tillögumar vera mjög athyglisverðar, og fagna mjög þeirri samstöðu sem hefur náðst, til dæmis með verkalýðshreyf- ingunni, sem lengi vel hefur ekki viljað taka þátt í störfum sexmannanefndar við ákvörðun grundvallarverðs búvara til bænda. Ég tel líka að fulltrúar bænda hafi tekið á þessum málum með mikilli ábyrgð og horfst í augu við þann augljósa vanda sem er, og ég vona að þetta geti orðið grundvöllur að búvörusamningi," sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. Steingrímur sagði að sér sýndist að í tiilögum sjö mannanefndar væru nokk ur atriði sem taka yrði til frekarí skoðun- ar, og nefndi þar sérstaklega að stýra þyrfti fækkun sauðfjár þannig að þær byggðir sem ekki þyldu fækkun þyiftu ekki að verða fyrir henni. „Þá tel ég jafnframt að huga verði að fækkun sauðfj- ár með tilliti til gróðurverndar og umhverfismála, en ef það er tekið inn í framkvæmdina þá tel ég þetta vera hinar merkustu tiilögur. Það er gert ráð fyrir töluvert ríflegri gi’eiðslu til bænda fyrir framleiðsluréttinn, en ég gæti trúað því að það þyrfti að styrkja jarðakaupasjóð þannig að ríkið geti þá keypt jarðir sem menn þurfa að yfir- gefa, og tel það ekki óeðlilegt" Varðandi gerð nýs búvöru- samnings á grundvelli tillagn- anna sagði Steingrímur að æski- legt væri að næsta ríkisstjóm gæti haft eitthvað um hann að segja. Hann sagðí að þar sem Alþýðuflokkurinn væri mjög tregur til að ganga frá búvöru- samningi, þá hefði hann lagt það til innann ríkisstjómarinnar að frá samningi yrði gengið með fyrirvara um samþykki nýrrar ríkisstjórnar, og hann gerði sér vonir um að samkomulag gæti orðið um það. Fullvirðisréttur , þ.e. leyfilegt fram- leiðslumagn við fullu verði, er nú: 12.000 tonn 2.800 tonna _________ óvirkur réttur . 900 tonn er það magn sem tillögur gera ráð fyrir að verði keypt upp. —j 9.200. Fullvirðisréttur er óvirkur vegna sérstakra samninga eða riðuniðurskurðar, en þennan rétt þarf að kaupa upp. Áætluð framleiðsla af kindakjöti í haust verður nálægt 9.200 tonnum, um 900 tonn umfram það sem markaður er fyrir. Gert er ráð fyrir að rikið kaupi rétt af þeim sem vilja selja. Ef bændur eru ekki reiðubúnir til að selja það sem til þarf verður framleiðsluréttur allra bænda skertur um það sem á vantar. Sauðfé í landinu er nú um 560.000 að tölu. Til að ná framleiðslu- getu niður um 900 tonn þarf að skera um 70.000 ær. Það eru fleiri kindur en nú eru í Vestur- og Austur Húnavatnssýslum. Þær 70.000 ær sem skornar yrðu í haust yrðu viðbót við þau 9.200 tonn sem ráð er fyrir gert. Það kjöt yrði væntanlega urðað. 6 ÁRA RAMMI SAUÐFJÁRFRAMLEIÐSLU Fullvirðisrétturinn verði nú kallaður GREIÐSLUMARK, þ.e. það magn kindakjöts sem bændum verði greitt fyrir. Þetta magn verði breytilegt, endurskoðað á hverju ári, og fer eftir innanlandsmarkaði hverju sinni. Öll umframframleiðsla verði á ábyrgð bænda. Þeir geta t.d. flutt kjötið út. Til hausts 1992 verði viðskipti með fullvirðisrétt háð ákveðnum skilyrðum. Eftir 1992 verði viðskipti með greiðslumark frjáls, þ.e. bóndi getur keypt greiðslumark af öðrum bændum til að ná betri nýtingu á jörð sinni. HVAÐ TEKUR VIÐ? oc C i- § 5 Q. 2 <0 Q s í co 5 Q. Q. s § 5 CO -J '3 E £ o J 5 Ö * ■J Q oc Ul Almenn lækkun afurðaverðs Dæmi um smásöluverð: 1 kg. lambalæri, 722 kr. 2% lækkun 1 707 kr. Verðlagningakerfi sauðfjárafurða verði óbreytt í tvö ár, til 1. sept. 1992. Þá verði kerfið endurskoðað, og m.a. kannaðir kostir umboðsviðskipta. Útgjöld ríkissjóðs----------------------------- vegna sauðfjárframleiðslu 3.432 milljónir króna I tillögunum kemur fram hagræðingarkrafa, þ.e. verð á kindakjöti til bænda lækki fyrst um 2%, og síðan um 4% á ári og í heild verði 20% raunverðslækkun frá þvi sem nú er. Þessari lækkun eiga framleiðendur að ná fram með hagræðingu í rekstrí. Snjallir bændur og þeir sem telja sig það geta kaupi greiðslu- mark af þeim sem vilja minnka við sig eða hætta búskap og nái þannig fram betri nýtingu á vinnu- afli, tækjum og húsum. 4% 1 679 kr. 4% 3.106 652 kr. 2.619 4% 626 kr. 2.538 4% 601 kr. 2.458 4% 577 kr. 2.382 1.844

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.