Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 8
8' 'MO'RGUNBLA'ÐÍÐ DAGBOKs&ííNUbAGUR /Sfeg gf_f 24. FEBRÚAR 1991 * IT\ \ f~^ev sunnudagur 24. febrúar, 2 sd. í föstu. ±J±\.VJ 55. dagur ársins 1991. Konudagur. Góa byijar. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 2.08 og síðdegisflóð kl. 14.59. Fjara kl. 8.44 og kl. 21.08. Sólarupprás í Rvík kl. 8.54 og sólarlag kl. 18.29. Myrkurkl. 19.18. Sólin er í hádeg- isstað í Rvík kl. 13.41 og tunglið í suðri kl. 22.17. (Alman- ak Háskóla íslands.) Alla þá sem ég elska, tyfta ég og aga. Ver því heilhuga oggjör iðrun. (Opinb. 3,19.) ÁRNAÐ HEILLA O fT ára afmæli. Á morgun, O O 25. febrúar, er 85 ára Þórður Elisson, fyrrum út- gerðarmaður, Þórustíg 9, Njarðvík. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. f"J |\ára afmæli. Á morgun, C U 25. febrúar, er sjötug Elísabeth Vilhjálmsson, Reykjahlíð 12, Rvík. Hún er fædd í Þýskalandi. Hún varð ísl. ríkisborgari 1942 er hún giftist Óskari Björgvin Vilhjálmssyni. Þau bjuggu í Berlín. Hann var handtekinn á dögum nasista og lést í fangabúðum þeirra árið 1944. Seinni maður hennar var Magnús Guðmundsson, er lést árið 1983. Hún hefur opið hús á heimili sínu afmælisdaginn eftir kl. 16. Sýnir þar og næstu daga' tölvuteiknaðar myndir m.m. eftir sjálfa sig. 7Oara a^mæ^- Næstkom- I V/ andi þriðjudag, 26. þ.m., er Vigfús Þráinn Bjarnason í Hlíðarholti, Staðarsveit, Snæf. sjötugur. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu afmælisdaginn eftir kl. 18. febrúar, er sextug Engilráð (Stella) Óskarsdóttir, Lauf- vangi 12, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum á heim- ili sínu að kvöldi afmælis- dagsins. Maður hennar var Guðmundur Erlendsson rann- sóknarlögreglumaður sem látinn er fyrir nokkrum árum. HRAUNGERÐISHREPP- UR í Árnessýslu. Sýslumað- urinn á Selfossi auglýsir í nýlegum Lögbirtingi lausa stöðu hreppstjórans í Hraun- gerðishreppi. Umsóknarfrest- inn setur sýslumaður til 10. næsta mán. KROSSGATAN LÁRÉTT: — 1 láta staðar numið, 5 lítil eyja, 8 notaleg, 9 afkvæmis, 11 ala afkvæmi, 14 keyri, 15 gerðin, 16 nem- ur, 17 reið, 19 fyrr, 21 veisl- an, 22 koma nær, 25 eyða, 26 fljótið, 27 leðja. LÓÐRÉTT: - 2 borða, 3 málmur, 4 svaraði, 5 aftur- fótaskanki, 6 mannsnafn, 7 virði, 9 rúmábreiðu, 10 kind- ina, 12 djöful, 13 ákveður, 18 eldur, 20 slá, 21 guð, 23 sjór, 24 flan, LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 ösnum, 5 stika, 8 neita, 9 holdi, 11 rusls, 14 tjá, 15 fífli, 16 kárna, 17 lóa, 19 Eden, 21 endi, 22 rýt- ings, 25 tíð, 26 ána, 27 agn. LOÐRÉTT: — 2 svo, 3 und, 4 meitil, 5 stráka, 6 tau, 7 kol, 9 hófiegt, 10 lofgerð, 12 strunsa, 13 svalinn, 18 ólin, 20 ný, 21 eg, 23 tá, 24 Na. Þetta þýðir ekkert, Pálmi minn. Honum verður ekki þokað. Þetta eru hans heimkynni... FRÉTTIR/MANNAMÓT GÓA byijar í dag. „Fimmti mánuður vetrar að fornís- lensku tímatali, hefst í 18. viku vetrar (18.-24. febr.) Nafnskýring er óviss,“ segir Stjömufræði/Rímfræði. Fyrsti dagur góu er konu- dagur. „Sagt er, að húsfreyj- ur hafi átt að „fagna góu“ þennan dag og bændur hafi átt að gera húsfreyjum eitt- hvað vel til. Þess munu dæmi að hlutverk hjónanna í þess- um sið hafi verið hin gagn- stæðu,“ segir í sömu heimild- um. Þennan dag árið 1924 var stofnaður íhaldsfiokkur- inn, forveri Sjálfstæðis- flokksiris. Og þetta er stofndagur Sjómannasam- bands Islands, árið 1957. MÁLSTOFA í guðfræði. Næstkomandi þriðjudag, 26. þ.m., verður haldin málstofa í guðfræði. Þá fiytur Einar Pálsson fyrirlestur sem hann nefnir: Staðsetning Péturs- kirkjunnar í Skálholti í önd- verðu. Málstofan er haldin í Skólabæ, Suðurgötu 26, og hefst kl. 16. AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda fund mánu- dagskvöldið í kaffisal Bú- staðakirkju og hefst hann kl. 20 og lýkur kl. 22. Sólveig Traustadóttir verður gestur fundarins og mun hún flytja prédikun. Fundurinn er opinn öllum konum. FÉL. eldri borgara. í dag er opið hús í Risinu kl. 14. Nk. þriðjudag verður þar bók- menntakynning, Heimir Pálsson flytur þá erindi um Þorgils gjallanda. Baldvin Halldórsson les úr verkum höf. FORNIR jöklar og fjöru- mörk á Norðausturlandi heitir fræðslufyrirlestur sem Hreggviður Norðdahl jarð- fræðingur heldur á vegum Hins ísl. náttúrufræðifélags í stofu 101 í Odda, annað kvöld. Fyrirlesarinn mun gera grein fyrir þeim rannsóknum sem fram hafa farið á þessum fyrirbærum. Þær varpa ljósi á atburði ísaldarloka hér landi, segir m.a. í fréttatilk. HÍN um þennan fræðslufund, sem hefst kl. 20.30. Er hann öllum opinn og enginn að- gangseyrir. KVENFÉL. Hreyfils efnir til fundar fyrir félagsmenn og gesti þeirra í Hreyfilshús- inu nk. þriðjudagskvöld og verður m.a. spilað bingó. KVENFÉL. Kópavogs. Mánudagskvöld verður vinnu- kvöld í herbergi félagsins kl. 20. Unnið við ungbamafatnað fyrir Rauða kross íslands. Næstkomandi þriðjudags- kvöld verður spiluð félagsvist í félagsheimili Kópavogs kl. 20.30 og er öllum opin. HÓLMAVÍK. Norður á Hólmavík er laus staða lækn- is við heilsugæslustöðina og tekið fram að hún sé laus nú þegar. Framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvarinnar set- ur umsóknarfresttil 28. þ.m. KIRKJUSTARF ÁRBÆJARKIRKJA: FéT lagsstarf aldraða: Fótsnyrt- ing á mánudögum, tímapant- anir hjá Fjólu. Leikfimi þriðjudaga kl. 14. Hárgreiðsla þriðjudaga hjá Hrafnhildi. Opið hús í Safnaðarheimilinu miðvikudag kl. 13.30. Fyrir- bænastund í Árbæjarkirkju kl. 16.30. Opið hús fyrir mæður og feður ungra barna í Ártúnsholti og Árbæ í safn- aðarheimili Árbæjarkirkju þriðjudagkl. 10-12. Sr. Krist- inn Ágúst Friðfinnsson ijallar um trúarþroska bama. BÚSTAÐAKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í dag, sunnudag, kl. 17. GRENSÁSKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA: Kvöldbænir með lestri Passíu- sálma mánudagskvöld kl. 18. NESKIRKJA: Æskulýðs- starf unglinga mánudags- kvöld kl. 20. Þriðjudag: Mömmumorgunn. Opið hús fyrir mæður og börn þeirra kl. 10-12. Æskulýðsstarf 12 ára og yngri kl. 17. FELLA- og Hólakirkja: Fundur í Æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Fyrirbænir í kirkjunni þriðju- daga kl. 14. SELJAKIRKJA: Mánudag: Fundur KFUK, yngri deild kl. 17.30, eldri deild kl. 18. Æskulýðsfundur kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.30. Opið hús fyr- ir 10-12 ára mánudag kl. 17. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í gær fór Esja á ströndina og erl. skip með ammoníak kom og lagðist að bryggju í Gufunesi. Togarinn Ögri er væntanlegur inn í dag til löndunar. Þýskur togari er væntanlegur. Á morgun er Brúarfoss væntanlegur að utan. Togararnir Jón Bald- vinsson og Ásbjörn koma þá inn til löndunar og Valur fer á ströndina. Á mánudag fer danska eftirlitsskipið Vædderen og mun það ekki koma afur til hafnar hér og á að Ijúka þjónustu í danska flotanum í aprílmánuði nk. Það var Vædderen sem flutti handritin heim frá Kaup- mannahöfn fyrir um 20 árum og komst skipið þar með á blöð Islandssögunnar. Skipið var smíðað fyrir um 30 árum í skipasmíðastöðinni í Ála- borg. ORÐABÓKIN írak- Ofangreind nöfn sjást nú á hveijum degi í fjöl- miðlum af ástæðum, sem öllum eru kunnar. Ymsir hafa verið að velta fyrir sér rithætti lo. íraskur. Enginn vafi leikur á, að orðið skal rita með litlum staf. Hins vegar hefur mönnum fundizt eitthvert ósamræmi í því að fella niður A-ið úr landaheitinu írak og skrifa ekki fullum stöfum írakskur. Þetta er auðvitað hárrétt, ef farið er eftir upprunasjónar- miði, svo sem víða er gert í stafsetningu okkar. Þeg- ar ég fór að læra stafsetn- ingu fyrir um 60 árum, var einmitt sú tilhneiging að rita lo., sem leidd eru af no. með endingunni -vík með k-i. Má þar íraskur minna á lo. eins og reyk- víkskur af Reykjavík, enda má í OM (1983) sjá þar k-ið í vík haft innan sviga. Mér var t.d. sjálfum um eitt skeið kennt að rita svo. Á þeim tíma mun lo. eins og írakskur lítt hafa þekkzt í orðaforða okkar. Nú er það svo, að k-ið í ofangreindum dæm- um og vitaskuld fjölda annarra dæma hverfur í eðlilegum framburði. Sú stefna varð því almennt ofan á að sleppa /c-inu úr stofni orðsins og rita ein- ungis reykvískur, bolvísk- ur o.s.frv. í samræmi við það er þá einnig ritað íraskur. Á sama hátt er farið með no. eins og reykvfska og keflvíska. - JAJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.