Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 2
ÍÍ2 FRÉmR/INNLENT ieei HAúaaara ,t>s auoAouviviuft araAjavruaaoM MORGUNBLAí>IÐ SUNNUÐAGUR 24. FEBRÚAR 1991 EFNI Virkjanir vegna álvers: Ekki þörf á ágreiningi - segir Þorsteinn Pálsson „ÞAÐ hefur verið ljóst um nokk- urn tíma að framkvæmdir myndu dragast vegna þess að samningum er ekki lokið. Eins og Landsvirkj- un hefur bent á hafa ýmis atriði ieitt til þess endurmeta þarf arð- semisútreikninga. Afstaða Lands- virkjunar kemur því ekki á óvart. Hins vegar er eðlilegt að afgreiða þær heimildir sem nauðsynlegar þykja til áframhaldandi samn- ingagerðar. Ég sé því ekki að það eigi að þurfa að vera mikill ágreiningur um meðferð málsins," sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um viðbrögð við því áliti stjórnar Landsvirkjunar að fyrirvaralaus rafmagnssamningur við Atlantsál sé skilyrði þess að í virkjanir verði ráðist; nauðsynlegar lagaheimild- ir séu til staðar. „Menn vona að viðræðurnar geti leitt til ásættanlegrar niðurstöðu, þótt auðvitað sé ekkert hægt að full- yrða um það á þessu stigi, en við hljótum að halda á málinu þannig að samningar megi takast og fram- kvæmdir geti hafist,“ sagði Þor- steinn. „Aðalatriðið er að menn komi sér saman um að fara þá leið sem líklegust er til farsællar niðurstöðu og ég sé ekki ástæðu til annars en að menn reyni að mynda um það sem breiðasta samstöðu." Morgunblaðið/Þorkell Brumhnapparnir þegar komnir Gróðurinn í höfuðborginni hefur ekki farið varhluta af hinni mildu veðráttu að undanförnu og eru brum- hnappar víða komnir á tré og runna eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í Lækjargötu í gær- morgun. Hafa margir haft af þessu áhyggjur enda víst að ófáir frostakaflar eru eftir áður en vora tek- ur. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Islands, segir veðráttuna vissulega hafa verið mjög óvenjulega en gróðrinum stafi hins vegar ekki mikil hætta af því þó að fijósa fari á ný. „Það er ákveðið ónæmiskerfí í gangi í tijánum á vetuma þó ónæmið gagnvart frostinu minnki eitt- hvað þegar er svona hlýtt. Þetta er ekkert hættu- ástand og ef frost haldast væg ætti mest allur gróð- ur að sleppa óskaddaður," segir Brynjólfur. Á mynd- inni sést ung Reykjavíkurmær, Una Jóhannesdóttir, heldur áhyggjufull vegna brumhnappa á trjánum við Lækjargötu. Stuðningur íslands við Eystrasaltsríkin: Engin áform eru um að slíta stíómmálasambandi við Island segir Janajev, varaforseti Sovétríkjanna Á FUNDI fulltrúa norrænna verkalýðssamtaka og Gennadijs Janajevs, varaforseta Sovétríkjanna, í Moskvu síðastliðinn þriðjudag, sagði Janajev að sovésk stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að slíta stjórn- málasambandi við ísland né að stöðva viðskipti þjóðanna þrátt fyrir að sovéski sendiherrann á Islandi hafi verið kallaður heim. Ásmund- ur Stefánsson, forseti ASI, sat fundinn fyrir hönd íslenskra verkalýðs- samtaka. Meginefni fundarins, sem stóð í eina og hálfa klukkustund, var af- staðan_ til Eystrasaltsríkjanna, að sögn Ásmundar. Janajev sagði að stjórnmálasamband milli Eystra- saltsríkjanna og erlendra ríkja kæmi ekki til greina fyrr en sam- skiptum Eystrasaltsríkjanna og Sovétríkjanna hafi verið komið á hreint. Hann ítrekaði að málefni Eystrasaltsríkjanna væru innanrík- ismál Sovétríkjanna. Ásmundur sagði að Janajev teldi ákvörðun íslendinga um stjórn- málasamband við Eystrasaltsríkin ótímabæra. Hins vegar væru engin áform uppi um að slíta stjómmála- sambandi við ísland þó sovéski sendiherrann á íslandi hefði verið kallaður heim til skrafs og ráða- gerða. Ekki væru heldur uppi áform um að stöðva viðskiptin á milli land- anna en áframhald samskiptanna hlyti að ráðast af gerðum íslenskra stjórnvalda. Hann sagði að íslend- ingar gætu verið stoltir af því að hafa konu í forsetaembætti og hlaupa hratt í „jafnréttismaraþon- Fjórtán innflyljendur kvarta til samgönguráðuneytis: Telja farmgjöld Flugleiða hafa hækkað um tugi prósenta Flugleiðir segja almennar hækkanir hafa numið 8-9% FJÓRTÁN innflytjendur hafa sent kvartanir til samgönguráðuneytis- ins vegna hækkana sem þeir telja að hafi orðið á fraktflutningum með Flugleiðum að undanförnu. Segja þeir að orðið hafi 40% hækk- un á farmgjöldum og um 80% hækkun á þjónustugjöldum frá í ágúst á síðasta ári. Að sögn Einars Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Flug- ieiða, er fráleitt að slíkar hækkanir hafi orðið á farmgjöldum félags- ins. Segir hann að á síðasta ári hafi að jafnaði orðið 8-9% hækkun á gjaldskrám og almennum samningum við viðskiptaaðila. Einar Sigurðsson sagði Flug- leiðamenn ekki vita hvaða aðilar hefðu sent inn þessa kvörtun né um hvað hún væri en félagið gerði afsláttarsamninga við íjölda fyrir- tækja og á hvetju ári væru eldri samningar endurskoðaðir með hlið- sjón af öðrum samningum og því hvort breytingar hefðu orðið á við- skiptunum. Flugeftirlitsnefnd hefur íjallað um málið en ekki afgreitt það end- anlega, að sögn Halldórs Kristjáns- sonar, skristofustjóra í samgöngu- ráðuneytinu og eins nefndarmanna. Hins vegar hefur nefndin einnig fjallað um kvörtun vegna útflutn- ings á físki og komst hún að þeirri niðustöðu að frakthækkanir væru innan heimilda. „Við ætlum að skoða mál innflytjendanna betur,“ sagði Halldór. Leitað hefur verið skýringa hjá Flugleiðum að sögn Birgis Þorgils- sonar, formanns flugeftirlitsnefnd- ar. Vildi hann ekki tjá sig um álit nefndarinnar fyrr en málið er fullaf- greitt í ráðuneytinu. Halldór Kristjánsson sagði að um væri að ræða.einstaklinga og fyrir- tæki í innflutningi. Vildi hann ekki veita frekari upplýsingar fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins telja innflytjendurnir í kvörtun sinni til ráðuneytisins að hækkanir á taxta farmgjalda hafi numið um 40% og afgreiðslugjöld og akstur hjá Flugleiðum hafi hækkað um 80%. Félag stórkaup- manna er ekki aðili að þessum kvörtunum. Einar Sigurðsson sagði að gjald- skrárbreytingar væru aðeins gerðar með samþykki stjórnvalda. Hins vegar gerði félagið samninga við fleiri þúsund viðskiptavini og af- sláttarsamningar breyttust stöðugt til hækkunar eða lækkunar í ljósi viðskiptanna hveiju sinni. hlaupinu" en hins vegar mætti ekki fara of geyst í pólitík. Janajev sagði að sovésk stjóm- völd vissu af þeirri umræðu sem færi fram á Norðurlöndunum um málefni Eystrasaltslandanna ogþau væru tilbúin að hlusta á sjónarmið þeirra. Sovésk stjórnvöld vildu frið- samlega lausn á þessum málum en Ieggðu áherslu á og mótmæltu því að utanaðkomandi aðilar hefðu af- skipti af innanríkismálum sínum .' Janajev sagði að ekki væri hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að Eystrasaltsríkin hafi verið hluti af Sovétríkjunum í yfir 45 ár og búið við stjórnarskrá Sovétríkjanna. Litháen hafí lýst yfir sjálfstæði 11. mars 1990 án samráðs við Sovét- ríkin og án þess að réttindi minni- hlutahópa hafi verið tryggð. Hann sagði að lýðveldin ættu þess kost að ganga úr ríkjasam- bandinu ef meirihluti væri fyrir því í þjóðaratkvæðagreiðslu og sú nið- urstaða yrði virt af Sovétríkjunum. Slíkri niðurstöðu íylgdi þó óhjá- kvæmilega umfangsmiklir samn- ingar um sameiginlegar eignir og ekki síst stöðu minnihlutahópanna sem í lýðveldunum búa. Janajev kvaðst ekki óttast um allsheijar- upplausn Sovétríkjanna þótt ein- hver lýðvéldanna óskuðu að ganga úr ríkjasambandinu. Hann sagði að slíkar hræringar væru ekki einka- mál Sovétríkjanna, þau bæru ábyrgð gagnvart heiminum öllum, því hver gæti hugsað sér að skyndi- lega yrðu til 15 ný kjarnorkuveldi? Loðna til Siglufjarðar ÞÓRÐUR Jónasson EA landaði í gær 600 tonnum af loðnu hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins á Siglufirði og fjögur skip voru á leiðinni til Siglufjarðar með afla. Hilmir SU var á leið til lands með 1.300 tonn, Bjarni Ólafsson AK með 1.000 tonn, Húnaröst RE með 700 tonn og Höfrungur AK með 900 tonn. Fyrstu loðnunni var landað á Siglufirði á föstudag og hefur því lifnað yfir atvinnulífinu á staðnum en ekki hafði SR þó tekist að fá alla starfsmenn verksmiðjunnar, sem sagt var upp í janúar, aftur til starfa því sumir voni komnir í vinnu annars staðar. Á Siglufírði bjóða SR 4.300 krónur fyrir tonnið af loðnu, en það er um 70% af skila- verði. Bændur taki ábyrgð á kjötsölunni ►Róttækartillögur liggja nú fyrir um upptokkun á sauðfjárbúskapn- um og miða að því að draga úr kjötframleiðslu. Hér er gerð grein fyrir þessum tillögum og rætt við stjómmálamenn og bændur um þetta mál sem á áreiðanlega eftir að setja mikið mark á þjóðmálaum- ræðuna á næstunni /10 Fór þrjátíu sinnum til Síberíu — í fyrsta skiptið nauðugur vilj- ugur ►Frásögn af Þingvallaferð með Lennart Meri, utanríkisráðherra Lettlands. Ráðherrann er ekki ein- ungis virtur stjómmálamaður heldur og þekktur rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. 16 Draumur hins dáða manns? ►Eða martröð land- krabbans, spyr Agnes Bragadóttir eftir að hafa brugðið sér í veiði- ferð með frystitogaranum Frera. /18 Bheimili/ FASTEIGNIR ► l-32 Ört vaxandi áhugi hér á fasteignum í Fiórída ►Rætt við Sigríði Guðmundsdótt- ur í fasteignasölunni Laufási/16 C Isuugj Leyndardómurinn um Akureyrarveikina ►Seint á fimmta áratugnum varð vart sjúkdóms hér á landi sem veldur mönnum heilabrotum enn þann dag í dag. Sjúkdómsins varð aðallega vart á Akureyri og fljót- lega kenndur við bæinn. Hann barst þó víðar og fór svo hratt yfír að líkja má við faraldur. Menn tengdu Akureyrarveikina í upphafi lömunarveiki en þykir nú um margt líkjast fyrirbæri sem vart hefur orðið erlendis og þar stund- um kölluð „uppa“-veikin. Hér seg- ir fráþessum sjúkdómi, rætt er við nokkur fórnarlömb hans og við dr. Sverri Bergmann lækni sem er manna margfróðastur hér á landi um fyrirbærið /1 Að eignast fjöEI á Is- landi ►Rætt við ölgerðarmeistarann Kláus Scheider sem bruggar nú öl ofan í landsmenn en hefur farið víða um lönd /6 Hvað er svona merki- legt við Kúveit? ►Jóhanna Kristjónsdóttir fjallar um landið sem nú er mest í fréttum .og er þó með minnstu ríkjum að flatarmáli og íbúatölu, eða rétt eins og Vestfíarðakjálkinn og íbúar um650þúsund/12 Persónulegur biús ►Derrick Big Walker munnhörpu- leikari segir frá blúsferli sínum en hann var hér á ferð ekki fyrir alls löngu /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 40 Dagbók 8 Gárur 43 Hugvekja 9 Mannlífsstr. 8c Leiðari 22 Fjölmiðlar 18c Helgispjall 22 Kvikmyndir 20c Reykjavíkurbréf 22 Dægurtónlist 21c Myndasögur 26 Menningarstr. 22c Brids 26 Minningar 24c Stjörnuspá 26 Bíó/dans 26c Skák 26 Velvakandi 28c Fóik í fréttum 38 Samsafnið 30c Karlar 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.