Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRUAR 1991 11 með afkomumöguleika sauðfjár- bænda. Margir telja að æskilegt væri að búum yrði fækkað eftir sam- ræmdri áætlun þar sem tekið yrði tillit til búskaparaðstæðna og byggð- asjónarmiða. Þessi skoðun hefur verið ráðandi í almennum umræðum í áratugi. Það er hins vegar vandséð hvaða aðili muni treysta sér eða verða treyst til þess að ferðast um héruð og ákveða í boðhætti hvaða bændur skuli búa áfram og hveijir þeirra hætta. Því bendir allt til þess að óhjákvæmilegt sé að láta hvern bónda um að taka þessa ákvörðun út frá eigin mati á aðstæðum," seg- ir í nefndarálitinu. Sjömannanefnd segir að landbún- aðarstefnan hljóti eðlilega að miðast við það annars vegar að tryggja þeim bændum sem stunda búskap áfram bærilega afkomu og hins veg- ar þeim bændum sem láta af búskap fjárhagslega aðstöðu til að hverfa frá búi sínu þar sem það er óhjá- kvæmilegt, eða draga saman og snúa sér að öðrum verkefnum í sveit- um eða nálægu þéttbýli, sé þess kostur. „Almenna reglan, þegar samdráttur er í einhverri framleiðsl- ugrein í þjóðfélagi okkar, er að greinin sjálf verði að axla þann kostnað sem aðlöguninni er samfara. Fólk missir störf sín og sé ekki hægt að færa framleiðslutækin til annarra nota verða þau verðlítil eða jafnvel verðlaus. Af félagslegum og pólitískum ástæðum og með hliðsjón af þeim skuldbindingum sem leiða af landbúnaðarstefnu liðinna ára, er óhjákvæmilegt að taka með öðrum hætti á vanda landbúnaðar." Vandinn er 3.700 tonn Framleiðsla kindakjöts hefur dregist mjög saman undanfarin ár. Á síðasta hausti var framleiðslan 9.200 tonn en innanlandsmarkaður er talinn-vera 8.300 tonn, þannig að offramleiðslan er 900 tonn. Full- virðisréttur allra bænda á landinu er hins vegar 12 þúsund tonn á ári og er það sá réttur sem sauðfjár- bændur hafa tekjur af, þó 2.800 tonna framleiðsluréttur hafi ekki verið nýttur, aðallega vegna samn- inga ríkisins um leigu á fullvirðis- rétti og samninga um niðurskurð vegna riðuveiki. Til þess að minnka framleiðsluréttinn til samræmis við kjötneyslu íslendinga þarf að skerða hann um 3.700 tonn í allt, eða um tæplega þriðjung. Sjömannanefnd bendir á að fram- leiðslutakmarkanir undanfarinna ára hafi leitt til þess að afkastageta margra búa sé vannýtt og þar sé hægt að auka framleiðsluna án umtalsverðs viðbótarkostnaðar. Þess vegna sé hægt að lækka framleiðslu- kostnaðinn á stuttum tíma með því að heimila þeim sem það geta að nýta afkastagetuna til fulls. Það sé reyndar eina fljótvirka aðferðin til að ná árangri. Á sama tíma verði aðrir að draga saman til að komist verði hjá aukinni offramleiðslu. Nefndin bendir á að tvær leiðir séu til að ná þessum árangri. Önnur leið- in er sú að leyfa markaðnum að ráða, láta framleiðendur keppa um hylli neytenda á innlendum mark- aði, undirbjóða hver fyrir öðrum, þangað til nógu margir gefast upp til að jafnvægi náist. Samstaða virð- ist um það í þjóðfélaginu að firra bændastéttina því verðfalli eigna og þeirri tekjuskerðingu, sem sú lausn mundi leiða til. Því er leitað til hinn- ar leiðarinnar, sem er að auðvelda þeim sem vilja draga úr framleiðslu sinni eða hætta búskap að taka slíka ákvörðun jafnhliða því sem bændum verður tryggt verð fyrir afurðir sín- ar. Greiðslumark og beinar greiðslur er lokadagur pantana í 1. hluta Samningur á milli Innkaupastofnunar ríkisins, Radíóbúðarinnar/Apple-umboösins og Apple Computer hefur nú verið endurnýjaður og er þetta fjórða árið sem ríkisstofnunum og starfsmönnum þeirra og Háskólastúdentum gefst kostur á að kaupa tölvur, búnað og forrit með verulegum afslætti. Nú í fyrsta sinn gefst kostur á að kaupa eina af nýju tölvunum, sem voru kynntar í vetur, Macintosh LC á aðeins lo7.655,- kr. með lyklaborði og sv/hv skjá eða 184.815,- kr. með litaskjá. Ennfremur er verð Macintosh Classic- tölvanna sérlega hagstætt, frá 71.556,- kr. Nokkuð ítarlega hefur verið sagt frá tillögum sjömannanefndarinnar og ástæðulaust að endurtaka allt hér. Þó skal bent á nokkur atriði. Lagt er til að sauðfjárræktinni verði settur nýr rammi til næstu sex ára, frá haustinu 1992 að telja. í stað ábyrgðar ríkisins á kindakjöts- framleiðslunni samkvæmt núverandi búvörusamningi verði framleiðslunni (SJÁBLS 12) Pantanir berist í síöasta lagi 5. mars til Agnesar Vilhelmsdóttur hjá Innkaupastofnun rikisins, Borgartúni 7, s: 91-26844 Radíóbúðin hf. Apple-umboðið Skipholti 21, Sími: 91-624800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.