Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 12
MQRGUNBLAHIÐ J3UNNUPAGUR 24..FBBRÚAR 1991, 1<2; BJENDIIR TAKIABYRGÐ... stýit tneð því að ríkið greiði bændum niðurgreiðslumar beint. Greiðslurn- ar verði miðaðar við sölu á innan- landsmarkaði. Þessi nýi réttur bænda nefnist greiðslumark og er mældur í kjötmagni. Miðað er við að bændur fái tnánaðarlega tékka frá ríkinu síðari hluta vetrar og fram á haust, þannig að þeir verði búnir að fá helming afurðaverðsins með þessum hætti fljótlega eftir slát- urtíð. Framlagið greiðist óskert þótt framleiðslan sveiflist allt að 20% undir eða 10% yfir greiðslumarkið. Verði heildarframleiðsla umfram sölu kemur mismunurinn til lækkun- ar á greiðslumarki allra framleið- enda og yrði ábyrgðin á sölu kinda- kjötsins þar með flutt úr stjórnarráð- inu til bænda. Bændum og afurða- stöðvum þeirra verður frjálst að framleiða að viid til útflutnings á eigin ábyrgð, telji þeir það hag- kvæmt. Ekki er gert ráð fyrir öðrum útflutningi eftir 1. september 1992. Gert er ráð fyrir að bændum verði fijálst að eiga viðskipti með greiðslu- mark enda er það einn mikilvægasti þátturinn í hagræðingu innan grein- arinnar. 20% verðlækkun Breytingar á verðlagningarkerfi búvara var viðkvæmasta málið í sjö- mannanefndinni, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Niðurstaðan varð sú að nefndin leggur til að núverandi verðlagningarkerfi verði viðhaldið næstu tvö ár, nema hvað horfið verði frá ákvæðum um sjálf- virkan framreikning búvöruverðsins, en verði síðar endurskoðað. Opinber verðlagsnefnd, svokölluð sexmanna- nefnd, mun því enn um sinn ákveða hvað afurðastöðvar mega greiða bændum fyrir kjötinnleggið. Telur sjömannanefndin að dilkakjöt þurfi að lækka um að minnsta kosti 20% á næstu 5-6 árum til að halda sam- keppnisstöðu sinni. Miðað er við að verðið lækki um 2% í haust og 4% haustið 1992. Eftir það verði verð- lagningarkerfið tekið til endurskoð- unar og meðal annars kannaðir kost- ir umboðsviðskipta sem komi í stað núverandi kaupa afurðastöðvanna á kjöti gegn „staðgreiðslu". Jafnframt verði leitast við að lækka verð að- fanga og stefnt að 4% raunlækkun á verði sauðíjárafurða á hverju ári út tímabilið. I nefndarálitinu er ekki farið nánar út í það hvernig á að ná þessari hagræðingu, án þess að það lækki laun bænda, nema hvað áður hefur verið bent á möguleika til hagræðingar með tilfærslu innan greinarinnar, það er fækkun bænda og fjölgun fjár hjá snjallari sauðíjár- bændunum sem hafa ónýtta aðstöðu. Vitað er að einhver hlutfallslegur spamaður verður við lækkun kinda- kjötsverðs og vaxtakostnaður spar- ast hjá bændum og afurðastöðvun við beinar greiðslur ríkisins á afurða- verði bænda. Boðnar 6,6 milljónir fyrir að hætta framleiðslu Sjömannanefnd vill að tíminn frá 1. maí nk. og fram á haust 1992 verði notaður til að aðlaga sauðíjár- framleiðsluna að nýja sex ára ramm- anum og þar með að innlenda mark- aðnum. Þeir peningar sem farið hafa til útflutningsbóta verði í nokkur ár notaðir til að auðvelda samdráttinn, til að kaupa framleiðslurétt sem svarar allt að 3.700 tonnum af kind- akjöti, en það er sá munur sem er á samanlögðum fullvirðisrétti bænda (SJÁ BLS14) Núverandi form niðurgreiðslna Skattgreiðendur... greiða skatt til ríkissjóðs... og neytendur.. sem greiða heildsöluverð til greiða smá- afurðastöðva... salanum vöruna... ... og loks bóndinn fær sitt Breytt form niðurgreiðslna Skattgreiðendur... 9reiða skatt til ríkissjóðs... Niðurgreiðslur fara beint til bænda sem greiða . greiða smá- heildsöluverð til og neytendur.. 53^^ vöruna... afurðastöðva... ■ • og bóndinn færsitt Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýóuflokksins Viðiirkeniiiiio á aú oilúanúi laaú- búaaúaistetiia hafi mistekist „ÞAÐ merkilegasta við þessa áfangaskýrslu um sauðfjárbúskap- inn er að þar er viðurkennt undanbragðalaust að gildandi landbún- aðarstefna hafi gersamlega mistekist. Það ætti að vera höfundum og málsvarnarmönnum þessarar Iandbúnaðarstefnu umhugsunar- efni, að frá 1986 til þessa árs hefur ríkissjóður greitt af hálfu skattgreiðenda milli 18 og 20 milljarða króna, sem samkvæmt skýrsluhöfundum hefur engum árangri skilað. Þetta hlýtur að vekja ákveðna tortryggni gagnvart trúverðugleika fyrirliggjandi tillagna, því að markmiðsset ningin og kerfið er eftir sem áður mjög keimlíkt. Þessar tillögur eru ekki róttækar eins og höfund- ar þeirra segja, vegna þess að þær byggja áfram á hugmyndinnu um verð- og söluábyrgð ríkisins. Þær eru í raun og veru uppálöpp- un á óbreyttu kerfi,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Jón Baldvin sagði að of snemmt væri að taka afstöðu til til- lagna sjömannanefndar vegna þess að þær fjölluðu að- eins um hluta af vanda sauðfjár- búskaparíns. „Hér er ekkert fjaliað um einok- unarkerfi afurð- astöðva og dreif- ingarkerfis, sem óhjákvæmilega verður að .taka með inn í dæmið ef menn ætla að gera sér vonir um verðlækkun tii neytenda. Hér er ekkert fjaliað um kjúklinga, svínaframleiðslu, egg eða grænmeti, og hér er ekki fjallað um mjólkurframleiðslu. Þetta nefni ég til þess að menn átti sig að því að hér er fjarri því að kominn sé grundvöllur að nýj- um búvörusamningi. Hér er held- ur ekkert fjallað um þau vanda- mál sem stafa af ofbeit og lan- deyðingu. Þá er einn megingallinn á þessum tillögum sá að þær gera ráð fyrir verulegri fækkun bænda, án þess að gera grein fyrir því hvernig eigi að aðstoða þá bænd- ur, sem hætta búskap til þess að koma sér fyrir í nýjum störfum í þjóðfélaginu, þannig að þeir gangi ekki frá eignum sínum og ævi- starfi slyppir og snauðir." Jón Baldvin sagði að í áfanga- skýrslu sjömannanefndar væri iýst hugmyndum sem sumar hverjar væru jákvæðar, og þar væri einkum um að ræða tillögur um að auka hagræðingu í kjöt- framleiðslunni sjálfri með því að gera framleiðsluréttinn framselj- anlegan, og það að breyta niður- greiðslum að hluta í beinar greiðslur til bænda. „Þessar hugmyndir eru báðar sóttar í tillögur okka'r jafnaðar- manna á undanförnum árum, og þær eru góðar og gildar svo langt sem þær ná, en þær duga hins vegar ekki til. í fyrsta lagi miða þessar tillögur við það að auka útgjöld ríkisins í byijun um rúm- lega þijá milljarða, og höfundar gefa sér þá forsendu að skatt- greiðendur verði að standa undir óbreyttu útgjaldastigi út samn- ingstímabilið. Vonin um árangur er svo bundin við seinustu ár tíma- bilsinS, 1996 og 1997. Það dugar ekki þegar menn hafa í huga gagnslausan fjáraustur fyrra tímabils. Vonin um verðlækkun til neyt- enda á að byggjast á annars veg- ar hagræðingu í búskapnum eftir fyrstu tvö árin, en hins vegar fyr- irmælum um lækkun búvöru- verðs, sem ákveðnar prósentur á ári hveiju. Hér er einungis verið að fjalla um verð til bænda, sem er gróflega innan við þriðjungur af verðinu til neytenda. Þetta skil- ar ekki 20% verðlækkun til neyt- enda nema jafnframt fylgi sam- keppni vinnslustöðva, sem neyðir þær til hagræðingar og verðlækk- unar, en það getum við ekki gert nema með því að standa við GATT-tilboð okkar um takmark- aðan innflutning á unnum mat- vörum til þess að skapa sam- keppni. Þeirri hugmynd hefur al- gerlega verið varpað fyrir róða, og það er strax megingalli á þess- um tillögum. Takmarkaður inn- flutningur er ekki ijandskapur við bændur. Við myndum tolla hann nokkuð hátt í byijun, en lækka þá tolla síðan þegar fram í sækir, og afla þannig fjár til að standa undir búháttabreytingum. Þeirri r Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins Sagnlew gmávöllur að saaia- iagaai aia aýlaa búvörasaiaaiag „AUÐVITAÐ er ekki hægt að ganga frá búvörusamningi _nákvæmlega á þessum nótum, en umræðan og samningarnir um búvörusamninginn eiga að taka mið af kjarnanum í þess- um tillögum sjömannanefndar. Það þarf að útfæra tillögurn- ar með ákveðnum hætti og kannski að einhverju leyti öðru- vísi en gert er ráð fyrir í þessu áliti. Álitið sjálft er ekki nýr búvörusamningur, en það er hins vegar gagnlegur grundvöll- ur að samningum um nýjan búvörusamning og þeirri samfé- lagssátt sem þarf að verða um slíkan búvörusamning,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. Olafur Ragnar sagðist telja tillögur sjömannanefnd- ar athyglisverðar og að í þeim væri fólgin mjög alvarleg og heiðarleg til- raun til þess áð takast á við vandamál sauð- ijárræktarinn- ar. Hann sagði það vera mjög mikilvægt að forystumenh samtaka launa- fólks, bænda og atvinnulífs hefðu skilað sameig- inlegum tillögum, og hann telsi það mikinn feng fyrir bændur að forystumenn launafólks sérs- taklega og einnig atvinnulífsins skyldu vilja ganga í lið með bændum og stjómvöldum að taka á þessu vandamáli. Þá teldi hann það einnig mikinn pólitískan ávinning fyrir landbúnaðarráð- herra að slík breiðfylking skyldi hafa myndast á bak við jafn rót- tækar tillögur um kerfisbreyt- ingu eins og hér væra á ferðinni. „Auðvitað fela þessar tillögur í sér sársaukafullar aðgerðir. Framkvæmd þeirra mun hafa í för með sér afdrifaríkar breyt- ingar fyrir stóran hóp einstakl- inga í bændastétt og fyrir ýmis byggðarlög. Kjarkurinn felst hins vegar í því að horfast í augu við þá erfiðleika. Ég veit að ýmsir í bændastétt munu gagnrýna landbúnaðarráðherra fyrir það að vilja nálgast málið á grand- velli þessarar tillögugerðar, en ég tel landbúnaðarráðherra hins vegar sýna mikla framsýni og pólitískt þor að vilja ganga í verk- ið með þeim hætti. Ég vona að þeir forsvarsmenn bænda og ein- stákir bændur, sem vilja gagn- rýna hann eða aðra hart fyrir það að taka það í mál að ræða málin á grundvelli tillagna sjö- mannanefndar, muni horfast í augu við þá staðreynd að þetta er erfítt vandamál, og það er mikið fyrir það gefandi fyrir bændur til lengdar að launafólk, sem er 80-90% af íbúum suðvest- urhornsins á landinu skuli vilja ganga með í lausninni á þessum vanda. Þar með er að minnsta kosti verið að brúa þá gjá sem þar hefur verið á milli, því fulltrú- ar launafólks hafa í að minnsta kosti 20 ár ekki starfað á þeim stjómskipaða vettvangi landbún- aðarmálanna, sem þeir áttu rétt á að hafa fulltrúa. Þess vegna er það afdrifaríkt fyrir bændur að taka vel þeirri tillögugerð, sem kemur fram sameiginlega frá formanni Stéttarsambandsins^ formanni BSRB, formanni ASÍ og fulltrúum atvinnulífsins," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að gallinn við síð- asta búvörasamning hefði verið sá að samtök atvinnulífs og iaun- afólks hefðu ekki verið þar með í ráðum, 0g samningurinn ekki haft víðtækan þjóðfélagslegan grundvöll. * „Landbúnaðarráðherra hefur hins vegar haldið þannig á mál- um undanfarið að samningsgerð- in um nýjan búvörasamning get- ur haft víðtækan samfélagslegan bakhjarl, og það er lykilatriði málsins. Ef það tekst að ljúka slíkri samningagerð á næstunn- mi þá er það mín skoðun að það eigi tvímælalaust að leggja það fyrir þingið, en það á eftir ða koma í ljós hvort sá áfangi næst. Ég segj hins vegar, að þeir menn sem vilja splundra þeirri víðtæku þjóðfélagslegu samstöðu, sem náðst hefur í þessu máli, þeir bera mikla ábyrgð.“ hugmynd á að halda til haga.“ Hann sagði að eitt sem tillögu- höfundar teldu kost væri að með uppkaupum á offramleiðslu í upp- hafi væri hægt að losna við út- flutningsbætur, en það væri hins vegar hálfsannleikur. „Ef þessi markmið nást munum við að vísu ekki þurfa að greiða útflutnings- bætur, en sá hluti útflutnings- bóta, sem rennur til Framleiðni- sjóðs helst. Framleiðsnisjóður landbúnaðarins er öfugmæli, og minnir á nafn á jörð, sem stendur á veðurbörðum rofahól innan um gróðarlausa mela, og á að heita Skógar, því að þessi sjóður hefur gert allt sem hægt er að láta sér detta í hug til þess að draga úr framleiðni í hefðbundnum grein- um og aukabúgreinum svo sem minka- og refarækt. Gegnum hann hefur verið mokað fé í hluti, sem aldrei munu skila grænum eyri til baka.“ Jón Baldvin sagði að hann teldi það bæði löglaust siðlaust af þing- meirihluta sem væri að skila af sér, að ætla að binda hendur tveggja næstu þinga með nýjum búvörusamningi. Ut af fyrir sig væri hann þó ekki að rengja rétt Iandbúnaðarráðherra til þess að standa að samningum við bænd- ur, en sagði það hins vegar ekki vera einkamál landbúnaðarráð- herra þegar um væri að ræða tugmilljóna útgjöld skattgreið- enda tvö kjörtímabil fram í tím- ann. „Það varðar þjóðarhag, það varðar verksvið annarra ráðherra, og það er út í hött þegar gildandi búvörusamningur gildir til hausts- ins 1992 að núverandi þingmeiri- hluti ætli sér slíkt vald. Hins veg- ar er mjög gagnlegt að sem flest- ar hugmyndir og tillögur liggi fyrir og hafi verið ræddar, þannig að ný ríkisstjórn geti með sem minnstum fyrirvara tekið sínar ákvarðanir í samræmi við þá stefnu sem kjósendur gefa braut- arfylgi í þessum kosningum. For- sætisráðherra hefur tekið undir það að það eigi ekki að gera bind- andi búvörusamning nú í lok kjör- tímabilsins, og um það getur ekki tekist samkomulag innan þessar- ar ríkisstjórnar þó að landbúnað- arráðherra vilji. Hitt er annað mál að til greina kemur að landbúnað- arráðherra afli lagaheimilda á þessu sumri, til dæmis fyrir kaup- um á fullvirðisrétti í haust, því það þarf aðdraganda. En lengra á hann ekki að ganga," sagði Jón Baldvin Hannibalsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.