Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 15
MOKGUN'FU.ADH) SUNNUDAGUK 2AFEBRÚAR199F 15 Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæóisflokksins Getur lagt sóðan grtiim að rMæka saÉmmlagi „ÉG lít svo á að þarna sé hvort tveggja í senn verið að horfast í augu við staðreyndir og verja hagsmuni landbúnaðarframleiðsl- unnar um leið og menn í þessari framleiðslu eins og annarri þurfa að taka tillit til hagsmuna neytendanna. Á þessu sviði eins og öðru þurfa menn að finna þetta jafnvægi, og ég held að þetta sé alvörutilraun til þess að ná þessum markmiðum. Þetta hefur einhver áhrif á byggðaþróun, og ugglaust eru þær byggðir til sem myndu veikjast, en aðrar sveitabyggðii’ myndu væntanlega styrkjast þannig að menn verða að horfa á þetta í heild sinni,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins. orsteinn sagði að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu ekki grandskoðað tillögur sjömannanefndar, en sér sýndist hins vegar margt í þeim vera at- hyglivert, og þær gætu örugglega lagt góðan grunn að víð- tæku samkomu- lagi í þessum málaflokki. „ Auðvitað eru einstök atriði sem menn þurfa að fara nákvæmar ofan í saumana á, eins og til dæmis því hvernig ná á þeirri framleiðniaukningu sem rætt er um. Aðstandendur skýrslunnar benda réttilega á að þetta er aðeins fyrsti hluti og tek- ur aðeins yfir frumframleiðsluna en hvorki úrvinnslu né sölu, en auðvitað væri mjög æskilegt að menn hefðu slíka úttekt á ferlinu öllu,“ sagði hann. Þorsteinn sagðist telja eðlilegt, að nýtt þing og nýr stjórnarmeiri- hluti tæki ábyrgð á endanlegri gerð nýs búvörusamnings sem byggður væri á tillögum sjömann- anefndar, en sagði að þau mál hefðu dregist úr hömlu hjá ríkis- stjórninni, og algjör óvissa hefði verið uppi um hvert stefndi í þeim efnum. „Menn kunna því að kom- ast í tímaþröng fyrir þá sök hve ríkissijómin hefur haldið ilia á málinu. Það þarf að skoða laga- hlið málsins, og það hlýtur að þurfa að renna lagastoðum undir breytingar af þessu tagi. Ég hef ekkí orðið var við að ríkisstjórnin hafí hreyft sig í þeim efnum, og mér sýnist hún hafa staðið sig mjög illa í þessum undirbúningi. Hins vegar hafa þessir aðilar vinnumarkaðarins sem aðild áttu að sjömannanefnd greinilega tek- ið þetta föstum tökum og lagt þarna fram alvöru umræðugrund- völl.“ is þeim sem vildu hætta búskap færi á því að hætta án þess að verða öreigar, þar sem raunhæft verð væri í boði fyrir fullvirðisréttinn sem keyptur yrði upp. „Það er ljóst að við rúmumst ekki allir í sauðfjár- ræktinni, en flötu skerðinguna vilj- um við ekki. Ég tel að það eigi að marka svæðin og fara síðan með mikilli gát að uppkaupum á þeim, en ég tel að gefa ætti fullvirðisrétt- inn strax fijálsan innan þeirra. Það er verið að tala um stóruppkaup núna í upphafi, en þau mega ekki fara stjórnlaust inn á þessu stijálu svæði því það þolum við ekki. Ég vil að fullvirðsiréttarsölunni verði stýrt inn á svæðin ef við ætlum að líta á þetta sem atvinnugrein. Það verður að tengja þessar tillögur raunverulegum aðstæðum, og koma þannig í veg fyrir að þær verði fram- kvæmdar stjórnlaust, því annars held ég að það sé rétt fyrir menn að forða sér bara hver sem betur getur.“ Dreifbýlið þolir ekki fólksfækkun Valdimar Gíslason, Mýrum í V-ísafjarðarsýslu, sagði að við fyrstu sýn væru þær bætur ásættanlegar sem boðið er upp á fyrir fullvirðisréttinn samkvæmt tillögunum, þó fyrirsjáanlegt væri að þeir sem selja rétt sinn gætu lent í erfiðleikum síðar meir ef þeir þyrftu að ganga frá búum sínum og koma sér fyrir í þéttbýli. „Mér líst auðvitað ákaflega illa á að það skuli þurfa að draga svona gríðarlega mikið saman og gera það á svo stuttum tíma. Varðandi þau uppkaup á rétti sem þarna er reiknað með, þá geri ég ráð fyrir að ekki vilji allir selja sinn rétt, jafnvel þó um sé að ræða ónotaðan rétt vegna niðurskurðar eða rétt sem verið hefur í leigu. Sú flata skerðing sem af þessu myndi leiða kæmi ákaflega illa niður, og ég er hræddur um að það muni grisja byggðina víða. Dreifbýlið stendur víða það veikt að það þolir enga fólksfækkun, því þá er ekki líft íyrir þá sem eftir sitja.“. Valdimar sagði að þörf hefði ver- ið á að hafa stjórn á því hvar skerð- ingin kæmi niður, og í því sam- bandi hefði meðal annars þurft að taka tillit til gróðurverndarsjón- armiða og annat-ra atvinnutæki- færa. „Það hefur alltaf reynst erfitt viðureignar ef átt hefur að mismuna bændum hvað það varðar. Þá hafa allir risið upp og enginn viljað láta skerða mikið hjá sér. Það er því útilokað að bændur geti sjálfir haft forgöngu um að mismuna skjálfum sér þannig, og því hefðu stjórnmála- mennirnir þurft að ganga þama fram fyrir skjöldu." Valdimar sagði að ljóst væri að vandi sauðfjárræktarinnar væri gríðarlega mikill, og búið væri að velta honum lengi á undan sér. „Mér finnst tíminn sem gefinn er ansi knappur ef skera á réttinn til framleiðslu sauðfjárafurða niður um þriðjung. Þetta er mikil bylting sem þarna er að eiga sér stað, og ekki hefði veitt af tímanum fram til alda- mótanna. Þá er ég svolítið vantrúað- ur á að sú verðlækkun sem talað er um skili sér til neytenda, en það hefur verið reynslan á undanförnum árum að álagningin og milliliða- kostnaðurinn hafí sífellt verið að aukast, og ég er hræddur um að ef það verður verðlækkun á sauð- fjárafurðum til bænda þá fari það í milliliðina. Ég held að það sé uggur í mönn- um út af þessum tillögum, en hins vegar held ég að flestir séu jákvæð- ir fyrir því að farið verði að greiða hluta af verðinu beint til bænda, og ég held að mönnum finnist bótalið- urinn fyrir framleiðsluréttinn nokk- uð ásættanlegur. Hins vegar eru menn nú svolítið undrandi á því að það skuli vera hlutverk annarra stétta að standa fyrir þessu, og mönnum sýnist að það hefði kannski verið eðlilegra að það hefðu verið stjórnmálamennirnir sem bæru ábyrgðina á þessu,“ sagði Valdimar. á markmið tillagnanna. Sumir álíta að þannig „sveltistefna“, það er stöð- ugar skerðingar yfir línuna, leiði til þess að nógu margir gefíst upp og selji framleiðslurétt sinn, en aðrir eru vantrúaðir á það. Hvað tekur við? í tillögunum er talað um að óhjá- kvæmilegt sé að sauðfjárbændur fái svigrúm tii aðlögunar að aukinni samkeppni. Á tímanum verður inn- flutningur kindakjöts ekki leyfur umfram það sem alþjóðlegir samn- ingar kunna að kveða á um. Tillögur um kvótakerfi og verðmyndun skoð- ist sem tímabundin ráðstöfun og lið- ur í undirbúningi búvöruframleiðsl- unnar að frjálslegri viðskiptaháttum, eins og það er orðað. Því verði eng- inn framtíðarréttur tryggður með þessu kerfi. Það er gert til að festa kerfíð ekki of mikið í sessi, menn geti ekki keypt sér greiðslumark til langrar framtíðar í trausti þess að kerfið verði við lýði um aldur og ævi. Ekkert kemur fram um það hvað nefndin telur að eigi að taka við 1998. „Fijálslegri viðskiptahættir" geta þýtt svo margt og menn geta lagt mismunandi merkingar í þessi orð. Einn af nefndarmönnum í sjö- mannanefnd sagði að áfram væri gert ráð fyrir styrktum landbúnaði. Meginmálið væri að nota þennan aðlögunartíma til að gera sauðfjár- ræktina samkeppnisfæra við innlend og innflutt matvæli og það sem tæki við eftir að gildistími tillagna nefndarinnar rennur út hlyti að fara eftir því hvernig búið væri að land- búnaðarframleiðslu í samkeppnis- löndunum. Sami maður benti á að breytingar gætu átt sér stað á þessu sex ára tímabili. Menn hefðu svigrúm til að framleiða 10% umfram greiðslu- mark, og væru vissar vonir bundnar við að hlutur óstyrktrar framleiðslu færu vaxandi á tímabilinu. í því fælist viss aðlögun framleiðslunnar að samkeppni. Fyrir hvað er verið að greiða? Sjömannanefnd segir að útgjöld ríkisins vegna sauðfjárframleiðsl- unnar séu um 4 milljarðar kr. á ári, eða um 4% útgjalda ríkissjóðs. Þessi útgjöld eru áætluð 3,4 milljarðar í ár en fara stiglækkandi á þeim tíma sem tillögur nefndarinnar nái yfir og verða komin niður í 1,8 milljarða kr. á ári 1997. Gert er ráð fyrir því að þeir peningar sem nú fara í út- flutningsbætur verði á næstu árum notaðir til skipulegrar aðlögunar kindakjötsframleiðslunnar að mark- aði með því að kaupa bændur frá framleiðslu og sá útgjaldaliður ríkis- ins falli niður árið 1997. Þeir fjár- munir sem varið hefur verið til niður- greiðslu búvöruverðs haldi sér hins vegar í sama hlutfalli og nú er. Pen- ingarnir verði hins vegar að mestu greiddir sem bein framlög til bænda og lækki smám saman eftir því sem búvöruverðið lækkar. Ársverkum fækkar um 500-1000 Ómögulegt er að segja til um hvað margir bændur muni hætta ef tillögur sjömannanefndar komast til framkvæmda. Niðurskurður á 70 þúsund kindum í haust samsvarar bústofni á 400 verðlagsgrundvall- arbúum. Slegið hefur verið á að árs- verkum í sauðfjárrækt fækki um 500-1.000 vegna samdráttarins. Laun bænda lækka um rúmlega 200 milljónir vegna fyrirhugaðs samdráttar í haust, en auðvitað eru menn að selja þennan framleiðslu- rétt og fá greitt fyrir. Ekki er ólík- legt að launin lækki um svipaða upphæð vegna tekna sem bændur missa þegar óvirki fullvirðisréttur- inn, það er sá fullvirðisréttur sem ríkið hefur á leigu, fellur út. Margir bændur óttast að sam- dráttur með fijálsum samningum leiði til hruns einstakra byggða og vilja að sauðfjárhéruð njóti verndar. Sjömannanefndin telur það ekki verkefni sitt að taka tillit til slíkra sjónarmiða. Því var hafnað í nefnd- inni að setja skorður við viðskiptum með greiðslumark með svæðaskipt- ingu eða öðru slíku, nema fyrsta árið, allt slíkt var talið draga úr möguleikum á hagræðingu. Maður sem tók þátt í starfi nefndarinnar segir að ef sauðfjárræktin eigi að standast samkeppnina við aðrar kjötframleiðslugreinar og innflutn- ing sé ekki hægt að taka tillit til byggðasjónarmiða, kjötið verði ein- faldlega að framleiða þar sem hag- kvæmast er. Talið er að svæðaskipt- ing eða aðrar aðgerðir til að hygla sauðfjárræktarsvæðunum komi til álita við gerð nýs búvörusamnings eða lagasetningu í tengslum við hann, enda er vitað að landbúnaðar- ráðherra er hallur undir slík sjónar- mið. Ef slíkt yrði gert mun það mælast afar illa fyrir í sjömanna- nefndinni og nefndarmaður sagðist hætta í nefndinni ef farið yrði að skemma tillögur hennar. Málmfríóur Sigurðardóttir Kvennalista Tillögumar biattar fyrír bmúai „MÉR sýnist við fyrstu sýn að þessar tillögur séu ansi brattar fyrir bændur, og ég hefði kosið að sjá að þeir fengju eitthvað lengri aðlögunartíma. Ég get hins vegar ekki sagt ennþá um hvort ég er samþykk þessum tillögum því ég er ekki búin að meta þær, og ekki búin að fá nógar upplýsingar um hvernig þær virka á öllum sviðum," sagði Málmfríður Sigurðardóttir, Kvennalista. að sem ég hefði viljað sjá er svæðabúskapur, og þó ég sé ekki hrifin af miðstýringu þá er í tillögunum engin stýring á því hvernig byggð á að þróast í sambandi við búskap. Ef það er rétt þá finpst mér það megingalli á þessu. Ég tel að það þyrfti á einhvern máta að tryggja að sá búskapur sem hentar best á hveiju svæði fái að þróast þar en ekki einhvérs staðar annars stað- ar, bæði með til- liti til landgæða og landverndar þar sem það á við. Ég hef ekki ennþá getað séð í þessum tillög- um að þau sjónarmið séu uppi,“ sagði Málmfríður. Júlíus Sólnes formaður Borgaraflokksins SkiMleggla þarf atttaaóaM íómðaþmn „MÉR finnst þessar tillögur mjög athyglisverðar og inargt já- kvætt í þeim. Þau markmið sem nefndin setur fram eru eðlileg og ég myndi styðja það að fara þessa leið, en bendi á að sam- hliða þessu þarf að setja aðgerðir til þess að vera með skipulagt undanhald í byggðaþróuninni," sagði Július Sólnes, forinaður Borgaraflokksins. arna eru að mörgu leyti sett- ar fram tímamótatillögur í því efni að í fyrsta skipti er viður kennt að það sé ekki umflúið að draga sauðfjárræktar- búskap verulega saman og fækka svo um munar þeim bændum sem stunda sauðfjárrækt. Það er bent á að það muni hafa verulega byggð- aröskun í för með sér, sem nefndin í sjálfu sér tekur ekki afstöðu til. Mér finnst þetta allt rétt og í samræmi við það sem við höfum bent á,“ sagði Júlíus. Hann sagðist telja að skipulagt undanhald þyrfti að vera í sám- bandi við byggðaþróun í landinu frekar en að um væri að ræða skipulagslausan flótta eins og hingað til hefði verið. „Það er tvennt sem við höfum lagt áherslu á í því sambandi, en það er í fyrsta lagi að fullvirðisrétturinn verði framseljanlegur milli býla, og sömuleiðis höfum við talið skyn- samlegra að greiða framleiðslu- styrki beint til bænda og losna þannig við milliliðakerfið. Við höf- um einnig velt því töluvert fyrir okkur hvaða störf verður hægt að skaffa bændum sem vildu hætta sauðfjárbúskap, og ég hef bent á að það mætti hugsa sér að þeir gerðust gróðurverndareft- irlitsmenn og landverðir. Það finndist mér vera mjög verðugt verkefni fyrir bændur, sem raun- vei-ulega gætu haft fulla vinnu í sambandi við gróðurvemd og gróðureftirlit. Ef við vildum fara út í það átak sem þarf að gera til að snúa vörn í sókn í gróður- málunum, þá er í raun og veru um að ræða svo gífurlegt verkefni að þeir bændur sem myndu hætta sauðfjárbúskap gætu svo hæglega orðið starfsmenn í því átaki,“ sagði hann. „Ég er sammála þeim sem segja að það verði að fara í þess- ar breytingar í einhvetjum litlum skrefum, því það er ekki hægt að keyra þetta strax niður í það ástand sem menn telja að þurfi að nást fram, þ.e.a.s. að hætta öllum útflutningsbótum og fram- leiða nákvæmlega það sem innan- landsmarkaðurinn þarf. Þá myndu sennilega flosna hér upp hundruð eða þúsundir manna. Ég er ekki viss um að það sé hagkvæmt fyr- ir þjóðfélagið, og ég er hræddur um að það myndi reynast erfitt að taka við þessu fólki og finna því önnur störf, en ég tel að það myndi einungis skapa ný vanda- mál,“ sagði Júlíus Sólnes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.