Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1991 IFYRSTA SKIPTIÐ NAUÐUGUR eftir Pál Þórhallsson ÞAÐ lá nærri að langferðabifreiðin með Stein- grím Hermannsson í leiðsögnmannssætinu færi út úr bænum án þess að taka Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands, með. Hann fer sér að engu óðslega og á Þingvöllum sagðist hann vera hálfpartinn feginn því að hafa gleymt ljós- myndavélinni því ella hefðum við trauðla kom- ist tímanlega af stað aftur í bæinn. Hann vill ekki ræða stjórnmál án þess að öll saga mann- kynsins sé í bakgrunni, en fyrst þarf hann að hvílast í svo sem eins og fimmtán mínútur. Mitt í djúpum hugleiðingum vekur lítil trjáþyrping athygli hans og hugurinn leitar að hliðstæðum í Síberíu. Þingvallaheimsóknin virðist hafa mik- il áhrif á ráðherrann og verður honum tilefni til að tilnefna útvarpsstöð til friðarverðlauna Nóbels. Þegar blaðamaður hugðist upphefja við- talið á leiðinni út úr bænum brást Meri þannig við að hann vildi hafa hlutverka skipti. „Seg þú mér heldur hvað fyrir augu ber hér í Reykjavík. Hvaða kirkja er þetta?“ sagði hann og benti á turn Hallgrímskirkju sem sást frá Hringbrautinni. Ráð- herrarnir komu til landsins síðdeg- is daginn áður og ekki hafði gef- ist neinn tími til að fara í skoð- unarferð um borg ina. „Þessi hljóta að vera fjorutíu ára gömul," sagði Meri og benti á grenitré sem standa í röðum meðfram Miklu- brautinni milli Kringlumýrar- brautar og Háaleitisbrautar. Meri hefur ferðast nokkuð um Norðurlönd en ekki komið til ís- lands fyrr. Hann sýnir laxveiðinni í Elliðaánum lítinn áhuga en finnst útsýnið yfir iðnaðarhverfið á Ár- túnshöfða þar sem Viðey sést á sundunum og Esjan og Akrafjallið í baksýn fagurt. „Hvílík litadýrð.“ „Eg hef aldrei verið í neinum stjórnmálaflokki," segir Meri að- spurður. „Eiginlega eru flokkarnir orðnir of margir í Eistlandi." En hvernig hófust þá stjórnmálaaf- skipti hans? „Starf rithöfundarins er alltaf pólitískt,“ segir hann. Lennart Meri fæddist árið 1929 og hann er spurður hvernig Eist- land hafi verið eftir fyrri heims- styijöldina þegar það naut sjálf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.