Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1991 ATVIN N %3AUGL YSINGAR Fangelsismála- stofnun ríkisins auglýsir eftir starfskrafti til að annast félags- lega þjónustu við fanga og sjá um eftirlit með þeim, sem dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar. Æskilegt er að viðkom- andi hafi félagsráðgjafamenntun eða sam- bærilega menntun. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 623343. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Fangelsismálastofnun ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík, eigi síðar en 1. mars nk. Fangelsismálastofnun ríkisins, 12. febrúar 1991. SKRIFSTOFUVÉLAR sund hf eru leiðandi fyrirtæki í sölu og þjónustu á skrifstofutækjum, staðsett á Nýbýlavegi 14-18 í Kópavogí. Fyrirtækið byggir á göml- um grunni og er í mikilli sókn. Rafeindavirki - rafvirki Vegna aukinna umsvifa við þjónustu á Konica U-bix, Xerox og Rex Rotary Ijósritunarvélum leitum við að drífandi og hæfum viðgerðarmanni til starfa á Ijósritun- arverkstæði fyrirtækisins. Starfsreynsla á þessu sviði er æskileg. Góð laun í boði fyrir réttan einstakling. Farið verður með allar fyrirspurnir og um- sóknir sem algjört trúnaðarmál. Umsóknum skal skilað til Ráðningarþjón- ustu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, fyr- ir 2. mars nk. (tI JÐNf ÍÓNSSON RÁÐCJÖF & RÁÐN I N CARhJÓN Ll STA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22 Bókasaf nsf ræðing u r Laus er til umsóknar staða bókasafnsfræð- ings við Amtsbókasafnið á Akureyri. Ráðið verður í starfið frá 1. júní nk. eða eft- ir nánara samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um starfið gefa amtsbókavörður í síma 96-24141 og starfsmannastjóri í síma 96-21000. Umsóknareyðublöð fást í starfs- mannadeild Akureyrarbæjar. Umsóknarfrestur er til 8. mars nk. Bæjarstjórinn á Akureyri. Þjónustumiðstöð - matreiðslumaður Kf. Borgfirðinga og Olíufélagið hf. opna í vor 900 m2 þjónustumiðstöð við þjóð- veginn í Borgarnesi. Þar verður m.a. bensín- og olíusala, veitingasala og almenn ferða- mannaverslun. Leitað er að matreiðslumanni til að sjá um daglegan veitingarekstur. Starfsreynsla er nauðsynleg. Viðkomandi mun taka þátt í undirbúningsstarfinu. Til greina kemur að ráða tímabundið í starfið, t.d. til 6 mánaða. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Gudni Tónsson RÁÐCJÖF &RÁÐN1 NCARMÓNUSTA TIARNARGÖTU 1.4, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Félagsráðgjafi óskast í hlutastarf á Landakotsspítala, helst frá 1. apríl nk. Nánari upplýsingar gefa félagsráðgjafar, Karin og Sigurlaug, í símum 604341,604342 eða 604300. Reykjavík, 21. febrúar 1991. St. Jósefsspítali, Landakoti. Laus staða Við norrænudeild Háskólans í Bergen er laus staða lektors („amanuensis") í íslensku. Lektorinn verður ráðinn í 3 ár og hefur mögu- leika á að sækja um ráðningu í 3 ár til viðbót- ar. Hafi viðkomandi ekki doktorsgráðu á hann/hún að vinna að því samkvæmt áætlun heimspekideildar. Umsækjandi skal hafa íslenskt cand.mag. próf eða samsvarandi menntun, góða mála- þekkingu og hann/hún verður að hafa góða íslenskukunnáttu. Lektorinn er með kennslu- skyldu í íslensku máli og bókmenntum, með aðaláherslu á kynningaráfanga í íslensku. Honum/henni kann einnig að verða falið að kenna og vera leiðbeinandi framhaldsnema á sérsviði sínu. Lektornum er skylt að taka þátt í prófstarfi auk þess sem æskilegt er að viðkomandi geti lagt sitt af mörkum í þágu kynningarstarfsemi fyrir íslenska menn- ingu og þjóðfélag. Umsækjendur verða að geta kennt á öllum sviðum fagsins eftir þörf- um, hvort sem um framhalds- eða byrjun- arnám er að ræða. Kennsluskylda er allt að 10 stundir í viku. Sá, sem verður ráðinn, skal hafa undirstöðuréttindi í kennslu- og uppeldisfræði. Umsækjendur geta fengið að taka undirstöðunám í uppeldisfræði á fyrsta starfsári. Við heimspekideild („Det historisk-filosofiske fakultet") Háskólans í Bergen er hægt að fá stöðulýsingu sem gerð hefur verið vegna þessa starfs. Ráðning miðast við launaþrep 31 í Noregi og ákveðst við doktorsgráðu eða samsvarandi menntun. Umsækjandi, sem ekki stenst þær kröfur, verður ráðinn sem „amanuensis" í launaþrep 23/30. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um. Verði umsækjendur álitnir jafn hæfir til stöðunnar, mun verða farið eftir sérsamningi um jafnrétti við Háskólann í Bergen. Sá, sem verður ráðinn, verður að fylgja þeim fyrirmælum, sem um stöðuna gilda. Umsókn með vottorðum um menntun og fyrri störf í þremur eintökum, vísindarit og yfirlit yfir þau, allt í þremur eintökum, sendist heimspekideild Háskóla íslands fyrir 22. mars 1991. RADAUGí YSINGAR ATVINNUHÚSNÆÐI í aðal Kringlunni Til leigu/sölu glæsilega staðsett húsnæði á 3ju hæð, sem hentar vel fyrir þjónustu og verslunarrekst- ur, s.s. tannlæknastofu, prentstofu, hann- yrðaverslun, gullsmíði, fasteignasölu, skó- vinnustofu og fleira. Nánari upplýsingar í síma 10293 alla virka daga. Til leigu á Hverfisgötu 4 í næsta nágrenni við nýtt Dómhús Reykjavíkur Húsnæðið, sem er um 185 fm, skiptist í sjö skrifstofuherbergi, auk tveggja rúmgóðra skrifstofu- og/eða fundarherbergja, móttöku, skjalageymslu, kaffiaðstöðu o.fl. Allt hús- næðið er nýmálað. Mjög hentugt fyrir lögfræðistofur. Nánari upplýsingar í síma 680450 á skrif- stofutíma. Til leigu um 250 fm verslunarhúsnæði á jarðhæð í Borgartúni 31 . Hugsanlegt að leigja lagerhúsnæði á sama stað. Upplýsingar í síma 627222. Bankastræti Til leigu verslunarhúsnæði við Bankastræti, 1. og 2. hæð ásamt kjallara. Upplýsingar í símum 20947 og 22429. Skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í nýju húsi í Mjódd. 40-600 fm einingar. Hentugt fyrir skrifstofur, heildsölur, læknastofur og fleira. Möguleiki á lageraðstöðu. Lyfta er í húsinu og næg bílastæði. Upplýsingar í síma 76904. Skrifstofuhúsnæði óskast Félagasamtök óska eftir að taka á leigu ca 60 fm húsnæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar í síma 612087. 200 fm - Tangarhöfði Til leigu 200 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð með stórri innkeyrsluhurð. Lofthæð 3,5 metrar. Upplýsingar í síma 611619 eftir kl. 17.00. HÚSNÆÐIÓSKAST w Islensk-ensk fjölskylda óskar eftir að leigja íbúð eða lítið einbýíishús með húsgögnum á Reykjavíkur- svæðinu frá miðjum júlí til 7. ágúst nk. Upplýsingar í símum 612177 og 693830.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.