Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 17
> : MORGÖN‘I!I.AF)IÐ1 SlíNNÚ'ÓAGtJR12Í4. ÚÉÚR!trÁ1R1 í991 9117 Þingvallaferð með Lennart Meri, sendi- herrasyninum sem var sex ar i fangabúð- um, rannsakaði ára- tugum saman lif frændþjóða Eistlend- inga i Síberíu, heff ur vantrú á stjórnmála- ff lokkum en var engu að síður valinn utan- ríkisráðherra stæðis. Sumir vilja halda því fram að þar hafí verið einræðisstjórn undir lokin? „Það var nú ekki meiri einræðisstjórn en ríkir núna í Bandaríkjunum og Frakklandi." Þetta stenst semsagt ekki? „Jú, en við höfðum stjórnarskrá sem var í vissum skilningi of lýðræðis- leg.“ „Eg hef skipt átta sinnum um skóla um ævina og numið á fjórum tungumálum. Faðir minn var stjórnarerindreki hins sjálfstæða Eistlands og við bjuggum bæði í Frakklandi og Þýskalandi. Síðasta verkefni föður míns var að fara til Washington og taka við sendi- herrastöðu þar. Við áttum að fara í ágúst en komumst ekki því í júní var landið hemumið.“ Lengra varð samtalið á leiðinni til Þingvalla ekki. Ráðherrann var örþreyttur eftir ferðalagið daginn áður og viðræður dagsins (og e.t.v. misjafnlega gáfulegar spurningar) og sagðist verða að fá að halla aftur augunum í fimmtán mínút- ur. Á Þingvöllum tók séra Heimir Steinsson á móti gestunum. Þeir fengu ágrip af sögu staðarins og jarðfræði. Er gengið hafði verið til kirkju flutti séra Heimir ræðu gestunum til heiðurs þar sem dreg- in voru fram líkindi með þjóðunum tveimur. Loks var skálað í íslensku brennivíni í stofu forsætisráðherra sem er sambyggð prestsbústaðn- um. Að eigin sögn hafði fegurð og saga Þingvalla svo mikil áhrif á Meri að hann ákvað síðar um daginn að nota tækifærið „hér í Reykjavík sem er ekki alltof fjarri“ til að tilnefna útvarpsstöðina Rad- io Free Europe/Radio Liberty til friðarverðlauna Nóbels. Á heimleiðinni var ráðherrann mun hressari og spurði í þaula um lagasetningu á Alþingi til forna. Og sama er að segja um Edgar Savisaar sem talaði við starfsbróð- ur sinn með aðstoð túlks sem hef- ur gott vald á íslensku þótt hann sé sjálflærður. Var nú þráðurinn í samtalinu vð Meri tekinn upp að nýju. 1941 var Meri fluttur til Síberíu ásamt íjölskyldu sinni og var hver sendur á sinn stað. „í fangabúðunum var ég eiginlega fremur skamman tíma — sex ár. En þá var ég enn ungur. Og ég er þakklátur fyrir að fjölskýlda mín hélt lífi. Ég lít á fangabúðadvölina sem eins kon- ar skóla. Á þessum tíma voru mörkin milli fangabúðanna og raunverulegs borgaralegs lífs ekki skýr. Allt sovéska efnahagslífíð var gegnsýrt gúlaginu. Skrúfa var búin til í fangabúðum og svo var hún e.t.v. notuð við að setja saman bifreið utan búðanna og þá hafði bifreiðin eitthvað af gúlaginu í sér. Þetta dæmi er auðvitað tákn- rænt.“ Meira vildi Meri ekki segja um vist sína í fangabúðunum í Síber- íu. „Það veitist mér erfitt að tala um þetta efni þegar við erum ný- komnir frá fæðingarstað elsta lög- gjafarþings í heimi. En ég er sátt- ur við örlög mín. Ég skil hvað það er að vera haldinn sjúkdómi sem getur dregið mann til dauða og heitir heimþrá. Ég veit líka að allt- af eru til manneskjur sem eru reiðubúnar að rétta hjálparhönd. En ég þekki einnig frumillskuna sem maður verður alltaf að standa gegn til þess að halda mennsku sinni.“ Þegar Meri kom aftur til Tallinn átján ára gamall hafði hann týnt niður eistneskunni að mestu. Og hann átti í nokkrum erfiðleikum með að laga sig að nýju lífi sem fólst ekki lengur í skógarhöggi myrkranna á milli. Og hann sneri aftur og aftur til Síberíu. Fram til 1970 hugleiddi Lennart Meri vart þann möguleika að ferð- ast úr landi. „Eftir stríðið hafði ég sótt um vegabréfsáritun til að heimsækja Búdapest ásamt eigin- konu minni. Konan mín fékk það svar að hún gæti ef til vill fengið að fara en ég myndi aldrei fá leyfi til að fara úr landi. Þá strengdi ég þess heit að ég skyldi ekki sækja um slíkt leyfi heldur bíða þess að þeir byðu mér að fara utan. Og það kom á daginn 21 ári síðar. En fyrst ég mátti ekki ferðast utanlands einsetti ég mér að kynnast Síberíu eins vel og hægt væri. Þangað hef ég fárið í um þijátíu rannsóknarleiðangra. Ég hef einkum lagt mig eftir að kynnast þjóðum sem tala sama tungumál og við Eistlendingar. Einnig hef ég gert kvikmyndir og skrifað bækur um þetta efni.“ Á Mosfellsheiðinni kemur upp í huga ráðherrans ferð sem hann fór ný- lega til Tsjúkotskíj-héraðs sem er austast í Sovétríkjunum, gegnt Alaska. „Landslagið er svo svip- að,“ segir hann. „Fjöllin eru eins í laginu og eini munurinn er sá að þar eru engir vegir — og auðvit- að ekkert kaffi." Það var finnskur rithöfundur sem varð þess valdandi að Meri fékk að ferðast út fyrir Sovétríkin. Honum tókst að beita Sovétstjórn- ina nægilegum þrýstingi til þess að Meri fengi ferðaleyfi. „Það var í fyrsta skipti sem nokkur úr fjöl- skyldunni fékk að fara úr landi síðan Eistland var hernumið." En ráðherranum eistneska er heldur ekki um þetta umræðuefni gefið — ferðalög hingað eða þangað. Það eru til aðrir hlutir og mikil- vægari eða öllu heldur kýs hann annað sjónarhorn. „Það sem máli skiptir er að velta því fyrir sér hvers vegna menn hafa læst inni einn sjötta hluta þurrlendis jarðar. Það er hægt að ímynda sér tukt- hús fyrir tvö hundruð manns, tvö þúsund eða jafnvel tuttugu þús- und. En það er erfiðara að gera sér grein fyrir því hvernig svo stór- um hluta heimsins var breytt í fangelsi. Og það leikur enginn vafi á því að sú var raunin, um það vitnaði gaddavírinn, varðturn- arnir, gá varðhundanna og ein milljón landamæravarða. Kerfið var rotið og til þess að halda því við þurfti að beita nýj- ustu tækni. Þannig varð heimur Orwells til. En sú hugmynd að hægt sé að skapa lokaðan heim í opinni veröld er röng í sjálfri sér. Enda hafði þessi tilraun hörmuleg- ar afleiðingar." Meri sér Sovétrík- in og endalok þeirra í núverandi mynd í ljósi mannkynssögunnar. „Frá því í grárri forneskju hefur mannkynið verið eitt. Það er hægt að rekja hvernig menning breiðist út. Fyrir tuttugu þúsund árum gerðist þetta hægar en nú en lög- málin voru hin sömu. Levi-Strauss skrifar um menninguna sem ríkti frá Kyrrahafi til Atlantshafs — frá Kína í gegnum Indókína til Evr- ópu. Það er ekki hægt að segja til um hvar hjólið var fundið upp, eldurinn fyrst kveiktur eða tungu- mál varð til. Þessar stóru uppgöt- vanir eru sammannleg afurð. Mennirnir eiga miklu meira sam- eiginlegt en margir vilja vera láta sem sést á því hvernig þeir geta gert sig skiljanlega hver gagnvart öðrum. Menn reyndu að sneiða Sov- étríkin frá þessari lífrænu heild. Þau voru eins og geymsla þar sem myrkrið átti að hindra að nýjar hugmyndir bærust inp. Þetta var dauðadómurinn yfir þessu kerfi. Núna þurfum að gæta þess að dauðastríðið verði ekki of hættu- legt. Það má líkja Sovétríkjunum við risaeðlu. Helsærð sveiflar hún halanum fram og aftur. Hún gæti molað lítinn skaga eins og Vestur- Evrópu svo ekki sé talað um Eist- land, Lettland og Litháen." Við brunum nú niður Ártúns- höfða og enn leitar hugurinn til Síberíu. „Fljótið Kolyma er frægt vegna fangabúðanna sem þar voru.“ Ráðherrann dregur upp litla vasabók og sýnir blaðamanni á korti hvar staðurinn er. „Þar sem Kolyma rennur í íshafið stendur skógur. Lengst í norðri þar sem mætti ætla að ekkert líf fengi þrif- ist. Enda er það eiginlega einung- is ein lerkitegund sem lifir kuldann af. En svo ég víki aftur að stjórn- málunum, landslaginu í yfírfærðri merkingu, sem við ferðumst nú um og verðum að þekkja: Við verð- um að sjá til þess að dauðastríðið sé stutt og við verðum að sýna hjartagæsku og hindra það að nýjar undir opnist.“ En hefur einhver áætlun í hönd- um um það hverning þetta eigi að gerast? „Það er til veruleiki sem er ofar öllum heimspekistefnum og hugarkenningum, það er lega landanna. Hún veldur því íbúar Ilvíta-Rússlands og Úkraínu munu alltaf vera nágrannar. Það er þeirra mál hvort þeir kjósa að hafa landamæri sín á milli eða ekki. Menningin er sú sama, málið og trúin. Ég vil ekki mæla með hruni Sovétríkjanna heldur um- byltingu. Það má færa góð rök fyrir því að Rússland, Ukraína, Hvíta-Rússland, Kazakstan og fleiri lýðveldi eigi meira sameigin- legt en það sem skilur þau að. Þau verða einungis að fínna nýjan far- veg fyrir samstarf sitt. Eistland, Lettland og Litháen hafa sérstöðu. Við erum síðasti óleysti hnúturinn úr seinni heimsstyijöldinni sem bundinn var af Hitler og Stalín.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.