Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1991 21 Á frívaktinni er bridds vinsæl afþreying. Þessir þrír, Skari, Siggi Jóh og Siggi ísaks voru i hópi þeirra sera tóku blaðamann Morgunblaðsins í nokkrar briddskennslustundir. Hann Guðmundur Valdimarsson aðstoðarkokkur er með brosmildari mönnum. Hann er eini maðurinn í áhöfn, sem ekki er á hlut, hefur reyndar smánarlaun fyrir þá tíu tíma á dag, sem hann er á þönum. Veislukosturinn um borð væri efni út af fyrir sig í aðra grein. Olafur Jóhannsson var í þessari för fyrsti kokkur og matreiddi af sannri snilld. Reyndar var það blaðamanni mikil huggun að heyra að til sjós brennir maður 30% meira en í landi, meira að segja í koju! þeir miklu. Þeir lifi ekki hefðbundnu fjölskyldulífi lungann úr árinu og missi af uppvexti og þroska bama sinna. Börnin séu þeim oft á tíðum ókunn og séu fyrst að jafna sig á feimninni, þegar fríi er lokið og haldið er til hafs á ný. Þá segja þeir að í umræðum um launakjör þeirra gleymist sú staðreynd alla jafna, að krónutalan sem þeir hafa út úr hverri milljón aflaverðmætis sé hin sama og hún var árið 1986. Hæst var talan síðastliðið vor, vegna lágs olíuverðs, en þá var krónutalan um 11.700 krónur út úr milljóninni, eða um 1,17%. Lífið liðið hjá „Ég man ég fór til sjós frá ungri konu og og litlum börnum. Heim- komur mínar voru til konu og ókunnugra barna. Nú kem ég heim og hitti ókunnugt fólk og konan situr og hossar á hné sér ókunnum smábörnum sem kalla hana ömmu. Svona hefur lífið liðið hjá, án þess að maður tæki beinlínis eftir því.“ Þetta er dapurleg lýsing á lífshlaupi manns sem fór kornungur til sjós og ekki að efa að hún á við um fjölda sjómanna. Meirihluti áhafnarinnar er ungir menn, svona 25 til 37 ára, nokkrir eru miðaldra, en enginn roskinn. Flestir hafa þeir verið sjómenn um langt skeið. Segjast sumir vera á leiðinni í land, en eru ekki teknir ýkja alvarlega. Eru sagðir hafa sagt þetta svo oft áður. Launanna vegna eru skipspláss á frystitogur- um eftirsótt, og hásetarnir á Frera, sem á öðrum frystitogurum hugsa sig ugglaust tvisvar um, áður en þeir gefa pláss sitt eftir, enda hafa þeir margir verið árum og áratug- um saman til sjós. „Þetta er einfalt mál. Maður kann ekkert annað en sjómennsku. Að hveiju ætti maður að hverfa í landi? Nú, svo kann það ekki góðri lukku að stýra að ætla eftir margra ára sjómennsku. að hverfa í land og reyna að taka völdin á heimil- inu. Konurnar okkar eru vanar því að vera skipstjórar heimilanna. Þær sjá um allt, fjármál, rekstur, fram- kvæmdir, uppeldi og allt sem nöfn- „Auðvitað lýgur maður stundum, svona innan hóflegra marka!“ segir Hannes Einarsson, „kallinn í brúnni“ í þessari veiðiferð Frera. um tjáir að nefna. Þessu unum við á meðan við stundum sjóinn og er- um reyndar hæstánægðir með dugnað kvennanna, en ég á bágt með að sjá mig eða aðra félaga mína hér um borð una sér í landi til lengdar sem óbreyttur háseti undir skipstjórn eiginkonunnar!" Eins og ég gat um hér í upphafi fannst mér dáðadrengirnir um borð í Frera vera fráhrindandi við fyrstu kynni, en eftir níu daga samvistir við þá var það sem í upphafi virk- aði fráhrindandi og kuldalegt orðið karlmannlega „sjarmerandi". Það er um margt ólíkt að ræða við sjó- menn og stjórnmálamenn, en ég hef mun meiri reynslu að samræð- um við þá síðarnefndu. Flest i slíkum samanburði er sjómönnun- um í hag. Þeir koma til dyranna eins og þeir eru klæddir og segja sína meiningu án vífilengja og silki- umbúða og án þess að taka sjálfa sig og aðra allt of hátíðlega. Fyrir þeim þvælist hvorki tepruskapur né stofnanamál og fyrir bragðið varð þessi för með Frera mér góður skóli og andleg endurhæfing, en alls ekki sú refsivist sem ákveðnir „spámenn“ höfðu spáð. Það var því með söknuði sem ég kvaddi þá Freramenn, er þeir létu mig síga í böndum niður í Vestmannaeyjalóðs- inn, suður af Vestmannaeyjum og héldu síðan áfram austur fyrir land, þar sem enn skyldi leitað þess gula. Stelpan, sem var alein heima Sakamálagetraun í fjórum köflum í þessari viku áRás2 Fylgist með hrollvekjandi máli í litlu, íslensku sjávarþorpi. Fyrsti kafli á Rás 2 á morgun eftirkl. 15. Hlustendur finna lausnina í lok vikunnar. Lundúnaferð fyrir - tvo í verðlaun. - spennandi útvarp - allan daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.