Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1991 ERLENT INNLENT Islendingar leiti sátta í málum Ey stra- saltsríkja Edgar Savisaar, forsætisráð- herra Eistlands, og Lennart Meri, utanríkisráðherra, komu í heim- sókn til Islands á miðvikudag. Fóru þeir fram á við íslensk stjóm- völd að þau leituðu sátta milli Eystrasaltsþjóðanna og Sovétríkj- anna og lýstu þeir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, yfír vilja sínum til að verða við þeirri ósk. Mannbjörg er Steindór GK strandaði Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði átta skipvetjum Steind- órs GK eftir að báturinn stran- daði undan Krýsuvíkurbergi á miðvikudagsmorgun. Var bátur- inn lagstur á hliðina er þyrluna bar að og gekk sjórinn yfír skip- verjana sem allir voru staddir í brúnni. Virkjunarframkvæmdum frestað Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta opnun tilboða í fram- kvæmdir við Fljótsdalsvirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar í tæpa tvo mánuði. Þýðir þetta að orku- sala til nýs álvers getur ekki byij- að fyrr en fyrri hluta árs 1995. Landsvirkjun ætlar ekki að hefja virkjunarframkvæmdir fyrr en fýrirvaralaus rafmagnssamningur liggur fyrir við Atlantsál hf. sem verður líklega ekki fyrr en í haust Skattaafsláttur lækkaður Skattaafsláttur vegna hlutaf- járkaupa verður lækkaður um rúman þriðjung á þessu ári sam- kvæmt frumvarpi sem nú er til meðferðar í þingflokkum ríkis- stjórnarinnar. Einnig er gert ráð fyrir að menn verði að eiga hluta- bréf í fímm ár til að njóta skatta- afsláttar. Síðari umræða um fjárhagsáætlun Niðurstöðutölur fjárhagsáætl- unar Reykjavíkurborgar hækkuðu um 96 m.kr. við síðari umræðu á fímmtudaginn. Mest er hækkunin frá fyrri umræðu til íþrótta-, tóm- stunda- og æskulýðsstarfsemi og verður alls 253 m.kr. varið til þeirra mála. Heildartekjur borgar- innar eru áætlaðar 12,1 milljarður króna á árinu. Atkvæðagreiðslu um fjárhagsætlun var frestað til næsta fundar borgarstjómar. Mikil loðnuveiði Mokveiði hefur verið hjá loðnu- skipunum undanfarna daga. Er rannsóknarskipið Ámi Friðriks- son farið til loðnuleitar við suð- austanvert landið. Fiskifræðinga og skipstjóra loðnuskipanna hefur greint á um mælingamar og vilja þeir síðamefndu að mæld verði stór loðnuganga sem þeir telja sig hafa orðið vara við út af Reykja- nesi. ERLENT Bush setur Saddam úr- slitakosti George Bush Bandaríkjafor- seti setti írök- um úrslitakosti á föstudag. Hann gaf þeim frest til kl. fjögur í gær, laugardag, að íslenskum tíma Tareq Aziz- til að hefja tafarlaust brottflutn- ing íraskra hersveita frá Kúveit án nokkurra skilyrða og ljúka honum innan viku. Ella yrðu Irak- ar að taka afleiðin'gunum og líða enn meiri þjáningar. Skýrt hafði verið frá því í Moskvu á fímmtu- dagskvöld að írákar og Sovét- menn hefðu náð samkomulagi um leiðir til að binda enda á Perasaf- lóastyijöldina. Talsmaður Míkhaíls S. Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, kvað Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraks, hafa fal- list á tillögu Sovétleiðtogans sem væri í átta liðum. Bush sagði friðammleitanir Gorbatsjovs allra góðra gjalda verðar en þær dygðu ekki vegna þeirra skilyrða sem írakar settu fyrir friði. Saddam Hussein íraksforseti yrði að hlýta öllum samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Bush gaf í skyn að hann hefði haft samráð við leið- toga annarra ríkja í bandalaginu gegn Saddam áður en hann setti fram úrslitakosti sína. Hertar stórskotaliðsárásir bandamanna Bandamenn hertu mjög stórskota- liðsárásir sínar á stöðvar íraka í vikunni og voru þær taldar til marks um að sókn inn í Kúveit væri yfírvofandi. Þá bárust af því fréttir að tæplega 500 írakar hefðu verið teknir til fanga í árás fjögurra þyrlna á stöðvar nærri landamærum Saudi-Arabíu og þótti það til gefa til kynna að baráttuþrek óbreyttra íraskra hermanna færi ört dvínandi. Harðlínumenn sameinast gegn Jeltsín Borís Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali á þriðjudag að Míkhaíl S. Gor- batsjov hefði tekið sér einræðis- vald í sovésku samfélagi og að honum bæri að segja af sér án tafar. Harðlínukommúnistar í Æðsta ráði Sovétríkjanna for- dæmdu þessa yfírlýsingu Jeltsíns, vændu hann um stjómarskrárbrot og sökuðu hann um að hafa með þessu lýst yfír borgarastríði í Sov- étríkjunum. í Rússlandi kröfðust harðlínukommúnistar þess að full- trúaþing lýðveldisins yrði kallað saman til fundar til að ræða til- lögu um vantraust á Jeltsín. Ummæli Jeltsíns og viðbrögð harðlínuaflanna þóttu gefa til kynna að þáttaskila væri að vænta í valdabaráttunni í Sovétríkjun- um. Vaxandi spenna í Albaníu Tugþúsundir manna komu saman í Tir- ana, höfuðborg Albaníu, á mið- vikudag og mótmæltu kommúnískum stjómarháttum valdhafa. Mannfjöldinn felldi styttu af En- ver Hoxha, fyrrum leiðtoga landsins, ög kvað hana vera tákn um harðstjórn albanskra stalín- ista. Ramiz Alia, forseti lýsti yfír því sama kvöld að hann hefði tek- ið alla stjóm landsins í sínar hend- ur auk þess sem stjómvöld hertu mjög alla öryggisgæslu í Tirana. Ramiz Alia. Kúveitar fluttir nauð- ugir landleiðina til Iraks Sameinuðu þjóðunum. Reuter. SENDIHERRA Kúveits hjá Sameinuðu þjóðunum, Mohammad Abul- hasan, sagði á föstudag að iraska hersetuliðið í Kúveit hefði þann sama dag safnað saman Kúveitum og flutt þá nauðuga landleiðina til Iraks. Abulhasan setti ásakanir þessar fram í bréfí til framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Perez de Cuell- ars, en hann sagði ekki hversu margt fólk væri um að ræða. „Ég vil upplýsa ykkur um að í dag, föstudag, safnar íraska herliðið saman öllum Kúveitum, karlmönn- um, konum og börnum, sem það hitt- ir fyrir á götu, bindur fyrir augu þeirra og flytur þá í bifreiðum til Iraks," sagði sendiherrann. Abulhas- an, sem vildi ekki segja hvaða heim- ildir hann hefði fyrir upplýsingum sínum, sagði að farartækjunum væri lagt fyrir utan moskur og þar væri „beðið eftir þeim sem væru við föstu- dags-bænir“. Abulhasan sagði að jafnvel nú, þegar samningaumleitanir væru á viðkvæmu stigi, væri framkoma ír- askra hermanna við óbreytta borgara í Kúveit „níðingsleg". Engin viðbrögð bárust frá sendi- herra íraks hjá Sameinuðu þjóðun- um, Abdul Amir al-Anhari, en á föstudag var hann í Moskvu þar sem hann tók þátt í samningu áætlunar um hvernig binda megi enda á Persa- flóastríðið. Kína og Tævan sameinist Tæpei. Reuter. STJORNVÖLD og sljórnarandstæðingar á Tævan hvetja nú til þess að Kína og Tævan verði sameinuð í eitt ríki með friðsamlegum hætti. Ríkin tvö hafa formlega átt í styrjöld áratugum saman. því að skipst verði á heimsóknum háttsettra embættismanna. Talið er að yfírlýsingin sé aðallega tákn- ræn um bætt samkipti en líklegt að mörg ár líði þar til komið verði á samruna ríkjanna. Flokkur kínverskra þjóðernis- sinna hefur farið með völd á Tævan síðan kommúnistar hröktu flokkinn og leiðtoga hans, Tsjankæ Tsék, frá völdum á meginlandi Kína 1949. í yfirlýsingunni er m.a. mælt með George Bush krefst skilyrðis- lausrar uppgjafar Saddams GEORGE Bush og Saddam Huss ein hafa til þessa oftast látið nægja að skiptast á herskáum yfirlýsingum og gagnkvæmum svívirðingum. Þegar þetta er skrifað bendir hins vegar allt til þess að nú láti bandamenn til skarar skríða gegn landherjum Saddams og fylkingum ljósti saman. Stríðið fyrir botni Persaflóa hefur hingað til verið nánast barnaleikur miðað við þær skelfing- ar sem virðast yfirvofandi. Því hefur verið haldið fram í hálfkær- ingi að fyrir bandamenn hafi stríðið fram til þessa í raun aðeins verið dýrasti tölvuleikur sögunnar. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleið- togi hefur reynt að sjá virðingu sinni borgið eftir ýmsa erfiðleika heima fyrir með friðarumleitunum en þeir úrslitakostir sem Bush setti Saddam á föstudag eru í reynd snoppungur í andlit Sovétfor- setans. Bush vill ekki aðeins brottflutning íraskra hermanna frá Kúveit heldur skilyrðislausa uppgjöf Saddams. íraksforseti hefur að undanf- að baki írösku hersveitunum og ömu reynt að finna leið út úr stríð- inu án þess að verða auðmýktur. I síðustu viku kynnti hann og byltingarráð Ba’athflokksins til að mynda „friðartilboð“, sem reyndist vægast sagt óraunsætt, bókstaflega út í hött. Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraks, hefur síð- an boðað frekari tilslakanir í við- ræðum við sovéska ráðamenn í Moskvu en gekk þó ekki nógu langt. Ef líkja má Aziz við arabí- skan teppasala, sem vill pranga vöru sinni í bandamenn, hefur hann slegið 75% af verðinu. Aziz er slyngur samningamaður en bandamenn eru ekki ginnkeyptir fyrir vörunni. Þeir vilja að írakar láti Kúveit strax af hendi og greiði skaðabætur að auki. Þungavopnin skilin eftir? Gorbatsjov hefur lagt til að ír- akar flytji hersveitir sínar frá Kúveit á þremur vikum en banda- menn vilja gefa þeim mun skemmri tíma, eða eina viku. Embættismenn í bandaríska vam- armálaráðuneytinu sögðu í gær, laugardag, að vika ætti að nægja til að ljúka brottflutningnum. lr- akar ættu einnig að geta flutt skriðdreka sína og önnur þunga- vopn ásamt sprengjugildr; um heim til ír- aks á þessum ___________________________ tlma' eftir Boga Þ. Arasort eyðileggja flutningatæki þeirra. Ef fullyrðingar bandaríska varn- armálaráðuneytisins nú eru réttar virðast loftárásir bandamanna draga úr hemaðarmætti íraka og refsa þeim. í ávarpinu herskáa sem hann flutti á föstudag lagði hann ríka áherslu á að takmark bandamanna væri að tortíma írak. Treystir ekki Saddam Ástæðan fyrir því að Bush gef- ur Saddam svo skamman frest er einföld. Hann treystir ekki Sadd- am enda má draga þann lærdóm af Persaflóastríði íraka og írana að íraski einræðisherrann svífst einskis. Tveimur árum eftir að hann hafði komið stríðinu af stað, eða árið 1982, lýsti hann þvi yfir að íraskar hersveitir yrðu fluttar frá íran en stóð ekki við orð sín. Hann beitti sér fyrir vopnahléi en ekki hafa borið jafn mikinn árang- ur og bandamenn hafa látið í veðri vaka. í nýjasta hefti Newsweek er hins vegar haft eftir embættis- mönnum í bandaríska varnar- málaráðuneytinu að írakar þurfi fjórar til sex vik- BAKSVID Breska dag- blaðið The Daily Telegraph telur hins vegar að erfítt verði fýrir Saddam að flytja hermenn sína á brott á svo skömmum tíma. „ír- ösku hermennimir verða að klöngrast upp í allt sem hreyfst getur,“ hefur blaðið eftir hem- aðarsérfræðingum í Lundúnum og Washington. Þeir telja til að mynda alls ekki raunsætt að ír- ösku hermennimir í Kúveit-borg geti farið úr henni á tveimur sólar- hringum eins og bandamenn hafa krafíst. Blaðið bendir á að fjölþjóðaher- inn hefur að undanfömu lagt ríka áherslu á að sprengja allar brýr ur til að flytja herafla sinn úr Kúveit. Tíma- ritið hefur einnig eftir hernað- arsérfræðingum að af um 500.000 íröskum hermönnum í Kúveit séu um 200.000 án flutningatækja. Það taki að minnsta kosti mánuð að flytja þá alla heim - jafnvel þótt írakar skilji vopn sín eftir. Til að koma þeim á brott þurfi herflutningabílar að fara 10.000 ferðir yfír landamærin til íraks. Loftbrú þurfi til að ljúka brott- flutningum en það taki sinn tíma. Ljóst er af framansögðu að ír- akar þyrftu að skilja megnið af stríðstólum sínum eftir í Kúveit. Saddam Hussein hlýtur því að líta á úrslitakosti Bush og banda- manna hans sem tilraun til að eftir að íranir höfðu fallist á það árið 1988 gerðu írakar árás á yfírráðasvæði óvinanna. Auk þess hefur Saddam margoft gerst sek- ur um brot á alþjóðalögum. George Bush hafnaði friðartil- lögum Gorbatsjovs vegna þess að hann vill ekki að Saddam geti staðið uppi sem sigurvegari jafn- vel þótt hann neyðist til að kalla hersveitir sínar í Kúveit heim. Gorbatsjov lagði tillögur sínar fram meðal annars til að sýna að hann væri verðugur friðarverð- launa Nóbels þrátt fyrir mann- drápin í Litháen. Einnig vill hann tryggja hagsmuni Sovétmanna í Miðausturlöndum og friða harð- línukommúnista og yfirmenn Rauða hersins, sem eru andvígir stuðningi hans við bandamenn. Bush taldi hins vegar meiri nauð- syn á því að neyða Saddam til uppgjafar en að bjarga Gor- batsjov. Bandaríkjaforseti þakk- aði Sovétleiðtoganum fyrir friða- rumleitanirnar en kvaddi hann síðan með eyrnafíkju „að sjó- mannasið".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.