Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1991 BÆNDUR TAKIÁBYRGÐ.... og innanlandsmarkaði. Miðað er við að framleiðslan verði 900 tonnum minni en í fyrrahaust því ef það tekst ekki með ftjálsum samningum kem- ur flöt skerðing á greiðslumarki allra bænda þó þannig að greiðsla komi fyrir. Jafnframt verði reynt að kaupa upp sem mest af þeim 2.800 tonna fullvirðisrétti sem ekki er nýttur en gæti leitt til framleiðslu á næstu árum. Til þess að minnka framleiðsiuna um 900 tonn haustið 1992 þarf að fækka ásettu fé í haust um 13%. Nefndin leggur til að ríkið kaupi 70 þúsund ær til slátrunar og urði af- urðir þeirra eða setji á erlendan markað. Til þess að reyna að ná þessari fækkun fram í haust leggur sjö- mannanefnd til að bændum verði boðin betri kjör fyrir.að hætta bú- rekstri í haust en þeir annars fengju, eða 600 kr. á hvert kíló fullvirðisrétt- ar, auk 5.000 kr. á kind í förgunar- kostnað og fullt verð fyrir afurðir. Bóndi á vísitölubúi, með 400 ær, á kost á 6,6 milljónum kr. kjósi hann að gera samning um niðurskurð á öllu fé sínu fyrir haustið. Eftir það lækkar tilboðið og verður 400 kr. á kjötkíló eftir 1. september. nk. Lægra verð er boðið fyrir samninga um sölu á fullvirðisrétti sem ekki er nýttur til framleiðslu. Sumir óttast að ekki takist að fá nógu marga sauðfjárbændur til að láta af búskap í haust til að mark- mið sjömannanefndarinnar um sam- drátt náist. Það hlýtur að vera mikii- væg forsenda fyrir öllum tillögum nefndarinnar um hagræðingu og verðlækkun að þetta takist því ann- ars kemur flöt skerðing á greiðslu- mark allra og sú þróun gengur þvert Stefán Valgeirsson Samtökum um jafnrétti og félagshyggju 6et ekki séð að tetta sé fm leið STEFÁN Valgeirsson, Samtökum um jafnrétti og félagshyggju, sagði að í tillögum sjömannanefndar væru til jákvæð viðhorf, en hin væru þó yfirgnæfandi, og hann sæi þetta ekki sem færa leið. „Ef fara ætti eftir þessu þá eru það byggðaeyðandi tillögur, og mér kæmi það ákaflega á óvart ef meirihluti á Búnaðarþingi og fulltrúafundi Stéttarsambandsins myndi Ijá þessu atkvæði að öllu óbreyttu," sagði hann. Vandinn í sauðfjárræktinni er fýrir hendi, en að mínu mati verður að taka á hon um með öðrum hætti. Það er sér- staklega tvennt í tillögunum sem ég rak augun í og stendur upp úr, en það er þessi mikla skerðing í svo til einu vetvangi, og í öðru lagi er það fijáls saia á fullvirðis- rétti. Ef farið verður eftir þessum tillögum þá munu margar byggðir grisjast það mikið að ekki verður hægt að halda þeím við. Enda er það athyglivert að það skuli ekki vera neínn sauðfjárbóndi, sem til- kallaður er í þessa nefnd, en reyndar hafa kannski ein- hveqir af nefnd- urmönnum tekið í horn á kind, þó ég efist um að þeir séu margir. Þetta er ; samt samkomulag nefndarinnar, og mér finnst það merkileg niður- staða að standa frammi fyrir svona tillögum," sagði Stefán Valgeirsson. Framleiðsla og sala á kindakjöti 1980-90 Þrátt fyrir verulegan samdrátt í framleiðslu umframframleiðslan enn um 900 tonn Innanlandsneysla hefur dregist vemlega saman á síðustu 10 ámm og stendur nú í um 8.300 tonnum. Reynslan hefur sýnt að neyslan er mjög næm fyrir verðsveiflum. Verð hækkar og neysla minnkar. -t- “t- 12.000 1980 ’81 '82 '83 ’84 ’85 Niðurgreíðslur vegna sauðfjárframleiðslu 1990-97 J Frá1992gangj niður- greiðslur bðint til bænda íltflutningsbætur vegna sauðfjárframleíðslu 1990-97 ---------------- 1.600 1.400 Frá 1992 leggjast útflutnings-}— 1.200 bætur af, en til 1997 verði fjárhæðimar notaðar til að “ 1-000 kaupa upp framleiðslurétt. _ finn 1990 '91 '92 '93 '94 ’95 '96 '97 1990 '91 '92 ’93 ’94 '95 '96 ’97 Bændiir úttast venilesa tmtaMee MORGUNBL AÐIÐ leitaði álits nokkurra bænda á þeim tillögum sem fram koma í áfangaskýrslu sjömannanefndar um framleiðslu sauð- fjárafurða, og í viðtölum við þá kemur meðal annars fram ótti við að þær muni leiða til verulegrar byggðaröskunar. Þeir telja að sá aðlögunartími sem samkvæmt tiUögunum er gefinn til að draga úr sauðfjárframleiðslunni sé of stuttur, og það geti Ieitt til þess að jöfn skerðing á framleiðslurétti um allt landið valdi því að sauðfjárrækt leggist að miklu leyti niður á þeim svæðum, sem gróðurfarslega er hæfust til að stunda hana á. Jóhannes Kristjánsson á Höfða- brekku í Mýrdal, formaður Landssamtaka sauðfjár bænda, sagði að tillögur sjömanna- nefndar væru ekkert fagnaðarer- indi, en menn hefðu ekki getað bent á aðrar leiðir út úr þeim ógöngum, sem sauðfjárræktin væri komin í. Hann sagði að stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda mun hittast eftir helgina til að fjalla nánar um tillög- umar. „Auðvitað fínna menn að einu og öðru í þessum drögum, en það er á að líta að þetta eru fyrst og fremst drög, sem eiga eftir að fara til umfjöllunar í búvörusamninga- nefnd. Persónulega er ég nokkuð sáttur við þetta miðað við að geng- ið sé út frá þeirri staðreynd að færa framleiðsluna niður í innanlands- neyslu. Þetta er raunverulega það sem við höfum verið að spá fyrir um á hverjum einasta aðalfundi samtakanna, að ef ekki tækist að fínna markað eða örva markað þá færi þetta svona. Nú stöndum við endanlega frammi fyrir því að það þarf að fara með þetta niður í innan- landssölu, og ég hygg að þessar leiðir séu sársaukaminnstar af þeim leiðuni sem menn hafa verið að tala um. Út frá því finnst mér þetta vera ásættanleg drög, og mér finnst í stöðunni eins og hún er að ef menn eru andsnúnir þessu á ein- hvem hátt, þá verði að gera þá kröfu til þeirra að þeir komi með aðrar og betri hugmyndir. Vandamálið er skilgreint, og þama er bent á leiðir að markmiðum til að leysa það mál. Þær leiðir verða raunverulega alltaf umdeildar, sama hvaða aðferð verður valin,“ sagði hann. Jóhannes sagði augljóst að nið- urskurður í sauðfjárframleiðslunni kæmi til með að bitna á einhverjum hluta bænda, og jafnvel líklegt að umtalsverð byggðaröskun gæti hlot- ist af. „Það er hins vegar eðlilega ekki lengur vilji fyrir þvi að viðhalda framleiðslu sem ekki selst, og þess vegna held ég að það sé best að taka á því máli strax. Það verður að hætta að veija þessar föllnu vígl- ínur sem við höfum kannski verið að gera, og hörfa í þess stað og skipa liði,“ sagði hann. Fækkunin kemur of snöggt Gunnar Sæmundsson, Hrúta- tungu í V-Húnavatnssýslu, sagði að í tillögum sjömannanefndar væru jákvæðar hliðar, eins og til dæmis varðandi þá bændur sem vilja selja fullvirðisrétt sinn, en þeim væru boðnir góðir kostir fyrir fullvirðisréttinn. „Þá stendur það hins vegar út af að menn geta í mörgum tilfellum ekki losnað við jarðirnar, en það hefði þurft að koma skýrar fram að í þeim tilfelium þyrfti að aðstoða sveitarfélög eða efla jarðasjóð þannig að hann geti keypti jarðimar af bændum. Einnig þyrftu að vera möguleikar á einhverri aðstoð fyrir þá bændur, sem leita þurfa sér að vinnu annað af þessum sökum,“ sagði hann. „Ég er ekki að halda því fram að það sé ekki vandi í sauðfjárrækt- inni, en þetta gerist of snöggt ef fækka á um 70 þúsund íjár strax næsta haust. Ef þetta væri til dæm- is tekið tveimur árum væri frekar von til þess að þau uppkaup á full- virðisrétti næðust sem rætt er um. Ef þau nást ekki kemur flöt skerð- ing á alla sauðfjárbændur sam- kvæmt því sem þetta er lagt fyrir, en flöt skerðing er algjört neyðar- úrræði og nánast frágangssök. Ef flöt skerðing kemur eins og þama er verið að tala um þá hrynur byggð- in, og þá standa ekki eftir í sauðfjár- búskap aðrir en þeir sem hafa meg- inhluta tekna sinna af öðru, og þetta verður þá ekki nema hlutastarf. Það virðist hins vegar enginn vilja taka á þessu svæðisbundið, og kannski er ekki von að Stéttarsambandið leggi í það. Það verður því að koma frá pólitískum aðilum hvort hlífa á einhverjum svæðum við svona mik- illi skerðingu á fullvirðisrétti. Það er talað um að fijáls uppkaup full- virðisréttar hefjist milli manna, 0g fýrsta árið hafí ríkissjóður rétt til að kaupa 20% af því. Ein leið í þessu væri sú að eftir að meginmarkmið- unum væri náð fengi til dæmis Framleiðnisjóður ákveðinn hlut af þeim rétti sem losnaði, og seldi hann síðan til bænda á tilgreindum svæð- um þar sem talið væri að gróður- farsleg skilyrði væru fyrir sauðfjár- rækt. I þessum tillögum nefndarinn- ar er ekkert talað um gróðurvemd- arsjónarmið, en landið er auðvitað ákaflega misjafnlega til þess fallið hvar sauðkindin á að vera, og kannski verður þetta til þess að færa sauðféð á þau svæði sem talin hafa verið gróðurfarslega veik.“ Gunnar sagði að beinar greiðslur til bænda myndu sennilega ekki leiða til þess að verð á sauðfjára- furðum myndi lækka til neytenda frá því sem nú er, en hins vegar væri ákaflega mikilvægt að sú yrði raunin. „Það er ekkert í þessum til- lögum sem segir að þó eitthvað rými komi til verðlækkunar þá verði það ekki fyllt í sölukerfinu, og þannig verði ekki raunveruleg verðlækkun til neytenda. Það er talað um að lækka þurfí afurðaverðið um 20% á næstu 5-6 ámm, og auðvitað er það mjög jákvæð stefna, en það má ekki einungis gerast með því að hagræðingin skelli á launalið bón- dans. Þetta kallar einnig á hagræð- ingu á öðram sviðum, og milliliða- kerfíð þarf ekki síst að taka á þessu. Ef búvörasamningur kemur í gegn þá verða bændur að sjá fyrir endann á þessu um leið og þeir skrifa undir.“ Leiftursókn gegn sauðkindinni og dreifbýlinu Stefán Jónsson, Kagaðarhóli í A-Húnavatnssýslu, sagði að honum litist illa á tillögur sjömannanefnd- ar, og kallaði þær Ieiftursókn gegn sauðkindinni og dreifbýlinu. Hann sagði ljóst vera að draga þyrfti saman í sauðfjárræktinni, en sér þætti of skammur tími gefínn til þess ef strax næsta haust ætti að vera búið að ná út 70 þúsund ám, og auk þess 2.700 tonna fullvirðis- rétti. „Ef þetta næst ekki með upp- kaupum þýðir það flata skerðingu á alla sauðfjárbændur, en ég tel mjög ólíklegt að þeir þoli það allir. Varðandi uppkaup fullvirðisréttar- ins hefði mér þótt koma til greina að greitt væri hærra verð á þeim jörðum þar sem byggingar eru ekki við nútímahæfí, og jafnvel líkur á að jarðirnar haldist ekki lengi í byggð, heldur en þar sem nýleg hús eru og góð aðstaða til framleiðslu. Þó erfitt sé með alla slíka mismunun þá held ég að þetta væri samt skynsamlegt," sagði hann. Stefán sagði að ekki væri hægt annað en að gefa möguleika á fijáisri tilfærslu á framleiðslurétti milli bænda, en hann teldi að það ætti að vera háð því ákvæði að for- kaupsréttur væri hjá viðkomandi sveitarstjórn eða búnaðarsambandi til þess að halda svæði í byggð eft- ir því sem aðstæður leyfðu. „Menn eiga ekki að geta farið landshluta á milli 0g keypt réttinn af jörð, og þannig lagt hana að vissu leyti í eyði án þess að þeir sem næstir búa og sveitarfélagið hafi hugmynd um. Þetta fínnst mér vankantarnir við að upphefja alveg svæðaskipting- una, sem þó er ekki hægt að halda alveg þannig að ekkert megi færa á milli, en þetta gæti leitt til skipu- lagslausrar hnignunar byggðar, og jafnvel þess að byggð leggðist með öllu af þar sem fyrir hendi era vel uppbyggðar jarðir." Tengja þarf tillögurnar raunverulegum aðstæðum Ágúst Guðröðarson, Sauðanesi í N-Þingeyjarsýslu, sagði að ekki þýddi annað en að byggðatengja tillögur sjömannanefndar, og marka þannig hvort framleiða eigi sauðfé á einhveijum ákveðnum svæðum eða ekki áður en farið væri eftir tillögunum. „Annars endum við með alla sauðfjárframleiðslu í kringum þéttbýli sem hobbýbúskap og á gróðurfarslega veikum svæðum, og árangurinn verður sá að búið verður að sparka út öllum hæfum einingum, en þá stöndum við með þau svæði tóm sem eru alveg hað sauðfjárframleiðslu. Það verður því að gera þetta þannig að forkaupsréttur verði strax gefin á svæðunum." Ágúst sagði að margt væri gott í tillögunum og þær væru raunhæf- ar á ýmsan hátt. Þær gæfu til dæm-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.