Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MYNDASÖGUR SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hrútnum hættir til að koma sér hjá hvers konar skyldu- verkum í dag og hætta er á að misskilningur komi upp í ijölskyldunni. Naut (20. apríl - 20. maí) Nautið er vonsvikið yfir dræm- um viðbrögðum samferðar- manna sinna . Þetta er greini- lega ekki heppilegur dagur fyrir það til að koma hugmynd- um sínum á framfæri. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Tvíburinn er kærulaus í fjár- málum í dag, en þarf á hinu þveröfuga að halda. Hann ætti að gæta þess að verða ekki fórnarlamþ þeirra sem vilja notfæra sér óvarkárni hans. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það gæti komið upp misskiln- ingur milli krabbans og náins vinar eða ættingja í dag. Hann ætti að forðast hvers konar bruðl með peninga. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ( Það er allsendis óviðeigandi að ljónið betji sér á bijóst og sé með belging. Það kann að eiga í erfíðleikum með að ákveða sig í vissum málum. Meyja (23. ágúst - 22. september) á* Meyjan ætti ekki að láta það henda sig að lofa einhvetju sem hún getur ekki staðið við. Henni hættir til dómgreindar- leysis á rómantíska sviðinu. Vog (23. sept. - 22. október) Vinir vogarinnar kunna að trufla hana frá skyldustörfum hennar í dag. Hún gæti lent í væringum heima hjá sér eða á vinnustað. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvembetj Útlitið er gott hjá sporðdrek- anum í dag, en honum kann að sjást yfir mikilvæg atriði. Samband hans við annað fólk er ekki sem skyldi. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) £3 Bogmaðurinn verður í hlut- verki hins fullkomna gestgjafa í dag, þó að gestimir kunni að rekast inn á óheppilegum tíma. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin ætti ekki að taka of mikið mark á stórorðum samferðarmönnum sínum í dag. Henni er ráðlegast að hafa hægt um sig og leggja áherslu á samveru með sínum nánustu. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Vatnsberanum hættir til að eyða of miklum peningum í dag. Hann verður fyrir truflun- um heima fyrir svo að hann kemur ekki öllu því í verk sem hann vildi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) TLZ Fiskurinn ætti að vera hófsam- ur bæði í mat og drykk í dag. Félagslífið veldur honum von- brigðum þar sem sumir sam- ferðarmanna hans standa ekki við það sem lofað var. Stj'órnuspána á að lesa sern dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DYRAGLENS MÚR ER. FARJÐ A€> LEtÐAST ^AlliR pESSlR h'ATipiSDAGAi f . ✓ o /r* / i i cKll'Á 4 » S BBBB r a. tl. rM c “I l-1 § TIL HAA'WMcSJtf AAEP PAQ'INM / TOMMI OG JENNI FERDINAND SMAFOLK D0CT0R., DO VOU FINP THAT MAKIN6 H0U5E CALL5 HA5 BEC0ME M0RE PIFFICULT7 Læknir, finnst þér orðið erfiðara Vissulega. að fara í heimavitjanir? Sérstaklega þegar manni er ekki hleypt inn i húsið. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Austurrísku gestirnir á Brids- hátíð náðu mjög viðunandi ár- angri: 2. sætinu í sveitakeppn- inni og 4. og 6. sætinu í tvímenn- ingnum. Berger og Meini voru eitt af örfáum pörum sem kom- ust í 6 spaða í þessu spili úr tvímenningnum: Norður ♦ ÁKG9 VÁ872 ♦ 94 *Á76 Austur .. *543 II VKDG104 ♦ A8 ♦ 1098 Suður ♦ D876 V- ♦ K10765 ♦ KDG5 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 lauf 2 hjörtu Pass Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Útspil: hjartafimma. Svar suðurs á einu hjarta gat verið byggt á þrílit og austur taldi því óhætt að skjóta inn 2 hjörtum til að benda makker á útspil ef niðurstaðan yrði 3 grönd. En í raun reyndist strögl- ið lykillinn að slemmunni. Suður gat takmarkað sig með pássi og sýnt svo skiptinguna yfir kröfu- sögn suðurs á eftir. Slemman er einföld í úr- vinnslu. Berger tromaði hjarta tvisvar, tók trompin og spilaði á tígulkóng. Það breytir engu þótt út komi tromp, því þá er hægt að fríspila tígulinn. Vestur ♦ 102 ¥9653 ♦ DG32 + 432 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Nýju-Dehlí í Indlandi í desember kom þessi staða upp í viðureign stórmeistar- anna Alexander Chernin (2.600), Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Eugenio Terro (2.530), Filippseyjum. Svartur lék síðast 17. a7 — a6. 18. Rg5! — Be8 (tapar skipta- mun. 18. — hxg5 gekk ekki vegna 19. Dh5 — g6, 20. Bxg6 — fxg6, 21. Dxg6 - Kh8, 22. Hxf8+ - Bxf8, 23. Hfl og svartur á enga vörn við hótuninni 24. Hf7 og máti, en illskást var 18. — Bxg5, 19. hxg5 — bb5, 20. gxh6' — Bxd3, 21. Dxd3 - g6) 19. Rh7 - Dc6, 20. Hacl (Það liggur ekkert á með að hirða skiptamuninn.) 20. - b6, 21. Rb3 - db7, 22. Rxf8 — Kxf8 og hvítur vann síðan auðveldlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.