Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 37
MÖRGUNBLÁÐIÐ n 1991 3f Joel Alon sendiherra ísrael á íslandi um horfur eftir Persaflóastríð: Vona að öfl í arabalieim- inum friðmælist við Israel JOEL Alon, nýr scndiherra Israel á íslandi og í Noregi, með aðsetur í Osló, afhenti forseta íslands trúnaðarbréf sitt sl. miðvikudag. Alon tekur við embætti af Yehiel Yativ sem gegnt hafði stöðu sendiherra ísraels í Osló undanfarin þrjú og hálft ár. Joel Alon sagði þegar hann var spurður um hugsanlega þróun í Mið-Austurlöndum að loknu stríð- inu við Persaflóa að hann vonaði að ef stríðsvél Saddams Husseins yrði eyðilögð myndu rísa upp öfl í arabaheiminum sem væru reiðu- búin að semja um friðsamlega sambúð við ísrael. Alon var áður yfirmaður vestur- evrópudeildar ísraelska utanríkis- ráðuneytisins í Jerúsalem en þess má geta að Yehiel Yativ hefur nú tekið við því starfi. Alon hefur starf- að lengi innan ísraelsku utanríkis- þjónustunnar, hóf störf á sjöunda áratugnum í sendiráði Israels í Genf og hefur síðan m.a. verið sendifull- trúi í sendiráðum landsins í Bruxel- les og hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Joel Alon fæddist í Búdapest árið 1935 og bjó þar til fjórtán ára ald- urs. Undir lok síðari heimsstytjald- arinnar var hann ásamt tvíburabróð- ur sínum fluttur til útrýmingabúða nasista í Auschwitz í Póllandi. Þang- að komu þeir bræður í júní 1944 þá níu ára gamlir. Þar sem þeir voru tvíburar voru þeir valdir út af hinum illræmda Josef Mengele til „vísindar- annsókna". „Þegar við stigum út úr flutningalestunum fór fyrsta flokk- unin fram og voru flest börn send beint í gasklefana. Þjóðveijar spurðu hins vegar um tvíbura og við gáfum okkur auðvitað óafvitandi fram. Það varð okkur hins vegar til happs hversu skammt var eftir af stríðinu en í janúar 1945 frelsuðu Sovétmenn búðimar," sagði Alon. Hann og bróðir hans lifðu því dvölina í Auschwitz af sem og móð- ir þeirra og gátu þau haldið aftur til Búdapest. Faðir hans lifði einnig stríðið en ijarskyldari ættingj.ar týndu flestir lífinu í útrýmingarbúð- um nasista. „Af þeim 20.000 gyðing- um sem bjuggu í Búdapest í upp- hafi stríðsins lifðu einungis um 500 stríðið af. Þó að samfélag gyðinga í Ungveijalandi hafi orðið fremur seint fyrir barðinu á útrýmingarher- ferð nasista tókst þeim að útrýma mjög háu hlutfalli þess,“ sagði Alon. Fjórtán ára gamall flúði hann ásamt bróður sínum yfir járntjaldið til Austurríkis og dvöldu þeir um skeið í Vín áður en þeir fengu leyfi til að fara til Salzburg og flytja þaðan til ísrael. Spurður um hvaða áhrif útrým- ingarherferðar nasista hefði haft á hans líf sagði Alon það fyrst og fremst vera sú sannfæring að slíkir hlutir mættu aldrei endurtaka sig. „Það er mjög erfitt fyrir manneskju sem hefur gengið í gegnum þetta að þurfa að horfa upp á það að ein- ræðisherra á borð við Saddam Hus- sein hótar því á ný að útrýma gyð- ingum með gasi. Það hefur-einnig mikil áhrif á ísraelsku þjóðina að það voru þýsk fyrirtæki sem gerðu þetta að veruleika. Útrýmingarher- ferð nasista var einstakur viðburður í mannkynssögunni. Ekkert slíkt hefur gerst hvorki fyrr né síðar. Hvernig getur nú ógnarstjórn á borð við þá í írak hótað því sama og komist upp með það? Það er okkar skoðun að Saddam Hussein eigi ekki að komast upp með það. Sá tími er iiðinn sem menn geta komist upp með það órefsað að myrða gyðinga með eiturgasi." Þó að Israel hafi orðið fyrir eld- ’flaugaárásum af hálfu Iraka á með-. an á Persaflóastríðinu hefur staðið hefur landið ekki svarað þeim árás- um. „Þetta aðgerðarieysi er vissu- lega ný og þrúgandi reynsla fyrir þjóðina en það ber líka að taka fram að í fyrsta skipti stöndum við ísraels- menn ekki einir. Ég held að það sé mjög mikiivægt að virða hagsmuni bandamanna í þessum átökum. Við dáumst mjög af Bush Bandaríkjafor- seta og staðfestu hans í þessu máli og viljum ekki gera stöðu hans erfið- ari en hún er. Það er liins vegar ekki stefnamkkar að sitja aðgerðar- lausir rétt eins og það er ekki stefna okkar að gera ávallt gagnárás. Við fylgjum þeirri grundvallarstefnu að gera það sem líklegast er til að vernda ísraelsþjóðina hveiju sinni.“ Aðspurður um hvernig hann mæti ástandið í Mið-Austurlöndum að lo- knu Persaflóastríðinu sagði sendi- herrann að menn yrðu að hafa það hugfast að það væri Saddam Hus- sein einn sem bæri ábyrgð á hvernig komið væri. Það væri hann sem hefði ráðist inn í Kúveit og það ekki af nokkurri annarri ástæðu en vegna þess að hann langaði til þess. Þegar innrásin var gerð hefði hún ekki tengst nokkrum öðrum málum í þessurn heimshluta í hans huga. „Við teljum að það eigi að vera eitt af helstu markmiðum banda- manna að koma frá Saddam Huss- ein og ógnarstjórn haris sem ógnar öllum þessum heimshluta. Fái hann annað tækifæri til þess mun hann nota vopnabúr sitt á ný og þá gæti orðið erfitt að ná saman jafn víð- tækri samstöðu gegn hönum og nú hefur tekist.“ Hvað varðaði ísrael og samskipti ríkisins við arabaríkin sagðist Alon bera þá von í btjósti að ef stríðsvél Husseins yrði eyðilögð kæmu upp öfl í Arabaheimin'um sem væru reiðubúin að feta í fótspor Sadats og Egypta á sínum tíma og semja um friðsamlega sambúð við ísraels- Myndhöfundasjóður Islands stofnaður MYNDHÖFUNDASJÓÐUR íslands var stofnaður 11. febrúar síðastlið- inn. Hlutverk sjóðsins er að gæta höfundarréttar myndhöfunda, segir í frétt frá stjórn sjóðsins. Að sjóðnum standa Samband ís- lenskra myndlistarmanna, Ljós- myndarafélag íslands, Félag ís- lenskra teiknara og Félag grafískra teiknara. Allir félagsmenn þessara sambanda og félaga verða sjálfkrafa aðilar að sjóðnum en rétt til inn- göngu í sjóðinn eiga hagsmunasam- tök og stofnanir sem fara með höf- undarrétt að myndverkum svo og einstaklingar sem fara með og eiga höfundarrétt að myndverkum. Hlutverk sjóðsins er að vernda höfundarrétt félagsmanna vegna birtingar á verkum til almennings og vegna annarrar hliðstæðrar notk- unar og hafa með höndum gerð gjaldskráa og taxta í því sambandi. Sjóðurinn mun annast samninga- gerð f.h. félagsmanna sinna við opinbera aðila og einkaaðila, um Vitni vantar Slysarannsóknadeild lögreglunn- ar í Reykjavík óskar eftir að ná tali af ökumanni blárrar Toyota Corolla bifreiðar, sem talið er að hafi ekið á gangandi vegfaranda í Tryggvagötu, skammt vestan Póst- hússtrætis um klukkan 4, aðfara- nótt sunnudagsins 17. febrúar. Sá sem fyrir bílnum varð meiddist nokkuð á fæti og ríður lögreglu á að hafa tal af ökumanninum. þóknun og reglur vegna opinberrar birtingar og notkunar á myndverk- um þeirra. Nokkur dæmi um hagnýta notkun myndverka sem er gjaldskyld er birting myndverka í sjónvarpi, blöð- um og tímaritum, i auglýsingum, á kortum, plakötum, almanökum og fleiri prenthlutum. Ennfremur sýn- ing á myndverkum í stofnunum og sýningarsölum. Myndhöfundasjóður mun koma á samvinnu við systrasamtökin á Norðurlöndum en þau eru í Finn- landi Kuvasto, í Danmörku Copy- Dan Billedsektor, í Svíþjóð BUS og i Noregi NBK, og ennfremur má gerá ráð fyrir að sjóðurinn fái aðild að Fjölís sem fer með höfundarrétt- armál vegna fjölföldunar efnis í skójum og á fleiri sviðum. Á stofnfundinum voru lagðar fram samþykktar samþykktir fyrir sjóðinn og voru fundarmenn sam- mála um að löngu væri tímabært að taka höfundar- og birtingarétt að myndverkum föstum tökum, því væri það fagnaðarefni fyrir mynd- höfunda að til væri orðið Myndstef. — Formaður fulltrúaráðs var kosinn Mats Wibe Lund. — Stjórn sjóðsins skipa eftirtald- ir menn: Leifur Þorsteinsson frá Ljósmyndarafélagi íslands, Gísli B. Björnsson frá Félagi íslenskra teikn- ara, Helgi Gíslason frá Sambandi islenskra myndlistarmanna, Kalman Fontany frá Félagi grafískra teikn- ara og Knútur Bruun hrl., fulltrúi Sambands íslenskra myndlistar- manna, sem var kosinn formaður stjórnar. ríki. „Því miður eru Mið-Austurlönd átakasvæði en það eru þó einstaka ljós í myrkrinu eins og friðarsamn- ingur ísraels og Egyptalands. Við vonum að svipuðu samkomulagi verði hægt að ná við araba í öðrum nágrannaríkjum okkar sem og við Palestínuaraba á hernumdu svæð- unum. Það er hægt að semja um allt.“ Morgunblaðið/KGA Joel Alori; nýskipaður sendiherra ísrael á íslandi. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur: Áform um gisti- og fjöl- skylduheimili unglinga SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn lögðu til að tillögum minnihlut- ans um félagsmái, sem lagðar voru fram við síðari umræðu um fjár- hagsáætlun.Reykjavíkur, yrði vísað til félagsmálaráðs. Þar á meðal voru tillögur um gistiheimili fyrir unglinga og um fjölskylduheimili fyrir unglinga lagði fram tillögu um að hrinda í framkvæmd áformum um ferðaþjón- ustu aldraðra og um eflingu fræðslu meðal foreldra um vímuefnaneyslu meðal unglinga. Guðrún Zoega, formaður félags- málaráðs, lagði til að þessum tillög- um yrði vísað til félagsmálaráðs. Elín G. Ólafsdóttir, Kvennalista, lagði fram tillögu um kaup á hús- næði til að nýta sem gistiathvarf fyrir heimilislausa unglinga. Kristín Á. Ólafsdóttir, Nýjum vettvangi, lagði fram tillögu um kaup á tveim- ur húsum til notkunar sem fjöl- skylduheimili fyrir unglinga. Sigur- jón Pétursson, Alþýðubandalagi, Deilt um suðuræð Hitaveitunnar MEÐAL tillagna minnihiutaflokkanna í borgarstjórn við umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkur á fimmtudag voru tillögur varðandi lagn- ingu suðuræðar Hitaveitu Reykjavíkur. Vildu fulltrúar Framsóknar- flokks og Nýs vettvangs flýta þeim framkvæmdum en sjálfstæðismenn lögðu til að tillögum þeirra þar að lútandi yrði vísað frá, enda væru breytingar á framnkvæmdaáætlun stjórn veitustofnana. Sigrún Magnúsdóttir, Framsókn- arflokki, lagði til að framkvæmdum við suðuræð Hitaveitu Reykjavíkur yrði hraðað 'og sama efnis var til- laga, sem Ólína Þorvarðardóttir flutti. Hún lagði líka til, að tvöfalt veitukerfi Hitaveitunnar yrði stækk- að verulega og að hafnar yrðu fram- kvæmdir til að tryggja betur varara- forku til Hitaveitunnar. Guðrún Zoega, Sjálfstæðisflokki, lagði til að þessum tillögum yrði vís- að frá. Hún sagði að tillaga Sigrún- ar Magnúsdóttur myndi ekki flýta ltvað þetta varðar til athugunar í lagningu suðuræðar Hitaveitunnar en hefði aukinn fjármagnskostnað í för með sér. Hún sagði það væri langtímaverkefni að leggja tvöfalt dreifikerfi fyrir Hitaveituna og tii- laga Ólínu Þorvarðardóttur væri óþörf. Ekki væri heldur skynsamlegt að samþykkja tillögu hennar um framkvæmdir til að tryggja varara- forku til Hitaveitunnar, enda væri ekki skynsamlegt að eyða eins miklu fé og þar væri gert ráð fyrir, til að koma í veg fyrir tiltölulega smávægi- leg óþægindi. Parasetamól er hugsan- legur krabbameinsvaldur - segir Þorkell Jóhannesson prófessor NÝLEGAR rannsóknir sýna að lyf er innihalda parasetamól eru hugs- anlegir krabbameinsvaldar og valda nýrnáskemntdum séu þau tekin í stóruin skömmtum. Að sögn Þorkels Jóhannessonar, prófessobs við lyflæknadeild Háskóla íslands, eru litlar líkur á að öll venjuleg notk- un lyfjanna hafi þessi áhrif, en við langvarandi notkun er þetta mögu- leiki, sem menn ættu að vita af. Meðal þeirra lyfja sem innihalda parasetamól eru dolvipar, kódípar, panodil og parkódín. Phenasetin er gamált lyf sem kom fram fyrir aldamótin 1900 og var mikið notað fram til ársins 1950. Lyfið verkar líkt og magnyl eða asperín, hefur væga verkjadeyfandi verkun og lækkar sótthita. „Um 1950 fóru að koma fram upplýsingar um að mikil og langvarandi notkun phenasetins gæti valdið nýrna- skemmdum," sagði Þorkell. „Síðar þótti það einnig ljóst að það væri trúlegt að langvarandi taka phena- setins ylli einnig illkynja frumu- breytingum í þvagfærum, sérstak- lega í nýrnaskálum. Þetta leiddi til þess að fyrir um tíu árum var phena- setin tekið af markaði. Árið 1949 varð bert að í líkamanum breytist phenasetin í annað efnasamband sem heitir parasetamól og í Banda- ríkjunum er líka nefnt asetóaminó- fen. Parasetamól kemur nú fyrir í ýmsum sérlyfjum, erlendis í Tylenól og hér á landi til dæmis í Panódíl. Það er einnig notað í samsetningu með kódeni sem er sambærilegt við Kódímagnyl. Frekari rannsóknir leiddu í Ijós að mestan hluta verkun- ar phenasetins væri hægt að rekja til parasetamóls. Þegar phenasetin var tekið af markaði fyrir um tíu árum lágu ekki fyrir neinar ábend- ingar í þá veru að parasetamól mundi geta valdið illkynja frumu- breytingum eða nýrnaskemmdum. Síðar er það að segja að á árunum 1984 til 1986 varð ljóst að paraseta- mól hefur einhver áhrif á arfstofna eða erfðavísa í frumum og getur bundist við kjarnaprótein en slík binding efna kann að vera undan- fari illkynja fmmubreytinga. í tilraunum með mýs hefur komið í ljós að parasetamól í stórum skömmtum getur valdið æxlismynd- un í lifur og sama er á teningnum með rottur. I rottum getur paraseta- mól einnig valdið æxlum í blöðru. Það verður þess vegna að teljast sennilegt að lyfið sé krabbatneins- valdur hjá tilraunadýrum. Enn er óvíst hvernig þessu er farið hjá mönnum, en parasetamól verður þó að teljast hugsanlegur krabbameins- valdur hjá mönnum og það liggur nú fyrir að parasetamól tekið í stór- um skömmtum getur valdið nýrna- skemmdum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.