Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1991 Öll stig veiða og vinnslu fara fram um borð í frystitogara. Eftir að aflinn kemur í vinnslusal (ef sal skyldi kalla) er fiskurinn blóðgaður, slægður, hausaður, flakaður, snyrtur, honum pakkað og hann fryst- ur. Þeir Hafþór Júlíusson (Haffi), Hinrik Halldórsson (Hinni) og Sigurður Isaksson (Siggi) stiga hér ölduna við snyrtinguna. urinn er meira en tvisvar sinnunr verðmeiri en ufsinn og karfinn. Sjó- mennirnir gleðjast því þegar uppi- staðan í hali er þorskur. Skipstjórnarmenn á veiðum hafa nokkuð mikið samband sín á milli við veiðarnar. „Hvar ertu núna?“ „Hveijir eru að veiða á sömu slóð- um?“ „Ertu að fá hann?“ „Er rauð- ur pungúr?" „Er þetta þorskur eða kaifi?“ Svona hljóma spurningarnar í talstöðinni og ekki stendur á svör- um. Það vekur undrun mína að heyra hversu vinsamlegar samræð- ur manna eru og þeir fúsir til þess að skiptast á upplýsingum. Land- krabbinn hafði ímyndað sér að skip- stjórarnir væm þöglir sem gröfin um staðsetningu og aflabrögð við keppinauta sína — einkum ef vel fiskaðist. Ég spurði Hannes hvort samskiptin væru alltaf með þessum hætti: „Já, já. Blessuð vertu. Þetta fer allt fram í hinu mesta bróðerni, en auðvitað lýgur maður stundum, svona innan hóflegra marka!“ segir Hannes og hlær strákslega. Orðaforðinn sem fer um talstöð- ina er landkrabbanum einnig fram- andi. Þeir nefna ákveðna staði á miðunum eigin nöfnum, sem ekki finnast á neinum sjókortum. Torgið er til dæmis stytting fyrir Hamp- iðjutorgið, þar sem togarar hafa svo oft fest troll sín þar og rifið. Við það verður mikið að gera hjá Hamp- iðjunni. Reyndar hefur Torgið feng- ið aðra skýringu og nýlegri: Torg hins himneska friðar, sem er aldrei til friðs. Þeir tala einnig um að toga á Bjargvættinum, sem er líka nýleg nafngift. Lífið um borð Dagur og nótt eru eiginlega ekki til um borð í frystitogara, heldur fjögur sex stunda tímabil sem skipt- ast í vakt, frívakt, vakt, frívakt, þannig að tólf vinnustundum er skilað á hveijum sólarhring alla úthaldsdagana, sem yfirleitt eru 24 til 26, en geta farið yfir 30 þegar lítið veiðist. Helsta óánægja sjó- mannanna beinist að löngu úthaldi. Þeir segja að túrar sem séu um og yfir 30 dagar séu allt of langir og að andrúmsloftið um borð síðustu vikuna eða svo í löngu túrunum geti orðið æði rafmagnað. Þá séu menn svo pirraðir og uppstökkir að fjandinn geti orðið laus af minna en engu tilefni. „Við værum áreið- anlega verðugt rannsóknarefni fyrir sálfræðinga á fimmtu vikunni," segir einn og glottir. Annar segir að deilur manna á milli á síðustu dögum langs úthalds geti dregið slíkan dilk á eftir sér að menn tal- ist ekki við túrum saman. Einangrað karlasamfélag „Shipohoj“-textarnir sem Bubbi vitnaði til koma mér oft í huga þessa daga um borð. Lífið um borð í þessu fljótandi frystihúsi er ijarri því að vera fyrirmyndin að slíkum textum. Reyndar hallast ég að því að lífið um borð í frystitogara sé ekki ósvipað fangelsislífi. Þetta er þröngt, einangrað karlasamfélag, þar sem fátt er hægt að gera sér til dægrastyttingar. Auðvitað hefur sjómaðurinn sjálfur valið sér vist- ina, en ekki verið dæmdur til henn- ar, eins og fanginn. Að fijálsa valinu undanskildu, hugsa ég að hliðstæðumar séu ótrú- lega margar: Einangrunin frá um- heiminum er mikil. Það er bara gamla Gufan og Rás tvö sem heyr- ast í útvarpinu, meira að segja get- ur það verið með höppum og glöpp- um. Og sömu sögu er að segja um símasamband í land. Satt best að segja tel ég mig hafa fengið nokk- urra ára skammt af dagskrá Ríkisútvarpsins beint í æð í þessarn ferð, alveg óumbeðið. Fréttum vilja allir um borð fylgjast með og sjó- mennimir virðast nokkuð ánægðir með fréttastofu útvarpsins. En þeir eiga bágt með að skilja hvers vegna ekki má útvarpa veðurfregnum á Rás tvö, sem þeir vilja miklu frekar hlýða á en Gufuna. Sjómönnum getur orðið heitt í hamsi þegar þeir ræðá ýmsa þætti útvarps, og þá beinist pirringur þeirra einkum að dagskrárgerðarmönnum og „öllum þessum Þjóðarsálar-erkifíflum". Ferðafrelsi er ekkert — þú ferð ekki lengra en út að borðstokknum. Þú ferð ekki á tónleika, í bíó, í bíltúr með íjölskyldunni, í leikhús, í kaffiboð, á krá, á skíði, á hestbak - þú ferð ekki neitt. íslenski hesturinn í hávegum Það sem þú getur gert á frívakt- inni, þegar þú ekki sefur er að glápa á myndband, sem ákveðinn hluti áhafnar gerir óspart, grípa í spil, tefla eða lesa. Það er rétt að lýsa því yfir hér og nú að enginn fótur er fyrir sögusögnum þess efnis að sjómenn hangi yfir svokölluðum „bláum myndum" eða klámmynd- um á frívaktinni, samkvæmt því sem ég sá og heyrði. Bandarískar spennumyndir eru sennilega það sem mest er horft á, auk þess sem íslenskt sjónvarpsefni, sem er tekið upp fyrir áhöfnina í landi, nýtur mikilla vinsælda. Allra vinsælasta myndbandið var þó um íslenska hestinn! Af 27 manna áhöfn Frera eru 8 í hestamennsku og mér fannst það bókstaflega hlægilegt að sjá þessa togarajaxla liggja yfir sama myndbandinu frívakt eftir frívakt og dásama allt sem eina truntu má prýða. Launin á frystitogurum eru góð, enda myndu sjálfsagt fæstir halda frystitogaravistina út til lengdar, ef launin væru ekki góð. Freri var með flesta úthaldsdaga allra frysti- togara á síðastliðnu ári, eða 318 og túrarnir voru 12. Meðallengd hvers túrs var því 26,5 dagar. Há- setahluturinn sl. ár miðað við að háseti tæki sér ekkert frí var um 4,6 milljónir króna. Það eru há laun, en að baki er líka mikil vinna og langt úthald — lauslega áætlað voru nálægt 4.000 vinnustundir í vinnuári slíks háseta. Samkvæmt samningum eiga sjómennimir rétt á að taka sér frí þriðja hvern túr. Fæstir virðast fara svo oft í frí, en algengt er að menn taki sér frí tvo til þijá túra á ári. Miðað við þriggja túra frí í fyrra má því áætla að árslaun háseta á Frera hafi verið um 3,6 milljónir króna. Sjómennimir em ekkert að draga úr því í samræðum sínum við mig, að þeir hafí góð laun, en þeir benda réttilega á, að fyrir þessi laun fómi PASKAFERÐ 27/3 - 9/4 (ÍÍSTÁ) Fæst á öllum bensínafgreiöslum Nýbýlavegi 18, sími 641988 OLÍUFÉLAGIÐ HF. —- broit FARAR- DAGAR: 1991 26.5 4.6 11.6 18.6 26.6 2.7 9.7 16.7 23.7 30.7 6.8 13.8 20.8 27.8 3.9 10.9 17.9 24.9 1.10 22.10 Verð frá: 39.600,-4 [ búö FERÐASKRIFSTOFA. HALLVEIGARSTÍG 1. SÍMAR 28388-28580. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.