Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBIjAÍÐIÐ ATVMNA/RABISMÁ' s£nWdáV!»9i . FEBRÚÁR 1991- 33 RAD.A UGL ÝSINGAR TILSÖLU Hlutabréf til sölu Til sölu eru þrír hlutir í Alpan hf., Eyrar- bakka, samtals að nafnverði kr. 408.000,- á útgáfudegi, þann 2. maí 1988. Tilboð sendist Elvari Unnsteinssyni hdl., Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík, fyrir 5. mars nk. Alþingishátíðarstell 1930 Tilboð óskast í 12 manna matar- og kaffi- stell. Möguleikar á að selja stellið í tveimur hlutum. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merkt: „A - 6850“, fyrir 2. mars. Línubeitingavél til sölu Lítið notuð (2 ár), nýyfirfarin beitingavél, árg. 1978/79, til sölu. Með vélinni fylgir uppstokk- ari og 21 magasín ca. 30.000 króka. Vateik hf., sími 91-679308. Til sölu offset-plöturammi Ultra-plus - Flip-Top. Stærð 84x 106 cm. 4000W, metal Halide ásamt góðu punktljósi. Upplýsingar í síma 680500. Til sölu „penthouse“íbúð 135 fm „lúxus penthouse" íbúð í hjarta borg- arinnar til sölu. Allar innréttingar og tæki af vönduðustu gerð. Veðbandalaus eign. Skipti möguleg. Einstakt tækifæri. Lysthafendur sendi nafn og símanúmer í pósthólf 1100, 121 Reykjavík, merkt: „Penthouse“íbúð. ÓSKAST KEYPT Innflutningsfyrirtæki Rótgróið innflutningsfyrirtæki óskar eftir að kaupa innflutningsfyrirtæki. Þeir sem hafa áhuga sendi upplýsingar til auglýsingadeildar Morgunblaðsins merktar: „G - 8663“ fyrir 8. mars nk. Ullarvörur Ódýrar ullarvörur óskast keyptar. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „U-788“. ÞJÓNUSTA Skattframtöl og bókhald Skattframtö! og bókhald fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Sé um kærur og sæki um frest ef með þarf. Ódýr, örugg og góð þjónusta. Hafið samband sem fyrst. Upplýsingar í síma 641554. ÝMISLEGT Parket Óska eftir parketi, ca 40 fm. Verðtilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „Parket - 6847“, fyrir 27. febrúar. Sumarfrí 48 ára þýsk hljómlistarkona, sem spilar á lág- fiðlu og fiðlu, langar til að eyða sumarfríi sínu í Reykjavík í ágúst, leitar eftir gistingu og morg- unverði hjá fjölskyldu, sem hefur gaman af að æfa kammertónlist á kvöldin. Vinsamlegast hafið samband við Heide Det- hloff, Nikolausstr. 48, 5000 Köln 90, Þýskalandi. KRINGHN KRINGWN KKtHeNM KKIHeNH Markaðstorg Kringlunnar Við höfum nú starfað í 3 ár á 3. hæðinni í Kringlunni. Markaðstorgið er nú í vetrarfríi í 3 vikur en tekur til starfa í byrjun mars eftir að bókamarkaðinum lýkur, en hann er nú til húsa hjá okkur. Við höfum selt vörur frá verslunum, heild- verslunum og einstaklingum. Við höfum bæði tekið á móti nýinnfluttum vörum og eldri lagerum. Mest allt er tekið í umboðs- sölu, einnig kemur til greina að kaupa vörur. Það er möguleiki að fá leigt pláss fyrir fólk, sem vill versla þarna sjálft. Ef áhugi vaknar við lestur þessarar auglýs- ingar, hafðu þá samband í síma 642425 eða 678011 í dag og næstu daga. KRINGMN KRINGWN KKIMeNM KKIMeNH KENNSLA I . . V .... Auglýsing vegna prófs fyrir skjalþýðendur og dómtúlka Hér með er minnt á að frestur til innritunar í prófið, sem hefst 18. mars nk., rennur út 1. mars 1991. Próftökugjald er kr. 40.000, sem er óendur- kræft. Dóms- og kirkjumálaráðuuneytið, 20. febrúar 1991. Slökunar-leiðbeinandi í Danmörku býðst þriggja ára opinberlega viðurkennt nám sem veitir réttindi til kennslu í ýmiskonar hreyfiþjálfun og til einstaklings- bundinnar líkamsmeðhöndlunar. Námið byggist á aflsálarfræðilegum grunni og sál- fræði er samofin kennslu í líkamsfræðunum. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1991. Biðjið um námsskrá og umsóknareyðublöð hjá: Skolen for Kropsdynamik, Strandboulevard- en 92, 2 DK-2100 Kaupmannahöfn 0, Dan- mörk. Sími 90 45 31 426099, þriðjudag bg föstudag kl. 9-14. Arkitekt-háskólinn í Osló Inntaka 1991 íslenskir stúdentar, sem vilja stunda nám í Arkitekt-háskólanum í Ósló, geta þreytt fyrsta hluta inntökuprófsins, sem er heimaverkefni, og er unnið á tímabilinu 15. mars til 1. maí. Þeir, sem áhuga hafa og senda skriflega beiðni, fá send umsóknareyðublöð frá Arki- tekt-háskólanum. Umsóknarfrestur er til 15. mars 1991. Nánari upplýsingar um inntöku eru sendar með heimaverkefninu. Arkitekthogskolen i Oslo, P.b. 6768 St. Olavs Plats, 0130 Osló 1. Samvinnuháskólinn - rekstrarfræði Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því að rekstrarfræðingar séu und- irbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunar- starfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskiptabrautum eða lokapróf í frum- greinum við Samvinnuháskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, við- skipta og stjórnunar, s.s. markaðsfræði, fjár- málastjórn, starfsmannastjórn, stefnumót- un, lögfræði, félagsmálafræði samvinnumál o.fl. Námsti'mi: Tveir vetur, frá september til maí. Frumgreinadeild til undirbúnings rekstrarfræðanámi. InntÖkuskilyrði: Þriggja ára nám á fram- haldsskólastigi án tillits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvu- greinar, enska, íslenska, stærðfræði, lög- fræði og félagsmálafræði. Einn vetur. Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætl- uð um 38.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnu- háskólans á Bifröst. Umsókn á.að sýna per- sónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skóla- göngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Veitt er inn- ganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólanám er lánshæft. Samvinnuháskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi - sími 93-50000. Frá Ljósmæðraskóla íslands Kennsla hefst í Ljósmæðraskóla íslands mánudaginn 9. september 1991. Inntökuskilyrði er próf í hjúkrunarfræðum og að umsækjandi hafi hjúkrunarleyfi hér á landi. Umsóknir sendist Ljósmæðraskóla íslands, kvennadeild Landspítalans, 101 Reykavík, fyrir 1. júní nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar, m.a. um kjör á námstímanum, eru veittar í í skólanum á mánudögum og miðvikudögum milli 09.00 og 15.00 í síma 601396. Reykjavík, 24. febrúar 1991. Skólastjóri. LIS TMUNA UPPBOÐ Klausturhólar Guðrún Guðmundsdóttir, sími 19250 Listmunauppboð nr. 165 málverk sunnudaginn 3. mars 1991, kl. 20.30, á Hótel Sögu (Súlnasal). Ath.: Söluþóknum 10%. X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.