Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1991 DRAUMIR DÁÐA MANNS EÐA MARTRÖÐ LANDKRARRANS Orange karfinn, sem er heilfrystur fyrir Kóreu var uppistaðan í þessu fimm tonna hali. Hásetarnir fá líkast til fyrstu einkunn fyrir litasamsetningu, þar sem hlífðarbuxur þeirra og hjálmar eru í fullu samræmi við karfann. Texti og myndir eftir Ajjnesi Bragadóttur SJÓMANNSLIF, sjómannslíf. Draumur hins dáða manns. Hver man ekki þessa laglínu? Þótt allir þekki hana, er ekki þar með sagt að allir geri sér grein fyrir því hvers konar haugalygi staðhæfingin um drauminn er. Það er yfir höfuð ekkert rómantískt eða fagurt við sjómennsku, sem gæti réttlætt staðhæfingu í þá veru að hún sé „draumur hins dáða manns“. Þvert á móti, kemur sjómennskan mér fyrir sjónir sem þrautleiðinlegt hörkupúl, þar sem sjómaðurinn innir sömu störfin af hendi, aftur og aftur og aftur, alveg endalaust, að nóttu sem degi, í fárviðri sem logni, í brunagaddi sem sumarblíðu. Eftir níu daga veiðiferð með frystitogaranum Frera RE-73 er mín landkrabbalega niðurstaða sú að Bubbi Morthens hafi síst verið að ýkja þegar hann sagði á sínum tíma: „Þessir „shipohoj“-textar eru blekking. Lífið á sjónum er ekki hvítir mávar, jóðlandi góðglaðir hásetar í tandurhreinum stakk að steppa við þorskinn... Raun veruleikinn er miklu beiskari...“ tt gurvík gerir út þrjá togara: ísfisktogar- ana Ögra og Vigra og frystitogarann Frera. Um borð í Frera er 27 manna áhöfn, þar af er ein kona háseti. Við allra fyrstu kynni eru þessir menn hálf kuldalegir, að ekki sé meira sagt. Það var með naumindum að mér tækist að kreista „gott kvöld“ upp úr þeim sumum hveijum þegar ég mætti til borðs að kvöldi 7. febrúar sl. En það er nú jafnráðlegt í þessum efn- um sem öðrum, að setjast ekki í dómarasætið of snemma, sem kallar bara á fordóma. Því auðvitað reyn- ast Freramenn vera hinir mætustu og elskulegustu við nánari kynni. Mætir og elskulegir á sinn sérstæða hátt, en þeir kæra sig ekkert um blaðaviðtöl. Segja einfaldlega að ég megi fylgjast með orðum þeirra og athöfnum, spyija að vild, matreiða efnið að vild, en þeir séu ekki að standa í því að láta hafa eitthvað eftir sér undir nafni, einkum ekki þegar fjallað sé um viðkvæm mál. Þessa afstöðu sjóaranna ætla ég að virða, þannig að þessi frásögn skrifast á mína ábyrgð, þótt hún sé samantekt þess sem ég varð áskynja um borð í Frera. Frystitogarar og útgerð þeirra hafa verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu og ýmis gagnrýni kom- ið fram á rekstur þessara fljótandi frystihúsa. Gagnrýnin hefur m.a. beinst að litlu eftirliti með veiðum og vinnslu, miklu vinnuálagi um borð, lélegri nýtingu, miklu smá- fiskadrápi, auk þess sem vangavelt- ur hafa verið uppi, m.a. hér í blað- inu, um að frystitogarar fiskuðu framhjá kvóta með því að ástunda yfirvigt. Skemmst er frá því að segja að sjómennirnir um borð í Frera sögðu mér að það væri hrein og klár fjar- stæða að ætla íslenskum sjómönn- um þá heimsku að samþykkja að veitt yrði framhjá kvóta og hvert kíló þannig þyngt um einhvern hundraðshluta. „Við erum ekkert fyrir það að gefa vinnu okkar eða aflahlut.“ Reyndar töldu þeir frá- leitt að yfii-vigt væri stunduð í ein- hveijum mæli, þótt alltaf gæti ein og ein askja reynst einhveijum pró- sentum fyrir ofan meðalvigt. Smáfiskadráp Öðru máli gegnir um gagnrýni á smáfiskadráp. Þeir á Frera segja að vissulega eigi frystitogarar sem aðrir gagnrýni skilda í þeim efnum. „Auðvitað er heilmiklu' af fiski, smáfiski, hent um borð í frystitog- urum, sem öðrum fiskiskipum. Út- gerðar menn sem staðhæfa annað,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.