Morgunblaðið - 26.02.1991, Page 4

Morgunblaðið - 26.02.1991, Page 4
4 MOKGUNULAljiD -ÞRIÐJUDAGUK 26. FEURÚAR 1991 VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 26. FEBRUAR YFIRLIT í GÆR: Milli Islands og Noregs er hæðahryggur á leiö austur en um 400 km austur af Hvarfi er víðáttumikil 955 mb lægð sem þokast norður. SPÁ: Sunnan- og suðaustanátt, víða allhvöss eða hvöss suðaust- an- og austanlands, en heldur hægara annars staðar. Slydduél vestanlands, skúrir sunnanlands og austan en að mestu úrkomu- laust norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Fremur hæg sunnan- og suðvestanátt. Smáél á Suður- og Vesturlandi, en úrkomulaust annars staðar. Frost 2-4 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Allhvass suðaustan, víða slydda eða rigning sunnan- og austanlands, en bjartviðri um vestanvert landið. Hiti 1-2 stig. TAKN. Heiðskirt Hálfskýjað Skýjað — Alskýiaft x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / # Slydda / * / # * * * * * * Snjókoma * * * ■J0 Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður £ / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veftur Akureyri 1 alskýjaö Reykjavik 4 rignlng Bergon 5 léttskýjað Helsinki 3 alskýjað Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Narssarssuaq 4 skýjað Nuuk +12 snjók. é sið.klst. Ósló 6 léttskýjað Stokkhólmur 6 léttskýjað Þórshöfn 4 alskýjað Algarve 12 rignlng Amsterdam 11 léttskýjaö Barcelona 14 mistur Berlfn 7 rlgning Chicago vantar Feneyjar 14 Þokumóða Frankfurt 10 mistur Qlasgow a skýjað Hamborg 6 þokumóða Las Palmas vantar London 11 mistur LosAngeles 13 þokumóða Lúxemborg 10 mistur Madrfd 14 léttskýjað Malaga 18 rykmistur Mallorca 17 léttskýjað Montreal +17 þokumóða New York 2 þokumóða Orfando vantar París 14 skýjað Róm 17 heiðskírt Vín 2 þoka Washington vantar Winnipeg +20 léttskýjað Sjópróf í Keflavík: Stýrimaðurinn vaknaði þegar troll bátsins festist í botninum Keflavík^ SJÓPRÓF vegna strands Steindórs GK frá Garði við Krísuvíkur- bjarg að morgni 20. febrúar sl. fóru fram hjá bæjarfógetanum í Keflavík í gær. í réttinn mætti skipstjóri og stýrimaður sem var einn á vakt í brúnni þegar óhappið átti sér stað. Við sjóprófin sagðist stýrimaðurinn hafa sofnað um 15 minútum áður en bátur- inn, sem var á togveiðum, strandaði. Fram kom að sjálfstýring var á og að stýrimaðurinn vaknaði við það að trollið festist i botni. Hann gerði þegar ráðstafanir til að hífa og sá í þann mund frá skipsljósunum að báturinn var kominn upp í harða land og stran- daði hann augnabliki síðar. Fram kom að Steindór GK hafði haldið til veiða frá Sandgerði deg- inum áður og haft viðkomu í Grindavík á leið á miðin. Veitt var í svokallaðri Hælsvík út af Krísuvíkurbjargi — og var togað að og frá landi. Kastað var kl. 3.50 í Hælsvíkinni utanverðri. Togað í átt að landi og strandaði báturinn um kl. 7.00. Stýrimaður- inn hafði tekið við stjóm skipsins um kl 00:30 og kom fram að þetta var í annað sinn sem hann togaði á þessum slóðum. Einnig kom fram að skipið var vel búið siglin- gatækjum. Um borð voru 2 rat- sjár, 3 lórantæki, 3 „plotterar" og 2 dýptarmælar. Skipstjórinn skýrði frá því við sjóprófin að hann hefði verið í koju og vaknað við höggið þegar báturinn strandaði. Hann sagði að þá hefðu verið um 5-7 vindstig af vest-norðvestri, talsverður sjór og gengið á með éljum. Skipstjórinn sagði að ólög hefðu stöðugt gengið yfir bátinn þegar eftir strandið og þau stöðugt orðið öflugri eftir því sem nær leið flóði. Hann sagði að báturinn hefði lagst á bakborðshliðina og um tíma hefðu þeir haldið að honum myndi hvolfa og þá skotið út björgunar- báti. Allir hefðu skipveijar farið í flotbúninga og verið í brúnni. Ólög hefðu fljótlega splundrað annarri hurðinni og sjór þá gengið inn í bátinn. Taldi skipstjórinn að ef björgun hefði dregist mikið lengur hefði þess áreiðanlega ekki orðið' langt að bíða að útsogið hefði tekið einhveija úr höfninni, því sumir hefðu verið orðnir nokk- uð þrekaðir. Benóný Benediktsson skákmeistari látinn Ráðínn forstjóri nýs fyrirtækis hjá Sony SONY samsteypan í Bandaríkjunum tilkynnir í dag stofnun nýs fyrir- tækis, Sony Electronic Publishing, sem sameinar framleiðslu og útg- áfu á öllu hugbúnaðarefni sem Columbia Pictures Entertainment og CBS Records hafa gefið út á vegum Sony. Ólafur Jóhann Ólafs- son, aðstoðarforstjóri hjá Sony, hefur verið ráðinn forstjóri hins nýja fyrirtækis. Ólafur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að Sony hefði dreg- ið saman alla framleiðslu á hugbún- aðarefni innan fyrirtækisins í eitt og þar væri um að ræða kvikmynd- ir, tónlist og texta. „Nýja fyrirtæk- ið mun gefa út bæði skemmtiefni, fræðsluefni og uppsláttarefni á tölvudiskum auk vídeóleikja og fleira. Þetta er ný útgáfustarfsemi innan Sony fyrirtækisins sem sam- einar myndir, músík og texta. Við lítum á þetta fyrirtæki sem þriðja arminn hjá Sony fyrirtækinu og horfum þá til framtíðarinnar," sagði Ólafur. BENÓNÝ Benediktsson, fyrrum skákmeistari og verkamaður frá Kambhóli í Víðidal, lést í Borg- arspítalanum 25. febrúar, 73 ára að aldri. Hann var ókvæntur. Benóný fæddist að Kambhóli í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu 3. nóvember 1917. Foreldrar hans voru Benedikt Benónýsson frá Kambhóli og Sigríður Friðriksdóttir frá Bakkakoti í Víðidal. Benóný var landsþekktur skákmaður og varð fjórum sinnum skákmeistari Reykjavíkur. Ávann hann sér sæti í meistaraflokki 25 ára gamall. Hann varð hraðskákmeistari ís- lands árin 1947 og 1953. Árið 1978 tók Benóný þátt í World Open skák- mótinu í Philadelphiu í Banda- ríkjunum og hlaut 5 1/2 vinning af 9 mögulegum. Árið 1984 kom Benóný enn fram og vakti miklá athygli á 10. Reykjavíkurskákmót- inu er hann hélt jöfnu gegn sovét- manninum Balshov. Benóný var meðal fastamanna á ýmsum skák- mótum allt fram á seinustu ár. * m Olafur Jóhann Olafsson: Hann sagði að þyrla Landhelg- isgæslunnar hefði náð áhöfninni 8 manns frá borði í þrem ferðum og hefðu björgunaraðgerðir geng- ið hratt og vel þó aðstæður hefðu verið erfiðar. BB Ólafur Jóliann Ólafsson. Ríkisstjórnin: Seðlabanki nái fram lækkun raunvaxta RÍKISSTJÓRNIN hefur beint þeim tilmælum til Seðlabanka ís- lands að ná fram lækkun raunvaxta með beinum aðgerðum eða fyrirmælum ef þörf þykir, og skuli að því stefnt að raunvextir hér á landi verði sem næst því sem þeir eru í helstu viðskipta- löndum Islendinga í Vestur-Evrópu. Telur ríkisstjórnin eðlilegt að lánskjör í hinu opinbera húsnæðislánakerfi og framboð og vextir af ríkisskuldabréfum komi til endurskoðunar samfara almennri lækkun vaxta. í bréfi sem viðskiptaráðherra hefur sent Seðlabankanum er bent á eftirtaldar leiðir, sem meðal annars verði kannaðar til að ná fram lækkun raunvaxta: Innlánsbinding banka og spari- sjóða verði tekin til endurskoðun- ar og samræmd reglum sem um hana gilda í öðrum ríkjum V-Evr- ópu, og bundnu fé sem þannig losnar verði ráðstafað til kaupa á ríkistryggðum skuldabréfum um leið og samið verði við inn- lánsstofnanir um lækkun raun- vaxta. Þá hefji Seðlabankinn kaup og sölu markaðsverðbréfa í því skyni að hafa áhrif á vexti, og vaxtaákvörðunardögum banka og sparisjóða verði fækk- að, og vaxtaákvarðanir ekki byggðar á spám um verðlagsþró- un heldur á þekktri verðlagsþró- un og raunverulegri afkomu innl- ánsstofnana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.