Morgunblaðið - 26.02.1991, Page 30

Morgunblaðið - 26.02.1991, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991 Vegaáætlun fyrir árin 1991-1994 TILLAGA til þingsályktunar um vegaáætlun fyrir 1991-1994 var lögð fram á Alþingi í gær. Á þessum fjórum árum er ráðgert að veija 23 milljörðum og 740 milljónum samkvæmt áætluninni. I athugasemdum með áætluninni kemur m.a. fram að gert sé ráð fyr- ir því að fjármagn til vegagerðar samkvæmt áætluninni komi alfarið frá mörkuðum tekjustofnum ef und- t an sé skilið 350 milljóna króna fram- lag úr ríkissjóð til framkvæmda við 'Vestfjarðagöng á árinu 1991. Mark- aðir tekjustofnar eru bensíngjald, þungaskattur annaðhvort eftir árs- gjaldi eða eftir kílómetragjaldi. Á árinu 1991 er gert ráð fyrir að veija 5540 milljónum eftir áætluninni en á árinu 1994, 6280 milljónum. Með vegaáætlunni er gefíð yfirlit yfir skiptingu útgjalda. Þess má geta að í yfirlitinu er liðurinn „stór- verkefni" og eru ætlaðar til hans alls 2975 milljónir á árabilinu. í at- hugasemdum kemur fram að fjár- veiting samkvæmt þessum lið skipt- ist til fjármögnunar framkvæmda í jarðgöngum, og til stórbrúa og fjarð- arþverana. Við afgreiðslu gildandi j vegaáætlunar var ákveðið að fjár- veitingar til einstakra verkefna inn- an þessa framkvæmdaflokks yrðu utan þess kvóta sem hvert kjördæmi fær úthlutað, enda stærð þessara verkefna slík að þau yrðu vart leyst með því móti. Þó var talið eðlilegt að af kvótanum komi ákveðin fjár- veiting á móti. Var við það miðað að mótframlag þetta væri 20% fyrir jarðgöng og 37,5% fyrir stórbrýr og fjarðaþveranir. Lagt er til að þessum hætti verði framhaldið. Gert er ráð fyrir að frekari tilhögun fjárveitinga til stórverkefna verði ákveðin við meðferð málsins á þingi. Til verkefnaflokksins „almenn verkefni og bundin slitlög er ráðgert að veija á þessum fjórum árum alls 3280 milljónum. í þessum verkefna- flokki er öll almenn vegagerð á stofnbrautum þar með talin bundið slitlag. Fjárveitingar af þessum lið geta einnig gengið til brúa, sem bundnar eru vegaframkvæmdum. Til endurnýjunar bundinna slitlaga er áætlað að veija 1299 milljónum. í athugasemdum er bent á að þessi þáttur sé mjög þýðingamikill vegna þeirra miklu verðmæta sem liggja í bundnum slitlögum; frestun á yfir- lögn geti á skömmum tíma valdið eyðileggingu á öllu slitlaginu. Þess má ennfremur geta á tímbil- inu verður 30 milljónum varið til reiðvega samkvæmt áætluninni. Trúnaðarskjöl send í póstfaxi - segir Kristinn Pétursson MEÐFERÐ trúnaðarskjala í forsætisráðuneytinu um málefni Seyð- isfjarðar voru rædd utan dagskrár i sameinuðu þingi í gær. Krist- inn Pétursson (S-Al) kvaddi sér hljóðs vegna „leka úr forsætisráðu- neyti“. Trúnaðarskýrsla Byggðastofnunar um atvinnumál á Seyðis- firði hefði verið send Svæðisútvarpinu á Austurlandi með póstfaxi. Kristinn Pétursson sá sig til- knúinn að ræða þann „mjög alvar- lega atburð“ að merkt trúnaðar- skjöl um atvinnumál Seyðisfjarðar hefðu „lekið“ síðastliðinn föstu- dag, það er að segja komist í hend- ur og umfjöllun Svæðisútvarpsins á Austurlandi. Vitað væri að út- varpinu hefðu verið send þessi plögg með póstfaxi frá forsætis- ráðuneytinu. Ræðumaður taldi sig varla þurfa að minna á að mikil erfíð- leikar hefðu verið í atvinnumálum á Seyðisfírði. Nýlega hefði verið stofnað nýtt fiskvinnslufyrirtæki þar. Kristinn taldi mjög óheppilegt að allt í einu væru málefni þessa fyrirtækis sett í fjölmiðla á mjög svo óviðurkvæmilegan hátt. Erindi frá þessu fyrirtæki hefðu verið til umfjöllunar hjá ríkis- stjórninni. Forsvarsmenn fyrir- tækisins og þingmenn Austur- landskjördæmisins hefðu beðið eftir afgreiðslu ríkisstjórnarinnar. Byggðastofnun hefði tekið saman skýrslu sem hefði verið lögð fyrir ráðherrana merkt sem trúnaðar- mál. Síðdegis á föstudaginn hefði það gerst að skýrslan hefði verið send tilteknum fjölmiðli. Kristinn Pétursson sagði íbúa Seyðisfjarðar ættu skilið aðra framkomu af hálfu forsætisráðuneytisins. Guðmundur Bjarnason starf- andi forsætisráðherra í fjarveru Steingríms Hermannssonar taldi nokkuð djúpt tekið í árinni að tala um leka á trúnaðarskjölum. Þessi skýrsla Byggðastofnunar um at- vinnumál á Seyðisfirði hefði verið til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi 22. febrúar og eftir það hefði ekki verið litið á hana sem trúnaðar- mál; íjölmiðlar hefðu getað fengið eintak. Að ósk Svæðisútvarpsins á Austurlandi hefði aðstoðarmað- ur forsætisráðherra fallist á að senda skýrsluna. Ráðherra lét þess getið að jafnframt hefði Svæðisút- varpinu verði send bréf Byggða- stofnunar sem hefði fylgt skýrsl- unni, en tii þess hefði ekki verið ætlast af hálfu aðstoðarmanns forsætisráðherra. I ræðu Guðmundar kom einnig fram að í einstaka tilviki væri tek- in ákvörðun um að ræða málefni ekki utan ríkisstjórnarfunda ef mál væru á viðkvæmu stigi en svo hefði ekki verið að þessu sinni. Þótt gögn og skýrslu væru oft merkt trúnaðarmál væri slíkri leynd oft létt af eftir umfjöllun í ríkisstjórninni og liti hann svo á að það hefði einnig verið gert í þessu tilviki. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn) taldi margt myndu vera athygli- og umræðuvert í skýrsl- unni ef marka mætti umfjöllun fjölmiðla. Hún nefndi t.a.m. ágalla á kvótakerfínu. Stefán Valgeirs- son (SFJ-Ne) taldi að þessi skýrsla hefði átt erindi í fjölmiðla og það Kristinn Pétursson. væri mál ríkisstjórnar hvenær trúnaði væri aflétt. Kristinn Pétursson (S-Al) lagði áherslu á að skjöl merkttrún- aðarmál — væru trúnaðarmál. Þau vinnubrögð væru fyrir neðan allar hellur að afhenda trúnaðarmál á meðan erindi hefðu ekki verið af- greidd. Þetta skaðaði viðkomandi byggðalag og fyrirtæki. Hver hefði létt þessum trúnaði af? Forsætis- ráðherrann? Skúli Alexandersson (Ab-Vl) taldi gagnrýni Kristins Pétursson- ar vera á rökum reista. Fjölmiðlar útmáluðu gjarnan vandamál ein- stakra byggða. Það væri mjög af hinu verra að láta af hendi trúnað- arplögg með þeim hætti sem nú hefði verið gert og komið illa við viðkomandi byggð. Guðmundur Bjarnason starf- andi forsætisráðherra ítrekaði það að trúnaði hefði verið létt af þess- ari skýrslu með því að engin ákvörðun hefði verið tekin í ríkis- stjórninni um að halda málinu lok- uðu. 39. ÞING NORÐURLANDARAÐS í yfírlýsingu Júríjs Gremítskíkh, talsmanns utanrík- isráðuneytisins í Moskvu, segir að vissir stjórnmálamenn séu að reyna að þrýsta á Norðurlandaráð um að taka afstöðu, sem muni hafa í för með sér afskipti af inn- anríkismálum Sovétríkjanna. Fyr- ir þingi Norðurlandaráðs liggja þrettán tillögur um málefni Eystrasaltsríkjanna, meðal ann- ars um stuðning við sjálfstæðis- baráttu og lýðræðisþróun í ríkjun- um. Þessar tillögur verða ræddar í sérstakri Eystrasaltsumræðu á föstudag, og er þá jafnvel búist við að ýmsir þingmenn muni verða til þess að hvetja til að Norður- löndin öll fylgi í fótspor íslendinga og viðurkenni sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna. í yfirlýsingu Sovétmanna er bent á að Míkhaíl Gorbatsjov, for- seti Sovétríkjanna, hafi fyrir tveimur árum lagt til að komið verði á samstarfi milli Norður- landaráðs og þings Sovétríkjanna, einnig milli Norðurlandaráðs og þings norðurevrópskra Sovétlýð- velda. „Við viljum gjarnan sjá við- brögð frá Norðurlöndunum við þessum hugmyndum og tillög- um,“ segir í yfirlýsingunni. Poul Schliiter, forsætisráðherra Dana, vísaði hótunum Sovét- manna á bug, og sagði að eitt- hvað virtist vera að í röksemda- færslu Sovétstjórnarinnar. Hann sagði að samkvæmt Parísarsam- komulaginu um öryggi og sam- vinnu í Evrópu, sem Sovétmenn hefðu undirritað, hefðu aðildarríki samkomulagsins rétt til að benda á vandamál í öðrum ríkjum. Sem iýðræðisríkjum kæmi Norðurlönd- unum við hvernig komið væri fram við þjóðkjörin þing og lögleg- ar ríkisstjórnir Eystrasaltsríkj- anna. Forsætisráðherrarnir og meðlimir forsætisnefndar Norður- landaráðs létu á sér skilja að hót- anir Sovétmanna myndu engu breyta um þá umfjöllun, sem mál Eystrasaltsríkjanna fengju á þinginu. Carl Bildt, formaður þing- mannahóps íhaldsmanna í Norð- urlandaráði, brást einnig hart við viðvörun Sovétstjórnarinnar og sendi frá sér fréttatilkynningu, þar sem sagði að viðvörunin væri aðeins enn eitt merkið um harðn- andi stefnu Sovétstjórnarinnar gagnvart sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna. „Viðvörunin frá Moskvu gerir enn mikilvægara að Norðurlandaráð lýsi skýrt og greinilega yfír stuðningi við sjálf- stæðisbaráttu Eistlands, Lett- lands og Litháens," segir Bildt. „Ef Norðurlöndin láta undan við- vörun Sovétmanna, er búið að opna frekari þrýstingi leið. Norð- urlandaráð á að taka hugmyndum um að tengja norrænt samstarf Sovétríkjunum í heild með fyrir- vara, en vera jafnopið fyrir sam- starfi við Eystrasaltsríkin." Sovétmenn mótmæla einnig því að þingmenn frá Eystrasaltslönd- unum hafi fengið að vera áheyrn- arfulltrúar á Norðuflandaráðs- þinginu. Þar virðist reyndar gæta misskilnings, því að forsætisnefnd ráðsins samþykkti á fundi sínum á sunnudag að þingmennirnir yrðu „gestir“, en ekki áheyrnar- fulltrúar, sem þýðir að þeir hafa ekki málfrelsi í almennum umræð- um á þinginu. Fulltrúar Danmerk- ur og íslands í forsætisnefndinni munu hafa stutt að eistnesku, lit- háísku og lettlensku fulltrúarnir fengju málfrelsi, en Finnar og Norðmenn tregðast við og vísað til þess að þingsköp Norðurlanda- ráðs leyfðu slíkt ekki. Samstaða náðist í forsætisnefndinni um að halda sérstakan fund í þingsal ráðsins á miðvikudagskvöld, þar sem fulltrúar Eystrasaltsríkjanna fengju að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Páll Pétursson, forseti Norðurlandaráðs, sagði í gær að þetta væri sögulegt skref í sögu norræns samstarfs og hin- ir erlendu gestir væru ákaflega velkomnir. Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, sagði að mikilvægt væri að Eystrasaltsríkjunum tækist að mynda sameiginlegan þrýsting á Sovétstjórnina um að heíja samn- ingaviðræður um sjálfstæði land- anna. Hann sagðist ekki hafa trú á að Eystrasaltsríkin yrðu aðilar að Norðurlandaráði í framtíðinni, en hugmyndir um slíkt hafa heyrst á fyrri þingum Norður- landaráðs. Ákvörðun forsætisnefndarinn- ar hefur vakið neikvæð viðbrögð hjá sumum þingfulltrúum, til dæmis sagði Lars P. Gammelga- ard, varaformaður dönsku sendi- nefndarinnar og þingflokksfor- maður íhaldsflokksins, að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum. „Ég hafði vonað að leiðtogar Eystra- saltsríkjanna myndu verða áheyrnarfulltrúar, líkt og þekkist í Evrópuráðinu," sagði Gamm- elgaard í samtali við Ritzau- fréttastofuna í gær. „Ég tel að Norðurlandaráð hefði átt að gera það sama.“ Gammelgaard bætti því við, að þessi ákvörðun væri ágætt dæmi um að þegar Norður- landaráð stæði frammi fyrir mikil- vægum viðfangsefnum, og gæti sýnt lífskraft sinn, gætu menn aldrei ákveðið sig. Fulltrúar Eystrasaltsríkjanna á Norðurlandaráðsþinginu verða meðal annarra Arnold Riiútel, for- seti Eistlands, Anatolijs Gorb- unovs, forseti Lettlands, Bron- islovas Kuzmickas, varaforseti Litháens, og Emmanuelis Zinger- is, formaður utanríkismálanefnd- ar litháíska þingsins, sem heim- sótti íslendinga fyrir skömmu. Poul Schluter tók á móti sendi- nefndum Eystrasaltsríkjanna er þær komu til Kaupmannahafnar í gær. Önnur mál falla í skuggann af málefnum Eystrasaltsríkjanna á þingi Norðurlandaráðs. Þó má búast við að mikið verði rætt um samskiptin við Evrópubandalagið. Forsætisráðherrar Norðurland- anna lýstu því sameiginlega yfir í gær að þeir teldu afar mikilvægt að viðræðum EB og EFTA um evrópskt efnahagssvæði lyki fyrir mitt ár, og að jákvæð niðurstaða fengist í þeim. Málefni Eystrasaltsríkjanna efst á baugi: Sovétstjórnin varar Norðurlönd við að blanda sér í innanríkismál ^ Kaupmaiinahöfn, frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. ÁSTANDIÐ í Eystrasaltsríkjunum, Eistlandi, Lettlandi og Lithá- en, verður mál málanna á 39. þingi Norðurlandaráðs, sem hefst formlega í Kaupmannahöfn í dag. Það olli nokkrum titringi með- al þingfulltrúa, sem þegar eru farnir að koma sér fyrir í þinghús- inu í Kristjánsborgarhöll, er talsmaður sovéska utanríkisráðuneyt- isins gaf út yfirlýsingu í gær um að Norðurlandaráð skyldi ekki blanda sér um of í innanríkismál Sovétríkjanna, það kynni að hafa ,í för með sér versnandi samskipti Norðurlandanna og Sovétríkj- anna. Forsætisráðherrar Norðurlandanna lýstu því yfir á blaða- mannafundi síðar í gær að norrænar ríkisstjórnir styddu friðsam- lega sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna og hvettu til þess að teknar yrðu upp viðræður milli Sovétstjórnarinnar og löglegra ríkisstjórna landanna þriggja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.