Morgunblaðið - 26.02.1991, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 26.02.1991, Qupperneq 38
38 i r r i aAunasr? «• nu , íiqi® aiaAiiaviuoíiOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991 t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, TÓMAS GEIRSSON, Kirkjuvegi 72, Vestmannaeyjum, varð bráðkvaddur 24. febrúar. Dagný Ingimundardóttir, Helga Tómasdóttir, Geirrún Tómasdóttir, Sigurður Tómasson, Guðrún Jakobsdóttir t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI ÓLAFSSON verkstjóri, Hringbraut71, Keflavík, lést aðfaranótt 23. febrúar. Erla Olsen, Fanney Bjarnadóttir, Ólafur Birgir Bjarnason, Aðalheiður Bjarnadóttir, Olga Sædís Bjarnadóttir, Laufey Jónsdóttir, og barnabörn. Gunnólfur Arnason, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Leifur Kristjánsson, Árni Heiðar Árnason, Kristinn Arnberg t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Sævangi 47, Hafnarfirði, lést 22. febrúar. Ólöf Svavarsdóttir, Kristjana Svavarsdóttir, Halldór Svavarsson, Valur Svavarsson, Antoníus Svavarsson, Margrét Svavarsdóttir, Hjálmar Guðnason, Vigdís Ásgeirsdóttir, Halldóra Valdimarsdóttir, Hrafhildur Sigurðardóttir, Jens Parbo, barnabörn og barnabarnabörn. t FósturfaQir minn og afi, GUÐMUNDURHÓLM, Skeggjagötu 23, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. febrúar kl. 15. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Jenný Árnadóttir, Katrín Ösp Bjarnadóttir. t Útför LAUFEYJAR JÓNSDÓTTUR, Bólstaðarhlið 45, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mið- vikudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Guðjón Tómasson, Kristín ísleifsdóttir. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR BJARNADÓTTUR, Furugrund 70, Kópavogi, verður gerð frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 27. febrúar kl. 15.00. Þóra Hauksdóttir, Þorsteinn Stfgsson, Auður Hauksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Haukur Viðar Hauksson, Huida B. Jónsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NILS ÍSAKSSON, Boðahlein 8, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 26. febrúar, kl. 15.00. Steinunn Stefánsdóttir, Gústav Nilsson, Þóra Ólafsdóttir, Ólafur Nilsson, Guðrún Ólafsdóttir, Bogi Nilsson, Elsa Petersen, Anna Nilsdóttir, Friðrik J. Hjartar, barnabörn og barnabarnabörn. ---- * Nils Isaksson fv. skrifstofusljóri Fæddur 3. mars 1893 Dáinn 16. febrúar 1991 Það er komin kveðjustund. í dag fer fram jarðarför tengdaföður míns, Nils ísakssonar, sem lést 16. þ.m., en hann hefði orðið 98 ára gamall á sunnudaginn kemur. Eg sá hann fyrst í júnímánuði fyrir tæpum 30 árum í gamla Verzló við Grundarstíg. Það var við út- skrift stúdenta, en hann og Stein- unn kona hans samfögnuðu þar Boga syni sínum. Við hittumst fyrst rúmu ári síðar í Siglufjarðarskarði, en þangað kom hann og Gústav mágur minn á móti okkur Boga þegar ég heimsótti fjölskyldu hans í fyrsta sinn á Siglufjörð. Viðmót hans var jafnhlýtt þá og það var æ síðan er við fundumst. Með Nils er genginn einstakur maður. Hann var hvers manns hug- ljúfi, dagfarsprúður og reffilegur. Það var ekki síst glaðleg framkoma hans og glettni sem heillaði. Hann var vinsæll meðal samferðamanna sinna og á langri lífsleið naut hann tryggrar vináttu margra. Hann horfði á eftir mörgum þeirra og hann átti það til að segja þegar hann frétti um lát einhvers sem hafði verið honum kunnugur: „Ætli ég hafi ekki gleymst?" Þrátt fyrir háan aldur voru Nils og Steinunn lánsöm að eiga enn trygga vini sem sýndu þeim vinar- þel og ræktarsemi sem er mikils virði ekki síst á efri árum og fyrir það hafa þau hjón verið þakklát. Tryggur vinur þeirra í gegnum tíð- ina, Egill Jónsson, hefur heimsótt þau reglulega og sátu Nils og Egill þá gjarnan „úti í húsi“ (sólstofu) og púuðu vindla, en Nils var ánægð- ur ef menn vildu þiggja „cigar“ eða fá sér í pípu með honum og hann skildi ekki það bindindisástand sem farið er að ríkja nú til dags. Það sem Nils þótti einna mest varið í, eftir að þau hjón fluttu til Reykja- víkur fyrir rúmum 23 árum, var að fara austur á Eyrarbakka þar sem hann átti rætur sínar að rekja og þangað sem hugurinn leitaði æ Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og , ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIOJA SKEMMUVEGI48. SIMI76677 oftar nú hin síðari ár. Naut Nils trygglyndis góðvinar síns, Lárusar Blöndals Guðmundssonar bóksala, en ferðimar sem hann bauð Nils með sér austur fyrir fjall eru ótelj- andi, sú síðasta farin seint á liðnu sumri. Af frásögnum Nils hef ég kynnst persónum sem komu við sögu á Bakkanum í upphafi þessarar ald- ar, Húsinu og Lefoliiverslun þar sem hann starfaði um árabil. Ollu þessu tengdust skemmtilegar sögur og vísur sem hann fór með og kunni ógrynni af. Ég held að ég hafí aldr- ei hitt hann án þess að hann færi með vísu, sama hve stundin var stutt. Afabömin hans hafa mörg erft þessa ljóðelsku og kunna þau margar vísur sem hann kenndi þeim. Ekki alls fyrir löngu spurði ég hann hver væri eftirlætis vísan hans, hann átti erfitt með að svara því en sagði að sér hafi alltaf verið kær vísa sem hann hélt að Guð- mundur afi Lárusar Blöndals væri höfundur að og var ort til föður Nils, Isaks Jónssonar: Blessaður vertu Bonni minn, börnin þin og kvinna, ávallt sé það endirinn, allra bæna minna. Mér hefur alltaf þótt vænt um stöku sem ég lærði hjá þeim á Sigló, kannski af því að það var saga á bak við hana, en Nils hafði botnað fyrripart á foreldraskemmtun hjá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og hlotið verðlaun fyrir (konfektkassa sem hann átti að njóta vel og lengi) og hann henti gaman að. Mér finnst vísan tengjast Nils og lífsmottói hans: Líflð er enginn leikur, né lokkandi ævintýr. Götuna gakktu keikur, glaður og viðmótshýr. Nils var heilsugóður mest alla ævi og hélt sér ótrúlega vel. Hann hafði oft á orði þegar talað var um hve unglegur hann yæri að hann væri orðinn hálfgerður sýningar- gripur, en hafði þó lúmskt gaman af. Hann var mikið snyrtimenni, ávallt fínn í tauinu og naut þess að klæða sig upp. Stundum setti hann ofan í við syni sína ef honum fannst þeir ekki vera vel til fara eða ósmekklega klæddir. Eitt sinn þegar þeir voru allir fjórir saman- komnir sagði hann íbygginn að það færi tvennum sögum um hver þeirra væri unglegastur, rétti úr sér um leið og tók í jakkaboðunga. Ekki setti hann út á okkur tengdadætur sínar þijár eða Önnu dóttur sína svo ég viti til, en hann fetti fingur út í skegg tengdasonarins og þótti það ekki nógu virðulegt. Hver karlmaður af gamla skólan- um, sem var ávallt fínn og snyrtileg- ur, hlaut að eiga góða myndarlega eiginkonu. Það átti Nils. Heiðurinn á hún Steinunn, konan hans, og hefur hún ekki látið sitt eftir liggja að hafa fatnað hans í lagi. Pressuð föt, burstaðir skór og stífstraujaðar skyrtur og vasaklútar voru alltaf til reiðu. Í Brúðkaupsljóði yrkir Einar Bepediktsson svo: t Útför eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður og afa, KJARTANS G. JÓNSSONAR fyrrverandi kaupmanns, Sóleyjargötu 23, Reykjavík, verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 1. mars nk. kl. 10.30. Unnur Ágústsdóttir, Magnús G. Kjartansson, Auður Kristmundsdóttir, Bjarni Kjartansson, íris Vilbergsdóttir, ÁgústSchram, Bára Magnúsdóttir, Hrafnhildur Schram og barnabörn. í hússins dyggð á þjóð sinn þrótt; í því skal grunninn vanda. Vor örlög ráðast heima, hljótt, í hjarta voru og anda. Vort land til æðri auðnu snýr með ástinni og trúnni; þess framtíð, mál og menning býr hjá manninum - og frúnni. Það er ekki hægt að tala um Nils án þess að Steinunn komi við sögu, svo nátengd voru þau. Hún annaðist hann sem gersemi öll þau 58 ár sem þau voru í hjúskap. Þótt Nils hafí verið helsjúkur síðasta hálfa árið, var hann heima og naut umönnunar hennar að undanskild- um örfáum vikum er hann dvaldi á sjúkrahúsum. Ekki taldi hún þetta eftir sér jafnvel þótt hún væri sjálf farin að heilsu og sagði það vera sitt starf, það sem hún hafi alltaf gert og ætlaði einnig að gera nú. Eg dáist að tengdamóður minni fyrir þrek hennar og viljastyrk, fyrir að gera Nils ævikvöldið léttbærara og fyrir stuðning hennar við hann alla þeirra sambúð. Hvergi annars staðar vildi hann vera en heima hjá Steinu. Hvaða lífsstarf er göfugra en að koma börnum sínum til manns og annast fjölskyldu sína svo að henni líði sem best? Guð launi Steinunni lífsstarfið. Hjónaband þeirra er dæmigert fyrir þá kynslóð sem nú er óðum að hverfa. Húsbóndinn er sá sem allir sjá og ef til vill dýrka og dá en húsmóðirin er inni á heimilinu og leggur allt í sölurnar til þess að eiginmaður og börn megi njóta sem bests atlætis. Það er hún sem allt byggist á, en fer svo lítið fyrir. Þegar Nils hætti að starfa á skrifstofu Sfldarútvegsnefndar á Siglufírði 75 ára gamall, gat hann ekki hugsað sér að vera atvinnulaus þar nyrðra. Þau fluttu til Reykjavík- ur og bjuggu á Leifsgötu í mörg ár. Nils settist ekki í helgan stein heldur annaðist hann bókhald fyrir ýmsa og þegar hann hvíldi sig frá bókhaldsstörfunum gekk hann út dag hvem, hvernig sem viðraði, gjarnan niður á Lækjartorg. Það kom fyrir að hann tók strætisvagn heim ef mikið rigndi. Á þessum gönguferðum kom hann oft við hjá kunningjum sínum í miðbænum og hitti marga sem hann þekkti á leið- inni. Hann hafði yndi af þessum gönguferðum og saknaði þeirra eft- ir að hann flutti úr borginni. Ekki voru þau hjón vanafastari en það að á meðan þau bjuggu í Reykjavík snemst hlutirnir við um tíma, hún fór út að vinna en hann heimavinn- andi. Þótt hann stæði ekki í elda- mennsku og stússi, gaf hann gest- um kaffi og með því, en óhreinn bolli mátti ekki sjást í eldhúsinu þegar Steinunn kom heim. Auðvitað vorum við öll undrandi, ekki aðeins féll þeim lífið í Reykjavík, heldur tóku þau upp breytta hætti, bæði n'gfullorðin. Þegar Nils svo hætti bókhaldsstörfunum 93 ára gamall, fluttu þau að Boðahlein í Garðabæ, í nábýli við Hrafnistu í Hafnarfirði og undu hag sínum vel. Enn varð Nils vel til vina og var fljótur að aðlagast nýju umhverfi og kynnast fólki þar suður frá. Einnig þar fór hann í gönguferðir og var það hans starf að kaupa í matinn og ekki er langt síðan að hann hætti að ganga í verslunina Miðvang í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.