Morgunblaðið - 26.02.1991, Síða 47

Morgunblaðið - 26.02.1991, Síða 47
reei AAuaaa^ .as auoAQUiQiM qiQAja/iJUHui/i MORGUNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR*i99i Morgunbladið/Þorkell Frá hægri: Kjartan Magnússon, læknir, Sveinn Skúlason, sölumaður GLAXO, Þórunn Sævarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, dr. Dominic Paes, dr. Steen Kaasa, læknir, Kristján Sverrisson, sölumaður GLAXO, Birgir Thorlacius, forstöðumaður GLAXO á íslandi. Meðferð við krabbameini: Nýtt lyf sem dreg- ur úr ógleði kynnt Rannsóknarkostn- aður nemur 10 milljörðum króna FYRIRTÆKIÐ GLAXO-útibú á Islandi gekkst nýlega fyrir blaðamannafundi til kynningar á nýju lyfi sem fyrirtækið fram- leiðir og hefur verið skráð til notkunar á íslandi frá og með 1. janúar sl. Hið nýja lyf Ondansetron bætir verulega líðan krabbameinssjúkl- inga sem þurfa að gangast undir lyfjameðferð með því að minnka mikið ógleði og uppköst sem oft fylgja slíkri meðferð. Á fundinum voru auk starfsmanna GLAXO á íslandi dr. Steen Kaasa frá Nor- vegian Radium hospital í Ósló, dr. Dominic Paes yfirmaður klínískra rannsókna hjá GLAXO og Kjartan Magnússon sérfræðingur í krabba- meinslækningum á Landspítalan- um og Þórunn Sævarsdóttir hjúk- runarfræðingur á krabbameins- lækningadeild Landspítala. Þau Kjartan og Þórunn sáu um fram- kvæmd rannsóknar á hinu nýja lyfi hér á landi en sú rannsókn var hluti af íjölþjóðarannsókn sem gerð var á lyfinu. í máli Kjartans Magnússonar kom fram að með tilkomu nýja . lyfsins er um verulega framför að ræða frá því sem áður var. Hið nýja lyf dregur mun betur úr ógleði og uppköstum en eldri lyf og eykur þvi á vellíðan þeirra sjúklinga sem fá þessar aukaverk- anir sem að mati Þórunnar eru þær erfiðustu sem krabbameins- lyfjameðferð veldur og hjúkruna- rfræðingar þurfa að fást við. Ekki mun þó verða hætt við notkun eldri lyfja sem oft skila mjög góð- um árangri. Hið nýja lyf hefur áhrif með því að hamla virkni serotóníns sem er taugaboðefni víða í líkamanum. Fram kom á fundinum að heildar- rannsóknarkostnaður vegna Ond- ansetron nemur nú um 10 milljörð- um íslenskra króna og að þeim rannsóknum hafa 8 þús. manns unnið. Rannsóknum á lyfinu er hins vegar ekki að fullu lokið og bendir ýmislegt til að Ondansetr- ongeti komi að gagni í meðferð á geðklofa, angist og minnistruflun- um en ennþá er of snemmt að fullyrða nokkuð í þvi sambandi þar sem þær rannsóknir eru á frum- stigi. Ondasetron var fyrst skráð í Bretlandi og Frakklandi á síðasta ári en nú hafa um 56 þús. einstakl- ingar með Ondansetron fengið lyf- ið. Hér á landi er kostnaður við að meðhöndla sjúkling inni á spítala vegna slæmrar ógleði í 5 daga um 25 þúsund krónur. jajOHNSON &WALES UNIVERSITY Hyggur þú ú framhaldsnúm? Fulltrúi frá Johnson og Wales verður með kynningar- fund á Holiday Inn, Reykjavík, miðvikudaginn 27. febrúar 1991 kl. 17.00 og 20.00. Johnson og Wales er einn af virtustu viðskiptaháskólum Bandaríkjanna og býður m.a. upp á nám í eftirtöldum námsgreinum, sem allar teljast lánshæfar hjá LIN: A. S. „HoteLRestaurant Management" B. S. „Hospitality Management" B.S. „Hotel-Restaurant/Institutional Management B.S. „Travel-Tourism Management“ B.S. „Retail Mercandise Management" M.S. „Hospitality Administration" Providence, Rhode Island, USA „Merkt Iceland express" JOHNSON &WALES UNIVERSITY Providence, Rhode Island, USA „Merkt Iceland express“ Lyfjanefnd: Rannsóknir á áhrífum parasetamóls ræddar LYFJANEFND niun ræða niðurstöður nýlegra rannsókna á paraseta- móli, að sögn Sigurðar B. Þorsteinssonar læknis og formanns nefndar- innar, en fram hefur komið að lyf sem innihalda parasetamól eru hugsanlegir krabbameinsvaldar séu þau tekin í stórum skömmtum. „Eg reikna með að brugðist verði við með sama hætti og hjá nágranna- þjóðunum og mér vitanlega eru engir farnir að túlka rannsóknirnar þannig að ástæða sé til að takmarka sölu eða notkun eins og komið er,“ sagði Sigurður. Benti Sigurður á að lyfin sem um er að ræða hefðu verið á markaði hér í áratugi og þessar upplýsingar sem nú hefðu komið fram væru ef til vill áhyggjuefni en þæl' gjörbyltu ekki á einum degi fyrri hugmyndum um öiyggi þeirra. Sagði hann að við skráningu nýrra lyfja væru gerðar mun strangari kröfur en áður og meiri rannsóknir framkvæmdar á krabbameinsvaldandi áhrifilm þeirra. „En málið snýr aðeins öðruv- ísi við í þessu tilviki, þar sem um er að ræða lyf, sem hefur verið til í nær hveiju kaupfélagi í sumum löndum í langan tíma án þess að hægt hafi verið að sýna fram á þessi áhrif á menn. Það má ekki alveg leggja þetta að jöfnu,“ sagði Sigurð- ur. „Að sanna orsakasamhengi lyfja sem örugglega hafa mjög lága tíðni af einhveijum aukaverkunum er ekki einfalt mál og erfitt að taka á fyrir ýmsar hluta sakir. Parasetamól er mjög þægilegt lyf og hefur ýmsa kosti þrátt fyrir ókostina. Á hveiju ári hafa komið fram nokkur eitrun- artilvik af parasetamóli, sem getur Verk ungra manna sýnd HÓTEL Lind' tók fyrir nokkru upp þá nýbreytni að sýna verk ungra myndlistamanna í veit- ingasal hótelsins, Lindinni. Nú hefur verið sett upp sýning á myndverkum Sjafnar Eggerts- dóttur, sem mun standa yfir fram til mánaðamóta mars- apríl. Sjöfn sækir fyrirmyndir sínar í íslenska náttúru og eru flest verk- anna unnin á síðastliðnu ári. Sjöfn Eggertsdóttir fæddist í Reykjavík 7. mars 1949. Hún stundaði nám í málunardeild Mynd- lista- og handíðaskóla Islands árin 1982-’86. valdið alvarlegri lifrarbólgu og jafn- vel lifrarbilun. Þetta er eins og önn- ur lyf, ekki hættulaust og þetta með krabbameinstengslin ér að rnínu mati ekki hægt að slá neinu föstu um á þessu stigi málsins," Barnaskák- mót í Faxafeni BARNASKÁKMÓTIÐ ABC- mótið verður haldið sunnu- daginn 3. mars kl. 14.00, á vegum Skáksambands ís- lands og Fróða hf. Mótið verður haldið í húsnæði skákhreyfingarinnar í Faxafeni 12 og er opið öllum börnum sem fædd eru 1978 og síðar. Góð verðlaun eru í boði og allir kepp- endur frá viðurkenningarskjal. Skráning á mótið fer fram í síma Skáksambandsins, 689141, vikuna 25. febrúar til 1. mars milli kl. 11 og 12. myndlistar- á Hótel Lind Eitt verka Sjafnar Eggertsdótt- ii*« * Daglegur sýningartími fylgir opnunartíma veitingasalarins Lind- arinnar frá kl. 7.30-22.00. Námskeið sem hefjast á næstuimi. AÐ SKIPULEGGJA TÍMA SINN. Þú lærir aö nota tímann betur, skilgreina forgangsverkefni og tímaþjófa. Gera áætlanir og dreifa verketnum. Leiöbeinandi: Þóröur M. Þórðarson. GLUGGAÚTSTILLINGAR. Þú lærir um sölugildi glugga, vörumeöferö og efni, liti, form og lýsingu. Þú færð æfingu í að raöa í búðaglugga. Leiöbeinendur: Steinunn Ólafsdóttir og Gunnhildur Þórarinsdóttir. ALMENN SKRIFSTOFUSTÖRF. Þú-kynnist störfum á skrifstofunni og lærir undirstöðuatriðin. Fyrir byrjendur og þá sem stefna á slík störf. Leiðbeinandi: Elín Guöjónsdóttir. HLÍFÐARGASSUÐA. MIG /MAG og TIG suöa. Kennd aöferöin, undirbúningur, val og hreinsun efnis, stilling og meðferð véla og um suöugalla og orsakir þeirra. Leiöbeinandi: Alfreö Haröarson. AÐ RATA UM PENINGAFRUMSKÓGINN. Þú öðlast innsýn í fjármálaheiminn. Fjallað um meðferð og ávöxtun sþarifjár.veröbréfamarkaöinn, launamál og fjárfestingar. Fyrirspurnir og umræður. Leiöbeinandi: Friðrik Halldórsson. Nánari upplýsingar um námskeiöin, verö, staö og tímasetningu á skrifstofu okkar. 1ÓM5TUNDA - SKOUNN Skólavörðustig 28 Sími 6214 88 Verð frá 49.900 m/vsk. SKRIFBÆRI W Hverfisgötu 103 - sími 627250 LÉTTITÆKI í ÚRVALI Bjóðum einnig sérsmíði eftir óskum viðskiptavina w LETTITÆKI HR Bíldshöfða 18 S. 67 69 55

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.