Morgunblaðið - 26.02.1991, Síða 48

Morgunblaðið - 26.02.1991, Síða 48
Davíð Oddsson um formannskjör í Sjálfstæðisflokknum: Engin áhætta að lands- fundur kjósi milli manna Sjálfstæðisfólk treystir á samvinnu okkar Davíðs, segir Þorsteinn Pálsson Davíð Oddsson borgarstjóri kom á þingflokksfund Sjálf- stæðisflokksins síðdegis í gær, þar sem hann kynnti þá ákvörðun sína að gefa kost á sér í formannsem- bætti flokksins. Áður hafði hann tilkynnt það stjórn full- trúaráðs flokksins í Reykjavík. Aðrir á myndinni eru Friðjón Þórðarson, Pálmi Jónsson, Þorsteinn Pálsson, Halldór Blöndal, Guðmundur H. Garðarsson og Egill Jónsson. DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri og varaformaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér til formennsku í Sjálfstæðis- flokknum á landsfundi flokksins í byrjun mars. Á^fréttamannafundi í gær, sagði Davíð, að það væri í verkahring flokksins á landsfundi að kjósa á milli manna og í því væri engin áhætta falin. Þorsteinn Pálsson formaður flokksins kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær ekki hafa átt von á þessu mótframboði. Hann hefði hugsað sér, að þeir Davíð leiddu kosningabaráttu flokksins saman í hlutverkum Tormanns og varaformanns. Davíð Oddsson sagði á blaða- mannafundinum í gær, að á liðnum árum, misserum og mánuðum hefði töluvert verið um það rætt að hlut- ir kynnu að skipast svo, að eftir því yrði leitað að hann gæfi kost á sér sem formaður flokksins, og því ætti framboð hans nú ekki að koma á óvart. Davíð lagði áherslu á að það væri hlutverk landsfundarfulltrúa " að kjósa milli manna til forustu í Sjálfstæðisflokknum, „Þeir eiga að kjósa þann mann, sem þeir telja að sé líklegastur til að leiða flokkinn til sigurs í kosnmgum. Þeir eiga að kjósa þann mann, sem þeir telja að sé líklegastur til að standa að stjórnarmyndum af flokksins hálfu, og þeir eiga að kjósa þann mann sem þeir telja að eigi að geta leitt ríkisstjórn með skaplegum hætti ef stjórnarmyndun tekst. Þetta er verkefnið og í þessu verkefni felst engin hætta, því að þegar þessari kosningu er lokið þá eru spursmál um aðdraganda og tíma horfin, þá er eingöngu niðurstaðan eftir,“ sagði Davíð. Þorsteinn Pálsson sagði við Morgunblaðið að hann hefði ekki átt von á þessu mótframboði Davíðs. „Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur átt velgengni að fagna um nokk-' uð langan tíma undir minni forystu. Ég hafði hugsað mér að við Davíð myndum í sameiningu stýra flokkn- um í gegnum þær kosningar sem framundan eru, í hlutverki for- manns og varaformanns. Á milli okkar hefur ekki verið málefnaá- greiningur. Það hefur ekki verið ágreiningur um framkvæmd mála og málefnastaðan er góð. Vara- formaður flokksins metur það svo, að það sé heppilegast fyrir flokk- inn, að ganga nú á lokaspretti kosn- ingabaráttunnar til kosninga um formann. Það er hans mat á stöð- unni. Þetta er lýðræðislegur ilokkur og niðurstaðan er sú að flokksfólk- ið verður að greiða atkvæði um það á landsfundi," sagði Þorsteinn. Davíð Oddsson gekk á fund stjórnar Fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík klukkan 16.15 í gær og íilkynnti henni ákvörðun sína. Að því búnu gekk hann á fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins og skýrði honum frá framboði sínu, og loks hitti hann fréttamenn að máli þar sem hann greindi opinber- lega frá því að hann gæfi kost á sér í formannsembætti Sjálfstæðis- flokksins. Sjá fréttir og viðtöl í miðopnu. Sakadómur Reykjavíkur: Síbrotamaður var dæmdur í 3 ¥2 árs fang-- elsi fyrir líkamsárás i 1* 45 ÁRA gamall maður, Lee Reyuir Freer, hefur í sakadómi Reykjavík- ur verið dæmdur til þriggja og liálfs árs óskilorðsbundiunar faugelsis- vistar fyrir meiriháttar líkamsárás gegn 53 ára sambýliskonu sinni í janúar á síðasta ári. Um það bil hálfur sólarhringur leið frá því að maðurinn gekk í skrokk á konunni þar til hann kallaði á sjúkrabíl til að flytja hana á sjúkrahús með opið fótbrot, kinnbeinsbrotna og með samfallið lunga auk fjölmargra smærri áverka. Maðurinn réðst að konunni á heim- ili þeirra, sló hana fjölmörg högg víðs vegar um líkamann með kreppt- um hnefum og nærtækum hlutum. Hann bar síðar að hann hefði ráðist að konunni vegna þess að hann reidd- ■^Bt því að bróðir hennar hafði fyrr ' farið um hann óvirðulegum orðum. Maðurinn gekkst við árásinni eftir að hafa í upphafi borið að konan hefði orðið undir spegli. Ákæran náði einnig til átta inn- brota, sem maðurinn framdi í íbúðir. I þremur tilvikum voru húsráðendur sofandi meðan hann stal ýmsum 'f'erðmætum. Hann gekkst við þess- um brotum, að einu undanskildu en þar var honum gefið að sök að hafa brotist inn á heimili sofandi rann- sóknarlögreglumanns og stolið meðal annars lögregluskilríkjum, niynd- bandstæki og geislaspilara, auk geisladiska og myndbanda. Þrátt fyrir neitun mannsins taldi Ingibjörg Benediktsdóttir sakadómari sannað að hann hefði gerst sekur um þann verknað eins og hina. Þetta er þrítugasti og þriðji refsi- dómur þessa manns frá árinu 1964. Þar af hefur hann 28 sinnum verið dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi, fyrir ýmis hegningarlagabrot, sam- tals 14 ár, 4 mánuði og 15 daga. Morgunblaðið/KGA Nýr búvörusamningur: Beðið eftir tillögum um mjólkurframleiðsluna Sjömannanefnd fjallar síðar um vinnslustöðvar SJÖMANNANEFND kemur saman til fundar í dag þar sem fjallað verður um úrbætur í mjólkurframleiðslu, en óvíst er hvenær tillögur þar að lútandi verða lagðar fram. Nokkrir fundir hafa verið haldnir í bú- vörusamninganefnd frá því í síðustu viku um sauðfjárfram- leiðsluna, og hafa tillögur sjö- mannanefndar verið lagðar þar til grundvallar. Ekki verður skrifað undir nýjan búvöru- samning fyrr en tillögur sjö- mannanefndar varðandi mjólk- urframleiðsluna hafa verið kynntar og um þær verið fjallað í búvörusamninganefnd. Stefnt er að því að ganga frá búvörusamningi í einhverri' mynd í byrjun næsta mánaðar. Ólíklegt þykir að hægt verði að gera allar þær lagabreytingar á yfirstandandi þingi, sem nauðsynlegar kunna að verða vegna gerðar nýs samnings, og því sennilegt að hann verði undirritaður með fyrirvara um samþykki nýs þingmeirihluta. Stefnt er að því að fulltrúafundur Stéttarsambandsins verði kallaður saman 10. mars til að fjalla um væntanlegan samning. Að sögn Guðmundar Sigþórs- sonar, formanns sjömannanefndar, er stefnt að því að nefndin setji fram tillögur um hagræðingu í vinnslustöðvum búvara, en hann sagði að þær myndu þó væntan- lega ekki líta dagsins ljós á næst- unni. „Það er fyrirhugað að farið verði í gegnum þetta ferli í réttri röð, og þannig er bytjað á grundvallar- framleiðslunni, framleiðendunum sjálfum, en síðan koma vinnslu- stöðvarnar þar á eftir. Það er þeg- Að sögn Vals hafði fólkið farið á fjórum velbúnunt jeppum frá Reykjavík upp að Heklu á sunnu- daginn, en orðið seint fyrir um kvöldið og villst. Það hafði sam- band við flugbjörgunarsveitina á Hellu í' gegnurh'bllsímarí'gær og ar starfandi sérstök nefnd sem fjallar um hagræðingu í mjólk- urbúunum, og sjöntannanefnd mun bíða eftir niðurstöðum þeirrar nefndar áður en hún tekur þau mál fyrir. Þær niðurstöður líta varla dagsins ljós fyrr en eftir ein- hvetjar vikur, en í sjálfu sér hafa þær ekki áhrif á búvörusamninga- gerðina,“ sagði hann. leitaði aðstoðar, en þá voru jepp- arnir orðnir eldneytislitlir. Valur sagði að símasamband hefði verið mjög stopult, og því erfitt að átta sig á hvar það var nákvæmlega statt, en h'ann sagði leitina beinast að' svæði suðaustan við Heklu' Fj ögurra j eppa leitað við Heklu LEIT stóð yfir í gærkvöldi að fólki í fjórum jeppuni upp við Heklu, en það hafði villst þar í slæmu skyggni á sunnudagskvöld- ið. Félagar úr flugbjörgunarsveitinni á Hellu héldu til leitar að fólkinu síðdegis í gær, og skönimu fyrir miðnætti stóð til að senda einnig menn á vélsleðum til leitar, en snjókoma var á þessum slóð- um í gærkvöldi og skyggni nánast ekkert. Leitarmenn höfðu síma- samband við fólkið í jeppunum, og að sögn Vals Haraldssonar flug- björgunarsveitarmanns var það vel búið og ekkert amaði að því.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.