Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
64. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sovétríkjunum:
Spurningin loðin, kjörskrá
leynileg og ekkert eftirlit
- segja viðmælendur Morgunblaðsins í Litháen
TVÖ hundruð milljónir Sovétmanna eru taldar eiga rétt á að greiða atkvæði í fyrstu
sovésku þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag. Undanfarið hefur verið rekinn gífurlegur
áróður af hálfu stjórnvalda fyrir því að menn játi nýrri skipan Sovétríkjanna. Vegna
ýmissa atriða í framkvæmd kosninganna telja margir að erfitt verði að meta niðurstöð-
una. Að sögn Æeuíers-fréttastofunnar er jafnvel talað um að í raun sé verið að kjósa
um framtíð Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta og að lítil kjörsókn kynni að kosta hann
embættið. Sex Sovétlýðveldi hafa ákveðið að hundsa kosningarnar og segja Litháar,
sem Morgunblaðið hefur rætt við símleiðis, að engin trygging sé fyrir því að úrslitin
úr kosningunum verði marktæk; kjörskrá sé leynileg, herinn sjái um framkvæmdina,
spurningin á kjörseðlinum sé loðin og kjörseðlum hafi verið dreift til fjórtán ára ungl-
inga svo dæmi séu tekin.
Benzbíltúrar
eiginmanns
ekki reglubrot
NEFND á vegum þýska Sambandsþings-
ins komst á föstudag að þeirri bráða-
birgðaniðurstöðu að ásakanir um mis-
ferli á hendur Ritu Sussmuth, forseta
þingsins, væru ekki á rökum reistar.
Sussmuth, sem er vinsælasti kvenstjórn-
málamaður Þýskalands, hafði verið sök-
uð um það í fjölmiðlum að leyfa eigin-
manni sínum, Hans, að hafa ótæpileg
afnot af Mercedes Benz-embættisbifreið
í eigu þingsins og láta hið opinbera
greiða bensínreikninga hans. Sagði tals-
maður nefndarinnar á blaðamannafundi
að Sússmuth-hjónin hefðu haft fullt leyfi
til að nota bifreiðina og ekkert benti til
að reglur hefðu verið brotnar. Endanleg
niðurstaða nefndarinnar mun ekki
liggja fyrir fyrr en eftir nokkra mánuði.
Ottast bylgju
sovéskra far-
andverkamanna
PÓLVERJAR hafa nú vaxandi áhyggjur
af því að fjölmargir sovéskir farand-
verkamenn muni streyma ólöglega til
landsins næsta sumar. Piotr Mruk, einn
af atvinnumálafulltrúum pólsku ríkis-
sljórnarinnar, telur að nú þegar séu
ólöglega í Póllandi um 20.000 sovéskir
verkamenn. Hætta væri á að þessi tala
myndi margfaldast næsta sumar þegar
sem mest yrði að gera í byggingariðn-
aði og landbúnaði. Sovétmennirnir koma
oftast löglega til landsins sem ferða-
menn en taka síðan að sér illa launuð
störf. Laununum skipta þeir yfir í doll-
ara sem þeir selja á svörtum markaði í
Sovétríkjunum.
Fær að heita
2.300 nöfnum
NÝSJÁLENSKUR vörubílsljóri hefur
haft betur í árslangri rimmu við þarlcnd
yfirvöld. Fær hann viðurkennda af opin-
berri hálfu breytingu á nafni sínu og
ber því nú löglega alls 2.300 fornöfn.
„Ég man mjög mörg þeirra en ekki öll,“
segir hinn 25 ára gamli Watkins sem
stefiiir að því að komast í heimsmetabók
Guinness. Meðal nafna hans má nefna
„Love“, „Bigglesworth" og „AZ200“.
Endurbætt fæðingarskírteini hans er nú
sjö blaðsíður á lengd. Embættismenn á
hagstofu Nýja-Sjálands ætluðu í fyrstu
að hafna beiðni hans um nafnabreytingu
en ákváðu svo að verða við henni eftir
að ríkislögmaður landsins hafði mælt
með því.
„Þessar kosningar eru eins og gömlu sov-
ésku sjónarspilin, þær hafa álíka mikinn til-
gang og hersýningar. Undirbúningurinn
minnir óþyrmilega á þá tíma er allir voru
sammála í kosningum,“ sagði Aurelius
Katkavices, háttsettur embættismaður í Lith-
áen, í samtali við Morgunblaðið.
Stjómvöld í Litháen hafa neitað þátttöku í
þjóðaratkvæðagreiðslunni á þeirri forsendu að
um sé að ræða kosningu erlends ríkis. „Til-
raunir ti! að framkvæma kosningarnar í Lithá-
en eru því íhlutun í innanríkismál fullvalda
ríkis,“ segir í yfirlýsingu stjórnvalda.
Katkavices sagði ekki vera ljóst hvort Sovét-
stjómin ætlaði að birta heildarúrslit fyrir öll
Sovétríkin eða greina á milli einstakra lýð-
velda. „Við getum einungis getið okkur til um
hvaða aðferð verður beitt. En það má benda
á að það eru engir hlutlausir eftirlitsmenn sem
fylgjast með kosningunum, kjörskráin er leyni-
leg og kjörstaðir eru á yfirráðasvæði hersins
eða Moskvuhollra stjórnmálaflokka. Þess
vegna virðist ekkert vera því til fyrirstöðu að
úrslitin verði fölsuð,“ segir Katkavices.
Fréttir bárust um það frá Eystrasaltsríkj-
unum að atkvæðagreiðsla hefði hafist þar fyrr
í vikunni. Starfsmaður upplýsingaskrifstofu
þingsins sagði við Morgunblaðið að frammá-
menn í ungliðahreyfingu kommúnista, Komso-
mol, hefðu sést dreifa kjörseðlum til unglinga
allt niður í ijórtán ára aldur.
Þegar Morgunblaðið ræddi símleiðis við
Maguli Gagnídze, blaðafulltrúa ríkisstjórnar
Georgíu í Tíflis, í gær sagði hún: „Við höfum
engan áhuga á þessari atkvæðagreiðslu. Við
höldum okkar eigin kosningar um sjálfstæði
31. mars.“
SVAR
VID
KRÖFli
ímm
20
Á MEÐAN ÉG RÆfi VERBIIR
SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN
BREIDUR FJÖLDAFLOKKUR
Davíð
Oddsson,
nýkjörinn
formaður
Sjálfstæðis-
flokksins í
viðtali við
Morgun-
blaðið
SEXMENNIN G ARNIR
FRÁ BIRMINGHAM
SEKIR UNS
SAKLEYSIER SANNAÐ