Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 19 Mikil vígvæðing og endurnýjun herafla á sér stað í Sovétríkjunum þrátt fyrir nýafstaðna samninga um takmörkun hefðbundinna vopna í Evrópu. „Do svidanja." — Sovéskir hermenn á leið heim frá hinu fyrrverandi Austur-Þýskalandi. hersins, og hefur það mikið að segja fyrir varnir íslands. Hér opnast önnur leið fyrir Sovétmenn að koma herliði undan, og sumarið 1990 var flugsveit sem staðsett var í Ung- veijalandi (sem ekki á land að sjó) færð til Kólaskaga og gerð hluti af sjóhernum í Norðurflotanum. Fótgönguliðssveit í Arkhangelsk (sem liggur að Hvítahafi) var til dæmis hlaðin nýtísku vopnum, þar á meðal stórskotaliði og hinum nýju T-80 skriðdrekum, og kölluð strándvarnarsveit — þannig mætti lengi telja. Þrátt fyrir þetta segja menn úr bandarísku samninga- nefndinni að það sé ómögulegt að smygla þessum vopnum á ný inn á áhrifasvæði HVE. Svo virðist þó sem Gorbatsjov og nánustu samverkamenn hans hafi í raun viljað fá ekta HVE-sátt- mála, en valdamenn innan hersins hafi ekki verið á sama máli og kom- ist upp með undanbrögð. Þessi liðs- söfnun í norðri hlýtur að vekja áhyggjur þeirra sem hluta eiga að máli og þá kannski fyrst og fremst í Skandinavíu. Framtíð HVE-samn- ingsins ræðst því í raun af pólitísk- um vilja í Sovétríkjunum. Hefur Gorbatsjov nokkur völd í raun? Með stuðningi utanríkisráðherra síns Edúards Shevardnadse, tókst Gorbatsjov lengi vel að halda hinni jákvæðu þróun áfram þrátt fyrir mótspymu yfirmanna innan hers- ins. Sumarið 1990 fóru hins vegar að sjást merki þess að Gorbatsjov var að missa stjóm á framþróun- inni. Fleiri og fleiri af undir- og samstarfsmönnum hans voru settir af og íhaldssamari menn með vel- vilja í garð hersins eða kommúnista- flokksins settir í þeirra stað. Þetta vakti hvað mesta athygli þegar Shevardnadse sagði af sér fyrir skömmu, en alveg fram á síðustu daga hafa margir mikilvægustu ráðgjafar Gorbatsjovs verið að draga sig í hlé, og nú eru það mest fulltrúar hinna íhaldssamari afla með Besmértnik í broddi fylkingar sem tjá sig á opinberum vettvangi alþjóðamála. „Það má segja að tími Perestrojk- unnar sé liðinn," segir Thmas. „Nú fer í hönd tími mikillar óvissu og óreiðu í áframhaldandi sovéskri þró- un, því engin vandamál hafa í raun verið leyst. Gorbatsjov tókst að rífa niður gamla kerfíð- en ekki hefur gefist ráðrúm til að bygja upp nýtt, og efnahagsleg og pólitísk vanda- mál eru nú stærri en nokkum tíma áður. Óvissa leikur hins vegar um hvort það eru hin íhaldssömu öfl sem stjórna gerðum Gorbatsjovs eða hvort það er hann sjálfur sem hefur skipt um stefnu." Ef hin íhaldssömu öfl reyna að ná stjórn á gangi mála með her- valdi gæti landið staðið frammi fyr- ir borgarastyijöld, segir Tomas Ries. Sem dæmi um hættuna tekur hann að á hinum sovéska „Degi hersins“ síðustu helgina í febrúar voru kröfugöngur til stuðnings gömlu gildunum og afturhvarfs til aðstæðna eins og þær voru fyrir upphaf umbótanna. Daginn eftir var svo haldin fjölmenn kröfuganga til stuðnings Borís Jeltsín, forseta Rússlands og málpípu þjóðernis- sinna. „Eg held að það sé engin leið að komast hjá því að Sovétríkin lið- ist sundur, eina spurningin er hvernig það gerist. Undir stjóm Gorbatsjovs virtist það geta gengið fyrir sig á tiltölulega sársaukalítinn hátt, en nú lítur út fýrir að það komi til með að gerast með árekstr- um eins og við höfum þegar séð í Eystrasaltslöndunum. Stærsta tímasprengjan er þó að sjálfsögðu Rússland ...“ Gorbatsjov er enn formlega við völd, enda er hann gott andlit útá- við. Líklegt má þó telja að hann sé klemmdur milli íhaldssamra komm- únista úr sovétstjórninni annars vegar og sé í raun handbendi þeirra, og þjóðernissinna með Jeltsín í broddi fylkingar hins vegar. Það em þessir tveir aðilar sem nú slást um völdin, meðan umbótasinnar hafa mátt láta í minni pokann. Samdráttur Við - endalok kalda stríðsins stöndum við frammi fyrir nýju ör- yggispólitísku kerfi í Evrópu sem enginn veit nákvæmlega hvernig kemur til með að líta út. Margir eru fegnir því að kalda stríðið sé liðið undir lok, en enginn veit hvað tekur við. HVE-sáttmálinn (um hefðbundin vopn í Evrópu) sem undirritaður var í París seint á síð- asta ári kann að vera vopn sem snýst í höndunum á Vesturlöndum. Leiðir til að sniðganga samninginn auk óvissu um framvindu mála í Sovétríkjunum og valdabaráttu umbótasinna, íhaldssamra og þjóð- ernissinna setur strik í reikninginn. Framtíðarhlutverk NATO er óvíst, og bandalagið gæti eins liðið undir lok með þeim afleiðingum sem það kann að hafa fyrir öryggismál Evr- ópu. Eitt er víst, við stöndum frammi fyrir nýjum aðstæðum í öryggismál- um Evrópu. í París var nýlega undirritaður sáttmáli um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu (HVE), milli hinna 34 RÖSE-landa auk Bandaríkj- anna, Sovétríkjanna og Kanada. Taflan sýnir herafla fyrir og eftir uppfyllingu samningsins. • Atlantshafsbanda- Varsjárbanda- Þak sett samkvæmt lagið 1990 lagið 1990 H V E-sáttmálanum (á hvora hlið) Skriðdrekar 22.000 41.000 20.000 Brynvarin farartœki 27.000 52.000 30.000 Stórskotalið 21.000 49.000 20.000 Herþotur 6.300 14.000 6.800 Herþyrlur 2.000 3.000 2.000 FLUGMENN - FLUGÁHUGAMENN! VIÐ LEITUM AÐ HÆFUM NEMEIMDUM Á ÍSLANDI SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ STARFA SEM ATVINNUFLUGMENN. STARFSMENN FLUGSKÓLANS VERÐA Í REYKJAVÍK í APRÍL1991 TIL AÐ KYNNA SKÓLANN, LEIÐBEINA UM INNTÖKUPRÓF OG EIGA EINKAVIÐTÖL. LÁGMAKS SKILYRÐI: 18 ÁRAALDRISÉ NÁÐ FYRIR LOKAPRÓF FRA ACA, FRAM- HALDSSKÓLAPRÓF EÐATILSVARANDI, HAFA STAÐIST FAA LÆKNISSKOÐUN. NÁMIÐ HEFST í JANÚAR, APRÍL, JÚLÍ & OKTÓBER EF ÁHUGI ÞINN ER EKTA OG ÓSK ÞÍN EINLÆG, HUGLEIDDU ÞÁ AÐ LEGGJA ÚT Á STARFSBRAUT, SEM GENGIN HEFUR VERIÐ AF MÖRGUM ÖÐRUM ER HAFA ÚTSKRIF- AST FRÁ OKKUR OG FUÚGA NÚ FYRIR HELSTU FLUGFÉLÖG i U.S. OG ERLENDIS. KANNSKI ERT ÞÚ HÆFUR? HRINGDU, SENDU FAX EÐA SKRIFAÐU í DAG EFTIR FREKARI UPPLÝSINGUM UM ÞJÁLF- UN HJÁACA i NORÐAUSTURHLUTA U.S. OG UM HEIMSÓKN OKKAR TIL ÍSLANDS. NÁMSKRÁ SKÓtANS ER SAMÞYKKT AF FAA OG VIÐ ERUM TILNEFNDIR AF USIATIL AÐ TAKA Á MÓTl ALÞJÓÐA NEMENDUMISAMRÆMIVID 18 MÁNAÐA j-1 SKIPTINEMA FYRIRKOMULAG ÁSAMT HAGNÝTRI ÞJÁLFUN AÐ PRÓFI LOKNU. AVIATION CAREER ACADEMY FOSTERTOWN ROAD, MEDFORD, NEWJERSEY 08055 U.S A TEL: 609-267-1200. FAX: 609-265-1111 Fagmenn í Ieit aðyjirburðum FELAGSMALARAÐUNEYTIÐ RAÐSTEFNA ,UM MALEFNI FATLAÐRA laugardag, 23. mars 1991, hótel Holiday Inn, Sigtúni 38, Reykjavík. Jóhanna Sigurðardóttir Stefán Hreiðarsson Bjarni Kristjánsson Bragi Guðbrandsson Sveinn Alan Morthen Margrét Margeirsdóttir Dagskrá: Kl. 10.00 Ráðstefnan sett: Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmála- ráðherra. Kl. 10.20 Könnun á fjölda fatlaðra og þjónustuþörf: Undirbúning- ur að framkvæmdaáaetlun. Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður og Bjarni Kristjáns- son, framkvæmdastjóri. Kl. 11.20 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 12.15 Hádegisverður. Kl. 13.15 Kynning á frumvarpsdrögum að nýjum lögum um mál- efni fatlaðra. Bragi Guðbrandsson, félagsmálastjóri. Andmælandi Sveinn Alan Morthen, framkvæmdastjóri. Kl. 14.40 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 15.00 Kaffihlé. Kl. 15.15 Framhald á umræðum. Kl. 16.30 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri. Þátttaka tilkynnist félagsmálaráðuneytinu fyrir hádegi fimmutdaginn 21. mars nk., í síma 609000. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.