Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 SVAR VIÐ JŒÖFIM imrns eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur mynd: Kristjón G. Arngrímsson. Á AKRANESI er að verða til eitt stærsta sjávarútvegsfyrir- tæki á landinu. Forráðamenn þriggja rótgróinna fyrirtækja á Skaganum hafa ákveðið að snúa bökum saman og ganga í eina sæng. Hugmyndin er svo sem ekki ný af nálinni. Það var þó ekki fyrr en í byijun síð- asta mánaðar að hafist var handa af alvöru og var málið einfaldlega afgreitt á tíu dög- um. Athygli vekur að þrýsting- ur er enginn frá bönkum eða öðrum lánastofnunum, eins og er algengur undanfari slíkra aðgerða. Fyrirtækin standa á traustum fjárhagslegum grunni. Velta þeirra nam á síð- asta ári tæpum tveimur mill- jörðum króna. Og það sem meira er. Ákveð- ið hefur verið að opna hið nýja fyrirtæki almenningi með því að bjóða út hlutafé á almenn- um verðbréfamarkaði, en þess má geta að eitt þessara þriggja fyrirtækja Haraldur Böðvars- son og Co. hf. er elsta starf- andi útgerðarfyrirtæki lands- ins og hefur frá stofnun árið 1906 verið í eigu einnar fjöl- skyldu á Akranesi. Síldar- og fiskimjöls- verksmiðja Akraness hf. var stofnuð árið 1937 og er eitt elsta almenningshlutafé- lag í landinu með um 150 hluthöfum, sem sjálf- krafa munu gerast hluthafar í hinu nýja sameinaða fyrirtæki. Saga þriðja fyrirtækisins, Heimaskaga hf., er einnig merkileg og nær nokkra áratugi aftur í tímann. Það var stofnað árið 1945 í framhaldi af útgerð og umsvifum Þórðar Ás- mundssonar, sem lengi gerði út frá Sandgerði og síðar Akranesi. Heim- askagi hf. hefur verið dótturfyrir- tæki Síldar- og fískimjölsverksmiðju Akraness hf. frá 1970, en þess skal getið að Haraldur Böðvarsson og Co. á 40% hlut í SFA og Heima- skaga. Skeljungur á 24% hlut og Olís á 17%. í „sumarblíðu" fyrir skömmu lá leiðin upp á Skaga. Ætlunin er að leita uppi Harald Sturlaugsson, framkvæmdastjóra Haraldar Böðv- arssonar og Co. Við göflgum upp á þriðju hæð og skoðum „sögu“ þessa gróna fjölskyldufyrirtækis í mynd- um á leiðinni upp, en fyrirtækið er einmitt frægt fyrir myndasafn sitt og vel geymda sögu. Frystihúsið er á annarri hæð. Við kíkjum inn — sjáum verkstjórann í búri og heilan her af konum við snyrtingu og pökk- un. Við göngum upp 'á þriðju hæð og spyrjum um Harald. Við komum okkur fyrir í þægilegu umhveríl kaffistofunnar. Haraldur býður upp á nýbakaðar kleinur með kaffínu og ég spyr: „Af hveiju eru svona rótgróin og fjárhagslega öflug fyrir- tæki að sameinast?" Stóra málið er framtíðin „Þetta er svar við kröfum tímans," segir Haraldur. „Við viljum ganga til þessa verks á meðan fjár- hagsstaða fyrirtækjanna er góð. Það eru margir Skagamenn, en þeim fer fækkandi, sem ekki skilja nauðsyn sameiningar nú þegar allt leikur í lyndi. Ég hef gjarnan svarað því til að það sé nauðsynlegt að nota góða daga til að stíga skrefín inn í fram- tíðina. Það er ekkert „garantí" fyrir því að góð staða loði við fyrirtækin um aldur og ævi þó menn kvörtuðu ekki í dag. Stóra málið er framtíðin. Við sjáum fyrir okkur framtíð, sem kallar á samnýtingu á sama tíma og markmiðin í sjávarútvegi eru skýr. Þjóðfélagið krefst hagræðing- ar. Fækka þarf skipum og nýta þarf betur hvert það skip, sem hald - ið er úti. Fækka þarf jafnframt vinnslustöðvum til þess að nýting þeirra framleiðslutækja, sem eftir yerða í rekstri, verði sem mest og best. í Morgunblaðinu um daginn höfðu nokkrir Akurnesingar uppi efasemdir um sameininguna og nefndu að við hefðum ákveðið að selja loðnuskipið Rauðsey kvóta- laust. Þetta sýnir að sumir menn skilja ekki ennþá hvað minnkandi kvóti þýðir. Loðnukvóti Rauðseyjar hefur verið veiddur af Höfrungi og hefur mannskapurinn á Höfrungi vitanlega haft hag af því. Þá seldi Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan loðnuskipið Skarðsvíkina kvótalaust sl. haust og fær Víkingur því að veiða kvóta þess. Á þennan hátt er hægt að nýta hvert skip betur. Eng- inn hefur hag af því að hafa skip verkefnalaus við bryggju. í nútíma- þjóðfélagi láta skipshafnir ekki bjóða sér að vera á skipi hluta úr ári. En það eru ótalmargir „sérfræð- ingar“ til á þessu sviði sem og öðr- um sem þurfa ekki að lokum að standa reikningsskil. Við megum ekki loka augunum fyrir því að í ört vaxandi og dýrri tækni getum við samnýtt svo ótal þætti til að reksturinn megi verða sem hag- kvæmastur. Við erum með mikil verðmæti í höndunum. Okkur er trúað fyrir afkomu ótal margra heimila. Við verðum að fara þær leiðir, sem við trúum að tryggi at- vínnu fólksins til lengri tíma litið. Ég sé fyrir mér að þeir, sem ekki bregðast við þeim tímum sem fram- undan eru, munu verða undir í bar- áttunni." Önnur byggðarlög „Einstaklingshyggjan er svo rík í okkur Islendingum enda erum við í eðli okkar veiðimenn. Manni hefur verið kennt að það sé ekki hægt að eiga eða reka neitt með öðrum. En ég held að forráðamenn fyrirtækja í öðrum byggðarlögum í kringum landið hljóti að standa líka frammi fyrir svipuðum ákvörðunum og við höfum tekið hér á Akranesi. Og á mörgum stöðum er hægt að stíga svipuð ef ekki sömu skref. Því er ekki að neita að sameining fyrir- tækja getur verið afar erfið og oft koma fram ýmsir viðkvæmir fylgik- villar. Þrátt fyrir þá hlýtur mark- miðið að vera eitt — efling atvinnu- tækifæra og þar með byggðarlags- ins í heild. Það verður vissulega að breyta í takt við tímann og hjá minni Ijölskyldu átti kvótaumræðan stór- an þátt í því að við ákváðum að opna fyrirtækið almenningi. Ef það yrði ekki gert, lægi fyrir að 70-80% kvótans á Akranesi gæti orðið í höndum fjölskyldunnar. Ég teldi nær útilokað að reka stórt ijölskyl- dufyrirtæki undir þeirri gagnrýni sem því myndi fylgja. Og ég er þess fullviss að sú umræða yrði óþol- andi, bæði fyrir Jjölskylduna og byggðarlagið." Áhugi verðbréfafyrirtækja Hluthafafundur hins nýja félags verður að öllum líkindum haldinn í næsta mánuði og þ4 verður jafn- framt kosin fímm manna stjórn. Gert er ráð fyrir þremur fulltrúum frá fjölskyldunni til að byija með. Þegar fram líða stundir má búast við að hlutur fjölskyldunnar minnki hlutfallslega þegar búið verður að bjóða út nýtt hlutafé, en í umræð- unni hefur verið rætt um að fá inn nýtt hlutafé seinni hluta ársins. „Enn sem komið er höfum við ekki falið neinu einu verðþréfafyrirtæki að annast söluna, en því er ekki að neita að við höfum fundið frá þeim mikinn áhuga á að fá að annast söluna fyrir okkar hönd. Þessi áhugi væri ekki fyrir hendi nema af því að verðbréfasalar telja eininguna áhugaverða, en það verðum við Skagamenn að sýna fram á. Við vitum til þess að Ákurnesingar hafa verið að kaupa hlutabréf í fyrirtækj- um á borð við Granda, Útgerðarfé- lag Akureyringa og Síldarvinnsluna í Neskaupstað. Við teljum það mjög rangt að fleiri ár líði án þess að fólk eigi þess kost að festa ijármagn í fyrirtæki í eigin heimabyggð. Verðbréfamarkaðirnir hafa sýnt fram á að hlutabréfakaup sé mjög ákjósanleg ijárfesting fyrir almenn- ing. Eftir sem áður höfum við áhuga á því að vera í forystusveit sjávarút- vegsins og með opnun fyrirtækisins eigum við möguleika á því að flytja ijármagn til Akraness sem er okkar markmið. Satt að segja kom það mér mjög á óvart hvað stór hópur fólks var opið og jákvætt gagnvart þessum breytingum. Það sýnir hvað fólk fylgist orðið vel með og veit greinilega hvað þarf til að hlutirnir geti gengið upp. Það hefur ótrúleg- asta fólk talað við okkur alla, sem að sameiningunni stöndum, og sýnt henni mikinn áhuga. Ég er þakklát- ur fyrir slíka strauma. Áuðvitað hefur maður hugsað mikið síðustu dagana til frumkvöðla fyrirtækj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.