Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 28
28" MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SfJMROlS&'BR 17. MARZ 1991 Vélamenn Óskum eftir að ráða nú þegar eða sem allra fyrst vana vélamenn á eftirtalin tæki: Beltagröfur, hjólagröfur og traktorsgröfur. Upplýsingar gefnar í síma 53999. i 1 HAGVIRKI n KLETTUB Tækniteiknari til afleysingastarfa Rafteikning hf., verkfræðistofa, Borgartúni 17, óskar að ráða tækniteiknara til sumaraf- leysinga. Viðkomandi þarf að hafa reynslu í tölvuteiknun og æskilegt er að hann geti hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir skulu berast fyrir 26. mars. Sjúkraþjálfarar Sjúkrahús Akraness óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara í fullt starf sem fyrst. Getum hjálpað til með öflun húsnæðis. Barnaheim- ili á staðnum. Allar nánari upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálf- ari, Ingibjörg Óskarsdóttir, sími 93-12311. /AuAUAl heilsugæslustöðin A akurevri Læknar - afleysingar Lækna vantar til afleysinga í sumar á Heilsu- gæsiustöðina á Akureyri. Á Heilsugæslustöðinni á Akureyri eru 11 stöður heilsugæslulækna, auk rúmlega 40 annarra stöðugilda. Störf á stofnuninni eru því margþætt og gefa góða reynslu. Nánari upplýsingar gefur Magnús Ólafsson, yfirlæknir. Au pair - Noregur Stúlka, ekki yngri en 18 ára, óskast til að ann- ast 3ja ára telpu og eins árs strák í eitt ár frá ágúst nk. Þarf að hafa bílpróf og má ekki reykja. Skrifið á ensku eða norsku til: Anne Berit Amdam, Skarbo - Feltet, N-6240 Sjpholt, Noregi. Sjúkrahús Akraness Lausar stöður lækna Við sjúkrahús Akraness eru lausar eftirtaldar stöður lækna: 80% staða sérfræðings í lyflækningum. Sérþekking í meltingarfærasjúkdómum er æskileg. Nánari upplýsingar gefur Ari Jóhannesson, yfirlæknir, sími 93-12311. 75% staða sérfræðings í þvagfæraskurð- lækningum. Nánari upplýsingar gefur Guðjón Guðmunds- son, yfirlæknir, sími 93-12311. Tvær stöður aðstoðarlækna (kandidata). Stöðurnar veitast til eins árs, frá 1. júlí nk. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. og skal senda umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf til framkvæmda- stjóra sjúkrahússins. Búseta á staðnum er skilyrði fyrir ráðningu. LANDSPITALINN Kvennadeild Landspítalans Deildarlæknar - aðstoðarlæknar Nokkrar læknastöður eru lausar strax á kvennadeild Landspítalans. Stöður aðstoðarlækna, 6-12 mánaða. Stöður deildarlækna, sem veittar verða ung- um sérfræðingum eða reyndum aðstoðar- læknum í 1-3 ár. Ráðgert er að starf deildar- lækna sé fullt starf á kvennadeild er tengi störf reyndra aðstoðarlækna og sérfræð- inga. Auk skipulagðrar starfsþjálfunar verður reynt að skapa aðstoðar- og deildarlæknum að- stöðu til vísindavinnu á deildinni. Upplýsingar veita yfirlæknar deildarinnar. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Augnskoðun- göngudeild Sjúkraliði óskast til afleysinga í sumar frá 1. júní til 15. september. Um er að ræða dagvinnu frá kl. 08.00-16.00. Upplýsingar veitir Sigurborg Sigurjónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 604380. Tannlæknastofa Aðstoð óskast á tannlæknastofu í miðbæ Kópa- vogs. Krafist er stundvísi, reglusemi og góðrar framkomu. Um er að ræða starf eftir hádegi. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „T - 7825". x Grunnskólinn íBolungavík Kennarar Vegna forfalla vantar kennara fyrir 11 ára börn (6. bekk) í apríl og maí. Upplýsingar hjá skólastjóra í símum 94-7249 og 94-7288. Skólanefnd. ÍS Lausar stöður við leikskóla Leikskólinn Álfaskeiði Fóstra eða þroskaþjálfi óskast til starfa sem fyrst til að annast stuðning vegna barns með sérþarfir. Um er að ræða 50% starf f.h. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 642520. Leikskólinn Kópasteinn Fóstra óskast til starfa sem fyrst eða eftir samkomulagi. Hafið samband við forstöðumann í síma 41565 og kynnið ykkur starfsémina. Auk þess veitir dagvistarfulltrúi upplýsingar um störfin í síma 45700. Umsóknum skal skilað á þartil gerðum eyðu- blöðum, sem liggja frammi á Félagsmála- stofnun Kópavogs, Fannborg 4. Dagvistarfulltrúi. Atvinna óskast Stúlka á þrítugsaldri, sem stundar nám í íþróttaháskóla erlendis vantar góða vinnu frá byrjun apríl til ágústloka. Vön íþróttum, sölu- störfum og almennum skrifstofustöríum Tilboð sendist sendist auglýsingadeild Mbl. ________merkt: „F - 11135“.__ Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Hvolsvelli er laus frá 1. apríl '91 eða eftir samkomulagi síðar. Nánari upplýsingar gefur formaður stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar, Matthías Péturs- son, í síma 98-78121 eða yfirlæknir stöðvar- innar í síma 98-78126. Starfsmaður óskast Við óskum að ráða starfsmann á skrifstofu okkar í afgreiðslu og söludeild. Reynsla í skrifstofustörfum er æskileg. Um er að ræða framtíðarstarf. Bindindi er askilið. Umsóknir sendist skrifstofu okkar á um- sóknareyðublöðum sem þar fást fyrir mið- vikudaginn 20. mars nk. Tryggingafélag bindindismanna Lágmúla 5, sími 679700. Fóstra óskast Fóstra óskast á leikskólann Arnarberg, sem er einnar deildar leikskóli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störí um miðjan apríl. Upplýsingar eru veittar hjá dagvistarfulltrúa í síma 53444 og hjá forstöðukonu í síma 53493 og heimasíma 53615. Félagsmálastjórinn f Hafnarfirði. Vélvirkjar - járniðnaðarmenn Óskum að ráða vandvirkan mann til fram- leiðslu á iðnaðarhurðum, Þarf að geta soðið. Gluggasmiðjan, Viðarhöfða 3. Líknarfélagið Takmarkið óskar að ráða umsjónarmann í áfangahúsið á Barónsstíg 13. Hér er um að ræða hálfs- dagsstarf. Fæði og húsnæði á staðnum. Umsækjandi þarf að vera óvirkur alkóhólisti. Umsóknir þuría að berast auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. apríl, merktar: „U - 6875“. Verkfræðing- ur/tæknifræðingur Landssamband íslenskra útvegsmanna óskar eftir að ráða verkfræðing/tæknifræð- ing af vélasviði til starfa. Starfið felst í að sinna tækniverkefnumm, sem stuðla að bættum hag útgerðar, verð- lagseftirliti, þ.e. þjónustugreinar við útgerð, úrvinnslu verðtilboða innanlands/erlendis, yfirferð reikninga og milligöngu í málum, tengdum tækjakaupum og þjónustu. Leitum að manni sem getur unnið sjálfstætt og skipulega og hefur haldgóða tungumála- kunnáttu. Svar sendist fyrir 20. mars til skrifstofu sam- takanna í Hafnarhvoli v/Tryggvagötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.