Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 17
sér að sönnunargögnum lögregl- unnar, sem þeim þóttu tortryggileg. Þeir áttu von á að írunum sex yrði sleppt ef tækist að sýna hve hriplek rökfærsla sækjandans raunveru- lega hefði verið. Chris Mullin fór meira einförum, hann var að viða að sér efni í bók um sexmenningana frá Birming- ham, en þessir þrír og raunar marg- ir fleiri áttu oft faglegt samstarf til þess að komast til botns í málun- um. Rannsókn þeirrra leiddi í ljós að aðferð dr. Skuses var meingölluð. Lausnin sem dr. Skuse notaði varð ekki aðeins rauð af sprengiefni — sama niðurstaða fékkst hefðu menn snert pappír skömmu fyrir sýnatök- una, orðið kámugir á fingrum t.d. á bjórkrá, eða spilað á spil! Þegar þetta varð ljóst var dr. Skuse tafarlaust veitt lausn frá embætti og gerður að ellilífeyris- þega aðeins fimmtugur að aldri. En dr. Skuse, sem var lítt skemmt, var ekki af baki dottinn; hann hélt því nú fram að í lausninni hefði aðeins verið 0,1 prósent af natrí- umlúti en ekki 1 prósent, eins og áður hafði komið fram. í svo veikri lausn væri ógerningur að greina spil eða bjórklístur; það hlyti að vera sprengiefni. Dr. Skuse var raunar ekki tekinn trúanlegur, þegar hann breytti upp- skriftinni að lausninni, en innanrík- isráðuneytið sætti færis á að ljúka þessu máli engu að síður. Það sá ekki ástæðu til að kanna málið frek- ar fyrr en löngu síðar — eftir að fréttamenn urðu enn til að ýta við ráðherrunum. Sönnunargögnin ein, sem tengdu sexmenningana við sprengiefnið, nægðu vitaskuld ekki til að fella sexmenningana fyrir ódæðið. Það var Reade lögreglustjóra fullkom- lega ljóst; hann varð að knýja fram játningar. Þessa þtjá daga sem sex- menningamir voru yfirheyrðir var þeim meinað um svefn, ógnað með hundum og skotvopnum, þeir voru lamdir með kylfum, kaffærðir í vatni og brenndir með vindlum. Sumir mannanna voru nánast óþekkjanlegir eftir barsmíðar lög- reglu. Þessa meðferð á föngunum hefur reynst unnt að sanna síðar með ljós- myndum og vitnisburði lögreglu- manna. Fangarnir voru mjög illa leiknir, bæði meðan á yfirheyrslum stóð og þegar þeir voru komnir í fangelsi. Kenningum hefur verið fleygt fram um að misþyrmingarnar í fangelsinu hafi verið nauðsynlegar lögreglunni til þess að leyna meiðsl- um sem fangarnir hlutu við yfir- heyrslurnar. En Reade varð ekki að vilja sín- um þrátt fyrir allt, ekki vildu allir játa og úr sumum fékk hann aðeins hálfkveðnar vísur. Hann varð að grípa til róttækari aðgerða. Reade settist niður við að búa til stunda- töflu sem sýndi hve margar yfir- heyrslur hefðu átt sér stað, hvað hefði komið fram og hvenær. Plaggið var hreinn tilbúningur, upplýsingamar voru settar á blað til þess að búa til trúverðuga sögu og til leiðbeiningar fyrir þá lögregl- umenn, sem áttu að bera vitni, svo að saga þeirra allra yrði eins. Reade stóð einnig fyrir því að aukið yrði við yfirlýsingar hinna grunuðu um aðild að hryðjuverkun- um, hann falsaði skjölin til að létta kviðdómi og dómara störfín. Með spánriýrri tækni hefur bresku lög- reglunni nú nýlega tekist að sýna fram á að mörgum mikilvægum skjölum hafði verið breytt og bætt við þau eftir að frá þeim var geng- ið. Eftir það var ekki tekið mark á játningunum sem fyrir lágu, — en þangað til áttu eftir að líða mörg ár. Chris Mullin, sem er fréttamaður og þingmaður, grunaði að jafnvel þótt sannanir lögreglunnar yrðu að engu gerðar fengjust sexmenning- arnir ekki frelsaðir fyrr en hinir raunverulegu sökudólgar fyndust. Hann leitaði þess vegna dyrum og dyngjum að þeim á írlandi. Með dyggri aðstoð IRA-manna, sem voru fangelsisnautar sexmenning- anna frá Birmingham, fékk hann upplýsingar um menn, sem báru ábyrgð á nær því tug sprenginga MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 íí Ættingjar fanga sexmenningum þegar þeir voru látnir lausir á fímmtudag. skömmu fyrir fjöldamorðin í New Street. Hann rakti slóð þeirra og hafði uppi á tengiliðum þeirra og samstarfsmönnum, meðal annars með aðstoð háttsettra IRA-manna á írlandi. Þeim þótti óþægilegt að hafa marga snuðrandi í kringum sig og sáu sér hag í að málið yrði upp- lýst. IRA hafði aldrei lýst ábyrgð á sprengingunum í Birmingham á hendur sér, en viðurkennt þó að sjálfstæður hópur innan IRA hefði verið þar að verki. Jafnframt Iýsti IRA yfír að sex- menningarnir sem í haldi voru hjá Bretum væru ekki félagar í lýðveld- ishemum. Þeir gætu því ekki hafa þekkt lykilorðið XX, sem notað var, þegar tilkynnt var um sprengjurn- ar. Það kunna IRA-menn einir ef frá er talin breska lögreglan.' Benti allt til að „gamla klíkan" í IRA ætti sök á Birmingham-ódæð- inu; hún situr ekki á sárshöfði við nýju leiðtogana, sem eru ekki eins herskáir. Bók Mullins, Errors of Judge- ment, kom út í framhaldi af athug- unum hans. Þar heldur hann því blákalt fram að sexmenningamir frá Birmingham séu blórabögglar — að hann hafí persónulega hitt alla nema einn sem hlut áttu að spreng- ingunum. Það verður að styðjast við bók Chris Mullins, þegar velt er vöngum yfir hvað hafi raunverulega gerst þetta kvöld fyrir rúmum sextán árum, þegar sprengjur IRA grönd- uðu tuttugu og einum manni og sex saklausir Irar voru að ósekju rænd- ir frelsinu. Mullin er sannfærður um að þátttakendur í sprengjutil- ræðunum hafi verið fimm: tveir gerðu sprengjurnar, tveir komu þeim fyrir og sá fimmti hringdi til lögreglunnar. Þeir flýðu ekki borg- ina í sömu svipan, heldur létu líða nokkra daga. Ætlunin hafi verið að gefa lögreglunni meiri fyrirvara, en símarnir, sem átti að hringja úr og tilkynna um sprengjurnar, voru báðir bilaðir þegar til átti að taka. í bók sinni segir Mullin að þetta hafi hann fengið staðfest frá fyrstu hendi. Vegna nýrra sannana, sem frétt- amönnunum hafði auðnast að finna, þegar hér er komið sögu, féllst inn- anríkisráðherrann á að taka málið upp að nýju. Það var snemma árs 1987. Birmingham-sexmenningamir bundu miklar vonir við áfrýjunar- dómstólinn. Aðferðir dr. Skuses við greiningu sprengiefna var ófull- nægjandi, lögreglumenn báru vitni um hrottalega meðferð á föngunum í því skyni að neyða fram viður- kenningu á glæpnum. Komið var fram að sexmenningarnir vora ekki félagar í IRA. Og loks hafði stunda taflan, sem Reade lögreglustjóri forðum hafði párað á pappír, komið í leitirnar, en hún var ekki tiltæk við uppranalegu réttarhöldin. Vonbrigðin voru þess vegna ólýs anleg, þegar dómarinn staðfesti úrskurð kviðdómsins um sekt þeirra allra. Lögreglumennirnir, sem báru vitni, vora ekki teknir trúanlegir. Stundatafla Reades lögreglustjóra var lögð fyrir réttinn, en dómarar töldu útilokað að Reade væri fær um að skipuleggja svo margslungið og flókið samsæri. Að framburði hinna dæmdu bæri ekki saman um hvað snerti fjölda sprengja og stað- setningu þeirra sannaði það eitt, að mati dómara, að lögreglan hefði ekki skáldað söguna og falsað skjöl. Þar að auki hafði samstarfsmað- ur dr. Skuse þróað nýja leið til að greina sýnin, sem tekin vora af höndum hinna granuðu við hand tökuna, og sýndi hún að þeir hefðu haft nítróglusserín með höndum. Dómurinn skyldi því standa óhagg- aður. Þótt virtist sem fokið væri í flest skjól neituðu fréttamennirnir að leggja árar í bát. Þeim hafði líka bæst talsverður liðsauki, því að samhliða stöðugum fréttaflutningi af málinu óx stuðningshópur fang- anna jafnt og þétt. Þingmenn, lög- menn og dómarar að ótöldum vinum og vandamönnum, írskum félögum og kirkjum veittu sexmenningunum ‘ allan þann stuðning sem þau megn- uðu. Nokkru eftir útgáfu bókar Mull- ins komust fréttamennirnir að því, að lögreglan hafði yfírheyrt suma þeirra manna, sem Mullin fjallar um, einungis ári eftir sprengingarn- ar, árið 1975, og hafi meðal annars einn þeirra játað að hafa komið sprengjunum fyrir. En þessar yfir- lýsingai; vora látnar liggja í þagnar- gildi. Breska lögreglan hylmdi yfír með hinum sönnu tilræðismönnum um það bil fímmtán ár og lét sig engu varða þótt saklausir menn afplánuðu lífstíðardóma í fangels- um, þar sem vitað var að þeir máttu oft sæta grimmúðlegri meðferð fangavarðanna, barsmíðar og háð- glósur. Fréttamennirnir voru orðnir sannfærðir um að hafa fundið hina seku og kynntu tilgátu sína í sjón- varpi næstum umbúðalaust. Þeir sögðu tilræðismennina vera Seamus McLaughlin, nefndan Belfast- Jimmy, og hafí hann skipulagt glæpinn; Mick Murray og James Francis Gavin, sem smíðuðu sprengjurnar; og Michael Chri- stopher Hayes, sem hafí komið sprengjunum fýrir á kránum ásamt ungum manni, sem ekki hefur verið nefndur á nafn, því að hann nýtur leyndar. í kjölfarið tók ónefndur IRA- maður á sig ábyrgð á sprengingun- um í Birmingham, en það var korn- ið sem fyllti mælinn. Bresk stjórn- völd urðu að taka upp mál Birming- ham-sexmenninganna sinni enn, allt óf margt benti til að þeir væra saklausir. Lögreglan i Devon og Comwall fékk það verkefni að fara í saum- ana á upphaflegu lögreglurann- sókninni. Athugun leiddi í ljós alvar- lega misbresti og enn varð áfrýjun- ardómstóllinn að taka til starfa. Nýja aðferðin til að greina sprengiefni á höndum hinna gran- uðu reyndist einnig vera gölluð; hún hefur líka jákvæða niðurstöðu ef menn reykja tóbak. Það kom heldur ekki á óvart að fleiri gallar fundust á aðferð dr. Skues; sápan sem sýnis- glösin hans vora þvegin úr hafði sömu áhrif á lausnina sem um sprengiefni væri að ræða. Ennfremur var orðið unnt að sýna fram á fleiri hugsanlega til- ræðismenn. Og ný tækni við lög- reglurannsóknir leiddi í ljós að full- yrðingar sexmenninganna um föls- uð skjöl og upplognar viðurkenning- ar við yfírheyrslur ættu við rök að styðjast. Raunar var breskt réttarkerfi fyrir dómstólum, ekki síður en ír- amir sex. Og þótt þeir hafi verið látnir lausir vegna ónógra sannana og West Midland-lögreglan hafi tekið til við rannsókn Birmingham- sprengjanna á nýjan leik hefur breskt réttarkerfí beðið slíkan álits- hnekki að dæmalaust er með siðuð- um þjóðum. Paddy Mclllkenny, bróðir Rich- ards, sagði gráti nær í sjónvarpsvið- tali að breskt dómskerfi „væri ekki búið að bíta úr nálinni með þetta“. — Drottinn einn veit hve margir saklausir sitja í fangelsum! Fjórtán lögreglumenn eiga yfír höfðu sér málssókn. Fimm IRA- menn eiga ekki eftir að eiga sjö dagana sæla. Og breskt réttarkerfí verður endurskoðað og vonandi bætt á næstu tveimur áram. Birmingham-sexmenningarnir era frjálsir, þökk sé iðnum frétta- mönnum og aðstandendum, sem komu nýrri lögreglurannsókn til leiðar; og síðast en ekki síst, nýrri tækni og vísindum, sem beitt er við lausn afbrotamála. Það tók þrjá daga að sanna sekt þeirra, sextán ár að hreinþvo þá. Höfundur er fréttamaður og búsettur í Stokkhólmi þar sem hann stundarnám ífjölmiðlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.