Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 21 Úr þremur fyrirtækjum ú Akro- nesi er aó verða til útgerðarrisi á íslenskan mælikvarða. Heima- menn úkvúðu að stíga skref ið sjúlfir ón nokkurs þrýstings f ró lúnastof nunum enda standa fyrir- tækin þrjú f júrhagslega vel. Það eru ekki allir sem skilja tilgang sameiningar þegar allt leikur í lyndi, en aðrir tala um framsýni og dirf sku heimamanno — ekki síst forrúðamanna Haraldar Böð- varssonar og Co. sem verið hef ur í eigu einnar fjölskyldu frú stof n- un úrið 1906, en auk sameining- ar hef ur verið úkveðið að opna hið nýja fyrirtæki almenningi. anna sem eflaust hafa séð annað fyrir en þessa sameiningu. En þeir urðu ekki eilífir, eins og dæmin sanna, þó miklir dugnaðarmenn væru. Eins er það með rekstur fyrir- tækja. Þar gengur ekkert að eilífu nema menn séu stöðugt í takt við tímann og sofni ekki á verðinum í stöðugri leit að nýjum tækifærum. Eftir sameininguna verður hið nýja hlutafélag eitt stærsta útgerð- arfyrirtæki landsins. Hjá fyrirtækj- unum þremur starfa um 300 manns og verður fjöldi starfsmanna svip- aður áfram. Fyrirtækið mun hafa yfir að ráða þremur loðnuskipum sem eiga fjóra loðnukvóta og fjórum togurum með um tíu þúsund tonna þorskígildi. Seldi hross og keypti sexæring Haraldur Böðvarsson og Co. er eista starfandi útgerðarfyrirtæki landsins, stofnað af Haraidi Böðv- arssyni 17. nóvember 1906 og er því á sínu 85. aldursári. Haraldur Böðvarsson, sem var afi núverandi framkvæmdastjóra, Haraldar Stur- laugssonar, byijaði með 250 krónur á sínum tíma. Hann seldi hryssu og þijú folöld, festi féð í sexæringi og hóf útgerð, þá 17 ára gamall. Sex- æringnum var gefið nafnið Helga María og skömmu síðar var Höfr- ungur keyptur og var það fyrsti vélbátur fyrirtækisins. Allar götur síðan hafa höfrungar verið í merki fyrirtækisins. Alls hafa 36 smá og stór skip verið í eigu fyrirtækisins. Þrír ættliðir hafa haldið um stjórn- artauma þess frá upphafi, fyrst guðfaðir fyrirtækisins, Haraldur Böðvarsson. Árið 1938 gaf Haraldur syni sínum, Sturlaugi, helminginn í fyrirtæki sínu og störfuðu þeir feðg- ar saman upp úr því. Tvítugur að aldri og nýlega útskrifaður úr Sam- vinnuskólanum byijaði Haraldur Sturlaugsson að vinna við hlið föður síns og tók alfarið við stjórnartau- munum 26 ára gamall, að föður sín- um látnum árið 1976. Alinn upp í ákveðið starf „Ég ólst upp með fyrirtækinu og var alinn upp með það að markmiði að einhvern tímann tæki ég við stjórn þess. Því er ekki að neita að snemma fékk ég ríka ábyrgðartil- finningu, en hefði vissulega aldrei tekið við þessu ef áhuginn hefði ekki verið til staðar. Sjálfur hafði ég hugsað mér frekari skólagöngu. Það varð þó aldrei, því fyrirtækið æpti á mig, en þau fimm ár sem ég fékk að starfa við hlið föður míns voru mér dýrmætur skóli.“ Haraldur á sex systkini, fjórar syst- ur og tvo bræður sem báðir starfa við fyrirtækið, annar sem fram- leiðslustjóri og hinn sem útgerðar- stjóri. „Fjölskyldan er alin upp við það að þetta fyrirtæki sé lokað fjöl- skyldufyrirtæki, sem eigi að vera atvinnuskapar.di á Akranesi. En fjölskyldan stækkar og ekki er endi- lega hægt að gera ráð fyrir því að ijórði ættliðúrinn hafi sama þanka- gang og stofnandinn ætlaðist til. Því teljum við þetta vera rétt augna- blik til þess að opna fyrirtækið svo að það megi fylgja þeirri þróun, sem við sjáum nú fyrir og ekki síst með það að markmiði að það geti áfram verið mikilvægt atvinnutæki á Akr- anesi,“ segir Haraldur. „Heyrðu annars, áður en við höld- um áfram. Má ekki bjóða þér heim með mér að borða. Ég held að kon- an eigi von á okkur í mat,“ segir Haraldur og við ljúkum við kaffið úr bollunum og höldum út í sólski- nið. Á kafi í pólitík „Strákarnir gátu ekki beðið,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, eigin- kona Haraldar, þegar við mætum í matinn rétt fyrir klukkan eitt, en synir þeirra fjórir eru sautján, sex- tán, tólf og tveggja ára. Ingibjörg er á kafi í pólitíkinni þessa dagana og hefur reyndar verið það í mörg undanfarin ár. Hún hefur verið for- seti bæjarstjórnar Akraness síðan 1986 að einu ári undanskildu, en þá notuðu þau hjónin tímann til að eignast yngsta soninn. Nú skipar Ingibjörg fyrsta sætið á lista Fram- sóknarflokksins á Vesturlandi fyrir komandi Alþingiskosningar. „Það er hinsvegar aldrei talað um pólitík á heimilinu. Það er bara útgerð og aftur útgerð og ég myndi halda að hann væri eitthvað veikur ef hann færi að sýna pólitíkinni áhuga,“ segir Ingibjörg yfir hádegisverðin- um. „Já. Það er alveg satt hjá henni. Ég er ekki áhugasamur um stjórn- mál. Mér finnst jafnframt ég engan tíma mega missa frá útgerðinni og því ræði ég trúlega útgerðarmálin stanslaust. Ég tel að menn nái ekki árangri nema með því að sökkva sér niður í verkefnin og þess vegna er ég ekki einn af þeim sem telja það kost að geta útilokað sig frá vinnunni heirna," segir Haraldur. „Það hefur iengi loðað við stjórnend- ur þessa fjölskyldufyrirtækis að hafa ekki blandað sér mikið í póli- tík. Afi og pabbi voru viðriðnir bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk- inn hér áður og mig rámar í að hafa verið á lista flokksins þegar ég var á Bifröst. Hinsvegar get ég játað það að ég kýs hana Ingibjörgu mína. Ég kaus hana fyrir tuttugu árum og síðan hef ég látið mér vel líka að kjósa hana aftur og aftur og myndi kjósa hana í hvaða flokki sem hún starfaði í. Svo einfalt er það.“ Éins og venja er á Skaganum hóf Haraldur snemma að iðka knatt- spyrnu. Hann lék með meistara- flokki Akurnesinga og sinn fyrsta landsleik spilaði hann árið 1969. En hann ákvað að leggja skóna á hilluna þegar hann tók alfarið við stjórn H.B. og Co. „Fyrirtækið krafðist allra minna krafta svo eng- inn tími gafst fyrir hopp og hí. Eg varð að hætta í boltanum og var náttúrulega mjög lengi að jafna mig á því. Ég skal segja þér að fyrstu fimm árin á eftir þorði ég ekki einu sinni á völlinn sem áhorfandí." ' — Að lokum, ertu ekkert hrædd- ur um að missa völdin eftir að þau skref, sem nú eru á döfinni, hafa verið stigin? „Ég er eins og hver annar verka- maður í víngarði drottins, vinn eins vel og ég hef kunnáttu til á meðan mér er trúað og treyst til þess. Ef það breytist þá tek ég auðvitað á því. Ég yrði ekki sá fyrsti sem gengi í gegnum slíkt, en ég vona að ég verði aldrei svo ruglaður að halda að rassinn á sjálfum mér sé nafli alheimsins. Það mikilvægasta fyrir fyrirtækið er að við stjórnvölinn séu hæfir einstaklingar hveiju sinni og það er óskandi að svo verði ævin- lega.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.