Morgunblaðið - 17.03.1991, Side 30
aförtG'Uk'tíí.AtíiD' ATVINNAyRAtí/SIVlA^WíMftíij
áö
ATVINNUA LJGL YSINGAR
Skurðlæknir
50% staða sérfræðings í almennum skurð-
lækningum við Sjúkrahús Keflavíkurlæknis-
héraðs er hér með auglýst laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. og skulu
umsóknir berast undirrituðum ásamt öllum
venjulegum upplýsingum um menntun og
fyrri störf.
Allar nánari upplýsingar veita framkvæmda-
stjóri og yfirlæknar sjúkrahússins í síma
92-14000.
Framkvæmdastjóri.
Fannhvíttfrá Fönn
Starfsmaður óskast til almennra skrifstofu-
starfa. Reynsla af tölvuvinnu nauðsynleg.
Æskilegur aldur 30-35 ár. Vinnutími kl. 9-17.
Skrifiegar umsóknir sendist til Fönn hf.,
Skeifunni 11,108 Reykjavík, fyrir 25. mars nk.
Reyklaus vinnustaður.
Fannhvítt frá Fönn.
LANDSPÍTALINN
Gjörgæsludeild Landspítalans
Hjúkrunarfræðingar
Vegna vaxandi starfsemi, óskum við eftir
fleiri áhugasömum hjúkrunarfræðingum til
þess að starfa með okkur við einstaklings-
hæfða hjúkrun (80-100% vinnuhlutfall æski-
legt). Um er að ráða bæði sumarafleysingar
og fastar stöður.
Á gjörgæsludeild Landspítalans dveljast milli
1200 og 1300 sjúklingar árlega (börn og full-
orðnir), með margvísleg heilsufarsvandamál.
Störf hjúkrunarfræðinga á deildinni eru oft
erfið og krefjandi, en bjóða upp á mikla fjöl-
breytni og dýrmæta reynslu varðandi hjúkrun
og meðferð mikið veikra einstaklinga á öllum
aldri.
Á deildinni er samstilltur hópur fólks, sem
hefur það að markmiði að veita skjólstæðing-
um sínum og og ástvinum þeirra sem besta
umönnun og stuðning.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í gefandi
og þroskandi starfi, þá bjóðum við:
a) 12 vikna starfsaðlögun (iesdagar, ásamt
40-50 fyrirlestrum), hefst 1. okt. 1991.
b) Morgunvaktir byrja kl. 08.00 og unnið er
þriðju hverja helgi - 12 tíma vaktir.
c) Góðan starfsanda.
Sjúkraliðar
Einnig vantar sjúkraliða bæði í fastar stöður
og afleysingar. Starfsreynsla á handlækn-
inga- og lyflækningadeildum er æskileg.
Gæsluskáli
(recovery)
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til
sumarafleysinga. Vinnutími og vinnuhlutfall
eftir samkomulagi. Frí um helgar.
Einnig óskast sjúkraliði í 60% starf.
Umsóknum fylgi upplýsingar um nám og fyrri
störf og berist skrifstofu hjúkrunarforstjóra.
Nánari upplýsingar veitir Lovísa Baldursdótt-
ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma
601000.
Lögfræðingur
Stórt þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar að
ráða lögfræðing til starfa í lögfræðideild fyrir-
tækisins.
Framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál
sé þess óskað.
Umsækjendur leggi inn svar á auglýsinga-
deild Mbl. fyrir 21. mars merkt: „Lögfræðing-
ur - 12077“.
Uppeldis- og
meðferðarstörf
Meðferðarheimili einhverfra, Sæbraut 2,
Seltjarnarnesi, óskar eftir að ráða áhuga-
samt fólk til stafa með einhverfum ungling-
um sem fyrst:
Þroskaþjáifa (deildár), fóstru, starfsmenn
með menntun á sviði uppeldis- eða sálar-
fræði. Einnig kemur til greina að ráða ófag-
lærðra starfsmenn með reynslu af fötluðum.
Störfin fela í sér þátttöku í meðferð og þjálf-
un íbúa heimilisins. Um er að ræða vakta-
vinnu í fullu starfi, en möguleiki er á hluta-
starfi.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, í
síma 611180, mánudag og miðvikudag kl.
9.00-12.00.
Starfskraftur
óskast hálfan daginn
til að sjá um reikningsútskrift, verðútreikn-
inga, birgðabókhald, tollskjöl og önnurtengd
verkefni. Unnið er á Opus bókhaldskerfi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja
reynslu af Opus bókhaldskerfi.
Boðið er uppá mjög góða vinnuaðstöðu.
Umsækjendur sendi skriflega umsókn á aug-
lýsingadeild Mbl. merkta: „O - 14402“ fyrir
21. mars.
ÍSMARhf.,
Síðumúla 37,
108 Reykjavík.
Rafeindaþjónustan
ÍSMAR hl.
Byggingatækni-
fræðingur
Óskum að ráða byggingatæknifræðing til
starfa hjá stóru deildaskiptu iðnaðar- og
verslunarfyrirtæki í Reykjavík.
Starfssvið: Magntökur vegna tilboðsgerðar.
Tilboðsgerð. Gerð söluáætlana. Skipulagn-
ing og framkvæmd söluátaka. Samningagerð
við viðskiptavini. Fagleg ráðgjöf.
Við leitum að byggingatæknifræðingi/bygg-
ingafræðingi. Þekking á byggingariðnaði
nauðsynleg. Áhugi og dugnaður í sölu ásamt
frumkvæði, sjálfstæðum og skipulögðum
vinnubrögðum mikilvægt.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöð-
um, sem liggja frammi á skrifstofu okkar,
merktar: „Frumkvæði 157", fyrir24. mars nk.
Hagva ngurhf
Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Byggingafræðingur
nýkominn úr námi í Danmörku óskar eftir
atvinnu. Allt kemur til greina. Hef víðtæka
reynslu í verkstjórn á byggingastað, auk
starfsreynslu frá tæknideild sveitarfélags.
Upplýsingar í síma 75994.
Skjólgarður - Höfn - Hornafirði
Hjúkrunarfræðingar
- Ijósmæður
Okkur vantar Ijósmóður til starfa á fæðingar-
deild heimilisins frá og með 1. mars nk. eða
síðar ef óskar er. Fæðingar eru á bilinul 2-20
á ári að jafnaði.
Einnig er laus staða hjúkrunarfræðings frá
og með 1. apríl auk sumarafleysinga. í Skjól-
garði er 31 hjúkrunarsjúklingur auk vistdeild-
ar með 14 plássum. Starfandi hjúkrunarfræð-
ingar eru fimm.
Allar nánari upplýsingar gefa: Ásmundur
Gíslason, framkvæmdastjóri, sími 97-81118,
Vilborg Einarsdóttir, héraðsljósmóðir, sími
97-81400 og Þóra Ingimarsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri, sími 97-81221.
Ríkisbókhald
laus staða
Staða forstöðumanns BÁR- og ráðgjafa-
sviðs er laus til umsóknar. Forstöðumaður
þessa sviðs hefur yfirumsjón með þróun og
viðhaldi BÁR (bókhalds- og áætlanakerfi
ríkisins) ásamt starfsemi ráðagjafa-, tölvu-
og hugbúnaðardeildar ríkisbókhalds.
Leitað er að viðskiptafræðingi og/eða
starfsmanni með mikla bókhaldsþekkingu og
-reynslu. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi
reynslu af að vinna með BÁR og þekki til
hlítar uppbyggingu þessa kerfis og tegunda-
lykilsins sem notaður er í bókhaldi ríkisins.
Ennfremur er æskilegt að viðkomandi hafi
þekkingu á og reynslu af hönnun hugbúnað-
ar á sviði bókhalds og rekstraráætlana.
Starfið verður veitt frá og með 1. júní nk.
Laun samkvæmt ákvæðum kjarasamnings
BHMR og fjármálaráðherra.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist ríkisbókara, co ríkis-
bókhald, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík fyr-
ir 27. mars nk.
Norræna mála- og upplýsingamið-
stöðin í Helsingfors auglýsir eftir
íslenskum
kennsluráðunaut
frá 1. júlí til 31. desember 1991.
íslenski ráðunauturinn þarf að hafa háskóla-
menntun. Hann á að hafa reynslu í kennslu
og upplýsingaþjónuqtu og vera fær um að
miðla þekkingu á tungumáli lands síns,
menningu og þjóðfélagsmálum. í verkahring
ráðunautarins er einnig fyrirlestrahald og
upplýsingastarf sem farandlektor.
Laun samkvæmt finnskum launaflokki A 24
(FIM 10.808,- - 15.045,-) plús útlendingavið-
bót (FIM 1.450,- - 2.900,-).
Marja Liisa Karppinen, forstjóri, sími 0-706
2402, veitir upplýsingar um starfið.
Umsóknir skulu sendar í síðasta lagi 12.
apríl 1991 til Nordiska sprák- och informati-
onscentret, Hagnásgatan 2, SF-00530 Hels-
ingfors, Finland.
Norræna mála- og upplýsingamiðstöðin á
að annast kennslu og kynna tungumál,
menningu og þjóðfélagsmál hinna Norður-
landanna í Finnlandi. Miðstöðin á einnig að
veita fræðslu um finnsku, finnska menningu
og þjóðfélagsmál á hinum Norðurlöndunum.