Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 32
 mi Aíleysmga- og radningaþionusta Lidsauki hf. W Skolavordustig la - 101 Revli.ivik Smv SPKISS Filmuskeyting Virt og rótgróín prentsmiðja í Reykjavík óskar að ráða filmuskeytingamann nú þegar. í boði fyrir hæfan starfsmann eru góð laun og góður vinnustaður. Umsóknarfrestur er til og með 22. mars nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skrúð- garðyrkjumaður Skrúðgarðyrkjumann vantar í verksíjóra- stöðu hjá garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar. Ætlast er til að viðkomandi hafi sérstakan áhuga og reynslu af trjárækt. Umsóknir, með upplýsingum um nafn og fyrri störf, skal senda til Ráðningarskrikfstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, fyrir 22. mars 1991. Garðyrkjustjóri. Ríkisútvarpið auglýsir laust starf Staða forstöðumanns svæðisútvarps Ríkisútvarpsins á Norðurlandi er iaus til umsóknar. Aðsetur svæðisútvarpsins er á Akureyri. Háskólamenntun og/eða veruleg reynsia á sviði fjölmiðlunar eða af stjórnunarstörfum æskileg. Umsóknarfrestur er til 31. mars nk. og ber að skila umsóknum til ríkisútvarpsins, Efsta- leiti 1, á eyðublöðum, sem þar fást. miM (» RIKISUTVARPIÐ Góð kona óskast til að búa hjá og aðstoða eldri konu í íbúð í miðborginni. Til greina kemur að vera hjá henni frá morgni og fram á kvöld. Upplýsingar í símum 625354/670411 (eftir kl. 18 á virkum dögum). Smiðir Óskum að ráða nokkra smiði til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar, Skútahrauni 2, Hafnarfirði, og skal skila þeim til starfsmannafulltrúa. Upplýsingar ekki veittar í síma. HAGVIRKI Prentsmíði Óskum eftir að ráða prentsmið hálfan daginn í filmudeild okkar. Upplýsingar gefur Hörður Árnason. Uörumsrhínc hf BÆJARHRAUNI 20 TELEFAX: 652387 HAFNARFIRÐI ^SÍMI 5 35 88 Ljósmæður Sjúkrahús Vestmannaeyja óskar eftir Ijós- móður til sumarafleysinga í júlí og ágúst. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, sími 98-11955. Sjúkrahús Vestmannaeyja. Innskrift - setning Viljum ráða starfskraft til starfa við innskrift, helst vanan Lynotype setningartölvu. Borgarprent, Skeifunni 6, sími 687022. Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa. Upplýsingar í síma 686845 eftir kl. 13.00 mánudag. Centrum, Kringlunni. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR BARÓNSSTÍG 47 Sumarafleysingar Heilsuverndarstöð Reykjavíkur auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á barnadeild. Ljósmæðrum til starfa á mæðradeild. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknareyðublöð liggja frammi á af- greiðslu Heilsuverndarstöðvarinnar, gengið inn frá Barónsstíg. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík, Bar- ónsstíg 47, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 25. mars nk. Stjórn Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík. HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR í REYKJAVÍK Við heilsugæslustöðvar í Reykjavík eru eftir- taldar stöður lausar til umsóknar. 65% staða móttöku- og tölvuritara við Heilsugæslustöðina í Efra-Breiðholti, Hraunbergi 6, sími 670200. Staða læknaritara og 50% staða móttöku- ritara við Heilsugæslustöðina í Mjódd, Álfa- bakka 12, sími 670440. Upplýsingar eru veittar á viðkomandi heilsu- gæslustöðvum og hjá starfsmannastjóra í, síma 22400. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík, geng- ið inn frá Barónsstíg. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra heilsugæslustöðva í Reykjavík, Barónsstíg 47, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 22. mars nk. Stjórn heilsugæslu Austurbæjarumdæmis syðra. ! LANDSPÍTALINN Hjúkrunardeildarstjóri óskast á móttökudeild 33-0, Landspítalalóð í 100% starf, dagvinna. Skilyrði um menntun og/eða starfsreynslu æskileg. Framhalds- nám í geðhjúkrun eða veruleg starfsreynsla. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1991. Upplýsingar gefur Nanna Jónasdóttir hjúkr- unarframkvæmdastjóri, sími 602600. BSamtök psoriasis og 35^3 exemsjúklinga Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Samtök psoriasis- og exemsjúklinga óska eftir að ráða hjúkrunarfræðingá eða sjúkra- liða til starfa á nýrri göngudeild samtakanna, sem tekur til starfa innan skamms. Starfið felst í móttöku sjúklinga, umsjón með Ijósab- öðum o.fl. Við leitum að jákvæðum manneskjum, sem eru tilbúnar að veita sjúklingum mjög góða þjónustu. Vinnutími er áætlaður frá 12.00- 19.00. Hægt er að semja um styttri vinnutíma og/eða vaktavinnu. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 27. mars á skrifstofu samtakanna í Bolholti 6, 105 Reykjavík. PAGVIST BARWA Fóstrur, þroska- þjálfar eða annað uppeldismenntað starfsfólk Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. VESTURBÆR Hagakot v/Fornhaga s. 29270 Drafnarborg v/Drafnarstíg s. 23727 má/ning óskar að ráða A) Starfskraft til að sjá um framleiðslu- stjórn, birgðavörslu og daglega stjórnun í verksmiðju vorri á Funahöfða 9. Leitað er eftir rekstrar-, véltæknifræðingi eða iðnrekstrarfræðingi af framleiðslubraut. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í síma 685577, en umsókn um starfið skal senda skriflega til Gísla Guðmundssonar, Funahöfða 7,112 Reykjavík. B) Starfskraft til að sjá um litun á fram- leiðsluvörum fyrirtækisins. Reglusemi og nákvæmni eru mikils metin. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af hliðstæðum störfum og geti hafið störf sem fyrst. Umsækjendur komi til viðtals á Funahöfða 7 mánudaginn 18. mars eða þriðjudaginn 19. mars milli kl. 13 og 15. Herbergisþernur Hótel Saga v/Hagatorg vill ráða herbergis- þernur til starfa nú þegar. Um er að ræða vaktavinnu. Bónuskerfi. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri, ekki í síma, milli kl. 9.00 og 17.00 daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.