Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 sunnudaginn, þegar úrslitin í formannskjörinu voru kynnt — tapræðu. Hvað sagðir þú í þeirri ræðu, sem aldrei var flutt? „Já, það er ekkert leyndarmál og mér finnst ekkert að því að vera viðbúinn hinu versta, en gleðjast svo yfir því þegar betur fer. í þeirri ræðu kemur fram að ég hefði verið mjög sátt- ur við tilveruna, þótt ég hefði tapað. Eg sagði þar eitthvað á þá ieið að ég hefði auðvitað verið sáttari við það að vinna, en í orðalaginu sáttari felst þá um leið að ég væri sáttur við það að tapa. Ég hefði ekki tekið við varafor- mennskunni ef ég hefði tapað og ég hafði strax 4. janúar síðastliðinn gefíð Þorsteini það til kynna að ég vildi ekki verða varaformaður eftir þennan landsfund. Það hefði því ekki átt að koma honum á óvart.“ — Svo við höldum okkur örlítið lengur í efinu — hefði tap á sunnudag orðið upphafið að því að þú hættir afskiptum af stjómmálum? „Þá hefði ég einvörðungu helgað mig borg- armálefnunum og svo kannski í fyllingu tímans farið annað. Ég veit ekki hvert, en það eru fjölmörg önnur störf í þjóðfélaginu merkileg, verðug og góð. Það hefur oft flögrað að mér að gera eitthvað allt annað. Til dæmis hefur blaðamennska oft heillað mig og ritstörfum hef ég gaman af og svo held ég að það gæti verið afar spennandi verkefni að taka að sér rekstur á fyrirtæki - öflugu einkafyrirtæki. En eins og gefur að skilja hef ég lagt slíkar hugrenningar á hilluna, að minnsta kosti um stundarsakir. Þó að stjórnmál séu ágæt, þá má maður ekki ímynda sér að þau séu upphaf og endir alls. Það eru tiltölulega fáir sem sinna stjómmálum og allur þorri þjóðarinnar er í einhveiju öðru. Ég get ekki ímyndað mér að þorri þjóðarinnar sé á slíkum villigötum að við séum þeir einu sem erum í því starfi sem eitt- hvert vit er í!“ Eftirköstin verða ekki mjög slæm — Hvemig leggst það í þig, Davíð, að taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum með þessum óvenjulega hætti? „Það leggst mjög vel í mig. Það má segja að enginn hafi tekið við þessu embætti á sama hátt og ég, en þá verða menn líka að hafa það í huga að það em ekki mjög margir sem hafa gegntjæssu embætti — ég er sá sjöundi í röð- inni. Ég var alla tíð sannfærður um að það væri í lagi að kjósa, og mér sýnast eftirköstin ekki ætla að verða mjög slæm. Þvert á móti, þá hef ég það á tiifinningunni, að menn telji sig hafa séð að flokkurinn ber þetta vel. Sú samheldni sem inn í flokkinn er byggð, sá ógnarkraftur sem í honum felst, þolir alveg þá áraun að kjósa-á milli manna. Kosningin sem slík kann að hafa skapað einhver sár, en kosningabaráttan var háð með þeim hætti af beggja hálfu, að hún skilur engin sár eftir sig.“ — Þið Þorsteinn hafið unnið lengi saman. Sumir telja að þið hafið verið vinir, aðrir segja kunningjar. Hefur þú samviskubit gagnvart Þorsteini? „Ég hefði út af fyrir sig kosið að ég hefði tekið við af honum með þægilegri hætti fyrir hann. Ég get ekki neitað því. Fyrir mitt leyti er ég ráðinn í því að hagur Þorsteins innan flokksins verði með þeim hætti sem hann á best skilið og hann fái notið sín. Ég vona að sú staðreynd að við skiptum um storf með þessum hætti, setji ekki viðvarandi blett á okkar samskipti." — Trúir þú því að þið getið átt gott samstarf? „Ég vona það sannarlega og mun leita eftir því. Hins vegar hef ég fullan skilning á því að hann kunni að vera sár í minn garð.“ Átti von á að Þorsteinn gerði tillögu um mig sem varaformann 1983 — Hvað með önnur eftirmál — er vopnahlé í uppsiglingu, innan flokksins, sem varir aðeins fram yfír kosningar? Verða deilur og bræðra- víg í Sjálfstæðisflokknum, í náinni framtíð? „Nei, ég hef það ekki á tilfinningunni. Að vísu er það svo, að maður heyrir kannski sjálf- ur helst þær raddir, sem maður vill heyra. Það er ekki af því að maður vilji hafa það svo heldur vegna þess að aðrir halda að þannig vilji maður hafa það. Því heyri ég ekki strax allt umtalið í flokknum, en ég heyri þó aðfinnsl- ur í minn garð um það á hvaða hátt varaform- annskjörið bar að. Menn segja, sem rétt er, að það ekki alveg í samræmi við óskráðar regl- ur flokksins að formaður stingi upp á varaform- anni. Ég minni á að Þorsteinn Pálsson stakk reyndar upp á varaformanni 1983. Þá hafði ég hálfpartinn átt von á því að hann styngi upp á mér sem varaformanni. Það kom mér í opna skjöldu að hann skyldi ekki gera það. Geir Hallgrímsson hafði þá talað við okkur báða og sagt að hann vildi styðja annan hvorn okkar í formannssætið og ég tók af skarið þá um að okkar stuðningur ætti að beinast að Þorsteini. Ég átti því von á þvi að hann legði það til á fundinum að ég yrði kjörinn varaform- aður, þegar hann hafði verið kjörinn formað- ur, en hann lagði til að Friðrik Sophusson yrði kjörinn varaformaður. Hann minntist ekkert á það við mig, sem þá var tiltölulega nýkjörinn borgarstjóri, að hann hygðist stinga upp á öðrum, eða yfírleitt að stinga upp á varafor- manni. Uppástunga hans gerði það náttúrlega að verkum að ég gat ekki eftir það gefíð kost á mér. / Ég er sannfærður um að á þessu augnabliki á sunnudaginn var gat ekki orðið meiri sátt um nokkurn annan varaformann heldur en þann sem ég lagði til. Þetta voru afskaplega óvenjulegar aðstæður. Margir höfðu áhyggjur af þessari baráttu um formannssætið, sem ég taldi nú ástæðulausar að verulegu leyti. Þess vegna mátti gera kröfu til nýkjörins form- anns, sem hafði stofnað ti! þessara átaka, að ' hann reyndi í sínu fyrsta verki að finna hvaða varaformannsefni yrði mest sátt um. Jafnvel gagnrýnendur þessa vals míns segja nú: „Þetta var besta lausnin, en þú áttir ekki að sjá um uppástunguna." Því er til að svara að stundum þarf að gera óvenjulega hluti og ekki alltaf hægt að fara eftir bókstafnum.“ Tek gagnrýni ekki voðalega nærri mér — Hvernig þolir Davíð Oddsson gagnrýni og fínnst honum hún yfirleitt vera óréttmæt? „Oftast nær fínnst mér hún ekki vera rétt- mæt. Við erum nú einu sinni flest þeirrar gerð- ar að við sjáum eigin gjörðir í öðru ljósi en gagnrýnendurnir. Hins vegar tek ég hana ekk- ert voðalega nærri mér og ég er ekkert upp- næmur yfír blaðagreinum eða árásum í fjöl- miðlum. Ég held að það sé næstum því óþekkt að ég hafi samband við fjölmiðla, vegna þess að mér finnist að mér vegið. Einstaka sinnum vil ég koma að leiðréttingu, upplýsinganna vegna, en ég missi ekki svefn þótt ég sé gagn- rýndur. Vissulega fer þetta þó eftir því hver á í hlut. Ef mér fínnst ég verða fyrir ósann- gjamri gagnrýni frá einhveijum sem ég hef metið mikils, þá get ég bæði orðið undrandi og svekktur." Vinátta bara gerist einhvern veginn — Þeir sem eru aðdáendur Davíðs Oddsson- „Megináherslu leggjum við audvitað á að þessi þjóð eigi það skilið að hafa það betra og það eru öll skilyrði til þess. Það verður verkef ni nýrrar ríkisstjórnar að þvælast ekki fyrir í þeim efnum, eins og þessi ríkisstjórn hefur gert.“ ar hafa á orði að hann sé fyrst og fremst vin- ur vina sinna, en andstæðingar hafa sagt við mig að hann væri of góður vinur vina sinna. Hvað segir Davíð um þetta? „Það er með mig eins og flesta, að ég á fáa vini, en marga kunningja. Maður safnar ekki að sér vinum, en ég held að það sé rangt að maður eignist bara vini á æskuárunum. Ég held að það sé eitthvað álíka „element" að verkúm þegar góð vinátta tekst með mönnum, og í ástinni, þótt það sé auðvitað af annarri tegund. En vinátta bara gerist einhvern veg- inn, eins og ástin, og eftir situr vitneskjan um það að þú og þessi ákveðni maður eruð vinir, án þess að nokkur rökræn skýring sé þar endi- lega að baki. Mér fínnst ég hafa verið að eign- ast vini í gegnum tíðina og oft áttar maður sig ekki á því hvenær slíkt gerist. Það eru til dæmis menn hjá borgarkerfínu sem ég lít á sem vini mína, en ég geri mér ekki ljóst hve- nær það gerðist nákvæmlega að við urðum annað og meira en samstarfsmenn. Svo eru aðrir sem starfa hjá borginni sem ég lít á sem góða kunningja og er hlýtt til. Meinilla við menn sem tala illa um vini mína Ég Jegg mikið upp úr því að vera góður vinur vina minna, en ég notfæri mér ekki að- stöðu mína'í of ríkum mæli, í þágu vina minna. Aðeins þannig gæti ég orðið of góður vinur vina minna, og ég vona að ég verði ekki þann- ig vinur. Ég veit að ég hef þann veika blett, að mér er afskaplega annt um vini mína og mér verður meinilla við menn sem tala illa um þá. Ef ég heyri einhvem tala illa um mann sem mér þykir vænt um eða lít á sem vin minn, tek ég oftast nær til varna fyrir vin minn. En jafnvel þó ég geri það ekki og láti á engu bera, þá lít ég viðkomandi aldrei sömu augum á eftir — það er eitthvað við slíkt sem ég á mjög erfitt með að líta framhjá.“ — Hefur þú alltaf verið sannfærður sjálf- stæðismaður? „Ég var alinn upp hjá fólki sem hafði mikið álit á Sjálfstæðisflokknum og leit á sig sem sjálfstæðisfólk, þótt það væri ekki flokksbund- ið. Hvorki móðiri mín né amma voru flokks- bundnar, en það var aldrei neinn vafi á því að þær voru sjálfstæðismenn, eins og svo margt gott fólk sem ekki er flokksbundið. Minn hugur lá því alltaf til sjálfstæðisstefnunn- ar, en satt best að segja hugleiddi ég stjórn- mál ekki mikið og ætlaði mér alls ekki að fara út í störf sem tengdust pólitík." Þessar stoltu konur settu mark sitt á mig — Þú ert alinn upp af konum, móður þinni og ömmu. Hefðir þú kannski orðið allt annar Davíð Oddsson, ef þú hefðir alist upp undir föðurlegri handleiðslu einnig? „Það er erfitt að segja til um það, af þvi að ég hef aldrei kynnst því. En ég hefði ekki getað hugsað mér ljúfara uppeldi en það sem þessar tvær konur veittu mér. Auðvitað var þetta óskapleg barátta, en ekki dæmigert borg- arlegt kjölfestulíf. Móðir mín vann gríðarlega mikið. Hún var óskaplegur vinnuþjarkur sem lagði geysilega hart að sér. Hún yar vélritunar- stúlka í fullu starfí og tók að sér alla þá auka- vinnu sem hún komst yfir, vegna þess að hún mátti til. Amma var aftur heima og var því svona fasti punkturinn í tilverunni. Við fundum aldrei annað en dæmið gengi upp og ég heyrði það aldrei á mínu heimili að einhvers staðar kynni að vera fólk sem hefði það betra en við og meira umleikis. Ég er sannfærður um að þessar stoltu konur hafa sett á mig sitt mark, bæði í lífsskoðun, viðhorfum og framgöngu, annað getur ekki verið. Heimili mitt á þessum tíma hefur líklega verið fyrir neðan það sem í dag kallast fátæktarmörk, en það vafðist ekkert fyrir mínum uppalendum að það væri Sjálfstæðisflokkurinn sem helst myndi tryggja réttindi þeirra og bætt kjör. Auðvitað hlýtur það einnig að hafa haft áhrif á mig.“ — Þinn betri helmingur, Ástríður Thorarens- en, er þriðja konan sem er áhrifavaldur í lífi þínu, ekki satt? Ég hef það fyrir satt, að þótt þú sért hershöfðinginn í Reykjavíkurborg, sem öllu stjómar, sé hún hershöfðinginn á heimil- inu, sem vemdi mann sinn gegn ágangi og óþægindum, þegar mögulegt er. „Það er heilmikið til í því. Eins og þeir vita sem reynt hafa, þá bítur hún fólk ekki af sér, en hún tekur mjög mikið af álaginu af mér, þegar slíku verður við komið, og auðvitað er mér ómetanleg stoð í henni. Hún lendir mikið í því að ræða við þá sem hingað hringja, þeg- ar ég er í burtu, og á betra verður ekki kosið, því hún skapar svo mikla ró með hlýju sinni og alúð. Það er líka mikill kostur að hún er ekkert uppnumin yfír því sem ég er að fást við. Hún hefur áhuga, en er aldrei uppveðruð. Hún hvatti mig ekki til þess að fara í framboð- ið — hún heldur dró úr því, en studdi mig síð- an heilshugar eftir að ég hafði tekið mína ákvörðun, alveg óuppveðmð. Ég varð ekki var það að hún breyttist' þegar ég varð borgar- stjóri, og ég á ekki von á því að hún breytist við þetta. Það setur hana ekkert úr jafnvægi. — Það hefur ekki farið framhjá neinum undanfama viku, að andstæðingar þínir í póli- tík hafa haldið þvi fram að formannskjör þitt boði aukna hörku og hægri sveiflu. Er Davíð Oddsson meira hörkutól en Þorsteinn Pálsson? „Við Þorsteinn eram ólíkir menn, en Þor- steinn er afskaplega fastur fyrir og fylginn sér. Ég sé því ekki þannig mun á okkur tveim- ur, auk þess sem við höfum haft mjög svipað- ar skoðanir í pólitík að mörgu leyti. Ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni að því meira sem einkaaðili getur séð um, því betra. Því minna sem ríkiskerfið og hið opinbera sér um, því betra. Ég á mjög gott dæmi um það, hér úr Reykjavíkurborg. Ég lét áratuga draum margra sjálfstæðismanna rætast, um að losa okkur við Bæjarútgerð Reykjavíkur. Því var fyrirspáð að það fyrirtæki yrði komið í fangið á okkur aftur, áður en við væri litið, en nú er það eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki landsins og menn vilja eignast þar hlutabréf, af því það skilar arði, skapar atvinnu og er stöndugt og sterkt. Á hinn bóginn er ég afskaplega ákveð- inn í því og lít á það sem hlutverk Sjálfstæðis- flokksins, forsendu stöðu hans, stærðar og styrkleika, alveg öfugt við það sem þeir sem kallaðir eru hörðustu fijálshyggjumenn gera, að vera ekki flokkur einhverra þröngra og ein- hæfra gilda. Við verðum að hafa mjög öflugt atvinnulíf. Við verðum að gefa einkarekstrinum sem allra best færi til að skapa sem mestar tekjur, til að við getum tryggt kjör þeirra, stöðu og öryggi sem lakast kunna að vera settir á hveijum tíma. Markmið Sjálfstæðisflokksins er auðvitað að hjálpa slíku fólki eins og kostur er, til þess að nýta sér kosti frjáls hagkerfis, þar sem einkareksturinn fær notið sín. Ég vil að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur, ekki bara í orði heldur á borði, þar sem hver maður tel- ur sig geta átt samastað og þar sem hver maður getur fundið að menn vilji ekki traðka á þeim sem undir er, heldur gera öllum kleift að lifa mannsæmandi lífi. Samt sem áður er ég ekki þeirrar skoðunar að það sé hægt að hjálpa öllu fólki, því það gerist aldrei. Þú býrð til ákveðið öryggisnet, sem þú reynir að hafa þétt og vel riðið, en engu að síður verður aldr- ei sett undir alla leka. Það er bara lífsins lög- mál.“ Svona er Sjálfstæðisflokkurinn — Hvemig heldur þú að þessi skírskotun þín til breiddarinnar og boðskapur um að allir eigi að geta fundið sér samastað í Sjálfstæðis- flokknum fari í vini þína, hörðustu fijálshyggj- umennina? „Þeir verða að hafa skilning á þessu. Þeir vilja vera í Sjálfstæðisflokknum og svona er Sjálfstæðisflokkurinn. Honum verður ekki breytt úr þessum flokki yfír í einhvern flokk þröngra lífsskoðana, að minnsta kosti ekki meðan ég ræð einhveiju þar um. Hins vegar vil ég að það besta úr fijálshyggjunni tapist aldrei og njóti sín mjög í Sjálfstæðisflokknum. Ég tel að það séu engar þverstæður í þessu, heldur þvert á móti að flokkurinn geti án hvor- ugs verið. Þú skapar aldrei heilbrigt velferðar- kerfi, nema þú hafir öflugt og „dínamískt" þjóðfélag og það hefur þú ekki nema bestu eiginleikar fijálshyggjunnar fái notið sín. Þetta er sú blanda sem ég tel ákjósanlega og ég held að okkar fyrrum forystumenn, þeir sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.