Morgunblaðið - 17.03.1991, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991
eftir Guðmund Löve
Um mánaðamótin nóvember-desember síðastliðinn var í París
undirritaður sáttmáli um verulegar takmarkanir á hefðbundnum
herafla Atiantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins í Evrópu.
Margir urðu til að fagna þessu sem skrefi í átt til slökunar spennu
og varanlegs friðar í álfunni. En fleira þarf að taka með í reikning-
inn. Er Gorbatsjov búinn að vera og íhaldssamari öfl að ná völdum
í Sovétríkjunum? Er hætta á að staða NATO veikist þegar síst má
við? Er í rauninni allt með felldu í öryggismálum Evrópu í dag?
MBL/Guömundur Löve
Rætt við Thomas Ries hjá
Institutt for forsvarsstudier í
Noregi um friðarhorfur og
öryggismál í Evrópu
Kalda stríðið" er það tímabil í
sögunni kallað er náði frá
Iokum heimsstyijaldarinnar
síðari og fram á síðasta ár,
er það endaði á eftirminnilegan
hátt með hinum stórfelldu breyting-
um í Austur-Evrópu. Endahnútur-
inn var að margra mati sleginn
þegar HVE-sáttmálinn um tak-
mörkun hefðbundinna vopna í Evr-
ópu var gerður milli Bandaríkjanna,
Sovétríkjanna og hinna 34 aðildar-
landa ROSE (Ráðstefna um öryggi
og samvinnu í Evrópu) auk Kanada.
Kalda stríðið voru 40 ár friðar í
Evrópu, og í sögulegu samhengi er
þetta mikið afrek. Á sjötta áratugn-
um var hins vegar hættulegt tíma-
bil óöryggis þegar Bandaríkin og
Sovétríkin héldu enn að annað
þeirra gæti unnið kjarnorkustríð.
Þetta náði hápunkti sínum í Kúbu-
deilunni 1962 þegar heimurinn
rambaði á barmi kjamorkustríðs.
Fljótlega varð stórveldunum þó ljóst
að þau yrðu fyrir alla muni að kom-
ast hjá beinum átökum sín á milli,
og menn fóru að tala um „ógnar-
jafnvægið". Þetta ógnaijafnvægi
stuðlaði hins vegar að miklu jafn-
vægi í Evrópu þó austantjaldslöndin
yrðu að gjalda fyrir það með frelsi
sínu, og það er einmitt þetta jafn-
vægistímabil sem nú kann að vera
að renna sitt skeið á enda. Það er
verið að leggja niður kerfi sem hef-
ur virkað vel hingað til, og við
stöndum nú frammi fyrir hinu
óþekkta.
Hvað gerist í Sovétríkjunum?
Stærsta vandamálið hvað þetta
varðar er hvað kemur til með að
gerast í Sovétríkjunum á næstu
mánuðum og árum. Sovétríkin eiga
yfir óhemjumiklum hergögnum að
ráða sem geta skipt sköpum fyrir
framtíð Evrópu, en hvað á að taka
til bragðs þegar þetta stórveldi virð-
ist vera að hrynja saman? Tomas
Ries, B.sc., sem hefur beitt sér í
rannsóknum á öryggismálum í Evr-
ópu við Institutt for forsvarsstudier
í Noregi, hefur kynnt sér það
mál, en Tomas þessi hefur meðai
annars komið hingað til Islands, en
hér hélt hann fyrirlestur í boði Sam-
taka um vestræna samvinnu og
Varðbergs hinn 13. október sl. Að
sögn hans var Sovétmönnum ljóst
þegar í byijun síðasta áratugar að
eitthvað þyrfti að gera til að kom-
ast hjá algjöru hruni sovésks efna-
hagskerfis. Þar hefur sennilega
staðið að baki hópur .manna úr
kommúnistaflokknum auk forystu-
manna í sovésku leyniþjónustunni
KGB, sem voru meðal þeirra örfáu
sem höfðu undir höndum upplýsing-
ar um hið raunverulega ástand í
landinu: meðalaldur fór Iækkandi,
ungbamadauði jókst, sjálfsvígstíðni
var mjög há og tala áfengissjúkra
og eiturlyfjaneytenda var ógnvekj-
andi samtímis því að þjóðarfram-
leiðsla var á sífelldri niðurleið.
Á valdatíma Júríjs Andrópovs,
fyrrum formanns KGB, notaði þessi
hópur framfarasinna tækifærið og
reyndi að fá málum sínum fram-
gengt. En Andrópov sat skamma
hríð, og við lát hans komst hinn
íhaldssami Konstantín Tsjernenko
til valda og tilraunir í umbótaátt
féllu niður. Eftirmanni hans, Mik-
haíl Gorbatsjov, hefur hins vegar
tekist að setja í gang miklar umbæt-
ur eins og heimurinn hefur mátt
merkja undanfarin ár.
Til að fá vinnufrið til að sinna
hinum aðkallandi innanríkismálum
hefur Gorbatsjov orðið að minnka
þrýstinginn á landið utanfrá og það
var best gert með því að minnka
spennuna í öryggismálum. í tíð
Gorbatsjovs var soyéska herliðið
kallað heim frá Afghanistan, sam-
skiptin við Kína betrumbætt og það
sem mikilvægast er, sambandið við
Vestur-Evrópu og Bandaríkin var
stórlega styrkt. Þetta olli því líka
að Sovétríkin áttu auðveldara með
að fá efnahagslega aðstoð frá Vest-
urlöndum, auk þess sem nú var
unnt að skera niður útgjöld til her-
mála (í samræmi við HVE-samn-
inginn) og létta þannig fyrir upp-
byggingu nýs sovésks hagkerfis.
Nýfengið frelsi austantjaldsþjóð-
anna og afvopnun Evrópu hefur
þannig gerbreytt öryggispólitískum
forsendum í þessum heimshluta.
Nýjar forsendur bera rneð sér
óvissu, og þegar við bætist ótrygg
útkoma umbótaþreifinganna í Sov-
étríkjunum þar sem ýmsum öflum
er gefinn laus taumurinn, er vissara
að fara með öllu með gát að mati
Tomasar Ries. Hinar „nýju“ þjóðir
sem vaknaðar eru til lífs í Austur-
Evrópu eru bæði fátækar og pólit-
ískt óstöðugar auk þess sem þær
eiga við þjóðernisvanda að etja, og
eru þetta allt hlutir sem taka verð-
ur með í. heildarmyndina.
Vestur-Þýskaland var þegar fyrir
sameininguna við nafna sinn í austri
þriðja stærsta efnahagsveldi heims
á eftir Bandaríkjunum og Japan.
Nú er endurfætt nýtt stórveldi í
miðri Evrópu, og eykur það enn á
öryggispólitíska óvissu í framtíð-
inni. Þeir eru þó ekki margir sem
spá nýjum Hitler í bráð. Thomas
telur slíkt afar ólíklegt og bendir á
að Þýskaland virðist vera vel sam-
hæft vesturevrópskri pólitík og
efnahagskerfi.
Stoðunum svipt undan NATO?
Ástæðan fyrir tilvist Atlantshafs-
bandalagsins hefur hingað til aðal-
lega verið talin vera mótvægið við
hina stöðugu hótun frá Sovétríkjun-
um. í bandaríska varnarmálaráðu-
neytinu Pentagon er því hins vegar
haldið fram að það tæki Sovétmenn
minnst tvö ár að undirbúa árás á
Vestur-Evrópu, og segja má að
stoðunum hafí að miklu leyti verið
svipt undan NATO um leið og Sov-
étríkin draga herlið sitt til baka frá
Austur-Evrópu.
Nokkur óvissa ríkir um hvort
NATO getur aðlagað sig hinum
breyttu aðstæðum og hvort það
fyrirfinnist yfirleitt pólitískur vilji í
Evrópu og/eða Bandaríkjunum fyr-
ir áframhaldandi tilvist þess. Auk
þess hefur síðastliðin 10-15 ár ver-
ið nokkur spenna í sambandinu
milli Vestur-Evrópu og Bandaríkj-
anna, þar sem vissir hópar bæði
innan bandaríska þingsins og meðal
almennra borgara telja Evrópu og
Japan njóta góðs af bandarískum
hervörnum án þess að láta nóg í
staðinn. Evrópa er einnig að verða
æ meiri keppinautur Bandaríkjanna
á efnahagssviðinu og verður það
einnig til að kynda undir skoðunum
þessara hópa í Bandaríkjunum.
Tomas Ries sér fyrir sér þann mög-
uleika að ef bilið miili Evrópu og
Bandaríkjanna gleikki á pólitísku
plani, til dæmis með mismunandi
skoðunum á lausn mála í Austurl-
öndum nær í framhaldi af Persaf-
lóastríðinu, geti útkoman orðið auk-
ið fylgi við „aðskilnaðarsinna" í
Bandaríkjunum með tilheyrandi
vandamálum fyrir öryggiskerfi
Vesturlanda.
„Ég tel að það sé nauðsynlegt
að viðhalda NATO,“ segir Tomas.
„Möguleikarnir á stríði í Evrópu eru
meiri nú en á síðari hluta kalda
stríðsins og auk þess sé ég enga
aðra jafngóða leið til að tryggja
öryggi Vestur-Evrópu í framtíðinni.
RÖSE getur sennilega ekki orðið
sterkara afl í Evrópu en Sameinuðu
þjóðirnar eru í heiminum og það
dugir ekki til að komast alfarið hjá
ófriði þó það sé góður vettvangur
fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir. Lítill
vafi er á því 'að Atlantshafsbanda-
lagið verði að laga sig að breyttum
aðstæðum þar sem áhersluatriðin
verða kannski fremur að komast
hjá staðbundnum eijum en að veij-
ast stórstríði.“
Er afvopnunin afvopnun?
Þó NATO og Varsjárbandalagið
hafi gert samning um minnkun á
herafla og jafnvægi í Evrópu virðist
sem öfl innan sovéska hersins séu
leynt og ljóst að reyna að koma sér
undan ýmsum ákvæðum hins 200
blaðsíðna langa HVE-samnings.
Bandaríska þingið hefur að vonum
tekið þessu illa, svo í augnablikinu
er framtíð HVE-samningsins ekki
of björt. Mikið af því sem hefur
gerst í afvopnunarmálum af hálfu
Sovétríkjanna eigum við hins vegar
að þakka þróun í innanríkismálum.
Það að Sovétmenn minnki her-
afla sinn í Mið-Evrópu, bæði vegna
þess að þeir séu að losa um takið
á austantjaldslöndunum og vegna
HVE-samningsins, þýðir hins vegar
að heraflinn í norðri er að aukast,
bæði hvað varðar magn og gæði.
Þó við lifum nú á tímum tilslakana
og spennufalls í vamarmálum er
ekki hægt að segja fýrir um hvað
næstu 5-10 ár bera í skauti sínu,
og ef allt fer á versta veg í Sov-
étríkjunum gætum við setið uppi
með hættulegan og árásargjarnan
nágranna í norðri.
Niðurskurður á hefðbundnum
herafla í Evrópu tryggir ekki frið-
inn. Ógnarjafnvægið hefur verið
sett úr jafnvægi með INF-samning-
unum sem settu meðaldræg kjarna-
vopn úr Ieik, og svo aftur með
HVE-samningnum sem óbeint gerir
a.m.k. Vesturlöndum ókleift að
halda skammdrægum kjarnavopn-
um sínum. Kjarnorkukapphlaupið í
Evrópu hefur á þennan hátt verið
stöðvað að mestu leytu og það eitt
sér gerir það á ný fræðilega mögu-
legt að heyja stríð í álfunni og er
það að mati Thomasar lykilatriði í
framtíðarþróun afvopnunarmála í
Evrópu.
Sovétmenn hafa einnig reynt að
koma hernaðartækjum sínum og
vopnum undan áhrifasviði HVE-
afvopnunarsáttmálans. Sem dæmi
má nefna að miklir liðsflutningar
hafa verið austur fyrir Úralfjöllin,
því Asía er ekki innifalin í sátt-
málanum. Þaðan er að sjálfsögðu
ekki ómögulegt að hreyfa lið ef
nauðsyn skyldi krefja. í öðru lagi
tók HVE-sáttmálinn ekki til sjó-