Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 29 Verkstjóri Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar hf. óskar eftir verkstjöra á vélaverkstæði. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun sem vélvirki eða aðra sambærilega menntun. Upplýsingar í síma 97-58950. Lagermaður Óskum að ráða röskan lagermann til starfa nú þegar. Tilboð er tilgreini aldur og fyrri störf óskast send auglýsingadeild Mbl. fyrir 21. mars merkt: „L - 404“. Tæknifræðingur Verktakafyrirtæki úti á landi óskar að ráða tæknifræðing til starfa við mælingar, verk- stjórn og tilboðsgerð. Húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „B - 6758“ fyrir 22. mars. Ágætu fóstrur Um langt skeið hefur vantað fóstrur til starfa á dagvistarheimilin á Seltjarnarnesi. Nú ætl- um við að gera átak til úrbóta og reyna að manna þær stöður sem lausar eru. Því bjóðum við velkomna hverja þá fóstru, sem vill hugsanlega koma til starfa á Sól- brekku eða Fögrubrekku. Um er að ræða stöðu yfirfóstru og deildarfós- tru á Fögrubrekku, sem er lítill, heimilislegur leikskóli í grónu hverfi, og deildarfóstrustöð- ur á Sólbrekku, sem er stórt, en velbúið heimili. Þar eru þrjár dagheimilisdeildir og tvær leikskóladeildir. Á Seltjarnarnesi er góður starfsandi og mikið svigrúm og frelsi til athafna fyrir börn og fóstrur. Það er von okkar að fóstrur, sem hafa hug á að breyta til í starfi, hafi samband við Ing- unni Sigurðardóttur, forstöðumann á Sól- brekku, í síma 619161 eða Soffíu Guðmunds- dóttur á Fögrubrekku, í síma 611375. Sl| ÐAGVI8T BARNA Stuðnirigsaðila vantar á dagheimilið Laugaborg eftir hádegi. Upplýsingar veita Anna María, forstöðumaður, í síma 31325 og Einar, sálfræðingur, í síma 27277. Tölvumyndir hf. Tölvumyndir hf. var stofnað 1986 og hefur verið frá upphafi eitt af framsæknustu hug- búnaðarhúsum hérlendis. Sérsmíði hugbún- aðar á ýmsum vélum og stýrikerfum hefur verið aðaluppistaðan í rekstri fyrirtækisins. Við leitum að eftirfarandi starfsfólki: 1. Tölvunarfræðingi eða manni með sam- bærilega menntun. Aðalstarfssvið er hverslags nýsmíði hugbúnaðar. 2. Ritara til allra almennra skrifstofustarfa. Frekari upplýsingar veitir Friðrik Sigurðsson í síma 689010 á milli kl. 10.00 og 12.00 næstu daga. BORGARSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingur Staða aðstoðardeildarstjóra á sótthreinsun- ardeild E-4 er nú þegar laus til umsóknar. Deildin er vistleg þjónustudeild og er þar eingöngu unnin dagvinna virka daga. Upplýsingarveitir Gyða Halldórsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri sótthreinsunardeild- ar, í síma 696357. Aðstoðarlæknir Staða reynds aðstoðarlæknis á taugadeild er laus frá 1. júní nk. Frá sama tíma er enn- fremur laus staða aðstoðarlæknis á endur- hæfinga- og gigtardeild. Upplýsingar veitir Ásgeir B. Ellertsson, yfir- læknir. Læknafulltrúi óskast á endurhæfinga- og taugadeild frá 1. júní nk. Upplýsingar gefur læknafulltrúi í síma 696721. Frá Háskóla íslands Lausar stöður Staða lektors í hagfræðigreinum við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir svo og námsferil og störf, skulu' sendar starfsmannasviði Háskólans, aðal- byggingu Háskólans við Suðurgötu fyrir 10. apríl nk. Sérstök tímabundin lektorsstaða í eðlis- fræði við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands er laus til umsóknar. Lekt- ornum er ætlað að stunda rannsóknir og kennslu á sérsviði sínu innan eðlisfræðinnar auk þess sem hann þarf að geta tekið að sér almenna kennslu í eðlisfræði. Umsóknarfrestur er til 26. apríl nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjanda, prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir grein- argerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda, verði honum veitt staðan. Einnig er æskilegt að umsækjandi tilgreini hvernig fyrirhugað sé að rannsóknum hans verði fyrir komið. Sömuleiðis er þess óskað að hann nefni 2-3 aðila, sem eru reiðubúnir að veita umsagnir um störf hans fyrr og nú. Gera má ráð fyrir að lektorinn verði í fyrstu settur í stöðuna til 1-2ja ára en að loknu 2ja ára starfi verði tekin afstaða til þess hvort hann verði fastráðinn með gagnkvæmum 3ja mánaða uppsagnarfresti. Lektorinn á einnig rétt á framgangi í starfi skv. almennum regl- um, sem um það gilda við Háskóla íslands. Nánari upplýsingar veitir formaður eðlis- fræðiskorar, Hafliði P. Gíslason prófessor, i ..........................— sími 694800. Umsóknir skulu sendar starfs- mannasviði Háskólans, aðalbyggingu Há- skólans við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Sérstök tímabundin lektorsstaða í örveru- fræði við líffræðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands er laus til umsóknar. Lekt- ornum er ætlað að stunda rannsóknir og kennslu á sérsviði sínu innan örverufræðinn- ar auk þess sem hann þarf að geta tekið að sér almenna kennslu í örverufræði. Umsóknarfrestur er til 26. apríl nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjanda, prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir grein- argerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda, verði honum veitt staðan. Gera má ráð fyrir að lektorinn verði í fyrstu settur í stöðuna til 1 —2ja ára, en að loknu 2ja ára starfi verði tekin afstaða til þess, hvort hann verði fastráðinn með gagnkvæm- um 3ja mánaða uppsagnarfresti. Lektorinn á einnig rétt á framgangi í starfi samkvæmt. almennnum reglum, sem um það gilda við Háskóla íslands. Nánari upplýsingar veitir Jörundur Svavars- son, formaður líffræðiskorar, Grensásvegi 12, sími 694610. Umsóknir skulu sendar starfsmannasviði Háskólans, aðalbyggingu Háskólans við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Sérstök tímabundin lektorsstaða í grasa- fræði við líffræðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands er laus til umsóknar. Lekt- ornum er ætlað að stunda rannsóknir og kennslu á sérsviði sínu innan grasafræðinn- ar, auk þess sem hann þarf að geta tekið að sér almenna kennslu í grasafræði. Umsóknarfrestur er til 26. apríl nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjanda, prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir grein- argerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda, verði honum veitt staðan. Gera má ráð fyrir að lektorinn verði í fyrstu settur í stöðuna til 1-2ja ára, en að loknu 2ja ára starfi verði tekin afstaða til þess, hvort hann verði fastráðinn með gagnkvæm- um 3ja mánaða uppsagnarfresti. Lektorinn á einnig rétt á framgangi í starfi samkvæmt almennum reglum, sem um það gilda við Háskóla íslands. Nánari upplýsingar veitir Jörundur Svavars- son, formaður líffræðiskorar, Grensásvegi 12, sími 694610. Umsóknir skulu sendar starfsmannasviði Háskólans, aðalbyggingu Háskólans við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Dósentsstaða í sálarfræði við félagsvísinda- deild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Umsækjanda er ætlað að kenna einhverja af eftirfarandi greinum: Almenna sálarfræði, þróunarsálfræði, persónuleikasálfræði eða félagslega sálfræði og skal hann hafa unnið að rannsóknum á einhverju þessara sviða. Launakjör eru samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsókn ásamt rækilegri skýrslu um mennt- un, starfsferil og vísindastörf sendist starfs- mannasviði Háskóla íslands fyrir 1. maí nk. Staða forstöðumanns Reykjavíkur Apóteks (Lyfjabúðar Háskóla íslands) er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá og með 1. júlí 1991, en stjórnarnefnd áskilur sér rétt til að ákveða að nýr forstöðumaður starfi með fráfarandi forstöðumanni í allt að sex vikur. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræðimenntun, lyfjafræðistörf og vísindastörf sendist stjórn apóteksins (Vil- hjálmi G. Skúlasyni, prófessor, stjórnarfor- manni, Háskóla íslands) fyrir 15. apríl nk. Forstöðumaður skal uppfylla skilyrði laga nr. 76/1982 um lyfjadreifingu. Æskilegt er að hann uppfylli kröfur um skipun í kennara- stöðu (lektor eða dósent) við Háskóla íslands og geti tekið að sér kennslu og rannsóknir í nokkrum mæli. Um starfsemi lyfjabúðar Háskóla íslands fer skv. reglugerð nr 120/1987. Upplýsingar um starfið veitir Vilhjálmur G. Skúlason í síma 694463 og 694466.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.